Morgunblaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Inniiegt þakklæti fyrir auðsýnda sam- úö við andlát og jarðarför konunnar minn- ar sálugu. Olafur Johnson, % Viðfalstími augníæknis er frá 1--3 virka daga og d öðrum timum eftir samkomulagi. Fyrsta flokks bifreiðar ávalt til leigu. St. Elnareson. Gr. Sigurðsson. Simi 127. Simi 581. Friðarhjal. Þýzki nýlendumálaráðherrann dr. Solf flutti hinn 20, ágúst allmerki- lega friðarræðu. Sagði hann þar, að ekkerí annað en ófriðarþrái banda- manna stæði í vegi fyrir því, að Belgía væri endurreist sem sjálfstætt riki. Siðar í ræðunni mintist hann á það að aðaláhugamál mannkynsins væru nú þau, hvernig hægt væri að koma í veg fyrir styrjaldir framvegis, hvernig ætti að tryggja það, að al- þjóðalög væru virt, hvernig ætti að tryggja hlutlausa borgara og ríki og rækta sameiginlega drengskaparskyldu við hinar yngri þjóðir. Þetta væru áhugamál sem'miljónir manna vildu íá framgengt. Ræða þessi fékk daufar undirtektir hjá bandamönnum, Robert Cecil lávarður svaraði henni og sagði að þá fyrst gæti verið um frið að ræða, þegar Þjóðverjar viðurkendu það að þeir væru sigraðir.J Ræðan hefir held- ur eigi fengið mikið bergmál í Þýzka- landi, Og í ræðuer Vitzthum greifi utanríkisráðherra Saxa flutti hinn 8. þ. ,m., kvað nokkuð við annan tón heldur en hjá dr. Solf. Hann sagði að það væri að eins eitt, sem flýtt gæti fyrir friði, og það væri óbifan- legur ásetningur um það að berjast til þrautar þangað til Þjóðverjar hefðu sigri hrósandi hrundið af sér öllum árásum. En hinn fyrv.jutanríkisráðh. Austur- ríkis og Ungverjal. Czernin greifi, tók undir með dr. Solf. Hinn 8. þ. m. fiutti »Neue Freie Presse* grein eftir hann um »Takmörkun herbúnaðar og gerðardómstól*. Hefir sú grein vakið mikla athygli viða um iönd. Greinin byrjar á niðurlagsorðunum í ræðu dr. Solfs. Þannig hefir enginn mælt fyr í Berlín, segir Czernin, og þeir sem eru kunnugir þar, vita það, að þannig mundi hann eigi hafa mælt ef aðrir stjórnmálamenn hefðu ekki verið á sömu skoðun. Þá minnist Czernin á bækling er Grey gaf út í maí og nefndi »A1- þjóðasamband*. Segir Czernin að það haldi ófriðarþráanum vakandi í ensku þjóðinni, að stjórnmálamenn hennar telji henni trú um það, að þegar eftir að friður væii saminn mundu Þjóðverjar fara að búa sig undir nýja styrjöld til þess að ganga milli bols og höfuðs á Englandi — sem þá hefði ef til vill eigi íengur alheim á sínu bandi. Þessi ótti, sem ætti rót sína að rekja til sigurópa landvinningamanna, væri falskur. Meiri bluti þýzku þjóðarinnar, með keisarann fremstan i flokki, vildi sannarlega og einlæglega að friður héldist. »Það er aðeins sárlítill hluti þýzku þjóðarinnar, sem er á annari skoðun. Þessi minni hluti kallar samkomulagsfrið sama sem uppgjöf. Aldrei hefi eg heyrt eins innantóm orð . . . . . Þessir menn eru ekki Þýzkaland. Þýzkaland vill heiðarleg- an frið, eins og vér, það sækist ekki eftir neinu heimsveldi, það vill ekki stríð framvegis og það sækist eigi eftir að brjóta undir sig aðrar þjóðir.* Þess vegna, segir Czernin að nið- urlagj, ættu Miðveldin að taka að sér forystuna, draga upp aðaliínurn- ar að hinni nýju heimsskipan og kunngera þær öllum heimi: »Frá Dunár-bökkum ætti að koma gjall- andi raust er heyrðist um allan heim: Vaknið! Vaknið af þessum ljóta draum um blóð og oíbeldi! Sköp- um nýja og betri framtíð! Berj- umst gegn ófriði sem úrskurði deilumálaL Czernin greifi er eigi lengur í opinberri stöðu. En daginn eftir að grein hans birtist flutti eftirmaður hans, Burian barún, ræðu i mjög líka átt. Burian spurði hvort það væri afsakanlegt að halda áfram hinni blóðugu styijöld í þvi skyni að knýja fram réttlætishugmyndir, án þess að gera nokkra tilraun til þess að leita fyiir sér um það, hvort eigi mætti ná sama takmarki með samn- ingum. Bandamenn mundu fljótt geta komist að raun um það, ef þeir vildu, að Miðveldin þráðu það eigi síður en þeir, að réttlæti og jöfnuður réði framvegis í við- skiftum þjóðanna. »Ef óvinir vorir vildu ræða og gagnrýna alt það sem enn ber á milli — á einn eður annan hátt, án þess þó að það þurfi að vera í friðarsamningaformi — þá þyrfti sennilega eigi lengri ófrið til þess að binda enda á allar deilurnar*. Kveikiugartími á ljóskerum bifreiða og reiðhjóla' er kl. 8 BÍðd. Herbergi, með eða án húsgagna, vantar ein- hleypan mann nú þegar. Uppl. í ísafoldarprentsm. Sími48. Jónas frá Hriflu hefir sagt upp kennarasbarfa síuum við Kennara- skólauu og mun nú fyrir alvöru fara að gefa sig við samvinnufélögum. í stað hans er síra Asgeir Ásgeirsson ráðinu kennari við skólann. Nýja Land. þar eru nú orðin eig- eudaskifti. Hefir Bjarni f>. Magnús- son selt kaffihúsið og er kaupandinn Rosenberg, fyrrum bryfci á björgunar- skipinu Geir. Læknaprófi Iauk i Háskólanum á laugardaginn. Úfcskrifuðust þrir læknis- nemar, Jón Bjaruason frá Steiunesi, Krisfcján Arinbjaruarsou og Hinrik Thorarensen. Verzlunarrúð íslands. Að þessu sinni verða kosnir þrír fullfcrúar i ráðið og fer fcalning afckvæða fram á skrifsfcofu verzlunarráðsins á morgun (I. okt,) kl. 5 e. h. Gullfoss fór héðan í gaerdag til New York. Meðal farþega voru Ólafur Johnson konsúll og börn hans. Hjúskapur. A laugardaginn gengu þau i hjónaband juugfrú Helga And- ersen og Bjarni f>. Magnússon veit- ingamaðar. í gær voru gefiu samau þau juug- frú Hrefua Einarsdótfcir (Finnboga- sonar) og Kristmundur Guðjónsson stud med. Sfccrling kemur hingað væutanlega í kvöld eða í nótt. Ognrleg sprenging i Odessa. Skömmu fyrir miðjan mánuðinn varð ógurleg sprenging í hergagna- búðum Ukranestjórnarinnar í Odessa. Voru hergögnin geymd í skápum fyrir utan borgina, en sprengingin varð svo ógurleg að alt lék á reiði- skjálfi og mörg hús hrundu. Talið er að mörg hundruð manns hafi beðið bana. sem miljónamæringur. Ohemju hlægilegur sjónleikur i 3 þáttum og 100 atriðum. Aðalhlutverkið leikur hinn heimsfrægi skopleikari: Chaplie Chaplin. Mötorbátar. Tveir litlir mótorbátar til sölu. Upplýsingar í sima 225. Dugleg og þrifin innistúlka óskast 1. oktbr. Frú Copland, Gimli. Göður ofn og óskemdur með suðuholi til sðlu fyrir mjög sanngjarnt verð. Uppl.- í síma 105. Ung stúlka hreinhjörtuð og af göfugum ættutr.- . 13—17 ára, óskast í samvinnufélag með öðrum. — Tilboð merkt »66« ásamt mynd leggist á afgr. Manntal á Vesturheimseyjum. Að undirlagi Daniels flotaráðherra: Bandarikjanna, fór nýlega fram mann-- tal á Vesturheimseyjum þeim, er Danir seldu Bandaríkjunum. Kom þá í ljós, að íbúarnir þar voru að eins 26.051, en árið 1835 —þegar næst siðasta matntal fór þar fram — voru ibúarnir 43.178. Þeim hefir því fækkað nær um helming á rúmum 80 árum. Er það, ásamt öðru gott dæmi um það hvernig eyjnnum hefir verið stjórnað. HúsnæBisekian. Óli litli hefir fengið að fara út með Maríu móðursystur sinni. Þau ganga fram hjá kirkjunni, og seg- hún honum, að þarna eigi guð heima. Eftir nokkra umhugsnn segir Óli: »Maria systir, heldurðu að guð hafi leigt þarna til næsts árs?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.