Morgunblaðið - 17.11.1918, Page 2
}
MOKGUNBLAÐÍÐ
Sjúkrahúsin.
í upphafi sóttarplágunnar tókbæjar-
stjórnin hálfan franska spitalann á
Ieigu til að leggja þar inn fólk sem
sýktist af lungnabólgu. Stóð þá til
að verja Landakotsspítalann sýkinni,
en það mistókst vegna óblýðni
sjúklings eins á spítalanum, sem
orðinn var rólfær og fór út í bæ
og flutti veikina. Var þá rýmt svo
til á spítalanum að hægt varð að
flytja þangað marga sjúklinga. En
þessar ráðstafanir urðu þó hvergi
nærri fullnægjandi. Víðsvegar um
bæinn var enn þá fjöídi fólks, sem
nauðsynlega þurfti að komast á
sjúkrahús, og altaf bættist við. Tók
hjúkrunarnefndin þá suðurálmu
barnaskólans fyrir sjúkrahæli og
voru flutt þangað rúm og annar
útbúnaður. Lengst stóð á því að fá
þangað fólk til að hjúkra_ en það
tókst þó að lokum. í fyrrakvöld
var búið að flytja þangað 5 3 lungna-
bólgusjúklinga og eflaust hefir eitt-
hvað bæzt við í gær. Flestir sjúk-
lingarnir sem í barnaskólann hafa
verið fluttir voru mjög veikir og í
mjög mikilli lífshættu. En mjög
margir hafa fengið svo mikinn bata,
að þeir meiga teljast úr allri hættu.
Þórður Sveinsson læknir hefir
verið yfirlæknir í barnaskólanum og
og notað aðallega þá lækningar-
aðferð, að baða sjúklingana úr heitu
vatni og Iáta þá drekka heítt vatn.
Siðan hafa þeir verið dúðaðir í ullar-
dúknm og látnir svitna. Engin meðnl
eða sárlítil hafa verið notuð. Hefir
þessi aðferð reynst mjög vel, enda
sögð mjög mikið notuð vestan hafs,
aðallega í byrjun veikinnar, til að
draga dr henni. Ættu þeir, sem enn
eiga eftir að leggjast í inflúenzunni
að hafa þetta ráð og sjá hversu gefst.
Lyfjabúðin.
Því er auðsvarað, hvar umferðin
hafi verið mest, sóttardagana. Mikið
höfðu læknarnir að gera. En meðul
þurftu eigi að eins þeir, sem lækna
var vitjað til, heidur einnig allir
hinir lítið veiku. Meðalatrúin er
svo mögnuð og vaninn sá að
brúka meðul svo rikur, að eigi þarf
nema lítinn lasleika til þess, að fólk
vilji hafa meðul við honum.
Strax i byrjun fyrri viku var að-
sóknin orðin svo mikil, að lyfjabúð-
in var troðfuli út úr dyrum af
meðalagestum. Framan af vikunni
var mest beðið um hitalyf og hósra-
saft, og þraut brátt alt kiuín, sem
lyfjabúðin bafði. En þegar á leið
vikuna tóku lyfseðlar fyrir lungna-
bólgumeðulum að streyma inn og
voru engin meðul afgreidd eftir
seðli i marga daga, önnur en lungna-
bó'.gumeðöl, aðallega kimfórublanda.
Margir lyfseðlar urðu eigi afgreiddir
vegna þess að efni í lyfin þrutu, og
nú sem stendur vantar lyfjabúðina
algjörlega mörg nauðsynleg lyfja-
efni.
Starfsfólk lyfjabúðarinnar veiktist
snemma, og lyfsalinn sjálfur veikt-
ist um siðustu helgi. Var óvant
fólk fengið til afgreiðslunnar og gekk
hún því eigi eins greiðlega og ella,
og einnig spilti það nokkuð fyrir,
að margt af þessu bjálparfólki var
danskt, og gekk eigi sem bezt að
skilja, suma meðalagesti eða gera sig
skiljanlegt.
Mest bagaði þó skortur á fólki
sem gat blandað lyf eftir seðlnm,
þvi að lyfjafræðingarnir voru nálega
allir veikir. Voru læknanemar af há-
skólanum fengnir til þess starfa, en
svo seint gekk afgreiðslan samt, áð
oft þutfti fólk að bíða eftir áríð-
andi lyfjum í heilan sólarhring.
Auðvitað hefir tyfjabúðin verið
opin allar nætur.
Þýzkaland I applsusn
--98S-
Uppreist og stjórnarbylting.
—t—
Keisarinn segir af sér og er flúinn úr landi
Ríkiserfinginn myrtur?
---»K--
Fyrstu fregnirnar um uppreistina
í Þýzkalandt bárust hingað í símskeyti
frá fréttaritara Morgunblaðsins í
Kaupmannahöfn, dagsett 8. nóv. Er
skeytið á þessa leið:
Kiel ásamt flotanum og borgirnar
Flensborg, Aabenraa,Rostock,Lúbeck,
Tönder, Sönderborg, Attooa, Bremer-
hafen, Wilhelmshafen, Cuxbafen og
Warnemúnde er í höndum uppreist-
armanna. Þýzku varðmennirnrr við
landamæri Jótlands hafa strokið yfir
til dönsku varðmannanna. Aukið
herlið heldur enn reglu i Berlin.
Sama dag og skeyti þetta kom
hingað, fekk loftskeytastöðin skeyti
frá Nauen, aðal-Ioftskeytastöð Þjóð-
verja, þar sem sagt var að stöðin
væri á valdi »hermanna- og verka-
mannaráðsins þýzka< og benti það
til þess að Berlín væri einnig á valdi
uppreistarmanna, enda er það stað-
| fest í loftskeyti frá London, d'gs.
11. nóv„ og hljóðar svo:
Berlin er komin á vald uppreistar-
manna en það eru verkamenn og
hermenn þar í borginni. Þeir hafa
byrjað* á bví að ráðast á Moabit-
fangelsið og hafa hleypt út þaðan
herföngum og pólitiskum föngum.
— Alstaðar i Þýzkalandi grípur upp-
reistin um sig. í Bayern, Wúrtem-
berg, Saxlandi, Meklemborg, Brúns-
vik, Hessen, Baden og Oldenburg
er verið að setja stjórnirnnr af.
Bayernskonungcr er flúirm frá
Múcchen.
Skeyti 12. nóv. segir að Berlín sé
nú algerlega á vaidi hermanna- og
verkmannaráðsins og lýðstjórnir
settar á stofn í áðurnefndum þýzk-
um ríkjum, Hin nýja þjóðlega stjórn
kveðst hafa náð festu á samkomu-
lag’ milli hinna tveggja jafnaðar-
mannaflokka landsins.
Nýja þýzka stjórnin
Hun afneitar
»bolschevismanum«.
I ensku loftskeyti frá 13. þ. m.
er sagt frá því, að jafnaðarmanna-
flokkarnir. þýzku (meirihlutaflokkur-
inn og flokkur óháðra jafnaðarmanna)
hafi i sameiningu myndað nýja stjórn
undir forustu Haase (úr flokki óháðra)
og Ebert (úr flokki meiriíil.). Auk
þessara tveggja manna eru í stjó n-
inni: Dittmann og Barth úr flokki
óháðra og Scheidemanp og Lands-
berg úr roeirihlutaflokknum.
Ebert hefir skýrt frá því, að fyrsta
verk bráðabirgðastjórnarinnar hafi
verið að samþykkja vopnahlésskil-
málana, en því næst fari hún að
vinna að friðarsamniogum og taka
alla stjórn ríkisins í sinar hendur.
í málgögnum srjórnarinuar er þvi
lýst yfir, að »bo!ctievisminn« eigi
enga flokksmenn i Þýzkalandi og
heldur ekki innan stjórnarinnar.
fjóðverjar vilja
liraða friðarsamnÍDgiinnm
Hungursneyð yfírvofandi.
Dr. Solf, (fyrv.) utanríkisráðherra
Þjóðverja, hefir stent Wilson Banda-
ríkjaforseta þráðlaust skeyti og skorað
á hann að flýta þvi sem mest, að
friðarsamningar verði byrjaðir, vegDa
þess að hungursneyð sé yfirvofandi
i Þýzkalandi. Haun væntir þess að
Þjóðverjar geti komist að bráðabirgða
friðarsamningum.
Serbia hin mikla
Fulltrúar Serba, ’Króata og Suður-
Slava hafai átt fund með sér í Genf
í Sviss tíndanfarna daga. Hafa þeir
samþykt að sameina lönd sín i eitt
sambandsriki og kosið því sameigin-
lega bráðabirgðastjórr, s m á að fara
með utanrikismál þeirra og önnur
sameiginleg mál, þangað til reglulegt
fulltrúaþing verður kvatt saman.
Yopnahíéð
HátíOahöld — BoBskapur Wilsons.
Paris 11. og 12. nóv.
í Paris og um alt Frakkland eru
aaggsaasas.B'.... iir,,, 1 .. is^JUÆsssaaw
menn frá sér numdir af gleði út af
vopoahléinu, Allir fanar rifnir út
úr búðunum til að skreyta n eð, og
hátiðaböldunum linnir ekki. Alt
loftið glymur af fallbyssuskotum og
klukknabringingum og menn kepp-
ast um að heiðra stiíðshetjurnar og
stjórnina.
London 12. nóv.
Wilson forseti sendi i gær út
eftirfarandi boðskap tii. Bandarikja-
þjóðarinnar:
»Vopnahlé var undirskrifað í
roorgun. Alt það er fullkomnað
sem An eríka brrðist fyrir. Hér eftir
verður það ljúf skylda vor að gefa
gott eftirdæmi, beita ráðum og dáð
og leggja hjálparhönd að því að koma
á réttlátri iýðstjórn um allan heim«.
Rúmenar hafa á ný
sagt Þjóöverjum stríB á hendur.
í ensku loftskeyti frá 14. ,nóv. er
það haft eftir þýzka blaðinu »Frank-
furter Zeitung<, að Rúmenar hafi
nú aftur sagt Þjóðverjum stríð á
hendur.
Hor bandamanna var kominn inn
í Rúmeniu áður en vopnahléð komst
á, en síðan hafa engin vopnavið-
skifti orðið þar.
Frakkarí EIsass-Lothringen
fjandskapast viö þýzka herinn.
í ensku loftskeyti frá 13. nóv. er
sagt frá þvi, að þýzka herstjórnin
hafi sent Frökkum svohljóðandi loft-
skeyti:
Franskir íbúar i Elsass-Lotbringetr
sýna þýzka hernum, sem þar fer unr
fjandskap í ýmsum greiuum. Til
þess að komast hjá vandræðum,
œælumst vér til þess, að franska
stjórnin skori á íbúana að forðast
öll illindi.
Matvælaúthlntan Bandarlkjanna
í frÖDsku loftskeyti frá 14. nóv.
er skýit frá þvi, að Hoover, mat-
vælaráðherra Bandarikjanna, hafi lýst
þvi yfir í ávarpi til þjóðarinnar, að
nauðsynlegt sé enn og verði fram-
vegis að spara alt feitmeti og hveiti,
til þess að geta hjaipað Norðurálfu-
búum.
Hoover fer til Norðuráifunnar
næstu daga.
Belgakonnngar
kominu aftur tíl Brys el
í ensku loftskeyti frá 14. nóv. er
sagt frá því, að Aibert Belgakon-
ungur sé væntanlegur til Bryssel,
höfuðborgarinnar í Belgíu, í dag.
Uppreist nm alt þfzkaland.
Khöfn. 9. nóv.
Uppreistin geisar nú um alt Þýzka-
land. Borgirnar Köln, Hannover,
Múnchen, Brunsweig og Magdeburg
eru nú á valdi uppreistarmanna.
Auk keisarans hefir hertoginn af
Brunsweig einnig lagt niður völd.