Morgunblaðið - 17.11.1918, Blaðsíða 4
4
MORatTNBLAÐlÐ
Ráðskona
vel að sér í matanilbúningi, p,etur f ngið vellaunaða stöðu hjá H. Debell
framkvæœdarstjðra, Tjarnargötu 33.
A sama stað vantar konu til að halda skrifstofum hreinum.
Það tilkynnist hérmeð vinum og vandamönnum að minn hjartkæri
eiginmaður, Jóhannes Magnússon, andaðist á heimili sinu, Bræðraborgar-
stíg 15 Reykjavík, miðvikudaginn 6. þ. m.
Jarðarförin verður ákveðin siðar.
Dóróthea Þórarinsdóttir.
Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum að konan min elskuleg,
Stefanía A. V, Guðmundsdóttir, andaðist á heimili okkar 6. þ. m.
Jarðaiförin verður ákveðin síðar.
Páll H. Gíslason.
Hérmeð tilkynnist að ráðskona mín, Guðbjörg Guðmundsdóttir, dó
á Landakotsspítalanum miðvikudaginn 13. þ. m.
Jarðarförin verður ákveðin síðar.
Holger Debell.
Vopnablé komið á.
Það var opinberlega tilkynt í
loftskeyti sendu frá Paris 11. þ. m.
um kvöldið, að vopnahlé hafi komist
á milli Þjóðverja og baodamanna
þá um morguninn kl. n. En áður
höfðu bandamenn lýst þvi yfir, að
þeir væru reiðubúnir að semja um
vopnahlé við fulltrúa Þjóðverja og
að þeir hefðu gefið Foch yfirhers-
höfðingja fult umboð til þess að
undirskrifa samninga. Sendu Þjóð-
verjar siðan 4 menn á fund Foch’s,
en degi siðar komust samningar á.
Höfðu Þjóðverjar þá gengið að öll-
um skilyrðum bandamanna, en eigi
hafa hingað komið neinar fregnir af
því, hverjir þeir skilmálar eru. En
fráleitt munu bandamenn hafa kraf-
ist minna af Þjóðverjum en þeir
gerðu af Austurrikismönnum. En
þeir sammngar hafa áður verið birtir
í blaðinu.
Enginn vafi er á þvi, að bráðlega
mun komast á friður, því svo mun
um hnútana búið af bandamönnum,
að Þjóðverjar geti ekki gripið til
vopna aftur þó þeir vildu. Þýzka-
land er gersigrað, og Þjóðverjar
verða að ganga að öllum friðarskil-
yrðum bandamanna, hversu harðir
sem skiímálarnir verða.
Vopnahlésskjlmálarnir
Dálítið úr skilmálunum getum vér
birt. Þjóðverjar eiga að afhenda
bandamönnum:
5000 fallbyssur, 5000 vélbyssur,
10000 bifreiðar, 3000 flugvélar, 100
kafbáta. Þjóðverjar eiga að afvopna
Vs hluta þýzka flotans og verður
hann undir umsjón bandamanna.
Þjóðverjar halda með lið sitt yfir á
eystri bakka Rinarfljóts og hverfa á
burt úr Elsass og Lothringen. Frið-
urinn, sem samin var við Rússa í
Brest-Litovsk og við Rúmena í
Bukarest, verður upphafin og Þjóð-
verjar eiga að skila aftur öllum her-
föngum, en fá að svo stöddu enga
i staðinn.
Síðustu símfregnir
Khöfn 14. nóv,
Syndikalistar hafa á ný gert óspekt-
ir miklar í Khöfn.
Sambandslögin eru nú til umræðu
f þinginu.
Nú á margur bágt.
Það er eigi ætiun vor, að fara
að rifja upp einstök atriði úr hörm-
ungaviðburðum síðustu daga. Þess
ætti ekki að vera þörf, þ»í- að allir
eða flestir bæjaibúar hafa af eigin
reynd kynst því, hve hart örlögin
hafa leikið fjölda fólks hér í bænum.
Og flestir munu sjalfir hafa fengið
meiri eða minni sár, við fráfall skyld-
menna eða vina.
Það mun óhætt að segj?, að sár-
in hefðu orðið miklu færri, ef mann-
afli hefði verið meiri, hinum sjúku
til hjálpar og hjúkrunar. En sakir
þess, hve óðfluga veikin breiddist út,
varð ómögulegt að veita aðhlynningu,
svo fullkomna sem annars. Nú eru
margir orðnir heilbrigðir, sem áður
voru sjúkir, og hægra að koma hjálp-
inni við.
Þess vegna viljum vér alvarlega
biðja alt vinnufært fólk um, að hafa
fytir hugskotssjónum viðburðina ný-
afstöðnu og láta þá verða til þess
að enginn liggi á liði sinu.
Ennpá eru i hœttu tnörq mannsUf,
sem áreiðanle^a er hagt að bjarpa, eý
allir %era skyldu sina.
Vér erum fátæk þjóð, og meig-
um sízt ef öllu við því að missa
mannslíf fyrir fyrir handvömm.
Geri nú hver maður skyldu sina!
Það er auðvitað skylda allra þeirra,
sem nú eru nýstaðnir upp úr sótt-
inni miklu, að fara gætilega með
heilsu sina. En það er líka heilög
Góður vagnhestur
í ágætu standi og gallalau', er til
sö!u. Upplýsingar gefur
Guóbj. Guðmundsson,
prentari, ísafoldarprentsmiðju
eða Lindarg. 7A.
Menfhol-
brjóstsykur
í heilum og hálfum dósum
fæst í
Tóbakshúsinu.
skylda hvers, sem um er fær, að
leggja fram alla krafta sína, til að
draga úr þeirri ógæfu, sem þjóðin
hefir orðið fvrir.
Hjúkrunarnetndina vantar fólkl
Bjóðið henni aðstoð yðar straks i
dag, svo mörg, að hún geti valið úr
fólki og látið hvern og einn vinna
það starf, sem hann er færastur til.
Munið það, að sumt hjúkrunarfólk-
ið starfar bæði dag og nótt, og þarf
hvildar við.
Og látið engan geta sagt það um
yður með sanni, að þér hafið brugð-
ist yðar eigin þjóð á þrautastund.
Hjálpið öll til að bjarqa 1
Bæjarsíminn
er opinn á nóttunni.
Hjúkrunarnefndin.
Næturlæknir
er í Brunastöðinni frá 10 að kvöldi
til 8 að morgni.
Hjúkrunarnefndin.
Daglæbnir
er í Brunastöðinni.
Hjúkrunarstöðin.
Mannhjálp
karla og sérstaklega kvenna óskast.
Borgun ef krafist er.
Hjúkrunarnefndin.
Hvar
er ósjúka skólaýólkið ? ?
Hjúkrunarnefndin.
Yfirsetubonur
vantar í Brunastöðina.
Góð borgun. — Bíll.
Hjúkrunarnefndin.
Bílar
óskast með bllstjórum.
Hjúkrunarnefndin.
Matur
fæst ó k e y p i s
1. í eldhúsi Barnaskólans (hafra-
seyði).
2. hjá \T6tnasi Jónssyni Laugav. 2
(n jólkurvellingur).
Hjúkrunarnefndin.
Steinolía
fæst i Steinolíufélagsskúrnum við
Amtmanusstlg Hjúkrunarnefndin.
Barnahæli
var fyrirhugað í Barnaskólanum en
komst ekki lengra vegaa kvenmanns-
leysis.
Nú er skorað á fjölskyldur, er geta
tekið við umhirðulausum börnum að
gefa sig fram á Brunastöðinni. Sími
S30. Hjúkrunarnefndin.
Fast hjúbrunariólk
sérstaklega kvenióW óskast. Borgun:
5—6 kr. á dag atik fæðis.
Hjúkrunarnefndin,
Brunastöðin. Sími 330.
Kol
afgreiðir landsverzlunin í dag —
(sunnudag) kl. 12—4.
Hjúkrunarnejndin.
Likkistur
smíðar
Ólaiur Ólafsson,
Vegamótastíg 9.
— Heimiii, Grettisgötu 39 B —
Hérmeð tilkynnist vinum og
vandamönnum að systir mín elsku-
leg, Guðrún S. Ólafsdóttir, andaðist
á heimili minu 14. nóv. 1918.
Jarðarförin auglýst síðar.
Stefán Olafsson.