Morgunblaðið - 11.12.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1918, Blaðsíða 1
6. argangr Miðv.tlag li * des. 1918 31. tölublaö Ritstjóri: Viihiálmtir Fínsen ísaioidatprentsmiðja [u&aríör sonar okka', Karls Gunnars Ágústs, fer fram frá Dóm- kirkjunni, fimtudag 12. þ. m. og hefst með húskveðju kl. n f. h. á heinnli okkar, Laufás.’egi 3. Þóri Óíafsdóttir. Magnús Gunnarsson M.s, j.Kaukur11 Samskotio. Ritstjórnarsími nr. 300 tír loftinu. London, 10. des. Framlenging vopnahlésins. Erzberger tilkynnir það, að Frakkar liafi farið þess á leit við yfirherstjórn Þjóðverja, að velja fulltrúa til þess að va:ða um fram- lenging vopnahlésins. Uppþot í Berlín. Nákvæmari fregnir af uppþotinu sem varð í Berlín hinn 6. desember, herma það, að nokkrar þúsundir hermanna Jmfi gert. tiiraun til þess að steypa framkvæmdanefnd her- mamia- og' verkmannaráðsins í Ber- lín og gera Prússland að lýðveldi og Ebert að forseta þass. En Ebert vildi það ekki. Lenti þá saman „Bpartaeus1 ‘ -flokknum, sem liafði íengið liðveizlu liðhlaupara, og her- inönnum, sem voru í heimfararleyfi og nýkonmir frá vígstöðvunum. Bolzhewikkar í Eistlandi. Það er tilkynt, að hersveitir Bolzliewikka hafi gangið á land á Eistlandsströnd og komið livíta varnarliðinu í opna skjöldu. Japanir í MikJagarði. Japanskt beitiskip og tveir jap- anskir tundurspillar eru kominir til Miklagarðs. Bretar og Bandaríkjamenn. 1 tilefni af „British day“ sendi Georg konungur Bandaríkjunum símskeyti, þar sem hann flytur amerísku þjóðhmi þaklrir og óskar þess, að þessar tva:r þjóðir verði jafnan eins samhent.i,” í friði eins og þær eru nú. Frá Belgrad. Préttaritari „Times“ í Belgrad skýrir frá því, að. 300 af hinum 700 fulltrúum Suður-Slava, sem sátu. ráðstefnu í Neusatz hinn 27. tióvember, h’afi komið tij Belgrad hinn 28. nóvember. Gengu þeir skrúðgöngu inn í borgina undir serbneskum fánum og héldu til ^alJar konungs. Tók ríkiseríing- lQn, sem nú hefir landstjórn á ^endi, á móti foringriim þeirra, en hinir biðu úti fyrir hiillinní á með an> sungu serbneska ættjarðar- s°ngva og æptu fagnaðaróp fyrir ^'uumginum, ríkiserfingjanum og kiiui nýja, sameinaða konungsríki r-uður-yjava. BorgarJýðurinn hylti nlifrúana á göngu þeirra í gegn tiui i)()rgina og tók undir með þeim söng ættjarðark'ieði og þjóð- s'iug Serba. Hingað er nýlega komin fjór- möstruð mótorskonnorta, sem fiski- veiðafélagið „Haukur“ (P. J.Thor- steinsson) hefir keypt í Danmörk. Skipið hét „Phönix“ og var smíð- að í Svendborg um það leyti sem ófriðurinn var að byrja. En lítið mun það hafa verið í ferðum ó- friðarárin, enda er það sarna sem alveg nýtt. Phönix, sem nú hefir hlotið nafn- ið „Haukur“, er um 600 smálestir að stærð. Það er útbúið með 160 hestafla Dieselvél og mun vera fyrsta skipið með þess konar vél, sem liingað kemur. Vólin eyðir um 650 kg. af olíu á sólarhring og knýr skipið áfram 7—8 mílur á vöku í logni. En auk vélarinnar er skip- ið vel búið að seglum, og er því fljótt í förum. Skipið er alt úr járni og framúrskarandi vel og haganlega útbúið. Á þilfarinu er mótor, sem knýr þrjú hleðsluspil, og er hægt að afferma 250—300 smálestir á dag með þeim. Mótor- inn dregur og bæði aJíkeri skipsins í einu, er svo ber undir. „Haukur“ kostaði um 650 þús- nndir króna — og má það heita ó- dýrt, eftir því sem ship nú eru seld. Félagið Haukur á þaldrir skilið fj’rii' það, að hafa flutt liingað Dieselskip. Það er engum vafa und- irorpið, að það eru skip framtíðar- innar. Olían er dýr, en þó eru kol- in enn dýrari og verða það vafa- laust rengi. Auk hins beina sparn- aðar í rekstri skipanna, er það og að atliuga, að olían tekur tiltölu- lega miklu minna rúm í sltipinu en kolin og' Dieselvélarnar minna rúm en gufuvélar. Það er ekki ósenuilegt, að það muni vera arðvænlegt að útbúa botnvörpuskip mcð Dieselvélum. Líklega þyrfti nokkuð sterkari vél- ar, svo skipin gætu dregið vörp- una, en það mundi saint, borga sig vel. „Haukur“ er nú á i'örum héðan með fiskfarm til Bretlands og tek- ur þar salt til flutnings hingað. Annars mun það vera. óráðið, í hvaða ierðir skipið verður notað. Vér birtum hér lista yfir gjafir, sem oss hafa borist handa ekkj- unni og börnunum í Helgadal í Mosfellssveit,. Verður ekki amiað sagt, en að samskotin hafi gengið greiðlega og þó upphæðin sé íraun og veru ekki mikil, en þðrfin aft- ur á móti mikil, þá er víst að ekkj- mmi og börnunum mun geta liðið vel fram á sumar af því fé, sem þau nú eru eigendur að. Það er mikil ánægja fyrir oss að geta rétt þessu fólki hjálpar- hönd. Hjálparsjóðuriim sér fyrir þeim, sem bágstaddir hafa orðið vegna inflúenzunnar hér í bæ, en fólk utan Reykjavíkur er ver statt. Peningana höfum vér látið í sparisjóðsbók í banka og verða þeir geymdir þar þangað til ekkjan sjálf ráðstafar þeim í samráði við þá menn, seúi vér höfnm beðið um að aðstoða hana, hæjarfógetann í Hafnarfirði og Magnús bónda Þor- láksson á Blikastöðum. Og svo þökkum vér gefendunum kærlega fyrir hjálpina. Gjafir að Helgadal. Þrjú ung svstkin kr. 5.00, Guð- laugJónásdóttir 25.00, Brynjólfur í Engey. 10.00, Ónefndur 50.00, P. Th. 50.00, O. N. 10.00, E. B. j. 50.00, Þ. 5.00, N. N. 10.00, Framnesing- ur 5.00, Guðrún Jónsdóttir 10.00, N. N. 10.00, Sigríður 5.00, Lovísa 5.00, Borgfirðingur 5,00, Jón Jóns- son 3.00, N. N. 10.00, Ónefnd kona 5.00, Ekkja 5.00, Ónefndur 5.00, Lovísa Fjeldsted 50.00. N. N. 5.00, N. N. 10.00, N. N. 10 00, N. N. 2.00, B. M. 10.00, SigríSur Guðjónsdótt- ir 10.00, S. G. 5.00, N. N. 2.00, Magnús Árnason, sjúkl. á Landa-' kotsspítala, 10.00, G. I. 5.00, Karo- lina Benedikts 10.00, J. Þ. 10.00, Lárus Pálsson 10.00, Æsa 5.00, Gamall karl 10.00, F. og H. 10.00, Gamall Mosfellssveitarmaður (I. Þ.) 50.00, Stgr. Guðmundsson 10.00, N. N. 50.00. Valgerður Freysteinsdóttir 5.00, J. K. 5.00, O. S. 5.00. Vilborg 5.00, S. Kamp- mann 10.00, Jacob Ilavsteen 10.00, N. N. 5.00, Wellejus 5.00, Felix Guðmundsson 10.00, N. N. 20.00. N. N. 2.00, Jón Jónsson beykir 10.00, M. P. 10.00, Gnðrn. Jónsson baðvörður 5.00, Kristín Bjarna- Afgreiðslasími nr. 500 dóttir 5.00, Frá lækniskonu 100.00, Ónefnd kona 25.00, N. N. 5.00, Ónefndur 5.00, Börnin í Túngötu 6 50.00, N. N. 10.00, Hjálmtýr Sig- urðsson 50.00, G. G. 5.00, Litla stúlkan 10.00, Safnað af Guðmundi 12.00, Guðjón Jónsson 5.00, S. 50.00, Ónefndur 5.00, Frá ónefndri konu 50.00, Frá ónefndri konu 10.00, Málfríður Lúðvígsson 200.00, N. N. 10.00, N. N. 2.00, Þorbjörg og Olgeir Friðgeirsson 200.00, S. Björnsson 5.00, Jón Steinason 10.00 Frá systrunum á Grg. 44 A 10.00, K. S. L. 5.00, Sighv. Bjarna- son 20.00, Tvö systkini á Grg. 19 B 10.00. Guðbj. Guðjónsdóttir,Frk.st. 19, 20.00, Oddný — Telpukjóll, G. H. 5.00, Frá ónefndum 10.00, G. G., Þ. G. Kr. M. H. O. 35.00, E. S. 50.00, Helgi 5.00, Halldór Jónsson 10.00, Þ. J. 10.00, 4 systkin 5.00, Þ. F. 10.00, N. N. 2.00, Jóhann 5.00, Ól. Bjarnason 10.00, Minni og Dysta 10.00, V. 10.00, Agnes Páls- dóttir 5.00, Salomon Jóusson 10.00. P. E. 10.00. — Samtals kr. 1765.00. Með þessu er þá samskotunum lokið. Suðu -fötland. Hva ‘ eiga Danir að fá? „Vér höfum afsalað oss Vestur- heimseyjum ísland er í þann veg- inn að losa sig' uiidan dönskum ýf- irráðum og á Færeyjum eykst sams konar stefnu íylgi. Alt af þegai' þessi mál Iiafa verið á dag- skrá, hefir liveðið við sú ósk, sem ei oss til óvirðingar: Burt frá Dan- mörk! En um Suður-J óta er öðru máli að gegna. Síðan 1864 Jiefir þetta danska þjóðarbrot stöðugt og í einlægni haldið fram þjóðern iskröfunni: Heim til Danmerkur! Og þegar Dannebrog verður aftur dregið að hrún á Suðui-Jótlandi, þá ætti hin innilega og þjóðlega kveðja: Velkominn lieim aftur! að hljóma frá vörum allra Dana.“ Þannig ritar Suður-Jóti nokkur nýlega, eða um það Jeyti, er það kom til orða. að atkvæðagreiðsla yrði látin fara fram um það á Suð- ur-TótÍandi, hvort. íbúarnir vildu helður vera þýzkir cða danskir. Allir NorðurJandabúar munú unna Suður-Jótum ]>ess að samein- ast Danmörk ítftur og Danmörku að t'á þennan gamla, danska ríkis- hiuta aftur. Mörgum Dónum hefir sviðið það, að sjá íslendinga gera tilraunir til þess að losa 11111 ríkis- tengslin við Danmörk. En til þessa bat’a ba‘ði íslendingar og Færey- ingar fullkominn þjóðernisrétt, þar sem þeir eru ekki danskir og meira- að segja fjarskyJdir Dönnm að sið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.