Morgunblaðið - 11.12.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.12.1918, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Tín sögur eftir Guðmund Friðjónsson. »Þetta þótti Kýrosi gott«. Mér þótti svo gott bragð að sög- flnum hans Guðmundar á Sandi, að eg finn mig knúðan til að benda öðrum á þær. Sumir sem eg hef talað við höfðu ekki tekið eltir því, að þessar Tíu sögur eru nýtt s'óqu- saýn, annað en tólf sögurnar í hitt eð fyrra. Við höfum ena ekki eignast þá málara, sem kunni að varðveita mynd og líkingu okkar gömlu og góðu alþýðumanna og langfeðga, sem sum- part eru þegar komnar undir græna torfu og sumpart á grafarbakkanum. En Guðmundur er sá, sem manna bezt kann að lýsa bæði útliti og innræti þessa góða gamla fólks, svo að það stendur okkur jafn lifandi fyrir hugskotssjónum og jafnvel betur en þó við hefðum það upp- málað skýrum dráttum og sönnum iitum. A samsæti, sem G. Fr. var haldið í Rvik í sumar, mælti Guðm. pró- fessor Finnbogason fyrir minni hans (ræðan sem er afbrað er prentuð í Oðni). Þar tók hann það fram með réttu, að Guðm. væri ihaldsmaður í þess beztu merkingu, »hann vill halda í alt það sem þjóð vor hefir átt og á bezt í fari sinu. — Hann vill ekki fleygja burt neinu, hvorki smáu né stóru, sem hingað til hefir þótt fara vel. — Hann hefir varið hverri stund er hann gat frá bústrit- inu til að: »byrla Braga fuli, og bræða, steypa og móta hið dýra feðra gull« — í orðbragði er hann þjóðhagi. Orðabókarhöfundur reka sig á að í ritutn hans er meiri auðn af ágætum alþýðuorðum en i ritum nokkurs annars núlifandi Islendings*. Þessi orð vil eg gera að minum, því það er einmitt þessl i: aldsremi og orðgnótt Guðmundar, sera eg hef ætíð dáðst mest að hjá honum og öfundað hinn af. Hann er ræktar- samur við feður sína og forna frænd- ur; hann hefir lært frá blautu barns- beini að meta kosti þeirra. Lýsing hans á afa og ömmu er ágæt. — Þau létu gera sér líkkistur löngu áður en þau dóu og geymdu út i skemmn, og þau létu allar sinar gömlu guðsorðabækur fylgja sér í kistunum niður í gröfina. Þau kendu honum mörg góð vers og sögðu honum sögur og æfintýri — og margt pott lærði hann af afa sínum með skotthúfuna a: dlitið kjálkamikla (»kjálkarnir höfðu marg- an harðfiskinn tuggið og kjötþjóttur óteijandi*) — og af ömmu sinni Frukkóttu og rangeygðu, með miklu ffiÍaðmirnar (mjaðmagrindin var búin að varftveita 11 börn og þar af fjóra tvibura). Og bann spyr: »Skyldi nokkur kona líkjast ömmu ftamar? Skydu þær gera ,við sauða- otennina sína eins op, amma gerði ' gefa þeim flot að drekka og rjóma, þegar þeir koma heim frá -fénu í hiíð og frosti? Hún fór út á hlað þegar spurningabörnin voru á ferðinni, og færði þeim brauð og smjör, mjóikurskán og nýmjólk að drekka. Eða munu þær sýua af sér þrek raunir slíkar sem amma, er hún gekk á engið vanfær með barn í fatla ? Og afi minn! Skyldu ungling- arnir sem nú eru í skólunum og lausamenskunni, verða jafnokar hans að hirðunýtni, iðni og sparsemi. Skyldu þeir veiða eins stórleitir og hann var eða þéttir í lund? Skyldu þeir verða eins stóileitir og hann var eða þéttir i lund? Skyldi nokkur taka helluna af læknum, sem afi minn brúaði*. Maður verur ekki beinlinis skot inn í líkamlegum yfirlitum afa og ömmu Guðmundar, og óskar r'aun- ar helzt áð afar og ömmur framtíð- arinnar megi líta talsvert betur út, en mannkostir þeirra mega endur- fæðast aftur og aftur. Og ekki mega karlar eins og Geiii húsmaður ganga fyrir ættern- stapa í íslenzku þjúðlifi. »Eg verð aldrei lúinn, finn ekki til lúa þó eg vinni heilan sólarhring látlaust, svei þvíi* sagði Geiri um leið og hann hyssaði upp buxna- haldinu; hafði rist stórt hundrzð af heytorfi um daginn og velt sjálfur úr flaginu. En svo verður veslings Geiri hey- laus um veturinn og verður þá í vandræðum sínum að leila á náðir þess bóndans, sem hann hafði slitið sér úr fvrir í torfristu um haustið fyrir lítið kaup. En það er ekki laust sem Skoll heldur, og viðtökur fær Geiri fremur kaídranalegar hjá Arna bónda: »Já, Ijótt er útlitið«, mælti Árni, »heiðríkjan helkuldablá og bakki í hafinu, gill við sól. Drottinn dýrð- arinnar sefur, blundar, liggur undir yfirsæng siuni ofan við allar stjörn- ur, en andskotinn situi á fjallsegg inm og Geiri gamli á fiskasteinin- um«. Og svo fær Geiri að heyra gamla lesturinn: Mátulegt þeim sem setja á Guð og gaddinn, árekstur er géfð- ur kennari; það ’nefnir sín o. s. frv. — En í því kemur snjótitlingshóp- ur, sem heggur nefjunum í freðið skólp á hlaðinu og nær engri björg. — Þá segir G°iri: »Hvað er það sem hefnir sín á þessum smælingjum ? Hver hefir sett þá á vetnr? Hvað hefir hann drýgt, sem skapaði þá og bauð þeim þetta líf ? c Þetta minnir á orð Snorra goða: hverju voru goðin reið o. s. frv. Og svo eykst orð af orði, þar til Geiri — sem annars er ekki vanur að reiðast — verður bálvondur, er hann sér hvað Árni heldur fast á heytuggnnni. Svo kemur rokan úr þessum dragmælta manni: »Eg skammast min fyrir aðeins eitt, Árni — fyrir það að ganga til þin í þessu tilgangslausa, níðings- kalda sólskini. Hver einasta toifa þarua á heyinu, sem eg sargaði upp með bitlausum ljánum í hanst, hún segir: »Skammastu þín, Geiri«. Eins og Arni sé ekki kominn upp á aðral Eins og allir séu ekki koœnir upp á aðra? Hvað ætli þú heyjaðir einn — aleinn í bithaga, eins og eg. Ætli þú værir í fyrn- ingum ef þú værir húsmensku hjálfi. Og svo ertu að brigsla mér um ásetninginn. Eg setti á þessa sömu tölu og eg er vanur. Mér var ómögulegt að fækka kindunum og gat það ekki. Eg elska þessar skepnur. Og hvað ætti eg að elska, ef ekki væru skepnurnar mínar. Þegar eg er að taka til í kaupstaðinn á haustinn, þá, þá fist mér eg sé að drepa börnin mín. A morgun verður rauðlitaður varp- inn framan við Lækjarhúsið á Ós- landi. Og svo kemur rauður blett- ur inni í króarhorninu. Eg verð samferða. En eg skammast mín fyrir eitt, að eins eitt, að hafa geng- ið hingað á varpann, þar sem snjó- titlingarnir naga frosið skólpc. Sem betur fer bjargar þó Guð- mundur Geira frá því að bregða hnifi á háls sér og skepnunum, og sagan endrr með saðningu rollanna og Rauðs á heyi, sem kemur frá konu Árna. Einhver bezta sagan þykir mér »Jarðarförc. Það er bitur heims- ádeila, gott fólk og ilt fólk, og ræð- an hjá presti ágæt likræða yfir hvít- voðungnum — málleysingja og anmingja, sem móðirin hefir með dæmafárri alúð stundað og stumrað yfir. — Þegar hann svo deyr og hún losnar við alt stritið og nætur- vökurnar hans vegna, þá verður hún yfikomin af harmi: »-------Mér þótti svo vænt um hann, vænna en öli Iiin börnin, vænna en alt annað. Hann hefir haldið mér uppréttri öll þessi ár,« segir hún. En þetta er ekki eina sorgin hennar. Dóttir þeirra hjóna, sú elsta, hefir lent i því að trúlof- ast í bili einurn Norðmanni í sildar- verinu (líklega á Siglufirði) og eign- ast með honum barn. Síðan verð- nr hún, yfirgefin og allslaus, að íeita aftur heim í foreldrahúsin og bæta þar á óme^ðina. Faðir hennar álasar henni þó ekki, heldur tekur hennar svari: »Ójá — hún er ólánsskinn. En þetta er ekki meira en það sem margan hefir hent, og verið þó tal- inn góður. Aunað eins held eg að karlmennina hendi, ef hægt væri að rekja sporin þeirra út um veröldina. En engin segir eftir þeim eins og barnið segir eftir stúlkunnic. »En hvernig ætli það hafi gengið til að hún lenti { höndum Norð- mannsins? Hefir þú spurt Dísu um það?« »Spurt hana ! Nei. Eg þarf ekki að spyrja að því sem segir sig sjálft. Við þurfum ekki að spyija um dýrin hérna i heiðinni, sem ganga saman í myrkrinu. En refur- inn er þó þeim mun betri að hann heldur við grenið og vill eiga yrðl- inganac. Eg gæti haldið áfram og tilfært svo margt fleira, sem eg hafði nautn af að lesa. Aðeins ein sagan fanst mér óhugnæm og tormelt. Hún segir frá heimskum, pólitiskum glömr- urum og atkvæðasmölum fyrir sjálfa sig. Sönn lýsing líklega — því miður — en andstyggilegra en flest annað. Hörmulegt hvernig gott fólk hefir látið spillast af uppáþrengdum kosningarrétd, sem það kann ekki að nota, en sem fordild og flónska kemur því til að nota út í loftið, eða eftir þvi hver betur býðut. Svei frelsinu þannig löguðu. Eg vona að eg með þessum lín- um og tilvitnunum hafi ært upp í einhverjum sult eftir að lesa sögur Guðmundar. Þetta er enginn rit- dómur, heldur að eins bending góð- fúsum lesara, sem vantar gott að lesa. En þú, góði Guðmundur, haltu svo fram stefnunni og komdu með fleiri sögur slíkar. Þinn einlægur vin. Steinqr. Matthiasson. Siðustu styrjaldir. Krímstríðið hófst í októbermán- uði 1853. í ágústmánuði 1854 settu Austurríkismenn, Frakkar og Bret- ar fjögur aðalskilyrði fyrir friðar- samningum og gengu Rússar að þeim í janitarmánuði 1855. Síðan stóð í samningabraski þangað til í júní, en af samkomulagi varð eigi og stríðið hófst aíT nýju. Friður var loks saminn í París í marsmán- uði 1856. Stríðið milliAusturríkis ogFrakk- lands og Sardiníu var mjög stutt. Það hófst í apríl 1858, en í júlí 1859 var samið vopnahlé í Villafranca, og í nóvember sama ár var friður saminn í Zúrich, þar sem Austur- ríki afsalaði sér Laíigbarðalandi. Borgarastríðið í Bandaríkjiuium stóð frá 1861 til 1865. Stríðið rnilli Dana og Þjóðverja hófst 1. febrúar 1864. Hinn 9. maí sama ár var vopnahlé samið í Lon- don, en vopnaviðskifti hófust aft- ur 26. jíiní. Friður var saminn í Wien 31. október 1864. Hinn 16. júní 1866 hófst stríðið milli Prússa og Austurríkismanna. Hinn 20. júní sögðu Italir Austur- ríkismönnum stríð á hendur. 3. júlí stóð orustan hjá Sadova. 22. júlí var samið um 5 daga vopnahlé. 26. júlí var samið um grundvallar- skilyrði að friði í Nikolsburg og 23. ágúst var friður saminn í Prag milli Prússa og Austurríkismanna, en milli Italíu og Austurríkis var frið- ur eigi samiun fyr en 3. október. Hinn 19. júlí 1870 sögðu Frakkar Þjóðverjum stríð á hendur. 2. ág.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.