Morgunblaðið - 11.12.1918, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.1918, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ hófust vopnaviðskifti. 2. septem- her gafst keisarinn og her hans upp hjá Sedan. París gafst upp seinast í janúarmánuði 1871. 28. janóar var samið um vopnahlé og 26. febrúar um aðalskilvrði að friði, en 10. maí voru friðarsamn- ingar undirskrifaðir í Frankfurt. Hinn 24. apríl 1877 sögðu Rúss- ar Tyrkjum stríð á hendur. í marz- mánuði 1878 var bráðabirgða frið- ur saminn í San Stefano. Bretar og Austurríkismenn hófu mótmæli gegn samningunum og tóku að víg- bóast. Róssar létu þá undan og gengir að því, að friðarsamning- arnir væru endurskoðaðir. Það var gert í Berlín í júní og jólí 1878. Árið 1882 háðu Bretar stríð í Egyftalandi. 1885 var strð milli Búlgara og Serba og biðu Serbar fullkominn ósigur hjá Slivnitza. Stríðið milli Japana og Kínverja um Korea stóð frá því í jólí 1894 þangað til 17. apríl 1895, að frið- ur var saminn í Shimonoseki. Árið 1897 stóð stríðið milli Tyrkja og Grikkja. 1898 stóð ófriðurinn milli Spán- verja og Bandaríkjamanna. Frið- ur var saminn í París og mistu Spánverjar þá nýlendur sínar. Búastríðið hófst í október 1899 og lauk ekki fyr en í júní 1902. Stríðið milli Rússa og Japana hófst í febrúar 1904. Að tilhlutun Koosevelts var friður saminn í Portsmouth 5. september 1905. 28. september settu ítalir Tyrkj- um úrslitakosti og Tripolisstríðið liófst. Hinn 5. október var friður samiun í Lausaune. 8. október 1912 sagði Montene- grp Tyrklatidi stríð á hendur. 19. október slógust Grikkir og Búlgar- ar í leikinn. Hinn 3. desember var vopnahlé samið og 16. desember hófst friðarfundur í London. Eigi varð þó af sættum og 29. janúar 1913 sögðu Tyrkír upp vopna- hlénu, en fóru að eins nýjar hrak- farir. 20. maí hófst friðarfundur aftur í London og 30. maí var frið- ur saminn. 29. júní réðust Búlgarar á Serba og Grikki fyrirvaralaust og öðru siimi hófst Balkanstríðið. Friður var saminn í Búkarest 10. maí 1913. Árið eftir hófst heimsstvrjöldin, sem nú er loks að enda. Skaöabætnr tll tHntleysmgja. Nýlega héldu norsk, sænsk og dönsk skipstjóra- og stýrimanna- félög ráðstefnu í Kaupmannahöfn til Jtess að ræða um kröfur á hend- ur hernaðarþjóðunum til skaða- bóta til ekkna og barna þeirra manna í þessum löndum, er beðið hafa bami af hernaðarorsökum, og tii iianda þeim mönnum, sem ör- kmut hafa hlotið af sömu ástæð- tim, og eiqnig fvrir eignamissi, sem af stríðinu hefir stafað A. Guðmundsson Heildsöluverzlun Bankastræti 9 — Pósthólf 132 — Símnefni >Vidar<. Talsimi 232 ■» hefir nú fyrirliggjandi: Mc Dougalls viðfrægu biðlyf. »— Ullarballa 7 lbs. — Lóðarbelgi t 75 og 80”. — Fiskilfnur 3 og 2Va Ibs. — Skófatnað — Regnkápur Regnfrakka. — Lérefi hvít. — Peysur. — Sokka. — Nærfatnað. — - Blúndur. — Tvististau. — Manchettskyrtur. — Bómullartvinna raisl. Voile blúsur hvítar — Lífstykki — Silki & Flauelsbönd — - Unglingafatnað (nokkur blá settþ — Verkmannafatatau. Vasahnífa — Tannbursta. VopnahSés- skilyrðin. 1 lpftskeytum þeim, sem birt hafa verið liér í blaðinu, hefir ver- ið getið um nokkur þau skilyrði, er bandamenu settu fyrir vopna- hlénu. Eu eigi hefiv verið getið um þau öll, og þykir oss því rétt að skýra lesendum vorum frá þeim, efns og þau voru birt opinberlega í Berlíu hinn 10. nóvember. Þau voru þessi: 1. Vopnahlé hefst sex klukku- stundm eftir að samningarnir hafa verið undirritaðir. 2. Þjóðverjar skulu verða á burt úr Belgíu, Frakklandi og Elsass- Lothriugen innan hálfs mánaðar. Þeir hermenn Þjóðverja, sem eru eftir í þessnm löndum eftir þami tíma, verða kyrsettir eða hand- teknir. 3. Þjóðverjar skulu afhenda bandamönnum 5000 fallbyssur, sér- staklega stórar, 30,000 véíbvssur, 3000 sprengjuvarpara og 2000 flug- vélar. 4. Þjóðverjar skulu yfirgefa vestri bakka Rínar. Bandamenn taka Mainz, Coblenz og Köln og 30 kílómetra vítt svæði þar um- liverfis. 5. Á eystri bakka Rínar skal gera 30—40 kílómetra breitt hlut- laust svæði, sem Þjóðverjar verða að yfirgefa á 11 dögum 6. Þjóðverjar mega eigi hafa neitt ó brott með sér frá héruðiui- um austan Rínar. Allar verksmiðj- ur, járnbrautir o. s. frv. skal látið óhreyft. 7. Þjóðverjar skulu afhenda bandamönnum 5000 eimreiðar, 150 þús. járnbrautarvagiia og 10 þús. bifreiðar. 8. Þjóðverjar skulu sjá herliði bandamanna, þar í landi, fyrir við- urværi. 9. Að austan skulu Þjóðverjar fara með alt sitt herlið inn fyrir landamæri þau, sem voru 1. ágúst 1914. 10. Þjóðverjar skulu afsala sér friðarsamningum þeim, sem gerðir voru í Brest-Litovsk og Búkarest. 11. Austur-Afríka skal gefast upp skilyrðislaust. 12. Belgisku bönkunum skal skil- að aftur forða sínum af rússnesku og rúmensku gulli. 13. Þjóðverjar skulu skila <>11- um herteknum mönnum, án þess að fá sína herteknu menn. 14. Þjóðverjar skulu afhenda bandamönnum 100 kafbáta, 8 létt beitiskip og 6 vígskip. Hin önmir herskip þeirra skal afvopna og setja þau undir varðveizlu banda- manna í höfnum þeirra eða lilut- Utusnm höfnuni. 15. Þjóðverjar skulu gefa trvgg- ingu fyrir því, að örugg sé sigl- ingaleið gegn um Kattegat og taka upp öll tundui'dufl og senda burt lierlið úr vígjum þeim, er gadu gert siglingar þarna luettulegar. 16. Hafnbannið heldur áfram. Bandamenn geta cftir sem áður tekið þýzk kaupför Itorfangi. 17. Þjóðverjar skulu uppbefja allar þær takmarkanir.er þeir hafa sett við siglingum hlutlausra þjóða. 18. \roptiahléð stendur í 30 daga og má segja því upp með 48 stunda fyrirvara, ef skilyrðin eru ekki uppfylt. Síðari breytingar. Þetta voru vöpnahlésskilyrðin, eins og bandamenn settu þau. En fulltrúar Þjóðverja fengu þeirn þó breytt í ýmsu. Tveim dögum eftir að skilmálarnir voru birtir í Ber- lín, skýrði fréttastofa Wolffs frá . i -----------.ac’ því, að komið liefði loftskeyti frá Eiffelturninum í París, sent af full- trúum Þjóðverja til yfirlierstjórn- arinnar, og í því skeyti sé sagt frá því, að þessar breytingar hafi ver- ið gerðar á skilmálunum: Hlutlausa svæðið austau Rínar skal ná yfir 10 kílómetra breitt svæði, í staðinn fyrir 30—40 km. Þjóðverjum er gefinn mánaðar frestur til þess að hverfa inn fyrir það svæði með her sinn, í staðinn fyrir 25 daga. Bandamönnum skulu afhentar 5000 flutningabifreiðar, í staðinn fyrir 10,000. Um heimsendingu hertekinna manna fékst samkomulag um það, að halda meigi áfram að senda heim þýzka herfanga, sem geymdir eru í Hollandi, og Sviss. Um heim- sendipgu annara þýzkra herfanga slcal ákvörðun tekin á friðarfund- inum. Um heimsendingu þýzka herliðs- ins að austan er það tekið fram, að Þjóðverjar verði þegar í stað að verða á brott úr Austurríki, Tyrk- landi og Rúmeníu, en þeir skulu eigi yfirgefa þau lönd, er fymnn lutu Rússum, fyr en bandamenn álíta að tími sé kominn til þess, með tilliti til ástandsins í þessum lönd- um. Samkvæmt 14. gr. samninganna verða Þjóðverjar þegar í stað að hætta því að leggja liald á og taka eignarnámi vörur í Rússlandi og Rúmeníu til þess að afla Þýzka- landi birgða. Bandamenn skulu hafa aðgang að héruðum þeim, er Þjóðverjar yfirgefa að austan, livort beldur þeir vilja fara yfir Danzig eða eft- ir Weiehsel, til þess að gæta friðar í þeim löndum og sjá íbúunum fyr- ir lífsnauðsynjum. Um Austúr-Afrík er það ákveð- ið, að þýzki heriiin þar skuli bafa lagt niður vopii innan 30 daga. Um kafbátana eru sett þessi á- kvæði: Þjóðverjar skulu afhenda kafbáta sína, þar á meðal kafbeiti- skip, og tundurduflaskip, með allri áhöfn þefrra ,og útbúnaði. Eiga þau að sigla til liafmi, sem banda- ineiin ákveða. Þau af þessum skip- um, sein ekki eru sjófær, skal af- vopna, Kkipsliafnirnar skulu yfir- gefa þau og vörður settur uin þau. Skilmálum þessum verður að fullnægja iniian 14 daga. Þau skip, sem á að kyrsetja, verða að vera ferðbúiu frá Þýzkalandi innan sjö daga. Um liafnbannið er þettii sagt: Bandamenn álíta, að hafnbannið á Þýzkalandi þurfi eigi að verða því til fyrirstöðu, eftir nð vopnahlé er samið, að Þjóðverjar fái eins mik- ið af nauðsynjavörum og banda- íuenn álíta að þeir þurfi. Það er ákveðið, að vopnahlés- samningarmir skuli gilda í 35 daga og hægt sé að framlengja þá. Hafa hvorirtveggja orðið ásáttir um það að skipjr fasta alþjóðanefnd, til |iess að hafa eftirlit með því, að vopnahléssamningárnir séu; haldnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.