Morgunblaðið - 07.01.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1919, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ tek-nar og þangað rekin óskila- lirossin. Hefir í þessu stappi staðið síðan og enn þá vantar marga hesta sína, er að heiman leyndust um þetta leyti, og spyi’st hvergi til þeirra. Batinn!—Um miðjan nóvember var harðindunum lokið. Gerði þá veðurblíðu svo mikla, að klaki hvarf úr jörðu, og varð hún þíð eins og á sumardegi, grænum lit sló á bletti í einstaka túnum, og haft er fyrir satt, að sést hafi sól- eyjar í vörpum. Hefir síðan mátt heita einmuna tíð, dálítið óstöðug framan af jólaföstunni og síðari hluta hennar frost, en vægt iná það heita. Snjór hefir ekki sést fyr en á Þorláksmessu, en það er ekki nema föl lítið eitt og talið til bóta. Má því með sanni segja, að ræzt hefir betur úr en áhorfðist um hríð og munu fleiri vonbetri nú en á veturnóttum. Þó að harðinda- kafla geri í vetur, kvíða menu ekki svo mjög, ef....ef vorið verður ekki á eftir tímanum, gleymi að koma eins og svo oft áður .... Bregðist vorið vonum manna, er hætt við að ill tíðindi spyrjist aust- an yfir fjall. Þó sumir t. d. í lág- sveitunum séu færir í flestan sjó, munu hinir þó fleiri, sem varbúnir eru að mæta vorhörkunni. Og vor- harkan er það, sem bakfiskinn bít- ur úr þjóðjnni, drepur kjarkinn og x ' lamar starfsþrótt einstaklinganna! II. „Spanska pestin“. Fyrstu sporin. — Hún kom að sunnan, eins og alt annað .... sunnan úr höfuðstaðnum og menn- ingunni. Hún þræddi þjóðveginn í fyrstu, fór sér liægt og rólega, eins og ekkert lægi á, læddist út frá veginum og gehði vart við sig á einstaka bæ. Það var um veturnæturnar, sem hún fór að stinga sér niður. En lienni tókst furðanlega að glepja mönnum sýn. Margir hugðu þetta venjulega kvefsótt og gættu sín ekki, unnu störf sín eins og ekkert væri um að vera .... Alvaran!—Þangað til liún færð- ist í aukana — þangað til hún lagði heimilin og sveitirnar undir sig. Þá sáu menn alvöruna og skildu hættuna .... sáu að hér var sá vágestur á ferðinni, er erfitt myndi að verjast .... sjálfur D a u ð- i n n, helkaldur og miskunnarlaus. Og áður en minst varði mátti rekja slóð h a n s frá f jöru til f jalls. H a n n var alstaðar á ferðinni. Og jafnhliða bárust sögurnar að sunnan, sögurnar um sigurför D a u ð a n s, ýktar og afbakaðar, en svo daprar og ömurlegar, að a 1 v a r a n varð enn þá dýpri og þrungnari. í fyrstu virtist eins og ekki mundi verða við neitt ráðið. Það var í kuldunum framan af nóvem- ber, ])á lögðust sumar sveitir al- gerlega undir, t. d. Landið, og |>á dóu 5 manns á einni viku þar í aveitinni. Og víðar var ástandið Tilkynning. »Félag atvinnurekenda í Reykjavík* og verkmannafélagio »Dagsbrún« haía komið sér saman um,_ að tímakaup verkamanna skuli frá j. janúar þ. á. og þar til öðruvísi verður ákveðið, vera: 90 aurar að degi til (kl. 6—6), og 115 aurar fyrir nætur- og helgidagavinnu. Reykjavík, 6. jan. 1919 F. h. »Fél. atvinnurekenda i Rvík* Pórður Bjarnason. Ólafur Thors. Böðvar Krisljánsson. F. h. verkmannafélagsins »Dagsbtún«. Agúst Jósefsson, p. t. íormaður. t Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að okkar hjart kæra syslir og mágkona, Matia Kristín Þorbjörnsdóttir frá Hvammi i Ölfusi, andaðist að heimili okkar, Bergstaðastræti 49, laugardaginn 4. janúar 1919 Fyrir hönd ijarstaddra foreldr^ og annara vandamanna. Reykjavík 5. janúar 1919. Cuðtún Þotbjörnsdóttir. Runólfur Siguriónsson. Ilnnilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekning við jirðarför “ föður mins sáluga. F. h. okkar allra ástvina hins látna. Eggert Claessen. ■ ...................................... ■ hörmulegt þá um stund. Á mörgum heimilum lögðust allir svo að segja í einu, og enginn til þess að hirða um skepnurnar. Annars staðar kvöldu meun sig á fótum, þangað til þeir gátu ekki meira .... þang- að til t a k i ð hallaði þeim á bak- ið, knúði ])á nauðuga viljuga í rúmið .... suma til þess að þjást þar vikum saman, en aðra til þess að — deyja. Því það vita menn nú, að þeir sem sóttina tóku undir harðindunum, voru verst farnir. „Veslings læknarnir“.—Svo var að orði komist, í Morgunblað- inu fyrir skömmu síðan, er sagt var frá drepsóttinni miklu og dugnaði höfuðstaðarlæknanna. Má ekki síður segja það um læknana hér austanfjalls. Þeir hafa ekki átt sjö dagana sæla. Að þjóta fram og aftur húsa í millum í bifreið- um, og þó ganga þurfi við og við, hverfur það algerlega þegar hugs- að er um þau u n d u r, er lækn- arnir hérna hafa oi’ðið að leggja á sig. Að ferðast dag eftir dag og nótt eftir nótt, svefnlaus og þreytt- ur, í misjöfnu veðri, slagviðris- hryðjum og þreifandi myrkrinu — um vegleysur og ófærur, og hestur- inn ef til vill latur eða uppgef- inn .... það kemur við taugamar! (Niðurl.) Einar Sæm. 9 ga . Ediih Gavell. Hvernig hennar var hefnt. Allir muna eftir hjúkrunarkon- unni ensku, sem Þjóðverjar tóku saklausa af lífi í Bryssel, fyrir svik Belga nokkurs. Ameríkski sendi- sveitarritarinn í Bryssel, Mr.Brand Wliitlock, hefir skrifað eftirfar- andi lýsing á þessum atburði og hverníg morðsins var hefnt, og mun frásögnin mega teljast áreið- anleg. — Það vakti eigi mikla eftir- tekt í Brysðel, er miss Cavell var tekin föst, 5. ágúst 1915. Að und- anteknu nágrenninu og ameríksku sendisveitinni, má segja að atburð- urinn hafi farið fyrir ofan garð og neðan; Þjóðverjar höfðu að venju fangelsað hana svo ekkert bar á; hún var horfin einn góðan veður- dag. En einn daginn vaknaði bær- inn, sami bærinn, sem hafði séð eyð- ingu Louvain svo nærri sér og að kalla mátti var orðinn tilfinning- arlaus fyrir hvers konar hermdar- verkum, hann vaknaði nú augliti til auglitis við nýtt hroðvirki. Það skeði 12. október 1915. Klukkan hálffjögur um morguninn var miss Cavell flutt, út í fangagarð- inn í St. Giles-fangelsinu og skot- in. En óbótaverkið var tilkynt með rauðum fregnmiðum víðsvegar um ------------- ' ...... Nýja Bió Þar sem sorgirnar gleymast. LjÓTiandi falleg ástarsiga ungs hstin an is, í 4 þáttum. A’ialhh.tv. leiUa: Rita Sachetto, Anton de Verdier o. fl. Síðasta sinn í kvöld borgina öðrum til aðvörunar. Og smám saman útrýmdu nýrri stór- viðburðir endurminningunni um þetta hryðjuverk. En á kaffihúsunum, sem inn- fædda fólkið sótti mest, lifði ávalt orðrómur um, að miss Cavell hefði látið lífið fyrir landráð annars manns og sá maður væri belgiskur. Kunnugir vissu hver maðurinn var, en eigi vil eg nefna nafn hans, í fyrsta lagi af því, að hann var sonur þeirrar þjóðar, sem með frá- bærri hreysti barg heiminum frá hruni; í öðru lagi af því að faðir lians var heiðvirður borgari og íyrverandi liðsforingi, og maður, sem afneitaði syni sínum undir eins og glæpur hans vitnaðist. Af- brotamaðurinn var rúmlega tvítug- ur og lifði mn efni fram. Þegar þýzku njósnararnir buðu honum gull og græna skóga, stóðst haim ekki freistinguna. Þjóðverjar höfðu komist á snoð- ir um, að leynileiðir væru yfir landamæri Belgíu og' Frakklaiids á stöku stað og að íingir meiin belgiskir flýðu þessar ieiðir hóp- um saman og gettgju í lið Frakka. Svikarinn, sem við skulum kalla X., lét sem hann væri föðurlands- vinur og brynni af hatri til kúgar- amia; haim sneri sér til miss Ca- vell og beiddi liana um að hjálpa sér til Hollands. Hún vísaði hon- um til Baucq — sem var skotinn undir eins og miss Cavell — og kveldið, þegar X. var kominn inn i leyndarmálin, fór hann til þýzka liðsstjórans og næsta dag voru þau tekin höndum miss Cavell, Baucq og einn maður til. Maður er nefndur Louis Bril. Hapn var tvítugur að aldri, er þetta gerðist, og var samt orðinn boginn í baki af setum við tafl, því hann var skákmaður hinn mesti. Hann átti heima í París, en þegar ófriðurinn hófst var hann í heim- sókn hjá foreldrum sínum í Bryssel og' bauð sig' þegar fram til her- þjónustu, en var hafnað. Síðar tókst honum að komast til F.rakk- lands, en kom svo þaðan aftur í einhverjum erindum. — Þegar Bril frétti um morðið á Edith Cavell og vmum hennar, sór hann þess dýr- an eið að hefna þeirra. Eitt kveld- ið tók hann upp skammbyssu í hóp vina sinna og'.mælti: — Ein kúlau í þessari byssu er ætluð þorparan- um, sem sveik Edith Cavell í hend- ur morðingjanna, og eg skal hitt» hann, þó eg eigi að bíða til dóms-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.