Morgunblaðið - 24.01.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1919, Blaðsíða 1
^Pöstudag 24. Isn. 1919 0R6UNBLA 6. «*r£4»» gr 72. tðíublaO Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen tsaf o Idarprentsmið j a AfgreiSslusími nr. 500 :Nýr iðnsköli Iðnfræðin er orðin svo ómissandi páttur í meuningu þjóðanna að efnahagslegar framfarir eru ó- hugsandi án liennar. Þeir menn eru að vísu til enn þá, sem berja höfðinu við stein- inn og hafa þá skoðun, að vér ís- lendingar getum gengið gamlar . götur og notað sömu aðferðir og fyrir heilli öld. En þeir eru fáir og fer alt af fækkandi. En hinir eru margir, sem álíta að hægt sé að nota sér verklegar framfarir síðari tíma ög verkfæri þau og vél- ar, sem mannsandiim hefir sett saman, án þess að þek'kjá meðferð þeirra að nokkru marki. Þeir „læra hver af öðrum'' að fara með þær og meðferðin verður líka eftir því. Líklega eru vélar hvergi í heimin- um jafn illa hirtar og á íslandi, menn hafa látið þær hirða sig sjált'- ar, og afleiðingin er sú, að o£ f jár hefir gengið í súginn fyrir van- hirðu. Iðnaðarmenn munu hafa orðið fyrstir til þess að ýta undir stofn- un iðnskóla hér í bænum. Áður en hann komst á fót höfðu iðnnemar ekkert færi á að afla sér bóklegrar mentunar umfram það, sem þeir höfðu lært til fermingar, en eins og geta má nærri krefjast flestar greiuar iðnaðar töluvei'ðrar þekk- ingar, ekki síst í teikningu og reikningi. Iðnskólinn er kveldskóli og aðaláherzlan lögð á að kenna teikningu, enda hefir árangurinn • orðið sá, að skólinn stendur sams konar skólum erjendum fyllilega . jafnf ætis í þeirri greín. Um aðrar námsgreinar er máske öðru máli að gegna, en þar má tvímælalaust um kenna barnaskólamentunhmi, sem er afarléleg, einkum í bæjumun. þo merkilegt megi virðast. Nemendur, sem koma inn í Iðnskólann, full- nægja fæstir þeim kröfum, sem gerðar eru með lögum til fullnaðar- prófs. I Vgar botnvörpungaútvegurinn fór að aukast hér, varð tilfinnan- legur skortur á vélstjórum handa 'þcim. Leiddi það til þess, að stofn- aður var vélstjóraskóli til að búa menn undir starfið. Afleiðingin varð sú, að nú munu ekki nema einn eða tveir útlendir vélstjórar vera á skipaflotanum, en að vísu hafa sumir íslenzku vélstjórarnir lært í Kaupmannahöfn. Er það furða, hverju skólinu hefir áork- Xaupirou góðan hlut, pá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. Folio: — lO. MotOPkutter 36,27 tonn rreð työfildri danskri 50 hesta >HeÍM«-él, sem er a^eins c elns árs gömul og galilaus. Sk pið viðurkent gott í alla staði, og fyl^ia því 2 herpinótarbátar af nýjustu og brztu gerð. Eu.fremur herplí-Ót íyrirtaksgóð. Hvorttveggja aðeiiis 2-gja ára gamalt og mjög vel með farið. Ve?ð als kp. 54,000. — Ta&kifærlskaup. Væntanlegir kaupendur gefi sig fram nú. þegftP. Sinnef,i: Tal,imiTi5. „Espholins" Espholio Co., Ak ureyn. að, eins og fjárframlögin hafa ver- ið numin við neglur alla tíð. Skól- inn er tveggja ára skóli, en síðustu árin hefir eigi nema öinmr deildin starfað, meðfram vegna fjárskorts. Undirhúningsmentuniha hefir iðn- skólinn veitt, en inntökupróf er ekkert. Það ræður að líkum, að teknisk- ir skólar og vélfræðaskólar þurfa öðrum skólum meira af kenslu- áhöldum. Kensluáhöld vélstjóra- skólaus eru mjög af skornum skemti, vegna þess hve lítið fé hann hefir til umráða og mörg nauðsyn- le'g áhöld vantar tilfhmanlega. Til- raunastofa er engin. Mætti saim- Eæra menn um það með tölum, að þessi vöntun hefir bakað landinu og eiiistökum mömmm svo mikið tjón, að segja má með réttu, að eyririnn hafi verið sparaður en krónunni t'leygt. Forstöðumaður skólans hefir farið fram á það við stjórnina, að skólinn verði aukinn og endur- bættur ;i marga lund,að nyjamáms- greinar verði teknar upp og áhöld keypt. Tillögur hans um þetta mál koma væntanlega til þingsins kasta í sumar og er mikið undir afdrit'- um þeirra komið. Það er búið að eyða stórfé vegna vanþekkingar og mál til komð að tekið sé fyrir ])á óhæfu. Allar horl'ur eru á því, að bíe*- inu l'ari bráðlega að byggja rat'- magnsstöð. Þar þarf fjölda manna með sérþekkingu í rafmagnsfræði, bæði verkfræðinga' og „montöra". Bn hvar eru þeir? Einstakir menn eru að raflýsa hús sín. Hverjir gera það ? Útlendingar — alloftast. Hér er sú venjan, að ef gera skal eitt- hvað nýtt, þá þarf að fara til Dau- Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. merkar eða annað til þess a<5 fá menn. Hversu lengi á Jiað að standa? Eslendingar þurfa að læra íleira . en að fara með gufuvélar og mót- ora. Og eitt af því, sem im ríður mest á er að fá imdcnda. mentunar- stofnun fyrir rafmagnsfræðinga. Auðvitað á hún að verða í sam- bandi við þær stofnanir, sem fyrir eru af „teknisku" tagi. Hér þarf að koma skóli í líkingu við ,,Tek- nikum Mittweida" eða svipaða skóla, og ]>ó ekki komi haim allur í einu, má byrja á því nauðsynleg- asta, ])ví sem mest kallar að, og reyna að gora það svo úr garði, að fullnægjandi sé. Stjórnhi ætti að gera alt, sem henni er unt, til þess að greiða fyrir málhm, og öll þau t'élög, sem málið varðar, þar á með- al ekki síst Iðnfræðafélagið ný- stofnaða, að styðja það sem bezt. Fyrsta atriðið verður að koma á samréemi, svo .u'óðu sem unt er, milli vrlstjóraskólans og- iðnskólans, og auka þá á alla lund. Og þar asest að ba>ta við kenslu í rafmagns- t'ra'ði. l>að virðist ekkert á móti því að lærlingarnir á iðnskólanum fengju eitt árið meiri tíma til skola- oámsins en nu er, því skijjanlega eru tvíer kenslustundir á kveldi ekki mikið handa piltum, sem þangað koma þreyitir frá vinnu. Og hvað vélstjóraskólann snertir, ]>á þari að hafa þar hmtökupróf og herða á inntökuskilyrðunum, því að erfitt reynist flestum nemendum að komast yfir ])að sem heimtað er til burtfararprófs, en það mundi iéttast, ef þeir vissvi meira er þeir koma í skólann. Og brýn þörf er talin á því, að auka við vélfræðina ýmsum vélum, sem ekkert er kent Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. um nú, t. d. Diesel-mótorum. Minnast má og þess í sambandi við þetta mál, að eigi má dragast að koma á sérstökii stúdentsprófi fyrir þá, sem ætla sér háskólanám í verkfræði. Verkfræðingaeklau, sem hér er nú, ætti að verða til ]>ess að sú sjálfsagða ráðstöfun verði framkvæmd. HörmuSegar heimilisástæður Það hefir margur átt bágt hér í bænum að undanförnu og margur á bágt enn. Þetta vita allir. Þó munu heimilisástæður sumra hörmulegri heldur en nokkur fær gert sér í hugarlund, sá er eigi ])ekkir ])ær. Og skal hér sagt frá einu dæmi, sem er svo átakanlegt, að hver sá, sem ekki er alveg til- finningarlaus fyrir böli annara, hlýtur að komast við. — Það er kona hér í bænum, og gildir einu hvert nafn hennar er. IIíui á hehna í hrörlegu húsi — hef- ir þar eina litla herbergiskytru fyfir sig og börn sín tvö. Annað þeirra er komið dálítið á legg, en hitt er hvítvoðungur. Faðirinn er dáinn — lézt úr inflúenzu í sigl*- ingum erlendis. I sumar vann kon- an i'yrir sér og eldra barninu — bar það með sér til vinnunnar með- an hún gat uimið. Hún hefir' því ekki legið á liði sínu. Svo kom inflúenzan og skömmu síðar fæddist yngra barnið ¦—¦ efni- legur drengur. Þá hafði konan átt svo bágt, að það sá á henni og eldra barninu. Og kaldar voru viðtökurn- ar, sem litli drengurinn fékk hjá heiminum. Það var blátt áfram ekki neitt til af neinu tægi á heimilinu. Engin föt, enginn matur né mjólk; hvorki ljós né hiti. Og systirin var grátandi af hungri. Konan a engan að, og mundi sjálfsagt hafa dáið (og börnin líka), ef ýmsir brjóstgóðir meim hefðu ekki rétt heimi hjálparhönd. llún mundi þó geta séð fyrir sér og eldra barnhm, ef hún hefði það eitt — og hún vill fegin vinna og komast af, án þess að lifa á öðrum. En það getur hún ekki, nenft hún geti komið yngra barninu í fóstur. J'að urðu mörg börn munaðar- laus hér í vetur, en þá sýndu reyk- vískir borgarar enn sem fyrri dreagskap sinn og tóku flest þeirra í fóstur, og margir tóku sér kjöV- börn. Vill nú ekki emhver höfðing- KaupirSu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.