Morgunblaðið - 10.03.1919, Blaðsíða 1
6. argang?
í Mánudag
10.
marz 1919
HOBfiONBLAÐID
117.
tölnblað
Ritstjórnarsími nr.
500
Ritstjóri: Vilhj&lmnr Finatn
íaafoIdarprantuniOja
AirraiOfliuiml iir. 594
Erl. simfregnir.
(Frá fréttaritara Morgunblaðsins).
Khöfn, V. marz.
Þjóðhöfðingjarnir og upptök
ófriðarins.
Enska hlaðiS „Daily Express“
skýrir frá því, að nefnd sú, sem
falið var að rannsaka hverjir sök
ættu á upptökum ófirðarins, og sem
í voru skipaðir dómarar einir, liafi
komist að þeirri niðurstöðu. að
miginn einstakur þjóðhöfðingi verði ,
sekur talinu.
Stjórnarskiftin í Danmörk.
Þau eru óútkljáð enn. Zahle er
ófáanlegur til að leysa upp þjóð-
þingið og' afsegir með öllu, að
ganga að skilmálum andstöðu-
flokkanná.
Khöfn, 8. marz.
Stjórnarskiftin.
Konungur hefir samþykt fráför
Zahle-ráðuneytisins.
Buist er við að hin nýja stjórn
verði skipuð á þriðjudaginn.
Gengi erlendrar myntar.
Bænskar krónur (100) kr. 108.35
Norskar krónur .(100) — 104.30
Pund Sterling — 18.27
Dollar — 3.84
lslenzkt þjóöerni i Veði
Eitt er það mál á dagskrá þjóðar-
innar nú, sem miklum deilum mun
valda framyfir það sem orðið er. En
það er fossamálið. Mun aðallega
Verða hörð rimma um það atriði
málsins, sem klauf nefndina, en það
er hver sé eigandi vatnaflsins. Hér
skal ekki farið út í þá sálma, en
annað atriði í þessu máli tekið til
íhugunar, enda er má]ið
svo um-
angsmikið, &8 það.þolir vel að það
se rætt í köflum.
Verði það nú ofan á að landið
kasti frá ser eignarréttinmn og
Kaupirðu góðan hlut,
mundu hvar þú fékst hann,
Sigurjdn Pétursson.
veiti útleudum stórgróðafélögum
leyfi ) il þess að starfrsekja vatusafl-
ið í stórum stíl. getur hver maður
sag't sér ]>að sjálfur, að ti! þess ]nir£
miklu meiri vinnukraft en þann,
sem fvrir er í landinu. Eigi að eins
til þess að leggja járnbrautir og
reisa rafmagnsstöðvarnar, lieldur
við stöðvarnar sjálfar, þá er þær
taka til starfa. Þá rísa hér upp,
sem annarstaðar, iðnaðárþorp hjá
hverri stöð, þar sem þúsundir
manna vinna. Og hvernig halda
menn að færi, ef hér í austursýsl-
unum, eða í nágrenui Reykjavíkur,
risu upp tvö slík þorp með 10—12
þúsund íbúum, sem allflestir væri
útlendingar? Sjá menn ekki hvílík-
ur voði íslenzku þjóðerni væri af
því búinn?
íslenzka tungan er í afturför. I
stað þess að vera lifandi menning-
armál, sem drekkur jafnharðan í
sig öll ný hugtök sem skapast, er
Iiún að' dragast aftur úr. Þetta er
þeimmuu hættulegra sem þjóðin er
minni. En þegar svo ér komið, þá er
þjóðin veikari fyrir, þjóðernið í
veði fyrir utanað komandi áhrif-
um, sem geta verið misjafnlega
holl. Og eftir því sem vér höfnm
meiri mök við framandi þjóðir, því
meiri hætta er oss búin. Þó mundi
fyrst kasta tólfunum, ef vér ofan á
alt þetta, leyfðum að hér risu upp
bæir með erlendum verkalýð ein-
göngu. Hvað góða trú sem maður
liefir á lífseigju íslenzkunnar og
þjóðernis vors, þá hlýtur manni þó
að óa við þeim áhrifum sem þetta
mundi þegar hafa á þjóðlíf vort í
einu sem öllu. Og því er ver og mið-
ur að sá lýður sem hingað mundi
flytjast til þess að taka sér hól-
festu hér, yrði ekki af betri end-
anum og' áhrif þau, sem hann hefði
á þjóðina, yrðu sízt bætandi. Yæri
oss þó íremur þörf góðra áhrifa.
Fyrsta afleiðingin mundi verða sú,
að málið spiltist, jafnvel á mjög'
skömmum tíma. „Auðlærð er ill
danska“, og vér vitum það ósköp
vel, að greiðari er leið ofan í móti
heldm en upp brattann. Og í raun-
ínm erum vér ekki brekkusæknir.
\ ei i'i um alt 0f kærulausir um
fjöregg þjóðarinnar, tunguna. Árni
Pálsson sagnfræðingur segir í
grein, sem birtist í Isafold á laugar-
daginn, að hér í Reykjavík sé ekki
töluð íslenzka, danska ekki heldur,
en reykvíkska. Þetta er hverju orði
sannara. Og það er líka hætt við,
að sú spá hans rætist, að þess verði
ekki langt að bíða, að reykvíkska
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann
Sigurjón Pétursson.
verði töluð um land alt. Væri ekk-
ci't að því, ef tungan hefði þá tekið
breytingum til liins betra En það
er síður en svo. Reykvíkskan er
I: rein og bein málspilling; enda má
hverjmn manni vera það Ijóst. er
liann athugar upp af hvaða jarð-
vegi hún er sprottin. Hún liefir
sótt sérkenni sín til útlendinga.
Með slíkum hætti sljóvgast tilfinn-
ing manna fyrir hreinu máli, og er
þá erfiðara að snúa við, en hægra
að lenda lengra út á glapstigu, sér-
staklega ef spillandi áhrif eru við
livert fótmál.
Menn hafa nú svo lengi mænt á
miljónirnar útlendu, sem ningað
komi inn í landið vegna fossanna,
að það væri þarfaverk, ef einliver
gæti opnað augu þjóðarinnar fyrir
því, að ]>að verðnr fleira en gull,
sem hingað kcmur, ef útlendingum
verða leyfðar nytjar vatnsaflsins.
Og sá gullsdýrkandi má þjóðin ekki
verða, að hún ofurselji sjálfa sig
og glati sér. Þá væri þúsund sinn-
um betra fyrir hana að hafa að
eins sitt afskamtað uppeldi, eíns
og' nú er.
Órækja.
Lýðveldið
Serbskwa.
# '
Það mun margur reka upp stór
augu þegar hann sér þetta nafn,
og þora að veðja um það, að lýð-
veldið Serhskwa sé ekki til á jarð-
ríki. En þegar hið nýja Evrópu-
kort kemur, með öllum þeim ara-
grúa af nýjum ríkjum, sem þotið
hafa upp nú að síðustu eins og gor-
kúlur, þá munu menn geta fundið
lýðveldið Serl>skwa á því korti.
Lýðveldi þetta var stofnað um
miðjan janúarmánuð og „á ao ná
frá bænum Sagan í Slésíu, yfir hér-
aðið Lauritz, upp undir Dresden“.
Þetta munu uú þykja ónákvæm
landamæri fyrir nýtt ríki, en þeg-
ar betur er að gætt, munu menn
geta séð, að ónákvæmnin er ekki
svo mikil. Hér er sem sé um að
ræða hið nafnfræga hérað, þar sem
Vindur hafa búið öldum saman og
vi.rðveitt mál sitt og siðvenjur að
nokkru leyti innan um hina þýzku-
mælandi þjóð.
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann
Sigurjón Pétursson.
Helzti hluti þessa nýja lýðveldis
er auðvitað Efri-Lansitz, lijá upp-
tökum árinnar Spree. Er talað mn
að gera bæinn Bautzen að liöfuð-
borg ríkisins og- borgarstjórann þar
að forseta. Bautzen er gamall bær,
en heldur tilkomulítill. Hið nýja
lýðveldi mun taka lönd bæði af
Saxlandi og Prússlandi. Efri-T.aus-
itz liggur þannig, að suðvesturhlut-
inn hefir legið undir Saxland, og
eru þar 300,000 íbúar, þar af 50,000
Vindur. En norðausturhlutinn vai'
áður talinn með Slesíu (aðalhlutinn
er hið fyrverandi greifadæmi Gör-
litz), og eru þar 253,000 íbúah, þar
af 32,000 Vindur. í Neðri-Lau.-itz,
sem var áður hluti af Brandenburg,
eru 415,000 íbúar, þar af 50.000
Vindur.
Það eru þessir 132,000 Vindnr
(af slavneskum uppruna), seni
hafa nú tekið saman höndum og
myndað liið nýja ríki. Hiuir 836,000
Þjóðverjar, sem þar eiga heima,
eru ekki spurðir ráða. Það er senni-
lega litið á þá sem innflytjendur,
er tekið hafa landið frá frumbyggj-
mn þess, og talið að þeir verði nú
að beygja sig fyrir skoðnnum Wil-
sons um sjálfsákvörðuuarrétt þjóð-
anna. En að sjálfsögðu verður ríki
þetta í ]>ýzka bandalaginu.
Vindur í Efri-Lausitz eru kunnir
alt frá 7. öld. Þá voru þeir nefndir
Milzener. Kynbræður þeirra í
Neðri-Lausitz voru nefndir Lauz-
iger og af þeim draga héruðin nafn.
Á 10. öld náðu Þjóðverjar yfirráð-
um í héruðum þessum, en annars
er saga þeirra svo margbrotin, að
hún verður ekki sögð í fáum drátt
um.
Néðri-Lausitz var ýmist undir
Brandenhurg eða Meissen, en
komst svo að lokum undir Austur-
ríki, ásamt Bæheimi. Sömu forlög
biðu og Efri-Lausitz, sem áður
liafði legið undir Pólland. Árið
1636 afsalaði Austurríki sér báð-
um héruðunum til Saxlands, en eft-
ir Napóleons-styrjaldirnar urðu
Saxar að láta Prússa fá rnestan
liluta þeirra.
Þrátt fyrir alt þetta, hafa íbú-
arnir að miklu leyti varðveitt
tungu sína, eins og áður er sagt.
Nafnið „Serhskwa“, sein hinu nýja
ríki er nú gefið, er dragið af hínu
sameiginlega nafni þeirra, Sorbar.
Sorbiska tungan er grein af vestur-
slavnesku málunum, czeknesku,
máhrisku og slownesku, og czek-
nesku skyldust. Á síðustu árum
hafa risið upp nokkrar bókmentir
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann,
Sigurjón Pétursson.