Morgunblaðið - 20.03.1919, Side 1

Morgunblaðið - 20.03.1919, Side 1
Fimtudag 20 marz 19Í9 6. argangr 127. tölublað Í8'ívfold»rpr#i!i»irl8j»i AfprtóðthwíwJí kr. SW Hitstjórnarsíœi nr. 500 Ritstjóri: Vilhjilmnr Finjs#n Úr loftinu. London, 19. marz. Ospektir í Egiptslandi. ...... sagði í efri málstofu brezka þingsins, að í nóvember síð- astliðnum liefði nefnd egypzkra sjálfstæðismanna /krafist þess, að Egyptaland fengi fullveldi, og far- ið fram á það, að mega bera fram skoðanir sínar í London. Skömmu síðar hefði forsætisráðherra E- gyptalands stungið upp á því, að hann og aðrir ráðherrar skyldu fara til London til þess að ræða Egyptalandsmál og vildi að Bretar tæki ciimig í mót fulltrúum frá sjálfstæðismönnum. Brezlta stjórnin var fús á það að veita Egyptalandi smám saman meira sjálfsforræði, en vildi þó ekki sleppa af því hendinni. Áleit. bún að ''ekkert gott muudi af því leiða, að foringjar sjálfstæois- manna kæmi til Lundúna. Skýrði liún frá því, að henni þætti vænt um, ef tveir ráðherrar vildi koma þangað, en þeir ætti ekki að koina meðan friSarráðstefan væri í Oyrj- un og’ utauríkisráðlierra Breta önnum kafinn í parís. Þá hefði for- sætisráðherrann sagt af sér. Tveim ráðherrum var boðið að koma nm miðjan febíúar, en þeir skoruðust undan því, nema því að eins að foringjum sjálfstæðismanna vasri líka leyft að koma. Stjórnin gat ekki fallist á þetta. Sjálfstæðismenn reyndu þá að koma í veg fyrir það, að nýtt ráðu- neyti væri myndað. Varð soldán að biðja um vernd Breta og skipun var gefin um það að taka fasta og flytja af landi burt fjóra foringja sjálfstæðismanna, sem böfðu verið ákafastir. Síðan hefði orðið nokkr- ar óspektir í Kairo og einu eða tvebnur héruðum, og hefði stúdent- ar aðallega verið þar upphafsmenn. f PPhlaupsnlönnum og brezkum herniönnum hefði lent saman, nokk- urt- mannfaii hefði orðið og fáein- ir upphlaupsinenn liefði verið Lukkupakkar. 75 krónur gefins! Pakkarnii kosta krónur 2,25 og i þeim er: 1 Svampur .... kr. 1.25 2 Handsápur ... — 0.50 1 dós Skósverta . — 0.50 Samt. kr. 2.25 en í sumum pokkunam er auk þess 5 króna og 10 kr. seðill, sem hinn heppni kaupandi lær i kaupbæti. Freisíið fjotningjunnar, og flýtið ykkur að kaupa lnkkupakkana. Virðingarfylst. Sðren Rampmann. skotnir. En allar horfnr væri á því, að Bretar hefði bæði töglin og hagldirnar. Símskeyti frá Genúa herma það, að óspektirnar í Kairo sé að kenna egypzkum byltingamönnum í Sviss- landi og Miklagarði, og njóti þeir styrks af tyrknesku, þýzku og rúss- nesku fé til þess að útbreiða Bolzhe- wisma og byltingu, eigi að eins í Egyptalandi, heldur í öllum lönd- um Múliameðsmanua, frá Marokko og austur til Indlands. Það er eitt af síðustu hrögðum Þjóðverja til þess að koma á stað annari heims- styrjöld milli blökkumanna og binna hvítu bandamannaþjóða, þar sem þeir geta setið hjá. ÐAQBOK íþróttafélagsmenn eru beðnir a8 fjölmenna á æfingu í kvöld. ------ f S. R. P. heldur fund í kvöld. Þar flytur mag. Jakob Jóh. Smári fyrir- lestur um „Lífið eftir dauðann“. í sóttkví eru þeir nú Austfirðingar og Norðlendingar, sem héðau ætla, með „Sterling“ næst. Eru 13 í Herkastal- anum, en 8 í franská spítalanum. Einu simii á dag fær hver flokkur að koma iit og viðra sig, en þá eru tveir lög- regluþjónar hafðir með þeim tjl þess að sjá um það, að þeir hafi ekkert sam- ueyti við borgarbúa. „Jón forseti“ kom hingað í fyrra- kvöld frá Englandi. Hafði verið 5 daga á leiðinni. Með skipinu komu þeir bræðurnir Halldór og Þorsteinn Þor- steinssynir skipstjórar, sem um hríð liafa verið í Englandi til þess að semja um smíðar nýrra botnvörpunga. Heillaóskabréfsefni, einkar smekk- leg, hefir Priðfinnur Guðjónsson gef- ið út. Er ein tegund þeirra með mynd af Oxarárfossi, önnur með mynd af Gullfossi, á þriðju tegundinn er mynd af Haukadal og á hinni f jórðu er mynd frá Vestmannaeyjum. Þar að auki er á öllum tegundunum mynd .af íslenzka fánanum og fálkamerkinu. Prentunin er einkar góð og myndirnar sérlega fallegar, og útgefanda til mesta sóma. Verða bréfsefni þessi til sölu hjá flest- um bóksölum bæjarins, og enn fremur bréfsefni með skrautprentuðum blóma- myndum. * „Botnía“ fer héðan að öllum lík- indum á morgun. Plugfélag á að stofna hér í bæuum á laugardaginn. „Sterling' ‘ kom liingað í gærkvöldi með allmargt farþega. Skipverjuin var ekki leyft að fara í land, vegna þess að skipið á að taka hér farþega til sóttvarnarhéraða. — Skipið mun fará héðan aftur um miðjan dag í dag. liáttar líður tíminn áður en maður veit Oíriður milli ftala og Jugo-Slava. Friðarfundurinn heíir viðurkent Jugo-Slava sem sérstaka þjóð. En ftalir skorast vmdan því að viður- kenna þá, enda gera Jugo-Slavar kröfn til þess að landamærin verði hjá Izonso, en eins og kunnugt er, vildu ítalir leggja undir sig stóra sneið af hinu fyrVerandi Austur- ríki. Út af þessu hefir dregið til ófriðar milli ítala og Jugo-Slava, og- hafa hinir síðarnefndu þegar komið sér upp allmiklum her. Er í honuin einvalalið og er fyrirkomu- lagið alt með sama sniði og var í austurríkska liernum. Þá eru og sagðar viðsjár með Serbum og ítölum, og er talið, að margir Serbar hafi geugið í lið með Jugo-Slövum, svo að vel byrjar nú „Fróðafriðurinn“, sem átti að fylgja á eftir ófriðnum mikla. Danir og Grænlanland. Nú er verið að stofna í Kaup- mannahöfn nýtt hlutafélag, sem ætlar sér að stunda veiðar á aust- urströnd Grænlauds og verzla með afuiðirnar. Hlutaféð er 300,000 krónur og má stjórnin auka það upp í 14 miljón. Eru það margír kunnir viðskiftarekendur, sem fyr- ir þessu standa. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann Sigurjón Pétursson. KaupirCu góCan hlut, þá mundu bvar þú fékst hann. SigurjÓn Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst h«nn. Sigurjón Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu bvar þú fékst hann, Sigurjon Péturason,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.