Morgunblaðið - 11.06.1919, Side 1

Morgunblaðið - 11.06.1919, Side 1
•Miðvikudag 11 júxii 1919 H0K6UNBLABIÐ 6. árgangur 207 tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 || Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarpr®ntsmiðja j|_____Af^Teiðslaaíwii nr. 500 í kvöld kl. átta og hált ksppa Valur-Reykja vlkur Knattspyrnan. Fram sigrar Val með 9 : 0. Annar kappleikxir mótsins fór íram í gær, að viðstöddum fjölda áhorfenda, líkast til fyllilega tveim þúsundnm manns. Br það með því flesta, s#ni sótt hefir knattspyrnu hér í bænum og ber gleðilegan vott um sívaxandi áhuga bæjarbúa fyr- ir íþróttimii. í gær ýtti veðrið einn- ig undir fólkið. Það var hið ákjós- .anlegasta, mátulega hlýtt' og bjart, og þurt, meðan á leiknum stóð. En nokkru áður en leikurinn - hófst, hafði rignt mátulega mikið til þess, að ryklanst varð á vellinum. „Fram‘ ‘ -liðar áttu í þetta skifti að verja íslandsbikarinn fyrir þeim mótherjum, sem tíðum hafa verið þeim þyngstir í skauti, „Vals“- xnönnum. Og bjuggust því margir við tvísýnum leik, og fjölmentu. Éinnig mun það hafa valdið dá- litlu um aðsóknina, að hornablást- Ur var hafinn á Austurvelli kl. 2, og safnaðist þangað margmenni. En þegar leið að leiksbyrjun, gengu hornablástursmennirnir . í fylkingarbroddi suður á íþrótta- völl og léku þar á horn uns farið var að „sparka1 ‘. Er þetta góð ný- breytni. Fram hóf sókn að kalla mátti strax og hélt henni æ síðan. Þegar liðnar voru rúmar 10 mínútur fvrra hálfleiks, náði Osvald Knudsen hnettinnm og skaut lionum inn á miðsvæðið, fyrir fætur Friðþjófi Thorsteinsson, sem skoraði fyrsta töarkið. Knudsen er afbragðsfimur að skjóta knetti inn á harða hlaupi, °g skeikar varla. Var nú sókn hörð Við Vals-markið og ágæt markfæri, sem mistókust herfilega, unz Pétur ■Öoffmann tókst að skora mark. ^æsta mark gerði Eiríkur Jónsson, vúistri vit-framherji, og var það e*ukarfallegt og einna vandasam- ;^t þeirra, er gerð voru. Aður en ^ri leiknum lyki, gerði Friðþjóf- fjórða markið, kóm knettinum ' gegn um þéttskipaðan hóp mót- erjanna og skaut honum í netið. ^als-menn mistu móðinn. í seinni ei«num hugsuðu þeir mest um að Vaga leikinn á langinn og verj- því um sókn var ekki að tala. Fl°þjófur gerði 4 mörk í leiknum eS hefði stundum gert fleiri undir 1 Um kringumstæðum. Síðasta ^kið gerði Pétur Hoffmann. ^ óknarlið Fram var með því ^ezta, sem sést hefir hér. Átrúnað- ^goðin þrjú, Friðþjófur, Pétur og ^ÞVggvi, hafa treyst að nýju al- eUningshyiii sína. Tryggvi var ó- ^tJplrOu goðan hlut, skiljanlega snúningsliðugur á vell- i.num og hefir líklega komið lang oftast við khöttinn allra þeirra, er léku. Og spörkin hans komu a'lt af að liði. Framhlaup Péturs og Frið- þjófs voru aðdáanlega falleg með köflum, og má segja um þessa þrjá, að þeir geta verið til sóma hvaða knattspyrnusveit sem er. Fjórða manninum má einnig bæta við, og er það Osvald Knudsen. Hann er meistari í að „centra“ og óvíst að nokkúr íslendingur standi honum iþar á sporði, þegar á alt er lítið. Hinir framherjarnir eru einnig mjög dugandi og vel æfðir. Hefir Fram áreiðanlega langbezta sókn- arliðið af öllum knattspyrnufélög- unum. Bakverðirnir höfðu lítið að gera, ekki síst B. K„ — hefir hann sennilega biiist við léttu verki, því hann var í tvennum brókum. Pétur Sigurðsson var miklu lakari en hann á vanda til, enda er hann veik- ur í kné. Markvörðurinn sýndi, þá sjaldan að færi gafst, að honum er trúandi fyrir markinu. En Vals-menn? Einir fimm af þeim, sem núna voru á vellinnm, léku á mótinu í fyrra, að því er sagt er. Og margir beztu mennirn- ir voru ekki með. Sveitin var mjög vanliðuð, og illa samhent — eða „samfætt“ er víst réttara að segja. .Markmaðurinn óviðjafnanlegi,Stef- án Olafsson, gat eigi við ráðið, skot- in komu flest úr mjög stuttu færi og varð ekki afstýrt. Sveitin er ekki vel æfð og vantar góða menn. En máske verður einhver breyting gerð á liðinu undir kappleikinn í kveld. Þar á Valur að keppa við K. R. Vængjaðir vagnar. The Gods of Asgard and ()h-mps, and the spirits of spiritists, are inhabitants of other planets. Forn spekingur segir að Zeus (hinn gríski guð) knýi fram vængj- aðan vagn(pt,enon harma elaunón). Menn hafa haldið, að slíkt væri nokkurs konar líkingatal, og fram á 19. öld var slík vanþekking af- sakanleg. En nú á 20. öldinni, þeg- ar menn eru farnir að knýja „vængjaða vagna“ yfir Atlanzhaf- ið, virðist tími til kominn, að fara að skilja rétt hvað það er, sem um ræðir. Einnig Swedenborg tal- ar um engil á ferð í vængjuðum vagni í andaheimnum,og í eitt skifti kveðst hann jafnvel hafa séð í andaheimnum loftskip með segl- um (7 minnir mig). Cyllnder- 1 Olillt- Til þess að skilja hvernig slíkar sögur eru til komnar, þarf ekki annað en íhuga nógu vel samskynj- unartilraunir eins og þær, sem eg hefi sagt frá í „Lögréttu“ einu sinni.Stúlkur tvær gerðu þess konar tilranir með umsjá vísindamanna, Einn sinni -var vegalengdin á milli stúlknanna viðlíka og frá Seyðis- firði til Færeyja, og í þessari fjar- lægð gat önnur stúlkan fengið hina til að sjá það sama sem hún sá. Önnur sá „eins og í huga sínum“ það sem hin hafði fyrir augum. Það eru til athuganir, sem gera það mjög líklegt, að samskynjun manna geti átt sér stað, þó að annar sé á Englandi, en hinn á Nýja-Sjálandi. En það er nálægt því, sem lengst getur orðið manna á milli á jörðu hér. Yfirleitt virðist fjarlægðin ekki koma hér svo mjög til greina, og samskynjun getur komist á,jafn- Ýel þó að fjarlægðir himingeimsins sén á milli. Þegar Swedenborg hyggur, að hann sé staddur „á hæð iiiokkurri í andaheimnum“ og sjái „engil“ svífa í loftinu, þá er sú skýring, að þetta sé ekki annað en hugarburður spekingsins, svo langt frá því að vera vísindaleg, að hún styðst í ranninni ekki við neitt ann- að en hugarburð. Hin vísindalega skýring er svi, að þarna hafi sam- skynjun átt sér stað, Swedenborg hafi séð „í huga sér“, það sem mað- ur á öðrum hnetti leit augum. Og alveg sama máli er að gegna, þegar gríski spekingurinn „sér í huga sín- um“ Zeus vera á ferð í vængjuð- tim vagni. Slíkt verður fyrir skynj- unarsamband við einhvern á öðrum hnetti, þar sem eiga heima þessar verur, sem Grikkir kölluðu guði. Það er talsvert þýðingarmikill fróðleikur, sem hér ræðir um. Þeg- ar menn vita þessi sannindi sam- an, munu þeii^ geta fært sér í nyt afl, sem verður mjög mörgum sinnum áhrifameira en rafmagn. Er þetta ekki sagt, af því að eg búist svo mjög við því,. að menn muni hyggja það rétt vera. En þó yil eg biðja menn að íhuga svo- lítið sögu þekkingarinnar á jörðu hér. Það er varla ofsagt, að öllu öðru hafi menn verið fljótari til að trúa, heldur en einmitt því sem sannast var og merkilegast. Öllum öðrum hefir verið auðveldara að fá menn í lið með sér, heldur en þeim, sem fundið höfðu hin merki- legustu sannindr Og fram á vora daga, er alt annað starf betur þakk- að og launað, heldur en það sem vandfcngnastir eru menn til að vinna. Enn í dag þarf ekki annað en að uppgötvaniriiar, sem gerðar éru, séu nógu stórkostlegar, til þess að vitringurinn fái að heyra þetta hið fornkveðna gagnvart slíkum mönn- Oxulfeitl, Skilvinduolia, um: Þú ert vitlaus, þú ferð með rugl. Langt aftur á fornöld var það sagt við Anaxagoras, þegar hann leitaðist við að kenna mönnunum, að sólin væri ekki guð, heldur gló- andi efni. Hér um bil 2000 árum síðar var það sagt við Bnínó, þeg- ar hann lét í Ijósi þá stórmerkilegu hugsun, að það væri ekki einungis til ein sól, heldur óendanlega marg- ar sólir\)g sólkerfi. Og enn.á vor- um dögum fær sá maður að heyra þetta ár eftir ár, sem fært hefir vit á mjög stórkostlegan hátt, þekking- una á stjörnunum (einmitt á þann hátt sem bviast mátti við af jarð- fræðingí), og fundið þá leið sem. liggur til fullkonvins sigurs fyrir vísindin og lífið. Helgi Pjeturss. Norðurför Amundsens Eins og menn munu vita, er Ro- ald Amundsen nú í norðurför. Ætl- ar Ivann að komast á heimskautið og láta skip sitt reka með ísnunl yfir það eða sem næst því. Hann lagði á stað í fyrrasumar á nýjn skipi, sem hann hafði látið smíða til þessa ferðalags, og „Maud‘ ‘ heit- ir, í höfuðið á drotningu Norð- nvanna, og ætlaði sér að leggja í ísinn nálægt Ný-Síberiskvv eyjun- um, sem liggja norður af Síberiu avvstarlega. Eftir þeinv kunnugleik, sem nvenn hafa á hreyfingu ísbreið- unnar í norðurhöfum, býst hann við, að skipið reki áfram, skamt fyrir sunnan heímskautið og komi að lokunv út, úr ísnum aftur miðja vegu milli Spitzbergen og Austur- Grænlands. Hingað til hefir almenningur ekki vitað annað, en að Amundsen ætlaði að verða með skipinu alla leið. En nýlega lvefir það komið á dagiivn, að hanlv ætlar ekki að láta sér nægja, að berast með skipinu þangað, sem náttúruöflin ákveða, heldur hefir hann í hyggju, að yfir- gefa skipið, þar sem það kemst lengst norður og halda til heim- skautsins við þriðja mann og það- an áfram, annaðhvort til Cap Co- lumbia á Grantslandi, sem liggvvr fyrir norðan Grænland vestarlega, eða til Winter Harbour á Mel- villeeyju, fyrir norðan Ameríku. Winter Harbour er gamalt land- könnuða aðsetúr; þar hafði Peary forðunv bækistöð sína og þar ervi vistir geymdar, og hverjum ferða- lang gott að lenda. En v Cap Co- lumbia ervv engar vistir handa að- komumönnum. Fyrir því hefir stór- þingið norska fengið beiðni um að Dynamóolía, Bílaolía, ávalt o :___o. •_____________

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.