Morgunblaðið - 15.06.1919, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.06.1919, Qupperneq 1
Sunnudag 15 júní 1919 MOKGDNBLADID 6. árgangur 211 tölublaS ísafoldftrprcntsmiDja Affcrei8sln3Í>ai nr. 500 Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ®. 8. I. I. S I. ÚrslifakappÍQÍkur um Knaílspijrnubikar Isíands, íjefsf sunnud. 15. júni 1919 kí. 3 á IþróffaveUinum. — Jieppendur: Tram — Heukjavíkur Að leikslokum verður blkarlnn ásamt 11 kelðurspeningum afhent sigurvegurunum. Aðg.miðar: Sæti 1,50, Pallar 1,00, Alm. pláss 0,75, Börn 0,25. TJfarspennandi. JJfarspennandi. Úr loftinu. London, 14. jóní. Friðarsamningarnir. Fjögra manna ráðið í París hefir kosið nefnd, sem í er einn fulltrúi frá hverri þjóð, til þess að íhuga svör bandamanna við breytingartil- lögum Þjóðverja. Svarið er nær 5000 orð. Undir eins og fulltrúum Þjóðverja hefir verið birt svarið, og það verður sennilega á mánu- daginn, munu þeir fara frá Versail- les til Weimar, til þess að bera ráð Sín saman við stjórnina. Samkvæmt símskeyti frá Zúrich, er það álitið, að þýzka stjórnin iiiuni telja tilslakanir bandamanna úægilegar til þess, að Þjóðverjar geti undirskrifað friðarsamninga og að „eigi komi til mála, að hugsa lengur um neitun“. Á fundi þýzkra jafnaðarmaima í ■öerlín í gær, vakti' Berntein, for- iligi óháðra jafnaðarmanna, all- hiikla undrun, með því að lýsa yfir, 'tð friðarskilmálar bandamanna ^æri járnharðir, en níu tíundu hlut- "þeirra væri réttlátir. Atlanzhaf sflugið. Símskeyti frá St. Johns á New- ^oundland, segir að Vickers Vinni flugvélin muni leggja á stað í At- Wzhafsflugið í kvöld. Wilson forseti úfir sent þjóðabandalaginu ávarp, sem hann segir, að „núverandi ^kifæri eigi ekki sinn líka í ver- ^darsögunni. Friðinn er að eins ^gt að tryggja með stöðugri starf- og einlægum áhuga réttlátra Ú'ðlima bandalagsins, er ganga í bað af frjálsum vilja‘ ‘. Bók Bethmaam Hollwegs. ! kók sinni, er nefnist „Um j^'Ois.styrjöldina1 ‘, hefir Bethmann ° ^eg gefið svör við andmælum Jarðarför mannsins mins sáluga, Ólafs Björnssonar ritstjóra, fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 18. þ. m. Hefst með húskveðju heima kl. i e. h. Borghildur Björnsson. þeim, er hann fékk, þá er hann tal- aði um ranglæti það, sem framið var við Belgíu, og gefur hann þar þessa þýðingarmiklu viðurkenn- ingu: „Enda þótt skjöl þau, er fundust í belgiskum skjalasöfnum, hefði ljóstað miklu meira upp um bandamenn heldur en þau gerðu, þá hefði þau að eins getað leyst Þýzkaland frá tryggingum þeim, er það gaf 1839 viðvíkjandi hlutleysi Belgíu. En þrátt fyrir það hefðum vér eigi haft neinn rétt til þess að vaða með ófriði inn í Belgíu.“ Hann minnist einnig á það, hvað Þjóð- verjum hafi orðið lítið gagn að skjölum þessum og segir: „Vér birtum skjölin undir eins og vér höfðum fundið þau í Brussei, en eg hefi ckki tekið eftir því, að mál- staður bandamanna biði neinn halla við það.“ Berlín, í gær. Eftir því sem „Berl. Tageblatt“ segir frá, er heimsending þýzkra hermanna úr Póllandi hafin á ný. Her Hallins yfirhershöfðingja er talinn vera 70 þúsund og hefir hann f jölda stórra fallbyssna, sem frakk- neskir hermenn fara með eingöngu. Hefir þeim her hingað til eigi ver- ið teflt fram gegn Bolzhewifikum, heldur gegn Ukraine-hernum, sem berst við Bolschewikkana, Afvopnun Austurríkis. Samkvæmt friðarskilmálum þeim, er bandamenn hafa sett Austurríkismönnum, á Aust- urríki ekki að fá leyfi til þess að hafa meira en tvser herdeildir framvegis. Knattspyrnan. Fram sigrar Víking með 2 :1. íj'órði kappleikur mótsins fór fram í fyrrakvöld. Þá kepti „Fram“ við „Viking“ og sigraði með 2 :1. En „Fram“-liðar tókn ekki hlut sinn á þurru landi í þetta sinn, sigurinn varð þeim torsóttur framan af, því mót- stöðumennirnir voru alls ekki á því að hugsa sér vísan ósigur. Víkingar eru óefað skæðasti keppinautur Fram, og eigi gott að vita, hversu langt þess verður að bíða, að þeir beri sigur úr býtum. Hin tvö félögin þurfa að endur- fæðast og gera það líka á næstu árum, því ungviði þeirra, sem var á velinum í vor, er bezti efniviður. Veðrið er býsna erfitt þessu kapp- móti. I fyrrakvöld voru krapaskúrir og hár vindur og svo var einnig kveldið áður. Samt voru furðu margir áhorf- endur, en engum heitt, nema þeim allra áhugamestu. Þeir hrópuðu sér til hita og spörkuðu ósjálfrátt af eintómum áhuga. Víkingar átti að sækja á móti hliðar- vindi í fýrri hálfleik. Og þeir sóttu ó- sleitilega á, — máske ósleitilegar en holt var. Fram átti fult í fangi með að verjast lengi framan af, og áhlaupin eigi óhættulegri af hálfu Víkinga en hinna. Enda fengu Víkingar mark, er nokkuð var liðið á leikinn. Var það hið eina mark fyrri lotunnar. Fram jók að vísu sóknina og urðu margar harðar skankarimmur fyrir framan Víkinga- markið. En eigi varð annar árangur af þeim en að kostur gafst á að sjá hversu dýrðlegan markvörð Víkingar eiga þar sem „Jabbi“ er. Eftir fyrri lotuna höfðu Víkingar þannig 1 : 0. Og Vílsing-sinnaðir áhorf- endur voru eitt bros, en Fram-vinir báru sig karlmannlega og sögðu, að dag skyldi að kveldi lofa. Og það fór svo, að síðari lotan færði Fram sigur- inn. Þó ekki nema tvö mörk. Og Vík- ingar mistu þó „Palla“ í síðarí lot- unni. \ Kappleikurinn í gær var einkar- skemtilegur og spilti þó veðrið miklu. Viðskiftin voru svo greið að furðu sætti, og leikhraðinn afarmikill, ein- kanlega í byrjun. Samleikurinn hjá Fram var ekki eins góður og þegar jþeir keptu við Val, og hefir veðrið átt mestan þátt í því. „Ibsen“ og bak- verðirnir létu meir til sín taka en síð- ast (B. K.: að eins einar brækur, en „Alli“ rómverska skikkju eða ferða- brekán í hvíldunum). Víkingar eiga mörg hraustmenni og kafna ekki undir nafni. I fyrrakveld bar mest á Helga Eiríkssyni og Hall- dóri — að ógleymdum auðvitað erki- víkingnum Óskari Norðmann. Þórður Albertsson var ekki nógu ásækinn, og notaði ekki til enda mörg góð færi, sem hann var duglegur að skapa sér. „Palli“ var betri en síðast, en þó eigi fyllilega sjálfum sér líkur. | DAGBOI ^ „ísland“ fór héðan áleiðis til Kaup- mannahafnar um Leith laust eftir há- degi í gær, með 50—60 farþega. Meðal þeirra voru Kr. Ó. Skagfjörð stórkaup- maður, Vilh. Knudsen prokuristi, Stef- án Stefánsson kennari, ungfrú Hólmfr. Sigurðardóttir (ráðh. Jónssonar) og Þórður Flygenring. Þetta fólk ætlaði alt af skipinu í Leith. Til Kaupmanna- hafnar fóru: Jensen Bjerg kaupm. og frú hans, Carlo Pedersen lyfsali, Jón Jóhannsson skipstjóri, Guðlaug Ara- sen kenslukona, Carlquist kaupm., J6n Heiðberg kaupm., Sæm. Halldórsson og Óskar Clausen kaupmenn úr Stykk- ishólmi, Frederiksen slátrari og frú hans, frú Sehepzer, Þórður Jónsson kaupmaður, frú H. Guðmundsson, frú Framhald á 4. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.