Morgunblaðið - 22.07.1919, Blaðsíða 4
4
MðftGtrttRLAÖÍÍ)
Framhald frá 1. síðu.
efiíi ok aldarhœi, sem vér einir höf-
um eða eigum að hafa. Það færi á
líka leið eins og ef íslenzkir menn
færu að kvikmynda hirðlífið hjá
Lúðvík fjórtánda eða eitthvað þess
háttar. Væri þá illa farið, ef fjár-
sjóðir þeir, sem íslendingar hafa
geymt í bókmentum sínum fram til
þessarar stundar yrðu að skrípa-
myndum í liöndum ókunnugra
manna, myndum, sem gæfu alt aðra
hugmynd um ísland og íslenzka
sögu en þá, sem vér teljum rétta.
Eina lausnin á þessu máli er sú,
að íslendingar kvikmyndi sjálfir
íslenzk verkefni, forn og ný. Og þar
með er nauðsyn orðin á framgangi
málsins.
Þá er hiu hliðin, hvort hugmyud-
in sé framkvæmanleg. Það veÞ.ur
alt á því, livort myndirnar verða
góð markaðsvara eða ekki. Fólk er
orðið vandlátt hva kvikmyndir
snertir, og hæði vegna fjárhagshlið-
arinnar og sóma Islands, má ekki
bjóða nema fyrsta flokks fram-
leiðslu. Kvikmyndafélag, sem setti
sér lægra mark, væri betur óstofn-
að, því það mundi gera hvort
tveggja, að baka hluthöfum sínum
fjártjón o gverða íslandi til vansa.
Annaðhvort góðar, íslenzkar kvik-
myndir, eða engar íslenzkar knk-
myndir. Það er ófrávíkjanlegt boð-
orð!
Byrjunin hlýtur að verða erfið,
og mörgum mun virðast ókleift að
að framleiða vandaða vöru af því
efni, sem fyrir hendi er. Að vísu
höfum við sögurnar sjálfar og í
þeim ósvikið efni, og íslenzk nátt-
úrufegurð er fullboðleg hvar sem
er. En hins vegar er enginn maður
íslenzkur til, sem leikið hefir stórt
hlutverk í kvikmynd, eða kynst til
hlítar leyndardómum kvikmynda-
leiklistarinnar. Kenningin sú, að
eigi þurfi annað en velja til leiks
einhvern og einhvern, sem að útliti
og framgöngu líkist því, sem menn
hafa hugsað sér þá og þá söguhetj-
una, getur ekki staðist, ef myndin
á að verða vönduð og hrífa áhorf-
endur. Því til þess að h r í f a þarf
meira en eðlilega framgöngu — það
þarf listfengi leikandans, æfing og
kunnáttu í listinni.
Þess vegna væri það höfuðsynd
að ætla sér að fara að kvikmynda
gimsteina bókmenta vorra með leik-
endum, sem ekkert kynnu og án
leiðbeinanda, sem nokkurn tíma
liefði við kvikmyndagerð fengist.
íslendingar væru meiri gáfum
gæddir en aðrar þjóðir, ef það færi
vel. Og enn fráleitari yrði tilhugs-
unin um óvana leikeudur, ef kvik-
mynda skyldi leikrit íslenzkra rit-
höfunda síðustu tíma, því þar
stendur auðvitað alt og fellur með
leiknum.
Fyrsta skilyrðið fyrir stofnun ís-
Ieuzks kvikmyndafélags er því það,
að leikfróður maður og listfengur
færi utan og kynti sér til hlítar
kvikmyndaleiklist og kvikmynda-
gerð hjá félagi, sem hefði á sér
gott orð, og að enn fremur yrðu
sendir utan eigi minna en 6—8 Jeik-
endur til að læra að „filma“. Þetta
fólk yrði svo þungamiðjan í leik-
endaflokki félagsins, og gæti kent
öðrum leikendum, þegar heim
kæmi. Minni undirbúning er eigi
hægt tið hugsa sér.
Stofnfé félagsins þarf að vera
meira en forgöngumennirnir hafa^
nefnt. tíálf miljón er það minsta.
Því það tekur bæði langan tíma og
mikið fé að koma fyrstu myndinni
frá nýju félagi á markaðinn, þó að
hún sé fyrsto flokks vara. Og við
því þarf félagið að vera búið.
Fyrirtækið er nauðsynlegt og
getur orðið stórgróðafyrirtæki. En
það, hvort það verður þjóðinni til
sóma og hluthöfunum féþúfa, vel 1-
ur eingöngu á því, hvort vel er
vandað til þess. Ef viðbúnaðuriim
er góður og ekkert til sparað í
fyrstu, er eugia ástæða til að efast
um að íslenzkt kvikmyndafélag eigi
blómlega framtíð fyrir höndum.
--------o-------
Listaverkasafn
Einars Jónssonar.
Við það og í því er nú unnið dag-
lega af fjölda manns: mokað,
steypt, sagað, neglt og heflað.
Stöðvaðist bygging þess 1916, af
dýrtíð og öðrum erfiðleikum, en
byrjaði nú fyrst í júní aftur með
endurnýjuðu afli. Verður steyp-
unni sennilegast lokið eftir rúma
viku. En þá er eftir feikna-vinna,
bæði utan og innan húss, svo ekki
er gert ráð fyrir að húsið verði
tilbúið fyr en í fyrsta lagi í janúar
eða febrúar í vetur. En þá verður
líka fisinn upp verðug bygging yf-
ir verk okkar víðfrægasta lista-
manns núlifandi, og sjálfan hann.
Er honum ætlaður bústaður á efstu
hæð, en undir henni er hinn mikli
salur, sem verk hans eiga að geym-
ast í. Utan á húsinu, á ýmsa stalla,
eiga, eiga að koma standmyndir úr
sögu og goðafræði, svo sem Auð-
humla o. fl. A Einra eftir að móta
þær myndir.
í haust mun Einar Jónsson koma
til Kaupmannahafnar frá Ameríku
og fara að undirbúaflutning mynda
sinna heim. Er eitt jæirra þegar
komið — Þorfinnur Karlsefni, frá
Ameríku, það er hann gerði fyrir
Vestur-íslendinga. Og þá fer og
sennilega að líða að bættum kjör-
um „lJtilegumannsins“ hans, þessa
alnbogabarns íslenzkrar listar, sem
staðið hefir ár eftir ár honum og
öllu landi til skammar, og ekki að
eins þjóðinni hledur hefir og lista-
manninum og höggmyndalistinni
verið sýnd opinbef óvirðing í með-
ferðinni á honum. Þó enginn geti
talið „Útilegumanninn“ fagurt
verk, þá er hann stóreinkennilegt
og frumlegt verk, sprunginn út úr
þjóðarsálinui, og því bein af okkar
beilium Og hold af okkar holdi. Út-
lit lians nú og eins og jiað hefir ver-
ið upp á síðkastið, er því einn vott-
ur þess, hve lítið við virðum okkar
eigin sérkennileik og þjóðarsvip. —
En næsta sumar vonar maður, að
hann, ásamt öðrum listaverkum
Einars Jónssonar, verði kominn á
góðan stað í hinu nýja húsi, og
standi þar sem einn aðal-dráttur-
inn í lífsverki listamannsins okkar,
sá drátturinn, er snertir okkur ef
til vill mest.
---------0---------
Veðrið í gæf:
Reykjavík: Logn, hítí 12,0 st.
Isafjörður: Logn, hiti 9,5 st.
Akureyri: NNV.andv., þoka, hiti 8,5 st.
Seyðisfjörður: S. kaldi, hiti 10,7 st.
(Irímsstaðir: Logn, hiti 6,4 st.
Vestmannaeyjar; Logn, hiti 11,7 st.
Þórshöfn, Færeyjar: Logn, hiti 10,5 st.
Húsnæðisleysið. Bæjarstjórnin ætlar
að safna upplýsingum um það, hve
margir muni verða húsnæðislausir hér
í bænum 1. okt. næstkomandi. Eiga
þeir, sem ekkert húsnæði eiga þá víst,
að gefa sig fram í hegningarhúsinu á
virkum dögum kl. 4—7, fyrir lok þessa
mánaðar.
Kolaskip kom til laudsverzlunar í
fyrradag.
Með „Botníu" síðast kom olíumynd
til Alþingis af Kristjáni konungi 10.,
ináluð af P. Wilhardt, sama máluran-
um, sem gert hefir mynd þá af Friðriki
áttunda, sem hangir í neðri deildar
salnum. Höfðu forsetar þingsins pant-
að mynd þessa. — Myndin hefir nú
verið hengd upp í þinghúsinu á þann
stað, er áður hél$k Jón Sigurðsson for-
seti, en forsetinn er horfinn af veggn-
um og fyrirfinst ekki í þinginu, svo að
Piano
Tómar sSI
#| mi
i H I I
frá Herm. N. Petersen & Sön, kgl. hirðsala í Khöfn, ern nú tynrligg
mdi og seljast með góðam borguaarskilmálum.
Tvimælalanst beztn hljóðfxrin, sem hingað flytjast.
Ótakmörkuð ábyrgð!
Vilf). Tinsen.
LðKEFTSTUSKUB
hreinar og þurrar, kaupir
laafoldarprentamlðja
sýnilegur sé almenningi. Aftur er með
kyrrum kjörum, auk konungsmynd-
anna, mynd af Jóni á Gautlöndum, og
enn er komin þar á vegg ný olíumynd
af Hilmari landshöfðingja Finsen. —
þvkir mörgum einkennilegt, að Jón
Sigurðsson skuli nú verða „að víkja“
fyrir þessum mönnum.
Samsæti var Sveinb. Sveinbjörnsson
haldið í gærkvöldi í Iðnó að loknum
hljómleikunum. Sátu það ýmsir vinir
hans og aðstoðarmenn við hljómleik-
ana.
„Botnía' ‘ ó að fara héðan kl. 4 í
dag.
Einkennisbúning hafa hafnsögu-
menuirnir hérna fengið nýlega, og er
haim hinn snotrasti.
Dýr matarkaup þykja það, að verða
nú að gefa 10 krónur fyrir eina melónu
— en það verð er á þeim hér í bæ.
Hrossamarkaður útf'lutningsnefndar
er í dag, en sú breyting verður á, að
hann er ekki haldinn niðnr á hafnar-
bakkanum, heldur uppi ó Vitatorgi.
I sumarferðalag fara þeir í dag Jón
Ólafsson, Bjarnhéðinn Jónsson járn-
smiður og Ólafur Isleifsson læknir í
Þjórsártúni. Fara þeir norður Kjalveg
til Gránuness og Hveravalla, og síðan
Arnarvatnsheiði og Kaldadal til baka.
Vb. María fór um helgina norður á
Húnaflóa með vörur.
Vb. Haraldur, eigu Haralds Böðvars-
sonar, fór norður í fyrradag. Á hann
að vera strandvarnaskip í sumar yfir
síldveiðatímann.
Smávegis bifreiðarslys. Fyrir nokkr-
um dögum fór bifreið heim að ráð-
herrabústaðnuui til þess að sækjafólk,
en er hún skyldi snúa við, lenti hún
aftur á bak þvert út af götunni og í
gegn um tvöfalda girðingu og alla leið
niður í næstu götu. Má sjá ummerkin
á girðingunni enn.
Þrísiglt skip, „Eva“ kom á laugar-
daginn með sementsfarm til Hallgríms
Benediktssonar.
„Dwina“, gufuskip Andrésa.' Guð-
mundssonar, kom í fyrradag frá Siglu-
firði tíl þess að tak ull hér. Skipið sá
talsvert mikinn hafís alla leið frá
Skagatá og vestur að Horni.
„SkjöldUr" fór til Borgarness í gær,
og voru um 20 farþegar með skipinu,
þar á meðal læknarnir Júlíns Halldórs-
son og Maggi Magnús, Gísli Jónsson
yfrivélstjóri á „Sterling“ og unnusta
hans.
Brezkur botnvörpungur frá Grimsby
kom hingað í gær með brotið spil.
„Selfangeren“, norskt selveiðaskip,
kom hingað í gær norðan úr íshafi.
Hafði veitt 1300 seli. Er nú á heim-
leið, en T ntaði vatu og fleira.
Seglskip kom í gær frá Spáni með
saltfarm til Péturs Ólafssonar kon-
súls.
Konráð Konráðsson læknir fór í
sumarfrí í gær austur í sveitir. Býst
hann við að koma aftur um mánaða-
mótin.
------7
Hjónaefni. Ungfrú Svanlaug Einars-
dóttir frá Rcvkholti og Árni Björn
Björnsson gullsmiður.
Síldveiðin. Sú fregn barst norðan
frá Siglufirði í gær, að þar hefði Ver-
ið versta veður og ekkerf skip farlð á
-----------0----------
Primusviðgerðir eru beztar
á Laugavegi 27. Sjáið skiltið.
VEGGFODUR
fjölbreyttasta úrval á landinu,
er i Kolasundi hjá
Daníel Halldðrssyni.
Alla konar
SJÓ- og BEUNATEY6GINGAK
annast
Bjarni Sighvatason.
Símar 384 og 5G7.
GLITOFNARÁBBEIÐUK
og
SÖÐULKLÆÐI
keypt háu verði.
R. v. &.
Gullbrjóstnál tspaðist á sunnndag-
inn í Nýja Bíó. Skilvís finnandi
skili á »Cnfé Fjallkonan*.
Átfinna.
Áreiðanlegur og lagtækur maður
— helzt járn- eða málmstniður —
gétur fengið stöðu
á Löggildingarstotanni.
Þakkarávarp.
Öllum þeim, nær og íjær, sem
hafa sýnt hluttekningn við fráfall
míns heittelskaða eiginmantis, Úifars
Lífjjarnssonar, og með ýmsu móti
hafa rétt mér og hörnum okkar
jálparhönd með fjárframlögum og
á margan annan hátt, votta eg hjart-
ansþakklæti mitt, og bið þeim guðs
blessnnar í öllum þeirra kjörnm i
bráð og lengd.
Rannveig G. fónsdóttir
Borgarnesi.
Raflýsing
í einstök hús.
Rafstöð þessi framleiðir 1500
kerta ljós, hefir rafmagnsgeymi,
sem geymir straum, er svarar 50Q
kertum í 5 kl.tíma.
Einnig smærri stöðvar.
Vélin er kæld með lofti, og ekk-
ert getur frosið. /
Stöðin er búin til hjá Westem
*Electric Company, New York, og
það eitt er nóg meðmæli fyrir
vöndun áhaldamia.
Grenslist eftir verði hjá okkur
og berið það saman við verð hjá
öðmm.
Kf. Rafm.tél. Biti & Ljös,
Súni 176 B. yonaisjir. 8j
Þeir, sem kyoun að vilja kaupa c. 185 tór.ar sild-
artu-nur, sem i'ggja á Hraunlaudaiifl i Breiðuvík
á Snæfellsnesi, geri svo vel og sendi tilboð sín á
skrifstofu voia, Austurstr. 16, ekki síðar en 31. þ. m.
? Sjóvátryggingarfél. íslands
Til Dfrafjaflar i OioMjarðar
fer m.s »Itigibjörg* í dag. Tekur farþega og flutning.
<9. c7Sr. Siuémunésson & Qo
Alt i lukkunnar velstaudi.
Nú hefii eg fengið mikió úrval af nýtízku veggfóðri.
Komið og skoðið áður en þér festið kaup annarsstaðar
rfgúsf Ttlarkússon
Spítalastfg 9 Sími 675
óskast í allar eignir H.f. »Surtur«,
sem hefir rekið kolagröft í Dufansdal
undanfarin tvö ár.
í eignunutn er meðal annars: 2
nótabátar, sexæringur, vagnar, sleðar,
aktýgi, tjðld, sprengiefni o. fl. — Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir
x. ágúst þ. á. og fæst hjá honum sundurliðun á eignunum og allar nán-
ari upplýsingar.
Reykjavík h. 12. júlí 1919.
C. Proppé.
Dugí. drangur
getur fengið aívinnu aílan
daginn. JT. v. á.
Magnús bifreijarstjóri í Borgarnesi
veitir fljóta afgreiðslu með bi reiðarakstur. Bifreiðarstöðin er við Hotel
og verslunarbúð Kristjins Jónassonar.
Hringið á miðstöð 1 Borgarnesi og pantið bil.
M, Jónasson, biíroiöarstjóri.
Duglegan kaupamann
vantar mig að Reynisvatni í Mosfellssveit,
Magnús Th S. Blöndahl.
Islands Adressebog
Omlseandi bók öllum
kaupsýsiumönnum
Fæst á skrifstofu Margunblaðsins.
Tiugftjsing.
Bæjarstjórnin hefir ákveðið að safna skýrslnm um hásnæðisþörfina
hér i bænum x. október næstkomandi og eru þeir, sem húsnæðislausir
kunna að verða þá, beðnir að gefa sig fram á skrifstofunni i Hegningar-
húsinn uppi einhvern virkan dag fyrir lok þessa mánaðar, kl. 4—7 slð-
degis. —
Til að útiloka misskilning skal það tekið fram, að bæjarstjórniö
tekst ekki á hendur neina skuldbindingu um útvegun hÚ3næðis, en hins-
vegar er mikilsvert að fá fullkomnar upplýsingar nm húsnæðisleysið.
Borgarstjórinn I Reykjavík 19. júli 1919.
K Zirnsen.