Morgunblaðið - 06.08.1919, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.08.1919, Qupperneq 2
2 MORGuNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIB Ritstjóri: Vilh. Finsen. Ritstjórn og afgreiBsla í Lækjargötn 2. Sími 500. — PrentsmiBjusími 48. Kemur út alla daga vikunnar, aS mánudögum undanteknum. Ritstjórnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. AfgreiBslan opin: Virka daga kl. 8—-5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilað annaðhvort á afgreiðsluna eða í ísafoldarprent- smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá að öllum jafnaðí 'betri stað í blaðinu (á lesmálssíðunj) en þær sem síðar koma. Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kr. 1.60 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum Bíðum kr. 0.80cm. Verð blaðsins er 1 kr. á mánuði. Sötfvarnirnar. Eftirfarandi breyting hefir verið gerð á. reglum ]>eim er stjórnarráð- ið setti 3. apríl s. 1. um varnir gegn inflúenzu: „Skipum sem koma hingað til lands beina leið frá Bretlandi eða frá Færeyjum, má sleppa við sótt- varnarhald liér, þó ]>ví að eins, að skipið hafi meðferðis vottorð um að engin inflúenza eða aðrar hættu- legar farsóttir gangi á brottfarar- staðnum, að allir menn á skipinu reynist heilbrigðir við læknaskoð- un á komustað, svo að enginn grun- ur sé um að neinn þeirra hafi in- flúenzu, og að skipstjóri gefi yfir- lýsingu um að enginn á skipiuu hafi sýkst á grunsamlegan liátt á leið- inni. Að því er snertir önnur skip en þau, sem koma frá Bretlandi og Færeyjum, og að öllu öðru leyti, er auglýsing 3. apríl þ. á., uin varnir gegn kvefpest (inflúenzu) eftir sem áður í gildi." Norskt skip ferst. Fyrir skömmu var norskt skip, „Lilias“, á leið frá Swansea á Englandi til Kaupmannahafnar, með kol. En er það kom fyrir Jót- landsskagann, að svo kölluðum Herthas-grynningum, rakst það á tundurdufl, sem menn álíta að hafi legið við fast, og sökk eftir skamma stund. En 8 menn fórust. Skipstjóri og flestir hásetar voru í rúmum sínum, er slysið vildi til. Stýrimaðurinn var á stjórn- palli. Fyrst varð vart við spreng- inguna í framhluta skipsins, sjór- inn steig í ógurlegum fossurn og slöngvaði kolunum í háa loft. Sjö menn björguðust á tveim flekum. Liðu tvær mínútur frá því skipið rakst á tundurduflið og þar til alt var sokkið; gátu því þeir, sem björguðust, engu náð með sér, ekki einu sinni farið í föt. En ill- veður var og vont í sjó, og voru þeir því orðnir afskaplega þrek- aðir og illa á sig komnir, er þeim var bjargað eftir níu tíma. Voru þeir teknir af fiskiskipi frá Högen, sem var á makrílveiðum. •-------0-------- Móti straum. Brot úr íslenzkri sögu. Difficile est in dysexelixi invenire veritatem, diffici- lius invenisse. I. Almenningur á heimtingu á því að fá að vita hverjar ástæður þeir menn telja til, sem vilja fá fé úr landsjóði til starfs og viðurværis. Á vel við að slíkt komi í víðlesnu blaði, ef að eins er svo frá gengið að orð séu vel valin og haglega niður- skipað. Það er alt af sálubót nokk- ur, að lesa mál þeirra manna, sein til nokkurrar hlítar kunna þá vand- Jærðu í]>rótt að rita. Maður sem hér á landi ætlar sér að starfa að vísindum og ritment, verður að fá lífeyri sinn og starfs- fé úr landsjóði, eða útlendum sjóð- um. Bú borgun sem vísindamaður fær fyrir rannsóknir og ritstörf, nægir ekki til viðurværis. Síðan fyrst kom á prent smágrein eftir mig, eru nú liðin 25 ár, og þó að meiri hluti þess sem eg hefi ritað sé óprentað, og að eins undirbún- ingur undir rit sem eg síðar mun láta prenta, eða frumdrættir að slíku, ]>á er það þó orðið nokkuð margt sem til er eftir mig prentað, ■á 4 máluin í 41 stað. En ritlaun mín munu vera talsvert fyrir neðan 50 kr. á ári, að mcðaltali. í þrjú skifti hefi eg í 22 ár fengið borgun fyrir rannsókn, saintals 102 kr. Eg hefi því orðið að fá fé á annan hátt. Flest árin 1900—1910 fékk eg fé úr Carlsbergssjóði, og flest árin 1902—19 hefi eg fengið fé úr land- sjóði. Að meðaltali nær það ekki 2000 kr. á ári sem eg hefi haft af- gangs ferðakostnaði síðan eg hóf rannsóknir mínar, árið 1897. Eg hefi lítið á þetta minst áður, en það er rétt að geta ]>ess einu sinni, til fróðleiks- II. Almenningi er lítið um það gefið að menn fái fé úr landsjóði til starfs síns, og það er jafnvel ekki óalgengt að verða var við nokkra óvild til slíkra manna. En af mis- skilningi er sú óyild sprottin.Ef um nokkurn hæfileikamann er að ræða sem rannsóknara eða rithöfund eða hvorttveggja, þá launar verk hans styrkinn margfaldlega, og hann leggur að ekki litlu leyti, fjárhags- lega velferðð sína í sölurnar, með því að vinna að því sem ekki færir honum arð eða borgun, og hætta til þess hvernig umráðamenn land- sjóðs, eða annara, muni meta starf- ið. Virðist mér sem eg sjái heldur tvær leiðir en eina til þess að eg hefði getað haft a. in. k. þrefaldar tekjur við ]>að sem verið hefir, ef eg hefði hætt við að vinna að því takmarki, sem eg setti mér fyrir löngu.Eg kom auga á þetta takmark fyrir 30 árum, þegar eg las fyrst jarðfræði Lyells (það var þýzk þýð. á 1. útg. af Principles of Geology). Eg var þá í 4-bekk latínuskólans,og afréð að verja æfi minni til þess að reyna að afla mér þekkingar á sögu jarðarinnar. Sá eg síðar, að slíkt æfistarf mundi geta komið að nokkrum notum. Mér féll ]>að ineðal annars svo vel við jarðfræðina, að til þess að vera nógu góður jarð- fræðingur, veitti ekki af að kunna öll vísindi. Varð því takmarkið hið stórkostlegasta,en að vísu engiii von uin að komast nema lílið eitt á leið. Var dálíiif líkt fyrir mec og ung- lingnum í Faust, sem Goethe legg- ur þessi orð í munn: Ieh wiinschte recht gelebrt zu werden Und möcbte gern, was auf der Erden Und in dem Himmel ist, erfassen Die Wissenschaft und die Natur. Eg hefi tilfært þessi orð í dokt- orsævi minni, og vissi eg þá' um sumt sem á jörðu er, dálítið meira en menn höfðu áður vitað. En nú veit eg einnig um sumt, sem er á himnum,dálítið meira en menn hafa vitað áður hér á jörðu. III. Mér liafa vcrið ætlaðar á fjár- lagafrumvarpi stjórnarinnar 1800 ikr. hvort árið, og er það líkast því sem það hafi verið í ógáti gert. Vil eg skora á liáttvirta þingmenn að veita mér 8000 kr. hvort árið. Meira er það nú ekki sem eg fer fram á. Fé þessu ætla eg að verja til að leita rnér heilsubótar og til að vinna að verki sem eg hygg að íslandi inuni verða til nokkurs gagns. Hygg cg að úr því líður fjárhagstmabil annað frá því sem í hönd fer, muni eg ekki þurfa fjár að biðja. Annaðhvort verð eg þá liðinn undir lok, eða eg mun hafa haft það fram, að inenn reyni að færa sér í nyt sannindi sem eg hefi fundið. Þykir mér hið síðarnefnda líklegra miklu um þann mann sem fyrstur á jörðu hér hefir séð fram úr, og fundíð diexelixis. Þá skal telja fáeinar af þeim á- ,stæðum sem mér virðast vera til fjárveitingar þessarar. Get eg þess fyrst, að í jan. 1897 tók eg próf við háskólann í Kaupmannahöfn í nátt- úrusögu og landafræði, með dálítið hærri einkunn en menn höfðu áður fengið í þeim greinum. Sá sem næst- ur mér var, var námsfélagi minn lítið eitt eldri, núverandi prófessor í jarðfræði Böggild, og munaði að vísu mjög litlu. Um Böggild hefir verið sagt, að hann sé einn af mestu gáfumönnum í Danmörku (et af Danmarks bedste Hoveder), og hygg eg þa^ sé ekki ofmælt. (Til þess að koma í veg íyrir allan mis- skilning skal eg geta þess, að Bög- gild hafði hærri eink. í eðlisfræði og efnafræði en eg; voru það auka- námsgreinir og tók eg próf í þeim 1894). Er hér getið um próf þetta af því að slíkt er nokkru vanda- samara en margir munu ætla, og verður ekki gert án mikillar á- stunduuar. En þeir sem ætla sér að verða kennarar á einhvern hátt, verða sjálfir að hafa sýnt áhuga á að læra. Annað sem talið skal, er að eg hefi fundið skriðjökla á Heklu- Mér þykir dálítið gaman að þessu, af því að það var með ólíkindum að gera mætti nýjar athuganir af því tagi á frægasta fjalli landsins, sem margir höfðu gengið á, og sumt mikilhæfir vísindamemi, og þar að auki hafði verið vandlega mælt af sérl. færum mælingamönn- um. Eg hygg að inönnum mundi við nánari íhugun, þykja þetta svo smáskemtilegt íslenzkt sjálfstæðis- spor, að þeir mundu telja verðan nokkurra eftirlauna þann sem stig- ið hefði, jafnvel þó að ekki væri verkfær framar. En eg á mest mitt verk framundan en ekki að baki. Fjölda af nýjum athuguuum í jarðfræði íslands hefi eg gert, svo að það er ekki ofmíólt, að tala um nýja jarðfræði Islands. Eg skal að eins geta þess, að eg hefi sýnt, að sá mikli hluti af íslandi, sem út- lendir jarðfræðingar höfðu nefnt Palagonit formation, er sumt myndað af jöklum sem voru á land- inu löngu á undan þeirri ísöld sem mönnum hafði verið kunnugt um hér áður; en sumt er eldf jallarústir. En engkm hafði vitað þau deili á Palagoflit formationinnþsem ]>urfti, til ]>ess að geta ákveðið til nokk- urrar hlítar hvernig til væri orðin eða hvenær. Eg hefi fundið gabbe- fjöll á Snæfellsnesi, og mjög stór- kostlegan hrafntininihrygg á Tind- fjalla jökli. Eg hefi fundið stór- kostlega jökulgarða á Suðurlands- undirlendinu og í Melasveit. Eg nefni þetta til þess að það komi síð- ur fyrir a ðútlendingar sem koma á þessar slóðir eða ]>ar nálægt, sjái þetta ekki. Brotaberg (Dislocations breccien und Harnische: fágaðir fletir í því bergi) höfðu menn ekki þekt hér á landi fyr en cg fann það. IV. Fyrirlestra hefi eg haldið í Ber- líu og í Edinburgh (1 í deutsche geol. gesellschaft; 1 í gesellschaft fúr Erdkunde, og 1 í geol. soc. of Edinb.) Er mér ókunnugt um að aðrir vísindamenn íslenzkir hafi haldið fyrirlestra á ensku og þýzku. Mun eg, þegar eg hefi fengið heilsu bót nokkra — og eg hygg að mér muni takast það — tala á Norður- löndum og líklega víðar um jarð- fræði íslands, sögu Norðurlauda og enn sitt hvað, sem varla verður tal- að um á þann hátt sem mér virðist mjög við þurfa, ef íslendingur ger- ir það ekki. Ekki býst cg við að ferðast mik- ið til rannsókna hér á íslandi næstu 2—-4 ár. Verð eg að snúa mér að því um liríð, að reyna að fá vís- indamenn til að vera mér samtaka um rannsóknir nokkrar í líffræði, sem eg hygg að mikið gott muni af leiða. Hefi eg, eftir langvinnar at- huganir, gert nokkrar uppgötvanir er að líffræði lúta, þannig vaxnar, að eg vil ekki leyna því að eg hygg að þýðingarmeiri uppgötvanir hafi aldrei gerðar verið.Síðar mun verða litið svo á, sem vísindaleg sálufræði hafi í rauninni ekki verið til fyr en eðli drauma var fundið, og sú upp- götvun hefir leitt til þess, að eg hefi fundið íleiðslu kraftar, induktion, sem heimslögmál. Ef til vill skrifa eg einhverntíma á þýzku ritgerð með fyrirsögninni Kosmologie als Epagogik. (Epagóge á grísku = in- duktion). V. Þá skal eg enn minnast nokkrum orðum á verk sem eg er að undir- búa, og getið var um í ritgerð sem heitir Statf og stefna. Fyrst verður í verki þessu þátt- ur um eðli og tilgang heimsins. Verður þar sýnt fram á heimslög- mál það sem eg gat um, og enn fremur, að verðandi stefnurnar eru tvær, lífstefna og helstefna, eða diexelixis og dysexelixis, eins og nokkru nánar var getið um í rit- gerðimii um framtíð mannkynsins. í sambandi við þenna kafla hefi eg orðið að taka upp rannsóknir á fornri, einkum grískri heimspeki, og er kominn þó nokkuð á veg með það starf; en margt af því tagi sem eg hafði ætlað mér að vinna þessi ár er þó ókunn eun, einnig af því að margar þær bækur sem eg þarf að nota, eru ekki til hér á landi. í þessum þætti verður sýnt, að í fornri heimsfræði er margt miklu merkilegra og meir áleiðis til vís- indá, en fræðimenn hafa haldið. Þátturinn um eðli og tilgang heims- ins verður inngangur að yfirllti yfir sögu jarðarinnar og sögu lífs- ins. Til undirbúnings þeim kafla hefi eg t. d. í vetur lesið á 4. þús. blaðsíður um jarðfræði. Einnig vegna þessa kafla þarf eg að geta verið í útlöndum, og þarf til þess að geta ritað um slíkt, fleira að gera en lesa. Nokkrar líkur virðast mér til þess, að eg muni geta skýrt nokkru lengra en gert hefir verið, hvernig stendur á aldaskiftum jarð- arinnar, og eins, að hverju núver- andi ástand hnattarins stefnir. I yfirliti yfir sögu lífsins, mun eg leitast við að skýra að nokkru hin- ar ýmsu stefnur í framsókn lífteg- undanna, og verður það auðvitað í nánu sambandi við sögu jarðarinn- ar sjálfrar. Mest verður leitast við að skýra, hvernig stefnt er að því að vaxa fram til hugsandi veru, og hversvegna ]>að liefir verið svo tor- sótt. Jarðsögukaflinn verður inngang- ur að yfirliti yfir sögu manrikyns- ins á jörðu hér. Verður einnig það mikið mál. Verður leitast við að sýna, hvernig mennirnir liafa verið að reyna, mest eins og af eðlishvöt, að ná hinni réttu framsóknarstefnu diexelixis, og vegna hvers sú við- leitni hefir alt af mistekist, svo að hin illa stefna, dysexelixis, hefir verið ráðandi.Verður þessi kafli inn- gangur að sögu Norðurlandabúa og sérstaklega íslendinga. Verður leit- ast við að sýna, hverja þýðingu Norðurlandabúar, og þeir menn, sem þaðan eru helzt ættaðir, eða þeim skyldastir, hafa haft fyrir við- leitnina á að ná hinni réttu fram- sóknarátt. Mun að síðustu verða sýnt fram á hið sérstaka hlutverk Islendinga, og skýrt svo skiljan- legt verði, að þar sem er þessi litla þjóð, mundi vera öflugust fram- sóknin á jörðu hér, ef hinni réttu stefnu hefði náð verið. Mun eg sýna fram á þýðingu íslenzks sjálfstæðis í nýrri og mörgum óvæntri mcrk- ingu þess orðs. Þá aðferð mun eg' hafa að rita sérstakar ritgerðir snertandi þá kafla, sein eg fæst þá mest við. Hygg eg að verkið muni verða fram- kvæmt á 20 til 30 árum, svo að ekki sé síður þeirri áætlun sem eg' hefi nú í huga. Reyna mun eg að fá aðra fræðimenn til að vera mér sam- taka um ýinsar rannsóknir og rit- gerðir. Hygg eg að mér muni verða gott til liðs, þegar menn sjá að þeim verður miklu betur ágengt, ef þeir eru í liði með mér. VI. Hið mikla og ágæta verk íáperi- cers: A System of synthetic Philo- sophy, mætti kalla exeliktik. Mitt verk verður diexeliktík. Viðkvæði hins upplýstari hluta mannkynsins þeniia síðasta mannsaldur eða rúm- lega það, hefir verið evolution, sem er sama sem exelixis; en exeliktík er sama sem evolutionismus. Við- kvæði næstu kynslóðarinnar verður diexelixis, og heimspeki 20. aldar- innar og lengra fram, verður diexe- liktík. I hið mikla verk Spencers vantar tilfinnanlega jarðfræðina, en í mínu verki mun, að ekki litlu leyti verða bætt úr því. Verki Speneers eru takmörk sett af því sem hiim mikli spckingur kallar The Unknowable, l>að sem ckki verður fengin vitneskja um, svæði trúarbragðanna. Mitt verk og þeirra,sem mér vilja verða samtaka, mun gera svo bjart yfir því svæði, að ekki verður unt að villast fram- ar. Tilgangur lífsins mun augljós verða, og cngum sem vit hefir, mun geta dulist, að hér er leiðin fram. Þessi vor mikli heimur á að full- komnast áfram takmarkalaust, þrátt fyrir tafir þær sem orðið hafa og enn mmiu verða af dysexilixis, samtakaleysinu, fjandskaparstefn- unni, greiudarskortiuum gagn- vart því hvað gott er og hvað ilt. VII. Aldrei hefir nokkur heimspeki verið eins þjóðleg og mín er, og engin þó eins alþjóðlcg. Mín keim- ing er svo þjóðleg, að það má skoða hana sem rökstuðningu þess að norræna tungu, það er að segja tungu vor íslendipga, verði að end- urreisa á Norðurlöudum. Og húu er svo alþjóðleg, að í henni verður fyrst mannfélagsfræðin sett full- komlega í samband við náttúru- vísindin, og sýnt hvernig viðleitnin til mannfélags er framhald af við- leitninni til frumufélags. Og mín kenning mun færa vísindunum þekkinguna á framsókn lífsins fram yfir mannsstigið. Enginn hefir á undan íslendingi, alveg laust við öll trúarbrögð, skilið framhald lífs- ins. Enginn hefir á undan íslend- ingi skilið, að það sem menn hafa lialdið, og' halda, líf í goðheimi og andaheimi, er lífið á öðrum hnött- um. Eg veit með fullkominni vissu að svo er, og mun sýna það með til- raunum, þegar eg fæ menn til að verða mér samtaka og haga til- raunum rétt. Enn þá er þessum hugsunum mínum að vísu tekið nokkuð líkt og sumum þeim liugs- unum, sem vísindi nútímans byggj- ast helzt á, var tekið fyrir 3—400 árum. En þó er þcss nú skamt að bíða, að þar fari að verða breyt- iug á. Þjóðræknir Islendingar ætftu að hugsa sig vel um, áður þeir sýna verki mínu annað eins tilræði og gert er með því að ímynda sér, að ekki sé neitt mark takandi á stað- hæfingum vísindamanns, sem er þó ekki óreyndari en eg er. Söim þjóðrækni er að ekki litlu leyti í því innifalin, að hafa vakandi auga á því hvar eitthvað diexeliktískt, eitthvað sem horfir til réttrar átt- ar, er að vaxa fram í þjóðfélagi, og vera þar að minsta kosti ekki á móti. Enginn má láta áhuga á að niðra einhverjum landa sínuin blinda sig svo, að hann spilli og tefji fyrir einhverju, sem þjóðinni horfir til góðs. En þó eru ekki all- fá dæmi þess í ýmsum löndum, að slíkt hefir komið fyrir. VIII. Mjög er það eftirtektarvert, hvernig fyrsta sjálfstæðisþingi ís- lendinga gefst kostur á, að reynast íslenzkum hugsunum og uppgötv- unum, sem horfa mjög til bóta fyr- ir þessa þjóð og allar, betur en jafn- vel vísindafélög hafa of oft viljað reynast nýjungum af því tagi. Það sem ræðir um er þetta, hvort manni sem vinnur að því verki sem .eg hcfi unnið að — eftir megni, held eg' mér sé óhætt að segja—á að vera hér viðvært, eða hvort honum er talið svo ofaukið í þessu þjóðfélagi að hann verður, þrátt fyrir nokk' uð fastan vilja á að vera íslend- ingur, að fara útlægur af landi burt. — Þá vil eg enn fremur leyfa mér að skora á Alþingi, að verða vel við máli Guðm. Bárðarsonar náttúru- fræðings, sem sækir um lítilshátt- ar styrk til að halda áfram rann- sóknum sínum. Guðmundur er vor eini skeljafræðingur, það er sumt í rannsókn landsins, sem ekki verður unnið í bráð,ef haun gerir það ekki, og það er stórvel gert af honuin, að vera slíkur vísindamaður, scm hann er orðinn, ]>arna norður við Hrútafjörð. Menn mega ekki segja að íslenzka þjóðin hafi ekki efni á að veita nokkrar þúsundir króna, eða tugi þúsunda, til að halda hér uppi andlegu lífi. Því þetta er mjög á hhin veginn. Það sem íslenzka þjóðin hefir ekki efni á, er að þeir menn þrífist hér síður en aðrir, og geti hér síður starfað, sem eru efui í skáld eða listamenn, Og sízt hefir þjóðin efni á því, að menn séu fá- tækari, minna inetnir, og að ýmsu bagaðri fyrir það, að þeir hafa mik- inu hug á að aukaþekkingu, hvort heldur er sem rannsóknarar meir, eða sem kennarar, eða rithöfundar. Að endiugu vil eg biðja suma þá, sem ritgerð þesi kemur fyrir apgu, að lesa nú ekki þannig,einsog stund- um vill koma fyrir um ínínar rit- gerðir, að þeir ímyndi sér að lokn- um lestri, að á blaðinu sé ýmislegt annað en það sem skrifað stendur. Vilji menn hafa fult gagn af rit- gerðum,verður að lesa þær oftar en einu sinni. 3.-8. Helgi Pjeturss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.