Morgunblaðið - 08.08.1919, Qupperneq 1
6. árgangur, 258. tölublað
Föstudag 8. ágúst 1919
Isatoldarprentsmlðja
Áhrifaæikill og spennandi
ástarsjónleiknr í 4 þittum eftir
Robert Heyo-anr.
Aðalhlutverkið leikur hin fræga
italska kvikœyndastjarna
Erna Morena.
Kapt. Trolle
látinn.
Símskeyti frá Kaupniannahöfn
hermir þá fregn, ,að C. Trolle höf-
uðsmaður sé látinn. Banamein hans
var h'jartaslag.
Kapt. Trolle 'hafði dvalið lengi
hér á landi. Fyrir nokkrum árum
lét hann af stöðu sinni í flotanum,
og settist að hér sem umboðsmað-
ur erlendra vátryggingafélaga.Rak
hann mikil viðskifti hér og ávami
sér almenna hylli. Síðari árin var
hann búsettur í Káupmannahöfn,
en kom* hingað oft í verzlunárer-
iudum.
Kai>t. Trolle var óvenju vinsæll
maður. Skemtinn ineð afbrigðum
og hrókur alls fagnaðar hvar sem
liann var. Hjálpsamul' var hai;n og
vinfastur. Hans niun verða saknað
J ^
af mörgum vinum hér á landi.
r
1
Utflutnings nefndin.
fí í k
1 gær birtist grein með þessari
fyrirsögn í dagblaðinu Vísi með
undirskrift hr. Thor E. Tulinius
stórkaupm^ í Kaupmannahöfn. Þar
sem ritstjóri Vísis lætur greininni
fylgja þau ummæli frá sjálfum sér,
að nefnd grein hafi ekki fengið
rúm í Morgunblaðinu, „hvað sem
því veldur“ — bætir hann við —
þá þykir mér rétt að skýra dálítið
nánar frá afskiftum mínum í þessu
máli.
Hr. Thor E. Tulinius kom á skrif-
stofu mína nokkrum klukkustund-
um áður en hann gekk á skipsfjöl
og bað mig að birta grein um út-
flutningsnefndina í blaðinu. Hafði
eg ekki áður átt tal við haun um
þetta, en greininá byrjar hann á
því að segja frá að Morgunblaðið
Hafi mælst til þess að hann léti
úlit sitt í ljós um störf útflutnings-
hefndarinnar.
Hr. Tulinius fékk það loforð, að
^einin skyldi birtast, en þó eigi
^r en útflutninsnefnd hefði verið
®eiuHn kostur á því að lesa hana
koma fram með þær athuga-
semdir, Stílll iltílllli þætti með þurfa.
Þettu álcit eg sjálfsagða kurteisis-
skyldu mina gagnvart opinberri
stofnnn, er „privat“-maður ræðst
á. Enda hafði lir. Tulihius ekkert
við það að athuga.
Grennna sendi eg nefndinni, og
þ. m. fékk eg' svar hennar og
"^hsar skýringar, sem gerðu það að
Vtírkum, að eg áleit réttast að
£l'eiuiu yrði ekki birt. Hr. Tuliuius
lll*u þó hafa búist við því, að það
^ erfitt að fá greinina birta, að
svo k°sti í Morgunblaðinu, því,
.. ®eiik hann vel frá því máli, áð-
eu
buÖ Iív UU kvatlcli ísland, að hann
Uluk'ja siun fyrir próförk
af greininni, er hann hafði fengið
stundu áður en „ísland* ‘ fór — því
greinin er til uppsett í fpafoldar-
prentsmiðju — og lagði fyrir liann
að koma greininni til ritstjóra Vís-
is, ef hún kæmi ekki 1 Morgun-
blaðinu á tilteknum degi.
Þetta er gangur málsins, og
hefði ritstjóri Vísis getað fullviss-
að sig um það, hefði hann fullnægt
þeirri sjálfsögðu kurteisisskyldu
að tala við útflutningsnefndina eða
mig um þetta mál áður en hann
flýtti sér að birta greinina.
V. F.
Frá bæjarstj.fundi
1 i gær.
Byggingamál.
Rætt var um hvort leyfa skyldi
Jakob Möller ritstjóra að bygg'ja
lítið timburhús. Taldi borgarstjóri
það varhugavert að leyfa slíkt, þar
eð það færi í bága við ákyæði
brunabótafélagsins. Talaði bæjar-
fulítrúi Bríet Bjarnhéðinsdóttir í
sambandi við þetta mál og taldi
byggingarnefnd ganga of langt í
því að leyfa timburhúsabyggingar
og viðbætur og ofanábyggingar úr
því eíni. Mundi það verða til þess
að fjöldi manna kæmi með sömu
beiðnir. Sveinn Björnssori kvað
það álit sérfróðra manna í þessum
efnum, að eigi mundi brunahætta
stafa af þessari byggingu, vegna
staðliátta o. fl. Var samþykt að
veita undanþáguna frá byggingar-
lögunum.
Álit rafmagnsnefndar.
í álitsskjali hennar kom fram,
að réttast væri að halda áfram með
nauðsynlegar rannsóknir til bygg-
ingar rafstöðvar hjá Elíiðaánum.
Urðu um það uokkrar umræður.
En þó samþykt að halda rannsókn-
unum áfram.
Byggingarfélag Reykjavíkur.
Hafði það snúið sér til bæjar-
stjórnar um fjárframlög til fyrir-
hugaðra húsabýgginga í bænum.
Var samþykt að veita 40,000 kr.
lán, með ýmsum þeim skilyrðum,
er tilgreind voru í skjali félagsins
og bæjarstjórnin ákvað.
Sendimenn á heilbrigðisfund
í Khöfn.
Hafði fyrst verið talað um að
veita úr bæjarsjóði 1200 krónur til
þess að senda heilbrigðisfulltrúa
bæjarins á fundinn. En svo kom sú
tillaga frá fjárhagsnefnd, að
hækka féð upp í 2400 kr. og senda
tvo og þá frekast borgarstjóra, og'
sú ástæða færð íyrir, að bæuuni
væri meiri sómi að senda bæði
borgarstjóra og heilbrigðisfulltrúa,
og af því gæti leitt enn meira gagn
fyrir bæinn sjálfan í heilbrigðis-
máluiri hans. — Bæjarfulltr. Bríet
Bjjarnhéðinsdlóttir hélt því fram,
að til þessarar farar ætti að velja
„faglærða menn“. Sagðist enga
trú liafa á að heilbrigðisfulltrúinn
núverandi mundi „reformera bæ-
inn — með allri virðingu fyrir hon-
mn“. Og sama álit hafði liún á
borgarstjóranum. — Ólafur Frið-
riksson vildi orða fjárveitinguna
þannig, að borgarstjóra væri veitt
þetta fé til þess að skemta sér,
af því hann hefði lítið að gera, og
Opinbert
uppboð
á skemdu saltkjöti
og hangikjöti
verður haldið á Hverflsr
götu 71 kl. 4 í dag.
svo gæti hann verið á heilbrigðis-
fundinum um leið. En þó var sam-
þykt að hækka féð úr 1200 upp í
2400 kr.
Breyting á niðurjöfnun.
Ólafur Friðriksson kom fram
með þá tillögu, að bæjarstjórnin
skoraði á þingið að breyta löggjöf
Reykjavíkur, þar sem sú niður-
jöfnunaraðferð, er nú væri, væri
orðin úrelt og óhafandi. Borgar-
stjóri taldi ófært að koma málinu
inn á þing í þessu formi. Rétta leið-
in væri að snúa sér til Þingmanna
Reykjavíkur. —Sveinn ‘Björnsson
rakti tilraunir þær, er áður hefðu
verið gerðar í þessu máli. Og sýndi
fram á, að vonlaust væri um fram-
ganga málsins, eins og þingið væri
nú skipað, því áhugaleysi á öllu,
sem snerti áhugamál Reykjavíkur,
væri augljóst í þinginu. — Var til-
Iagan samþykt.
-------0-------i
Sorglegt slys.
í gærdag snemma vildi til það
slys hér, að eimlest hafnarinnar
rann á lítið barn og varð því að
bana.
Um atvikin að þessum sorglega
atburði er það að segja, að eim-
lestin kom ofan úr hlíð með marga
hlaðna vagna. Rétt fyrir innan bte-
inn, þar sem járnbrautin liggur
niður á Hverfisgötuna, voru tvö
smábörn á sjálfri brautinni. Eim-
reiðin þeytti pípuna hvað eftir
annað, en börnin voru slíkir óvit-
ar, að þau höfðu enga hugmynd
um það áð þau þyrftu að forða sér.
Var þá reynt að stöðva lestina, en
það var hægra sagt en gert, því
bæði var halli þarna nokkur og svo
ýttu aftari vagnarnir á með þunga
sínum og rann öll lestin áfram.
Þegar maður sá, er vögnunum stýr-
ir, sá áð hverju fór, hljóp hann
út úr lestinni og gat þrifið annað
barnið og' bjargað því undan lest-
inni, en hitt varð undih Fór vagn-
hjólið yfir hálsinn á því og sneið
af höfuðið.
Barnið átti heima á Barónsstíg
12. Var það telpa, 3—4 ára göm-
ul, Guðrún Aðalheiður að naíni,
dóttir Elíasar Jóakimssonar tré-
smiðs.
Réttarhöld fóru fram þegar í
gær. Vitnaðist þar að báðir heml-
arnir — annar er á hreyfivagnin-
um en hinn á vagni í mlðri lest-
inni — liöfðu verið settir á lijólin
þegar það sást að börnin gegndu
ekki hljóðbendingurini. En vegna
hallaus á brautinni staðnæmdist
lestin eigi nógu fljótt, þrátt fyrir
hemlurnar. Þegar maðurinn á
hreyfivagninum sá livað verða
vildi, hljóp hann út úr vagninum,
fram fyrir lestina, og gat með
herkjum náð öðru barninu. Munaði
minstu að hann yrði undir þestinni
sjálfur.
Alþingi,
Nefodarálit
Eignar- og afnotaréttur fasteigna.
Um frumvarp Bjarna frá Vogi,
um takmarkanir á rétti til fast-
eignaráða á íslandi, sem birt hefir
verið hér í blaðinu fyrir nokkru, er
komið svo látandi álit frá allsherj-
arnefnd neðri deildar:
„Nefndiu hefir fallist á, að rétt
sé að setja ákvæði í lög um heim-
ild útlendra manna til að öðlast hér
réttindi yfir fasteignum, bæði eign-
arrétt og takmörkuð réttindi.
Eigí verður séð, að ákvæði frum-
varpsins muni á nokkurn hátt
brjóta í bága við samninga milli
fslands og ánnara ríkja. Um samn-
ingana milli íslands og Danmerk-
ur skal það sérstaklega tekið fram,
að ákvæði frv. geta ekki komið í
við ákvæði þeirra, með því að Döm
um og íslendingum er gert jafn-
hátt undir höfði, þar sem hvorir-
tveggja þurfa að vera hér búsettir.
Danir hafa jafnrétti við íslend-
inga, samkv. 6. gr. sambandslag-
anna, enWgi meiri rétt.
1 athugasemdum við frumvarp
stjóruarinnar 1901 er nokkuð út í
það íarið, hvort slík ákvæði, sem
hér greinir, muni á nokkurn hátt
brjóta í bága við þjóðarrétt eða
þjóðarsamninga, er Danir höfðu þá
gert, og hefir stjórnin réttilega
komist að þeirri niðurstöðu, að á-
kvæði frumvarpsins, sem að efni til
eru hin sömu sem þessa frv., komj
hvergi í bága við þjóðarrétt né
þ j óð arsamninga Dana, er þeir
höfðu þá gert, og líka áttu að ná
til íslands (Alþt. 1901 C. bls. 131).
Eins og tekið hefir verið fram,
er jafnrétti það, sem ákveðið ér í
6. gr. sambandslaganna, víðtæk-
ara en jafnréttisákvæði í nokkrum
þjóðarsamningi, er ísland. varðar.
Nú er áður sýnt, að ákvæði þessa
frumvarps fara ckki í bága við
sambandslögin, og því fara þau
ekki heldur í bága við almenn fyr-
irmæli þjóðaréttarins né heldur
milliríkjasamninga, sem ísland
varða.
Brcytingartillögur nefndariimar
á þingskjali 281 cru flestar gerða-r
í því skyni að kveða skýrar á um
ýms atriði, svo scm breytingartil-
lagan við 1. gr., þar sem rétt þykir
að kveða nánar á um heimild fé-
laga og stofnana en gert er í frum-
varpinu.
Nefudinni virðist alveg vauta á-
kvæði í frv. um það, hvernig fara
skuli um þá, er uú liafa eignast
réttindi yfir fasteign, en eigi full-
nægja skilyrðum laganna, og hefir
hún gert. uppástungu um slíkt á-
kvæði í brtt. 10. a. (10. gr.). Nefnd-
inni hefir þótt rétt að taka fram,
að írumvarpið næði ekki til þeirra,
er í brtt. 10 b. (11. gr.) segir. Að
öðru leyti verður gerð nánari grein
fyrir breytingartillögunum í um-
ræðum málsins.“
Breytingártillögur gerir nefndin
allmargar, og skulu þær taldar hér,
sem gerð er sérstaklega grein fyrir
í ncfndarálitinu. 1. gr. frv. vill
nefndin orða svo:
„Enginn má öðlast eignarrétt eða
notkunarrétt yfir fasteignum á
landi hér, hvort sem er fyrir
frjálsa afhending eða nauðungar-
ráðstöfun, hjónaband, erfðir eða
arfsal, nema þeim skilyrðum sé
fullnægt, seiri nú skal greina:
1. Ef einstakur maður er, þá skal
hann vera heimilisfastur hér á
landi.
2. Ef fleiri menn eru í félagi, og
ber hver fulla ábyrgð á skuld-
um félagsins, þá skulu þeir all-
ir vera heimilisfastir hér á landi.
3. Ef félag er, og bera sumir fulla,
en sumir takmarkaða ábyrgð á
skuldum félagsins,þá skulu þeir,
sem fulla ábyrgð bera, allir vera
, hér heimilisfastir, enda skal fé-
lagið hafa hér heimili og varn-
arþing og stjórnendur allir vera
hér heimilisfastir.
4. Ef félag er, þar sem enginn fé-
laga ber fulla ábyrg'ð á skuld-
um félagsins svo og stofnunin,
þá skal félagið eða stofnunin
,eiga hér heimilisfang og varnar-
þing og stjórnendur allir vera
hér heimilisfastir.
Nú eru skilyrði þau eigi fyrir
hendi, er í 1.—4. tölulið segir, og
er ráðuneytinu þá rétt að veita
leyfi, ef ástæða þykir til. Eigi þarf
leyfi til leigu á eða réttinda yfir
fasteign til 3 ára eða með uppsögn
með eigi lengri en y2 árs uppsagn-
arfresti.
Hvers konar réttur til afnota
fasteigna, þar með veiðiréttur,
námuréttur, réttur til að hagnýta
vatnorku og því( um líkt, er talinu
notkunarréttur í lögum þessum.“
Þessum greinum bætir nefndin
við:
„10. gr. Nú hefir einhver sá öðl
ast réttindi samkvæmt 1. gr. yfir
fasteign áður en lög þessi öðlast
gildi, er eigi fullnægir skilyrðum
þeirrar greinar, og skal honum þá
veittur 5 ára frestur frá 1. jan.
1920 til þess að koma málinu í lög-
legt horf með þeim hætti, er segir
í 4. gr. Ef málinu er eigi komið í
löglegt holf áður frestur sé liðinn,
fer eftir ákvæðum 5. gr.
„11. gr. Lög þessi taka eigi til:
1) umboðsmanna ríkisins, þótt bú-
settir séu erlendis, né til náms-
manna, sjúklinga eða annara, sem
líkt er ástatt fyrir. 2) annara
ríkja, sem kaupa hér á landi em-
bættisbústað handa umboðsmönn-
um sínum. 3) þegna annara ríkja,
að því leyti ,sem þau kynnu að
koma í bága við milliríkjasamn-
ingana. '
„12. gr. Lög þessi öðlast gildi 1.
jan. 1920.
„Fyrirsögn frumvarpsins verði:
Frumvarp til laga um eiguarrétt
og afnotarétt fasteigna."
Einar Arnórsson hefir framsögu.
Þingfundir i gær.
Efri deild.
Frumvarp til laga um breytingu
á sjúkrasamlagslögunum var vís-
að til 3. umræðu, eftir stuttar um-
ræður, og ákveðin var ein umræða
um þingsályktunartillögu um at-
vinnulöggjöf.
Neðri deild.
Mesti sandur af breytingatillög-
um við landsbankalagafrv. er
fram komið. Magnús Guðmundsson
hóf umræður og tóku ýmsir fleiri
til máls. Yarð að taka málið út af
dagskrá og fresta umræðum.
Frestað var umræðu um stofn-
un Landsbankasels í Stykkishólmi
og fjárhagsnefnd falið að íhuga til-
löguna.
Frv. um hæstaétt var tekið út af
dagskrá.
Breyting á lögum um forkaups-
rétt leiguliða, fór til landbúnaðar-
nefndar og 2. umræðu.
M NYJA BIO mh
Pétur hepni.
Ahrifamikill og efnisrikur sjón-
leikur í 5 þittum. Tekinn af
Nordisk Films Co.
Cario Wieth,
h:nn góðkunni og þekti leikari,
leikur aðalhlutverkið.
Frv. um konungsmötu fór nefnd-
arlaust til 2. umræðu.
Frv. um brúargerðir fór til sam-
göngumálanefndar og 2. umræðu
og sömu leið fór frv. um Hesteyr-
ar- og Ogursíma.
Þá var næst á dagskrá frv. um
breytingar á bannlögunum. Varð
að hafa nafnakall til þess að koma
því til 2. umræðu og allsherjar-
nefndar. Þessir þingmenn greiddu
atkv. með frv. til 2. umræðu:
Ól)afur Briem, Björn Kr., Einaf
Arnas., Hákon, Jón Magnússon,
Jörundur, Matthías, Pétrar Otte-
sen og Þórðarson, Sig. Sig., Stefán,
Sveinn, Þorleifur og Þorsteinn M.
Fjarstaddir voru Bjarni frá Vogi,
Pétur Jónsson og Sig. Stefánsson.
Hinir sögðu nei.
Tvær umræður voru ákveðnar
um loftskeytastöð í Grímsey en ein
um vegamál og eyðing refa.
Dagskrár í dag.
Kl. 1 miðdegis.
f efri deild:
1. Frv. um bæjarstjórn á Seyðis-
firði; 3. umr.
2. Frv. um löggilding verzlunar-
staðar í Hrísey; 2. umr.
3. Frv. um aðflutningsgjald af
salti; 2. umr.
4. Till. til þingsál. um atvinnu-
löggjöf o. fl.; fyrri umr. •
5. Frv. um gjald af innlendum
konfekt og brjóstsykri; 1. nmr.
6. Frv. um skoðun á síld; 1. umr.
í neðri deild:
1. Frv. um hæstarétt; 1. umr.
2. Frv. um breyting á löggjöf-
inni um skrásetning skipa; 3. umr.
3. Frv. um breyting á lögum um
notkun bifreiða; 3. umr.
4. Frv. um dýralækna; 3. umr.
5. Frv. um breyting á lögum um
vegi; 2. umr.
6. Frv. um bann gegn refarækt;
2. umr.
7. Till. um póstferðir á Vestur-
landi; ein umr.
B. Till.um loftskeytastöð í Gríms-
éy; fyrri umr.
9. Till. um vegamál; ein umr.
10. Till. um eyðing refa; ein umr.
| DAGBOK |
Veðrið í gær.
Reykjavík: SSA. kul, hiti 9,5 st.
ísafjörður: Logn, hiti 8,7 st.
Akureyri: S. kaldi, hiti 10,5 st.
Seyðisfjörður: Logn, hiti 12,7 st.
Grímsstaðir: S. kul, hiti 8,0 st.
Vestmannaeyjar: SV. andv.,h’iti 9,2 st.
Þórshöfn: VNV. andv., hiti 11,2 st.
I. O. O. F. 101889 — I.
Knattspymumennirnir dönsku og
margir íslenzkir fara til Þingvalla í
dag, ef ekki rignir eldi og brennisteir.i.
— Næsti kappleikur verður á sunnu-
daginn. Þá á að „bursta“ „Fram“.
Framhald 4 4.