Morgunblaðið - 08.08.1919, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
At4í..^t^..íÍ4í..^t4Í.Jitíí..2Í£.-ÍAt4í..íít4r..í;t£..^í>Í..^Í4Í..BÍ4.
MORGUNBLAÐIÐ
Ritstjóri: Vilh. Finsen.
Ritstjórn og afgreiðsla í Lækjargötn 2.
Sími 500. — Prentsmiðjusími 48.
Kemnr út alla daga yikunnar, að
mánudögum undanteknum.
Ritstjórnarskrifstofan opin:
Virka daga kl. 10—12.
Helgidaga kl. 1—3.
Afgreiðslan opin:
Virka daga kl. 8—5.
Helgidaga kl. 8—12.
Auglýsingum sé skilað annaðhvort
á afgreiðsluna eða í ísafoldarprent
smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu
þess blaðs, sem þær eiga að birtast í
Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá
að öllum jafnaði betri stað í blaðinu
(á lesmálssíðum) en þær sem síðar
koma. %
Auglýsingaverð: A fremstu síðu kr
1.60 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum
síðum kr. 0.80cm.
Verð blaðsins er 1 kr. á mánuði.
GunnapGunnarsson
Skáldskaparein/kenni hans.
t
Skáld okkar íslendinga, sem ort
(
hafa á dönsku, hafa öll meira og
minna sýnt' þess ljós merki hvert
þjóðerni þeirra er. Og Gunnar
Gunnarsson ekki sístt Danir hafa
einhversstaðar nefnt hann „hjem-
stavnsdigteren“. Þetta er alveg
rétt. Ekkert yrkiefni hans er tek-
ið úr erlendu þjóðlífi. 011 hera þau
blæ íslenzkra manna og íslenzkrar
náttúru. Hann lofar og lastar ekki
annað en ísland og íslendinga. Or-
Jagaþræðir þeirra persóna, seín
hann skapar, eru allir spunnir úr
íslenzku efni.
En þó eru yrkisefni hans um leið
almenn. Bálarlíf persónanna er
ekki bundið algerlega við íslenzkar
lyndiseinkunnir. Skáldskapur hans
er með öðrum orðum svo algildur
og sannur, að hann talar til fleiri
en íslendinga einna.
Allar eru höfuðpersónur hans
með einkennilegri skapgerð- Það
eru menn, sem trmnál og siðferðis-
hugsjónir skapa æfiferilinn. Per-
sónur, sem falla eða sigra eftir því,
hvernig sambandi þeirra við
stærstu spurningar tilverunnar er
varið. Máttur þess góða og illa,
synd og bætur, tilgaugur lífsins,
dauðinn, guð sjálfur — þessi efni
eru nftast höfuð-straumarnir í sál-
arlífi þeirra persóna, sem eru í bók-
um hans. ^
Það sem annað er einkennilegt í
skáldskap Gunnars Gunnarssonar,
er það, að þar er engínn boðskapur.
Engin fyrirheit um eitt eða annað.
Enginn siðalærdómur er þar pré-
dikaður eða trúarskoðanir kendar.
Engar sögur geta verið „tendens“-
lausari í raun og veru. Þar er eng-
. /
inn stefna borin fram á örmum
skáldskaparins. Mannlýsingarnar
eru honum alt. Sálarlíf persónanna
aðalviðfangsefnið. Lýsingar á því
hv.ernig stærstu og þyngstu atburð-
ir og áföll fara með þær sálir, sem
qtyuaðhvort' eru klofnar eða heilar
L0GREGLULIÐ
% V ;
B R bTA.
ig
f j&ék
■
■
Éillll
■ ■ ■ :
; i
: 'i-
MHÍ
i:
! :
Brezkum lögregluþjónum hefir lengi verið við br'ugðið fyrir það hvað þeir standa vel í stöðu sinni, hvað þeir eru vingjarnlegir og hjálpfúsir við alla, sem leita til
þeirra og livílíkir snillingar þeir eru í því að láta hlýða sér og halda uppi reglu á hinum fjölförnustu götum. — Þegar stríðið hófst gerðúst allmargir lögregluþjónar sjálf-
boðar og þótt fyrir það væri tekið síðar, vegna þess að þeir máttu eigi missast að heiman, kom það þo í ígóðar þarfir að hafa æfða lögreglumenn í hernum. Var þeim skipað
niður á krossvegu, þar sem umferð var mest — þar sem öllu ægði saman, fallbyssum, hestum, vögnum, bifreiðpm bifhjólum, riddaraliði hríðsk-otaliði 0. s. frv. og alt var á
þeysiferð. Þarna stóðu lögregluþjónarnir eins og sýnt er hér á myndinni — og stýrðu umferðinni þannig, að elíki yrði árekstur og að sem minstar tafir yrði, en' þeir þó
látnir ganga fyrir sem brýnast erindið áttu. Og að þessu starfi gengu þeir með sömu rósemi og jafnaðargeði eins og heima í borgunum. —- Nú eru víða verkföll og óspektir
í Englandi.Um síðustu mánaðarmót voru hundruð þúsund manna án atvinnu vegna kolaverkfallsins. Og ýmsar aðrar stéttir manna hafa verið að gera verkiöll. En það
verkfallið, er ískyggilegast er, mun þó verkfall lögregluþjóna, sem á að ná yfir alt Bretland og írland. 1 London lögðu lögregluþjónarniður vinnu 1. þ. m.
og samræmar. Og það er það, sem
gefur bókuin hans mest gildi. Þær
eru ekki orðnar til íyrir áhrif sér-
stakra tím|a eða sérstakra mála.
Þær haía að grundvelli þennan
eilífa sannleik: Skin og skugga
mannssálariniiar, í'rið herinar og
ofsa, ástríður og sjálfsafneitun. Þá
sjaldan að minst hefir veyið áj bæk-
ur Guunars hér, hefir mönnum þótt
þær of dapurlegar, mannslífin of
lítils virði í augum höfundarins, ó-
gæfan og harmar lífsins of mikið
dregnir fram. Lífið vieri ekki svpna
dapurt. Örlög manna ekki svona
hörmuleg eins og t. d. síra Sturlu.
Qg menn hafa kallað þetta bölsýni.
En menn hafa ekki gætt þess, að
þarna hefir engin lífsskoðun komið
fram frá höfundarins hendi. Að
eins lýsing á sálarlífi og ástandi
þess í hinum stærstu áföllum og
gagnvart þyngstu atburðum lífsins.
Skáldið er ekki að lýsa því í
,.Ströndinni“til dæmis,hver sé lífs-
skoðun hans. Heldur því hvernig
fer fyrir manni eins og síra Sturlu,
sem í upphafi er klofinn milli trúar
og efa, finst hann hafa bygt brú
yfir þes^a sprungu, og kastar sér í
blipdri trú til guðs, en verður svo
var við, þegar hann þarfnast trú-
arinnar mest, að hún hefir alt af
verið blind, og g«tur því ekki
bjargað honuin, þegar hann er verst
staddur.
Við^skulum athuga síra Sturlu
örlítið. ^
Maður finnur strax, að höfuð-
atriðin í sálarlífi hans eru barátta
milli guðstrúar og cfá. En trúiri
hefir sigrað í svip. Því finst honum
synd af sér að vantreysta guði með
iað, að konan hans lifi það af að
eiga barn, þó læknirinn hafi sagt
lað. Guði sé ekkert ómáttugt.
Þarna er hann komin á refilstigu.
í fyrsta lagi skapar liann sér
guð - eins og hann þarfnast hans
helzt. Óg í öðru lagi er trú hans
irðin þarna blind+fann krefst hins
ómögulega af guði. Hann krefst
þess að hann ónýti sín eigin verk.
Hann er komin út fyrir takmörk
allrar trúar.
Og svo fer óhamingjan að sverfa
að honum í ýmsum myndum. Og
hver nýr óháppa-atburður er
spurning um tilveru guðs og tilgang
lífsins. En hann heldur enn dauða-
haldi í trúna. Þaggar efann. En guð
tekur að breytast í augum hans.
Hann hættir að vera miskunsem-
innar guð, góður og mildur. Nú er
hann orðinn hegnandi guð, sem
lætur sorgir og ógæfu dynja á
manni fyrir drýgðar syndir. Hann
breytir honum alt af til þess að
geta trúað á hann, breytir honum
í samræmi við lífið. Og hann heldur
áfram að þjóna honum í auðmýkt
og undirgefni. Því án guðs má
hann ekki og getur hann ekki v...-ið
Og loks kemur síðasta áfallið,
dauði Blíðar. Sá atburður tekur um
hjarta hans sárast- og mest. Það
kemur honum til þess að gera upp-
reisn móti þcssum guði, sem ha.nn
hefir skapað sér. Þá sést, að trúin
hafði aldrei verið nein rótgrqin,
þjargf-öst hjálparhella. Efinn hafði
alt af legið í leyni og grafið undan
bjarginu. Svo þegar mest reynir á
trúna, þá hrynur alt. En það er,
ekki einungis að trú hans hrynji.
Hann klofnar sjálfur til fulls.
Hrun þess, sem hann hafði bygt líf
sitt á, hefir í fÖr með sér hrun hans
sjálfs. Hann sturla«t. Og formæling
hans ])á nær að eins Þl þess guðs,
sem hann hafði búið sér til sjálfur
til þess að geta hrundið efanum.
Og formælingin sjálf verður ekki
annað en þetta: búðu þér aldrei til
falska guði.
Það eru þessar persónur,, þessir
klofriu menn, sem Gunnar Gunnars-
son hefir yndi af að.lýsa- Þannig er
t. d. Ormarr Örlygsson, Örlygur í
„Den unge Örn>^ Úlfur í „Varg í
véum“. En enginn er eins skýr og
meistaralega dreginn og prestur-
inn. Og enginn gerir jafnmikið tii
að græða þessa sprungu saman í
sálarlífinu eins Og hann, þó það
verði honum að falli.
En svo er það önnur tegrind
nianna, er hann lýsir svo að segja
jöfnurn höndum. Þó eru þeir færri
og minrii persónur. Það eru þeir,
sem búnir eru að fá samræmi á öll
andleg öfl sín, eru búnir að sam-
stilla alla strengi sálarinnar og lifa
glaðir og sterkir 'í þessu samræmi.
Sumir þeirra hafa frá byrjun verið
þannig. Aðrir aftur, sem einhverja
sprungu hafa haft; en sú sprunga
er þá runnin saman og gróin upp.
Greinilegastur þeirra og sam-
ræmastur er síra Ljótur í „Varg í
Véum“. Haipi verður fyrir þungri
hjúskaparsorg. Sonur hans er hori-
um stöðugt harmsefni. Þó er hann
alt af jafn ósnortinn af lífsbeipkju
og kulda. Sál hans er alt af jafn
samræm heild. Honum tekst alt af
að gera bæði sér og öðrum þyngstu
atburðina að einhverskonar gæðum.
Hann brýtur alt af sárasta oddinn
af spjótum ógæfunnar i'neð ró sinni,
kærleiksdýpt og fyrirgefningar-
mætti. Og haiin stráir Jiessari ró
sinni yflr æst og bylgjótt haf ann-
ara sálna eins og friðandi sólar-
geislum.
Sama er að segja um Gest ein-
eygða. E11 sá er munurinn á honum
að haiin hefir orði'ð að afla sér þessa
samræmis í eldraunum harmanna.
En þegar hann rís upp úr Jieim
lógum, ])á er liaim orðinn nýr mað-
ur. Skap hans er orðið djúpt og
hljótt eíris og fossalaust vatnsfall.
%
Þar eru engar skyndilegar ástríð-
ur, óskir eða ]irár. Þar felskir eng-
inn strengur hljóm hinna. Og svo
dásamlega er þeirri sál lýst, og
einkennum hennar, að þrátt fyrir
glæpamannseðli herinar og illgerðir
á meðan hún bjó í síra Katli, þá
verður hún maimi í Gesti eineygða
ímynd þess bezta og göfgasta í
manneðlinu. Og ef nokkurstaðar
væri að leita að lífsskoðun höf.
sjálfs, þá mundi það helzt vera í
orðum og hugsunum Gests.
Þessi höfuðeinkenni eru skýrust
í persónulýsingum Gunnars Gunn
arssonar. Hann lítur svo. á, að líf-
ið sé barátta milli samræmis og ó-
samræmis, milli kraftá, sem gera
það friðsamt og hamingjusamt og
iþiima, sem gera það órótt og í-
skyggilegt. Báðir þessir kraftar
koma fram L skáldskap hans. En
hann skrifar ekki til, að leysa
úr vandasömum spurriingum. Hann
gefur sjaldan svör. Hann lætur sér
nægja að fylgja persópum sínum
og gæta að hvernig þær spinna
örlögsíma sinn. Og hann sér, að
einni er gefinn friður og samræmi,
annari sífeld óró og leitandi löngun
í sál sína. Hann sér að þær berjast
og verða að falla eða sigra eftir
því, hvernig þær reu búriar í barátt-
una. Hann dæmir þær ekki, fellir
engan úrslitadóm yfir atferli þeirra
Maður veit oft Og einatt ekki
hverja persónuna honum þykir
vænst um. ■ En maður finnur gleði
hans yfir þessum brotnandi bylgju-
föllum mannlíísins, yfir ])essum
eilífu hjaðning'avígum1 hins góða
og illa í maririinum.
Jón Björnsson.
* *
4000 kr. laun.
gæ+hittý kunningi minn mig,
sem eg' hefi ekki séð lengi og spyr
mig meðal annary, hvernig mér líði
nú, hvað heimilisástæður snerti. Eg
,skýrði honumítarlega frá öllu, því
hann er að hugsa um að flytja sig
hingað til bæjarins, en hann vildi
eklri trúa, mér að 4000 krónur á
ári hrykkju ekki til og Vel það til
meðal heimilis hér í Reykjavík.
Hann hefir jafn margt fólk og
eg en verður efalaust að borga
hærri húsaleigu fái hann inni. —■
Þegar eg nú legg minn reikriing
fyrir almenning, þá verða máské
einhverjir, sem skýra málið frekar
fyrir lcunningja mínum, svo hann
skilji það vel.
‘Heimilisfólkiö er:" eg, konan, 2
stálpaðir drengir, 1 telpa'5 ára og
vinnukona.
4000 kr. á ári eru 333.33 kr- á
mánuði.
Pyrir 3 herbergi og éldhús
borga eg .. ............. 90.00
Brauðreikningur minri að
jafnaði............... .. 55.00
Úttekt inín í búð ásamt olíu 135.00
Miðdegisverður (mest fiskur
þegar hann fæst.......... 45.00
Mjólk............... .4 .. 20.00
Kapp þjónustustúlku á mán. 30.00
Til ýmislegs á fteimilinu
peningar................. 30.00
Ofan á brauð, ostur kjötmeti
eða lax.................. 12.00
Alls 417.00
\
Mátti brúka á mánuði 333.33
Brúkað fram yfir tekjur 83.67
Nú á eg eftir að sjá mér og mín-
•urn fyrir fötum, skófatnaði, til-
breyting'u á miðdeg'isverði á liátíð-
urn og tillidögum, kolum, mó og
ljósmeti og kaúpið er svo hátt að
mönnum virðist að á skemtanir
verði eg einhverntíma að koma með
fólkið mitt.
Eg veit, að kr 83.67x12. = kr.
1004.04, sem eg liefi á árinu brúkað
frairi yfir laun mín er að eins fyrir
það allra nauðsynlegasta.
Skyldi ekki vera óhætt að reikna
100 kr. á hvern meðlim fjölskyld-
unnar á ári í föt og' skófatnað og
við erum 5 == kr. 500, jól, páska
og annað líkt því, rim 200'kr. =
700+1004.04 það verða 17—1800
kr. halli á ári og lifa þó eins og
hundur og að grynka á skulduU1
ómögulegt, og enn hækkar alt til
lífsins viðurhalds.
Skilur kunningi minn nú, g6ú
hann það ekki þá er að reyna bú'
skap hér.
Einn með 4000 kr. kaup á ári>