Morgunblaðið - 13.08.1919, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1919, Blaðsíða 3
morgunblaðíð ferlins (strandfetðaskip landssjóðs) fer héðan i hringferð vestur og norður um land mánudag 18. ágúst kl. 10 árd. Tekið verður á móti vörum þaanig; cMíévifíuóag 1Z. águsf: T1 Djúpivog', FáskiilðTjarða'-, Rejfarfjaiðar, Seyðisíjarðar Vopnafjarðar, Bakkifjarðar og Húsavíkur. fJimfuéag 14 ágúsf: Til Akureyrar, S:glufjaiðar, Sauðá;króks, Skigast andar, B öndu- ós?, Hvamm tinga, Borðeyrar, Hólmavikur og Norðmfjarðar. cŒösfuéacj 15, ágúsf: Til l afjarðar, Dýrafjarðar, Bildudals, Stykk'sbólms og Sands. Tiikyaniugir iim vörur óskast sendar afgreiðslunni sem fyrst. H f. Eimskipafél. Islands. setti upp fyrstu raflýsingarstöðina á landinu, nfl. í Hafnarfriði, rétt við höfuðstað landsins, og bændnr voru það, annar í Suður-Skaftafells sýslu, hinir þer Eiríkssynir í Suður- Múlasýslu, sem urðu fyrstir til að koma upp rafhitun jafnt og raf- lýsingu til sveita. Að stjórn Dana hafi og hindrað Islendinga í þessu nær engri átt. Þvert á móti var einn merkur danskur stjórnfræðingur manna hlyntastur því, að Alþingi tæki mál það til meðferðar, sem eg flutti hér á fslandi fyrir næstum 25 árum síðan. Hafi stjórnar ríg- ur eða stjórnmála menn verið þar í vegi, þá eru það íslenzkir stjórn- málamenn og stéttametnaður. Að fátækt eða féleysi hafi verið helzta torfæran eða þröskuldurinn fýrir rafurmagnsiðju hér á landi er jafn f jarri sanni. Alþýða, þing og' stjórn hafa eitt árlega á seinni árum næst- um tug miljón króna á ári, til ýmis- legs, sem er ekki beinlínis nauðsyn- legt til lífviðurhalds né verulega arðsamt. Hagskýrslurnar um síð- ustu 20—25 ár sýna, að þjóðin hefir eytt á þeim tíma með útsöluverði alt að 100 miljónum króna en fyrir minna en þá upphæð hefði mátt setja upp rafmagnsstöðvar með öll- um tækjum til að hita og lýsa hvert einasta kauptún og hvert einasta íbúðarhús og sveitabæ á landinu. — Og enn heldur þeirri fjáreyðslu á- fram. Haldi henni mikið lengur á- fram, svo missir þjóðin meira held- ur en það að koma upp rafmagns- stöðvum og nota orkulindir lands- ins. Hún missir álit sitt, eignir, heilsu og frelsi, — alt, eins og Þjóð- verjar og Austurríkismenn hafa mist frelsi sitt og álit. (Framliald). Knattspyrnan. Nú höfum við feiigið tækifæri til að sjá dönsku knattleikarana úr „A. 13.“ keppa við öll okkar knatt- spyrnufélög, og úrslitin orðið nokkurn veginn þau, sem menn liöfðu búist við, þó ekki eins ójafn leikur og margur hafði gert ráð fyrir, en það stafar ckki af því, að „löndunum“ hafi verið van- treyst um of, heldur af hinu, að hér er ekki að verki allur „úrvals“- flokkur A. B., eins og upphaflega stóð til.'Og þó þetta séu alt ágætir knattspyrnumenn, þá fáum við þó ekki fyllilega réttan mælikvarða fyrir því, hvað „landinn* ‘ er á borð við beztu knattleikara. — Eg hefi Þózt veita því eftirtekt, að ýmsir af okkar mönnum eru, mér liggr við að VEGGFODDR fjölbreyttasta úrval á landinu, er 1 Kolasundi hjí Daníel Halldórssyni. segja jafn snjallir sumum af þeim dönsku, sem einstaklingar, hvað skerpu, úthald og leikni snertir. En það fasta, ákveðna heildar-sam- spil brestur. ■ Eg sé í Morgunblaðinu að menn eru óánægðir yfir því, að hr. Sam. Thorst. keppir með A. B. á móti „úrvalsliðinu“. Þetta virðist mér hinn mesti skilningur. S. Th. er auðvitað íslendingur, en haun hefi- ir numið og iðkað knattleik í A. B. og er sendur af þeim. Því eðlilegt og sjálfsagt að hann fylli þeirra flokk. Okltar ísl. knattspyrnu- mönnum væri enginn heiður að þeim mörkum, er hann gerði á móti sínu félagi. Enda hafa ísl. knatt- spyrnumenn aldrei gert sér von um, hvorki að sigra né njóta að- stoðar S. Th. að þessu sinni. Held- ur að eins að læra af honum og öðrum. Aftur á móti er það álita- mál, livort það var viðeigandi, að S. Th. barðist á móti „Fram“, sem hann er félagi í. En að A. B. létu hann gera það, virðist mér dálítil traustsyfirlýsing til landanna. — Eg hefi liorft á þessa kappleika með mestu ánægju, því mér virð- ist „landinu“ strax dálítið farinn að sníða sig eftir A. B. Halda sig betur á sínum stað o. s. frv. En þó er eitt, sem eg vona að þeir taki ekki eftir,- það eru þessi „köll‘ ‘ keppendanna. Þau finst mér óþol- andi. T. d.: „Aaby ! Til hægri! Til vinstri!“ o. s. frv. Það má vel vera að það sé siður, að einn eða annar aðvari þannig, eða skipi fyrir í leiknum. En að ,,gala“ svo hátt, að 2000 áhorfendur séu áheyrendur, er óviðkunnan- legt í meira lagi. Hugsum okkur t d. í ísl. glímu, að bændurnir hrópuðu á víxl: Nú hælkrók! Klof- hragð o. s. frv. Það væri félegt. íþróttamaðurinn á kjálfur að liafa það á tilfinningunni, hvað hann á að gera í ]iað og það skiftið. Það er íþróttagildið, að gera manninn fljótan að hugsa og snarráðan. Annars er þetta heimboð stórt stig fram á við í ísl, íþróttalífi og knattleikararnir hinir beztu gest- ir, sem mikið er af að læra. Því þótt þeim verði sitthvað á í kapp- inu eins og landanum, þá stefnir alt að markinu. Og þeir gleyma því aldrei, að þeir eru ekki 11 ein- staklingar, heldur áð eins 1 flokk- ur. M. I heimsókn til Noregs Myndin hér að ofan sýnir Louisu ekkjudrotningu í Danmörku koma út úr járnbrautarstöðinni í Krist- janíu. Við hlið hennar gengur son- ur hennar, Hákon Noregskonung- ur, sem hún var áð heimsækja. Kristjaníubúar tóku mjög vel á móti konungsmóðurintii, og var mik ið um dýrðir í borginni meðan hún dvaldi þar. Maðurinn sem fann upp frystiaðferðina. Það var maður, sem heimurinn veit lítið um, sem frelsaði Frakk- land. Maður, sem varla er þektur á Englandi, frelsaði brezka ríkið. Chicago á mikið af framförum sínum að ]iakka manni, sem fæstir hér vita hvað hét. Ef það hefði ekki verið fyrir frystiútbúnaðinn, þá hefðu Bretar orðið uppiskroppa með mat þegar snemma á stríðstímanum. Og ef frystiaðferðin hefði ekki verið þekt, þá hefði heldur ekki verið unt að hafa nægar vistir handa hernum á Frakklandi. Fólk í borg á stærð við Lun- dúnaborg væri ómögulegt að fæða ef frystiaðferðin væri ekki þekt. Það var fyrir hana, að Bretar gátu safnað að sér öllum þessum ógrynnum af mat frá Canada, Ástralíu og Argentínu, og það sama gerðu Frakkar. Aldrei hefir frystiaðferðin komið sér betur eða verið meira virði heldur en hún var heiminum í þessu stríði. En samt hefir manns þess, sem fann upp frystiaðferðina, ekki ver- ið minst, sem þó hefði vel mátt, því hann er einn af mestu vel- gjörðamönnum heimsins. Maðurinn, sem fann upp frysti- aðferðina, hét Charles Tillier, fæddur á Frakklandi og bjó þar alla sína æfi. Hann var lágur mað- ur vexti, þýður í viðmóti og með öllu yfirlætislaus. Fáskiftinn var hann um liagi annara, en hugsaði því meira sjálfur. í tilttugu á!r vann hann að þessari upfynding sinni í frístundum þeim, sem hann átti frá því að vinna sér fyrir dag- legu brauði. Loksins var hann búinn að út- búa ílátið, sem hann hélt að gæti dugað til þess að sanna hugmynd sína. Fór hann þá til auðugs manns í París, til þess að reyna að fá hann til að reyna þetta í smáum stíl. Maður þessi varð vel við. Plann sendi ílát þetta til Argentínu, lét raða niður í það nýju kjöti, svo var lofti dælt úr því og því lokað. Með þannig löguðum útbúnaði lét hann hlaða lítið seglskip með nýju kjöti. Skip þetta lagði út frá Argen- tínu og hrepti afskapleg veður í hafi og lá til drifs svo vikum skifti. Svo kom það í lognmóðu við mið- jarðarlínuna, og þegar loksips að það kom til París, hafði það verið 100 daga í hafi. Eigandi skipsins og uppfynding- armaðurinn biðu óþreyjufullir eft- ir að fá að vita hvernig farmur- inn liti út, svo einn kassinn eða eitt ílátið var opnað tafarlaust, og var kjötið ]>á í eins góðu ásigkomulagi og þegar það var látið ofan í ílátin. Þess tilraun breytti allri kjöt- verzlun í heiminum, og ekki ein- ungis kjötverzhuiinni, heldur og TCrzluu með allar vörur, sem undir skemdum liggja um hitatíma árs- ins, eins og egg, fiskur, ávextir og allar teguudir garðávaxta. Þessi uppfynding, um leið og hún gerði vistaforða heimsins betri og aðgengilegri, þá jók hún hann ó- segjanlega mikið. Eftir að þessi reynsla var feng- in, voru frystihús bygð á Frakk- landi og í Ameríku og víðar. Uppfyndingamaðurinn naut ekki ávaxtanna. Charles Tillier naut samt ekki á- vaxtanna af starfi sínu, því þeir menn, sem liann leitaði til með að- stoð til þess að koma þessu í fram- kvæmd, sölsuðu uppfyndingu hans undir sig fyrir sama sem ekki neitt. En Tillier lét það ekki á sig fá. Hann sneri heim til sín í litla timburhúsið, þar sem hann hafði vinnustofu sína og þar hugsaði hann og vann ósleitilega öðrum til uppbyggingar og blessunar, þrátt fyrir það þótt aðrir sölsuðu undir sig ávextina af iðju hans. Mr. Tillier var sjálfur hreinn og 8 beimi í öllum viðskiftum og gat því aldrei áttað sig á því að aðrir færu með undirferli. Fyrir hér um bil 5 til 6 árum síðan vakti einhver máls á því að hundrað ár væru liðin f'rá því að fyrsta skipið, sem frosið kjöt hefði verið flutt með, hefði komið til Parísar. Stjórnin í Frakklandi tók málið að sér og bauð Charles Tillier að koma til Parísarborgar. Mr. Tillier, sem þá var orðiim f jörgamall, þá boðið og þegar hann kom til Tuileries, voru þar flest stórmenni Parísarborgar saman komin til þess að heiðra hann. For- setinn, stjórnarformaðurinn,stjórn- arráðið, ásamt þingmönnunum, komu til þess að heiðra gamla maimiim. Borgin sjálf var svo fag- urlega lýst í heiðursskyni við hann, að þar bar hvergi skugga á. Ræðugarparnir hældu honum á hvert reipi og skáldin orktu um hann lofkvæði, Forsetinn sæmdi hann Legion of Honor krossinum, og hvarvetna var honurn fagnað sem hinum á- gætasta syni Frakklands. ■ Dó úr hungri. Og þegar veizluhaldinu og há- tíðinni var lokið, var fylking úr riddaraliðinu látin fylgja Tillier heim, til þess að gera heiður haiis sem veglegastan. En nokkrum mánuðum seinna dó hann — dó úr hungri. Maður- inn, sem hafði aukið vistaforða heimsins meira en nokkrir miljóna- menn, sem síðan liafa lifað, dó sjálfur úr hungri. Og það var ekki fyrri heldur en ið hann var dáinn að menn vissu að hann var svo bláfátækur, að hann átti ekki eyrir til þess að kaupa sér brauð fyrir. Og á meðan hann var í París og viðhöfnin lion- iim til dýrðar stóð yfir, þá átti hann ekki einn einasta eyri til í eigu sinni og varð að svelta þar á milli veizluhaldanna. Sumir miklir menn eru mjög einkennilegir. Charles Tillier var einn þeirra. Gengur það ekki gjörningum næst, að maðurinu, sem gerði mögu- legt að fæða fólkið í heiminum á alvarlegustu t'mahilum, skyldi ijálfur þurfa að verða hungur- tnorða? Og að heimurinn virðist vera búinn að gleyma honum og þakklætisskuld þerri, sem hann stendur í við fátæka mikilmennið. „Lögberg“. Lcaið MORGUNBLAÐIÐ. El ill llífli. Eftir Baronessu Orczy. —o— * Það voru aðalsbornir smiðir, veit- iiigameim og hárskerar. Frægustu ætt- irnar í Frakklandi földu sig bak við verzlunarmerkin í London og Ham- borg. Aðalsmennirnir voru að verða færri og færri. Svo nú var röðin komin að meðlimum þjóðsamkundunnar, ritliöf- undum, vísindamönnum og listamömi- uin, ínönnum, sem liöí’ðu fyrir ári síðan komið ýmsum undir fallcxina, og tul- að máli ósl jórnar og. uppivöðslu. -— Klukkan 6 síðari hluta dagsins gekk uug stúlka fyrir götuhornið á Rue Evale de Medecine, og leit fljótlega í kring um sig. Hún gekk niður götuna hægt og liikandi. Fjöldi manna var þar Skapaastar konur stóðu í hópum fvrir fratnan hverjar dyr. Menn voru nýlega koinnir frá hinum daglega sjónleik hjá follexinni. KarlmennirnÍT liöfðu stað- ttæmst í knæpunum og rekið konurnar þaðan. Á eftir vissu þær að röðin kæmi þeim. Ln á meðau urðu þær að gera sig ánægðar með að þvaðra hver við aðra og hæða fólk, sem gekk fram hjá. Ungn stúlkan tók ekki eftir þeim st'rax. Ilún gekk rólega og bar liöfuðið hátt og stikaði varlega á stein af steini til. þess að verja fallegu skóna sína blettum.. Ilún var kltedd í gráan, látlausan kjól. Barðastór hattur með lafandi böndum skygði yfir andlitið svo undur frítt að annað eins var hvergi að sjá. En það hefði verið enn fegurra, ef drættir þess hefðu ekki verið svo fast- ir og ákveðnir og gert það eldra út- lits. Þríliti borðinn var brugðin um mitti hennar. Annars hefði hún ekki kom- ist óáreitt leiðar sinnar. En lýðveldis- 1 it irnir' voru vopu hennar. Með þá um mitti sitt gat hún farið óhindruð. Eu svo var sem lienni kæmi skyndi- lega einkennileg hugsun í hug. Það var rétt fyrir utan stóra traustlega húsið hans Dérouléde. Hún hafði ekkert tek- ið eftir konunum sem hún fór framhjá. Þegar þær höfðu varuað lienni að ganga gangstéttiná, fór hún hiklaust út á miðja götuna. Það, var ^kynsamlegt og gætilega farið af herini. En nú reisti hún skyndi- lega höfuðið þrádlega. — Viljið þér gera svo vel og tsfja ekki för mína, —sagði hún um leið og ein þessara „skjaldmeyja* 1 ‘ staðnæmd- ist fyrir framan hana, stakk höadun- um í mjáðmirnar og horfði hæðnislega á kniplingalagt pilsið, sem gægðist undan gráa kjólnum.- — Lofum henui að f'ara! Lofum hcnni að fara! — hrópaði hún til liinna og blótaði. — Vitið þið, borgarkonur, að þessi gata var sérstaklega bygð til þcss að aðalsmennirnir gætu gí.. ;'ö hana? — — Eg þarf að flýta mér. Viljið þið lofa mér að komast áfram það fyrsta 1 spurði unga stúlkan og stappaði af ó- þolinmæði í götuna. Hún hafði auða alla götuna til hægri. Það virtist mesta heimska að efna þarna til óvináttu, hún var ein á móti öllum þessum skara æpandi, ofsafullra kvenna, sem nýkoiriin var frá hinum liræðilega sjónleik lijá fallcxinni. Og þó var eins o'g hún gerði þuð ní' ásettu ráði, eins og þolinmæði hennar væri þrotin og aðalslund hennar risi upp á móti þessum -daunilla fjölda í kring um hana. Olvaðir menn og skörnug,nakin börn þyrptust alstaðar frá. — Quello aristo! — hrópuðu þeir með hæðnislegrí undrun og gláptu for- viða á hana. Þeir hrifsuðu í kjól henn- ar og ráku hatursfult, skitið trýnið al- veg framan í hana. Einhver innri hvöt ‘kom henui lil að hörfa nokkúr fet að húsinu, sem var til viustri haudar. Útidyrnar voru úr eik, og liékk ljós- ker niður úr þakbrúninni. Nokkur þrep lágu upp að dyrunum. Stúlkim hafði liopað upp á þessar tröppur. Tíguleg og full af mótþróa stóð hún yfir æpandi skrýlnum, sem húu hafði sjálf reitt til reiði. — Þessi kjóll mundi fara þér ágæt- lega Margat mín, — skaut ungur mað- ur fram. Hann var með rauða húfu og liékk hún í druslum um illmannlegt, andstyggilegt höfuð hans. — Og þessir kniplingar gætu verið ágætt band um háls hennar, þegar Sam- sön böðull lyftir höfði hennar upp til þess við fáum að sjá það, — hélt annar I áfram og lyfti um leið með óhreinum fingrum kjól kennar upp svo knip- lingarnir sáust. Fossftvll af blótsyrðum og hæðnis-. hlátrum streymdi gegn um múginn á ei'tir þessum orðum. — Það er hættulegt að fela knip- linga á þennan hátR — sagði kona ein. — Geturðu skilið það, skrautróan þín, að eg er með bera fæturna í skónum? — Og grút-skítuga, það þori eg að veðja um, — bætti einn hlæjandi við. — Því sápan er dýr í París nú á tím- um. — Hitinn og vínið eggjaði þessa frönsku menn til ofbeldisverka. Hatrið logaði úr sérhverju augu. Hættan vofði yfir. Uugu súlkuuui var þuð ljóst. En þó stóð hún enn jafn eggjaudi og djarf- leg og færði sig smátt og smátt upp eftir tröppunum. — Fjandiim hafi alt skrautið! — hrópaði gömul, skinkoruð kerlingar- norn illilegn. Hún greip í herðasjal stúlkunnar og svifti því af henni með tryllingslegum sigur hlátri. Þetta ofbeldisverk varð til þess að allir sleptu sér. Hvítur hálsinn, mjúkt hörundið, fagurvaxnar axlir og brjóst stúlkunnar kyntu haturseldinn hjá þessum vesælu manneskjum, sem hungur og óhreinleiki hafði gert að dýrum. Það var cins og þeir væru að leita að sem sárustum orðum til þess að stynga með þessi smáu aðals-eyru. Unga stúlkan þrýsti sér vipp að dyr- unum og liélt hönduuum fyrir eyruri til þess að lieyra ekki bölbæuirnar. Hún vár ekki hrædd, hún undraðist að eins þennan villidýrsofsa sem hún hafði sjálf vakið. En alt í einu sló ein konan hana í andlitið með knýttum, skitnum hnef- anum. Háværum aðdáunar-ópum laust upp yfir þessu verki. Nú leit út fyrir að unga stúlkan misti stillinguna. — A mai, — hrópaði hún hátt og barði með báðum höndum á sterka hurðinu. — Morð! Morð! Dcrouléde!— Hræðslu henuur jók cmi meiru í'ögu- uð skrílsins, Hann var nú æstur til alls. Eftir stutta stund hefðu þessi villidýr þrifið hjálparlausa stúlkuna úr hæli hennar, dregið hana uiður í ikarnið til þess að fullnægja hatri sínu ef henni hefði ekki komið lijúlp. 'Hún var rétt að falla í öngvit,, van- megna af geðshræringu. En rétt í því að margar ræningja- hendur ætluðu að hrifsa í hana, voru dyrnar að baki liennar opnaðar. Hún fann að hún var gripin og dregin inn fyrir dyrnar. Hún sá ekki björgunarmann sinn, því hálfrökkur var í anddyrinu. En við hana var sagt með skipandi röddu: —Upp stigann, herbergið beint á móti, móðir mín er þar. Flýtið yðar! llún hafði l'allið á kné og reyndi nú til að sjá þenna marin, sem húu átti lífið að luuna. Haun stóð upp við dyrastafinn og hélt um handgripið. — Hvað ætlið þér að gjöra? — tautaði hún. — Koma í veg fyrir að menn brjót- ist inn í hús mitt og dragi yður út. Gerið þér þessvegna það sem eg segji yður, — sagði hann rólega. Hún hlýddi honum viljalaust og stóð upp og byrjaði að fara upp stigann. Hún skalf frá hvirfli til ilja af þess- um hræðilega atburði. Hún dirfðist ekki að líta til baka á lífgjafa siuu. Húu gekk urðurlút. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.