Morgunblaðið - 21.08.1919, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Húseisn ■ sölu
cVuseignin Tfjorvaldsensstræfi
nr. 4, er M selu nú eia siiar,
Lysthafemlur snúl sér til
TH. THOSTRUP, Skálholti.
Sími 429.
MORGUNBLAÐIÐ
Ritstjóri: Vilh. Finsen.
Ritstjórn og sfgreiðsla í Lækjargötu 2.
_ Sími 500. — Prentsmiðjusími 48.
Kemur út alla daga vikunnar, að
mánudögum undanteknum.
Ritstjórnarskrifstofan opin:
Virka daga kl. 10—12.
Helgidaga kl. 1—3.
Afgreiðslan opin:
Virka daga kl. 8—5.
Helgidaga kl. 8—12.
Auglýsingum sé skilað annaðhvort
é afgreiðsluna eða í ísafoldarprent-
smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu
þess blaðs, sem þær eiga að birtast í.
Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá
að öllum jafnaði betri stað í blaðinu
(é lesmálssíðum) en þær sem síðar
koma.
Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kr.
1.60 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum
siðum kr. 0.80cm.
Verð blaðsins er 1 kr. é mánuði.
Stjórnarskráin
Aívarlegasta og mesta vanda-
verkið, sém þetta þing hefir til ineð-
ferðar, er án efa stjómarskráin.
Stjórnin lagi fyrir öndvert Al-
-þingi „Frumvarp til stjórnarskrár
konungsríkisins íslands‘.‘. Síðan
hefir lítið frest af þessu máli, ng
virðist það ætla að verða þinginu
þungmelt. Væri þó mikils vert, að
afgreiðsla stjórnarskrárinnar færi
þessu þingi svo vel úr hendi, að hún
gæti hlotið samþykki næsta þings
óhreytt, en um það má nú næstum
efast, því bæði er það, að við hana
eru þegar komnar fram nokkrar
br.tillögur, sem ætla má að valdi
miklum ágreiningi, en í annan stað
hafa menn þá hörmulegu reynslu af
undanförnum þingum, að þar geng-
ur alt í deyfð og drætti fyrri hluta
þingtímans, suma dagana engir
þingfundir,- aðra örstuttir, un;~
komið er undir þinglok, en þá koma
fundir fraiú á nætur, þar sem öllu
er af flaustrað og afbrigði frá þing
sköpum óspart við höfð. Margt
bendir til þess að þetta flausturæði
muni grípa þetta þing, því ef svo
fer, að núverandi stjórn situr til
næsta þings, mun hún vilja flýta
kosningum sem mest, en til þess að
framboðsfrestur vinnist og kosning-
ar geti orðið á réttum tíma í haust
má þingið ekki standa von úr viti.
Það mun því tímabært fyrir þá, sem
eitthvað hafa við. stjórnarskrár-
frumvarpið að athuga að láta til
sín heyra sem fyrst,
Með stjórnarskrárfrv. því, sem
nú liggur fyrir þinginu, fellur úr
gildi stjórnarskráin frá 1874 og
stójrnarskipunarlögin frá 1903 og
1915. Þó er í þessu stjórnarskrár-
frumvarpi tiltölulega fátt nýtt,
annað en það sem leiðir af sam-
bandslögunum. Helztu breytingar
aðrar eru: Árlegt reglulegt þing,
stytting kjörtímabils þingmanna í
4 ár og rýmkuu kosningarréttar og
kjörgengis, þannig að kvenfólk og
vinnuhjú öðlast þennan rétt 25
ára.
Sennilega verða þessar breyting-
ar ekki að ágreiningi, en eigi að
síður er margt alvarlega að athuga
við þetta stjórnarskrárfrumvarp.
„Breyta má þessu með lögum“.
Þetta er stefið í stjórnarskrár-
frumvarpinu. Gátum vér ekki
varist þeirri hugsun, þegar þetta
hafði endurtekið sig sjö sinnum,
að einfaldara hefði verið að bæta
einni grein við stjórnarskrána svo
hljóðandi: Breya má með lÖgum öll-
um greinum þessarar stjórnar-
skrár. En skiftar munu verða skoð-
anir um það, hversu heppilegt það
er aða viðeigandi að hringla megi
þannig með fjölda af ákvæðum
stjórnarskrárinnar.
Líklega liefir það vakað fyrír
stjórninni, að fyrirbyggja það, að
stjórnarskrárbreytingu þyrfti til
hverrar smábreytingar á ákvæðum
hennar; cn það á engar breytingar
að þurfa að sinni. Stjórnarskráin á
að vera samin af þeirri framsýni,
að ekki sé ástæða til að breyta
henni um langari tíma. En gild á-
stæða getur það ekki talist til
stjórnarskrárbreytingar, þótt ein-
hverjir flautaþirlar vildu t. d.
breyta kosningarrétti, kjörgengi,
þingtíma eða því um líku. Nei,
Btjórnarskrá eins ríkis á að vera
sem óhagganlegust og þessi breyt-
ingaleyfi eiga því að falla burt,
ekki eitt heldur öll.
Það er ekkert undarlegt, þó
stjórninni flygi í hug' að fjölga
þyrfti þingm. og breyta deilda-
skiftingu þingsins. Frá því land-
kjörnu þingmennirnir urðu til hafa
margir íundið til þess, að þeir
voru of fáir. Og það sem varð þess
valdandi að þeir urðu ekki fleiri,
var það að ekki þótti fært að steypa
saman kjördæmum, en of kostnað-
arsamt að fjölga þingmönnum.
Nú sjá það væntaelnga flestir, að
ekki má horfa í það að fjölga þing-
mönnum. Festa sú sem landkjörnu
þingmönnunum var ætlað að skapa
í þinginu, er sára lítil, ef þeir eru
að eins 6, veitti ekki af að tvöfalda
þávtölu. Og enn mun það sýnast ó-
gjörlegt vegna staðhátta og fl. á-
stæða, að sneiða af kjördæmaþing-
mönnum, en þó er því ekki að leyna
að breyta þyrfti kjördæmaskifting-
unni, en það yrði án efa til þess að
fjölga kjördæmaþingmönnum einn-
ig. Það getur víst engum manni
dulist, að eugri átt getur náð, að
eitt kjrdæmi hafi þingmann fyrir
hverja 800 íbúa, en annað fyrir
8000, en slík eru hér um bil hlut-
föllin milli Seyðisfjarðar og Rvík-
ur. Þingmenn munu líka vita það
bezt, hvort ekki er þörf á meiri
starfskröftum á þingi. Störf þess
fara alt af vaxandi og þegar þess
er gætt, hvað alt af er tiltölulega
lítið af verulega sarfhæfum mönn-
um í þeim hóp, sem kosinn er í
kjördæmum, þá er það sýnilegt, að
megnið af þingstörfum hlýtur að
hlaðas tá fáa menu. Fjölgun þing-
manna er því bráðnauðsynleg og
þá einkum þeirra landkjörnu.
Kosningarétturinn er alt af að
rýmka. Er með þessu stjómarskrár-
frv. enn þá rýmkvaður að mun. Við
þessa stórkostlegu fjölgun kjós-
enda minkar auðvitað tryggingin
fyrir vali verulega hæfra þing-
manna. Út frá þessu séð, og eftir
reynslu fyrri ára, virðist ekki
vanþörf á að setja einhverjar
skorður við því að fram séu borin
vanhugsuð og illa undirbúin frum-
vörp. Það er í sjálfu sér óheppilegt
og illþolandi að fram séu 'borin
frumvörp. sem enginn hefir haft
hugmynd um og enginn kostur hef-
ir verið að ræða eða gagnrýna op-
inberlega. En af því það myndi
hvorki heþpilegt né fært að banna
þingmannafrumvörp, væri sú leið
til, að setja vissau fjölda flutnings-
manna skilyrði fyrir því að frum-
varp mætti berast fram Væri það
þó nokkUr trýggiug fyrir því að
vandað yrði tii þingmannafrum-
varpa.
Réttur þingmamia til að gera
breytingartillögur við fjárlögin
ætti heldur ekki að vera ótakmark-
aður.
Þá er að minnast þeirra breyt-
ingartillaga, sem fram eru komnar
við stjórnarskrána.
Sú fyrsta er frá Bjarna frá Vogi
við 29. gr. þess efnis að gera bú-
setu í landinu næsta kjörtímabil
fyrir kosningu að skilyrði fyrir
kosningarrétti.
Þegar sambandslögin voru á
ferðinni, var þetta talið sjálfsagt
stjórnarskráratriði — nema kvað
sambandslagaandstæðingar kváðu
það ekki leyfilegt vegna Dana, en
sem kunnugt er, voru þær raddir
fáar og dóu fljótt út — því er það
merkilegt að þetta skuli nú ætla
að verða stórkostlegt deiluatriði,
og enn þá merkilegra fyrir þær
sakir, að allir kváðu nú vera á einu
máli um það, að þetta sé fyllilega
heimilt asmkvæmt sambandslögun-
um, og jafnvel líka nauðsynlegt.
En sé nú þetta atriði bæði heimilt
og naðsynlegt að sé í stjórnar-
skránni, þá er vissulega erfitt að
skilja, hvers vegna það þá ekki á
þar að vera. ,
Önnur breytingartilaga er frá
sama manni um það, að þeir menn,
sem eru í sveitarskuld og ekki eru
fjár síns ráðandi, skuli hafa kosn-
ingarrétt.
Líklega fær þessi tiilaga ekki
nema eitt atkvæði. En óneitanlega
er það fallega ger.t að minnast mun-
aðarleysingjanna í velgengni sinni
þótt gáleysi megi það heita að
gleyma þeim ineð flekkótta mann-
orðið. —
Þá er breytingartillaga frá Matth
Ólaíssyni við 60. gr. Fer hún fram
á það, að íella niður það ákvæði
stjórnarskrárinnar að utanþjóð-
kirkjumennn greiði kirkjugjöld til
Háskóla íslands. Þetta virðist
sanngjörn tillaga, því öll kúgun
vegna trúarskoðuna er í eðli sínu
röng. .
Næst er breytingartillaga frá
Jörundi Brynjólfssyni við 29. gr.
Hún gerir það að skilyrði fyrir
kcisningarétti, að menn tali og riti
íslenzku stórlýtalaust.
Þessi tillaga, sem að sjálfsögðu
er stíluð gegn innfluttum mönnum
er óþörf, ef tillagan um búsetuskil-
yrðið verður samþykt.
Þá er komin fram breytingatil-
laga við 31. gr. frá 12 þm. í nd.
Hún fer fram á það að alþing sé
háð að vetrinum, hyrji 15. febr.
Þessi tillaga er ekki ný. Vetrar-
þing hafa verið háð, bæði regluleg
þing og auka þing, en reynslan hef-
ir sýnt, að þetta er nær því ógern-
ingur, eins og samgöngum og tíðar-
fari er háttað, hér á landi. Þarf
ekki að telja þá erfiðleika og ó-
þægindi, sem vetrarþing hafa í för
með sér, auk kostnaðarins fyrir
landsjóð, sem kannske er smálegt
að minnast á.
Flutningsmenn þessrar tillögu
eru flestir bændur. Ber tillagan
þess sorglegan vott, því ástæðan
fyrir henni er sennilega sú, að þeir
horfa í það að vera að heiman um
sláttinn.
Þalð nær í raun og veru engri átt,
að þorga ekki þingmönnum svo
sæmilegt kaup, að þeim sé að
minsia kosti ekki beint tjóu að
þingsetunui. Núverandi kaup þiug-
manna er í sannleika ekki meira en
helmingur þess, sem sanngjamt
væri. Og þó sparsemi sé góð, þá er
þó vonandi að þingið hækki heldur
daglaún þingm. en að færa þing-
tíinann í frístundir einhverra nigg-
ara.
Sjötta og síðasta breytingartil-
lagan sem fram er komin við stjórn
arskrárfrumvarpið er við 76. gr.
Hún er um það, að skilnaðir ríkis
og kirkju skuli eigi verða, uema að
um það hafi farið fram þjóðarat-
kvæði.
Hér sér maður þann draug skjóta-
upp höfðinu, sem leiðastur hcfir
verið og verst ættaður í ísl. lög-
gjöf, en það er þjóðaratkvæðið.
Ef athugaður er uppruni þessa
þjóðaratkvæðis hér á landi, þá
er það fram komið annarsvegar af
hræsni og sleikjuskap við fólkið,
hins vegar af bleyðimensku þeirra
manna, sem nota vildu þjóðarat-
kvæðið að skálkaskjóli, til þess að
breyta móti betri vitund og réttum
rökum.
Hvað viðvíkur tryggingu þeirri,
sem þjóðaratkvæðið á að vera fyr-
ir heppilegum ákvörðunum, þá er
það að segja, að engum mun til hug-
arkoma, að alþýða manna beri
betra skyn á lögfræðileg atriði,
heldur en þeir menn, sem eiga að
vera úrval þjóðarinnar.
Þriðja og stærsta atriðið í þessu
máli er það, að með því er verið að
skerða vald Alþingis. Það er ekkf
í einu heldur öllu, sem þingm. nú
á dögum reyna að óvirða Alþingi.
Hvað ytra útlit snertir ber það nú
lítið af hreppaskilum, en vald þess
mátti þó ætla að ekki yrði skert.
En þingmenn eru líkir trémaðkin-
um; þeir finna ótal leiðir til að
naga og ónýta sinn eigin verustað,
og ef þeir ekki sökkva því til fulls,
þá bendir þó margt til þess, að
þeir muni skilja við það sem vald-
lausan tillögufund.
Dýrtiðin
hór og annarstaðar.
Yfir allan heim slær dýrtíðin
skuggum sínum. En í spor hennar
fylgir hungursneyðin.
Stjórnvöld allra landa eru því
tekin meir en nokkru sinni áður
að leitast við að setja einhverjar
skorður við henni og reisa rönd við
ýmsum þeim einstaklingum og fé-
lögum, sem nota sér ástand heims-
ins eins og það er nú, til þess að
okra og raka samvizkulaust að
sinni köku.
Sem dæmi upp á tilraunir land-
anna í þessu efni, má benda á, að
fyrir stuttu ákvað franska ráðu-
neytið að senda út skipun þess efn-
is, að í öllum stærri bæjum lands-
ins skuli stofnaðar nefndir fyrir
hönj ýmissa framleiðenda, svo sem
kaupmanna, landbændaiðnaðarrek-
enda ýmissa og bæjarstjórná hlut-
aðeigenda borga. Skuli nefndir þess
ar koma saman í liverri viku og á-
kveða og lögfesta útsölu allra nauð-
synjavara. Og álagning eða gróði
verksmiðjanna og framleiðenda má
ekki fara fram yfir 15%.
Þó er ólíklegt, að frönsku stjórn-
inni takist að verja þjóðina báli
dýrtíðarinnar með þessu móti. En
það sýnir hversu mikið er lagt í söl-
urnar til þess að þjóðunum sé létt
afkoman p, alla hugsanlega vegu.
Annað dærni má líka nefna.
Wilson forseti hefir nú um skeið
unnið að því að ráða bót á dýrtíð-
inni. Hefir hann komið fram með
margar tillögur og bent á margar
leiðir og er stjórnin honum mjög
samhent í því. Og er það meðal ann-
ars vegna þess, að starfsmenn við
járnbrautirnar hafa gefið þá yfir-
lýsingu til umsjónarmanna járn-
brautanna, að' launahæklcun sé ó-
umflýjanleg, neina gerðar verði al-
varlegar tilraunir til þess að lækka
verð á öllum lífsnauðsynjum.
Einn veguriim, sem Wilson hefir
bent á og sem þegar hefir verið far-
inn, er sá, að selja leyfar hermat-
væla, sem nema 125 milj. dollara,
með margfalt lægra verði en nú sé
á sömu vöru daglega.
Yitanlega segir þessi forði ekki
meira en dropi í haf. Og fregnir
segja, að enn hafi Wilson ekki tek-
ist að benda á aðra færa leið.
Ameríka liefir nú síðustu vikurn-
ar orðið fyrir þungu áfalli á sviði
sinnar matvælaframleiðslu, því
samvizkulausir f járbrotsmenn hafa
notað sér uppskeru-óhöppin, sem
urðu á hveitinu, svo liveitiverð er
nú skyndilega orðið hærra en áður.
Nú kostar þar hveititunna 90 kr.
eða meira en helmingi meira en
áður.
Þessvegna sér stjórniii það að
nauðsyn krefur að liindra gróða-
brall einstakra manna og verzlun-
arhúsa, með hörðum laga ákvæðum.
Og það er þetta, sem komið hefir
Wilson til þess að hefjast handa í
þessu efni.
Hér á landi hefir lítið sem ekk-
ert verið gert til þess að hindra
óeðlilcga uppfærslu ýinsra lífsnauð-
synja. Þarf þó ekki að benda á hví-
lík nauðsyn það hefir verið svo að
segja á öllum sviðum. Ættu nú
stjóruarvöld landsins, að taka sér
til fyrirmyndar rögg og tilraunir
annara stjórna því ekki mun síður
'þörf á því hér en annarstaðar, því
öllum ferðamönnum sem hingað
koma ber saman um það, að hvergi
séu lífsnauðsynjar dýrari en hér,
þegar öllu er á botuimi hvolft. Og
er leitt til að vita. Því hér hefði
getað verið ódýrast að lifa. — En
séu ekki nú strax gerðar einhverjar
ráðstafanir til þess að halda lífs-
nauðsynjum í þolandi verði, þannig,
að öllum þorra inauua sé kleyft að
kaupa þær, þá er fýrirsjáanlegt
hungurslíf hjá miklum fjölda
Fjár veitingarbeiðnin
frá „Islendingi".
Sjálfsagt minnast flestir þess, að
hér í bænum var á síðastliðnu vori
stofnað félag, sem nefnt var „ís-
lendingur' ‘. 2. gr. félagslaganna
hljóðar svo:
„Tilgangur félagsins er að efla
samhug og samvinnu með íslend-
ingum hér á landi og vestan hafs.
Þeim tilgangi hygst félagið að
ná meðal arinars:
1) Með því að koma upp fastri
skrifstofu í Reykjavík, er verði
milliliður milli þess félags og Þjóð-
ernisfélagsins íslenzka vestan hafs,
veita íslendingum beggja megin
hafsins þá vitneskju, sem þeir
kunna að æskja hvorir um aðra,
og leiðbeina Vestur-fslendingum,
sem hingað ætla að koma til lengri
eða skemri dvalar, og aðstoða þá
eftir föngum.
2) Með því að senda menu vest-
ur til þess að flytja erindi umísland,
íslenzka tungu og íslenzkar bók-
mentir, með styrk af opinberu fé
'eða á aiinan hátt.
3) Með því að stuðla að ferðum
til andlegs og verklegs náms og
kynningar milli íslendinga beggja
megin hafsins.
4) Með því að gangast fyrir út-
gáfu bóka um ísland og íslenzk
mál, ef til kemur í samráði við
„Þjóðeraisfél. Vestur-íslendinga1 *.
Það, sem einkum ýtti undir nieiui
að stofna þetta íélag, var samskon-
ar félagsstofnun, sem orðið hafði
með íslendingum í Vesturheimi.
Þeirra félag heitir „Þjóðernisfélag
Vestur-íslendinga“, og því cr ætl-
að að vinna að viðhaldi ísleiizks
þjóðernis vestra og góðri samvinnu
milli íslendinga beggja megin hafs-
ins.
Forgöngumenn félagsstofnunar-
innar hér leituðu til fjölda máls-
metandi manna af öllum flokkum,
og málið fékk beztu undirtektir.
Allir ráðherrarnir snerust einkar
vel við því og gengu í félagið. Allir
þingmenn, sem náð varð í, hétu
fylgi sínu. Öll blöðin voru því vin-
veitt. Yfirleitt má segja, að það
kæmi varla fyrir að minst væri svo
á þetta við nokkurn mann, að því
væri ekki vel tekið.
Þegar þetta fréttist vestur vakti
það fögnuð mikiiin þar. Þetta var
langmesti góðvildarvotturinn, sem
borist hafði frá okkur til lauda
okkar vestra. Ekki er ólíklegt, að
þeir hafi stundum hugsað eitthvað
iíkt og Brandur hinn örvi Ver-
mundarson, þegar Haraldur Sig-
urðarson reyndi örleik hans — að
við ættum „eina höndina, ok þá þó,
at þiggju ávalt en gefa aldrigi“.
En nú kom ótvíræð bending um það,
að við vorum tvíhentir. Forseti
Þjóðernisfél. sendi forgöngumönn-
unum hér einkar hlýlegt þakklætis- •
bréf, og lét þess þar getið, að mjög
mikið væri undir 'því komið, að
maður gæti komið héðaii til þeirra
í haust, til þess að geta gefið þess-
ari hreyfingu byr undir báða vængi
úti í nýlendunum
Naumast þarf að taka fram svo
bersýnilegt atriði, að Vesur-lslend-
ingar hafa engari beinan hagnað af
þessu. Barátta þeirra fyrir viðhaldi
íslenzks þjóðernis er eingöngu
sprottin af kærleika þeirra til ís-
lands, íslenzkrar þjóðar og íslenzkr-
ar tungu. Annars komast þeir ein-
staklega vel af án okkar, okkar
megin er allur hagnaðurinn af því
að til séu í annari heimsálfu menn,
sem tala íslenzka tungu, kaupa ís-
lenzkar bækur og láta sér ant um
velfarnau Islands.
Það liggur í augum uppi, að fé-
lagið getur ekki náð tilgangi síhum
af eigiu ramleik. Þó sumir félags-
menn hafi lagt rausnarlega til fé-
lagsins um fram skyldugjald, þá
getur félagið ekki komið því í verk,
sem fyrir því vakir, ef það fær ekki
hjálp af fé ríkisins. Enda virðist
tæplega til þess ætlandi, að ein-
stakir menn beri slíkar byrðar fyrir
alla þjóðina. Um það verður, til
dæmis að taka, ekki deilt í alvöru,
að ef á annað borð á að senda héðan
mann til þess að hjálpa Vestur-ís-
lendingum til þess að varðveita
þjóðerni sitt, þá á ísland að kosta
þá ferð en ekki einstakir menn.
Þetta vur öllum ljóst á fundun-
um, sem haldnir voru til undirbún-
ings félagsstofnuninni. Og sam-
kvæmt samþykt, sem fulltrúaráð
félagsins gerði í einu hljóði, sótti
stjórn þess um fjárveiting til AÞ
þingis. Hún hnitmiðaði fjárbeiðsl-
una nákvæmlega eftir þeirri vit-
neskju, sem hún hafði fengið uin
kostnað af ferðinni og dvöl manns-
ins vestra, og ætlaði skrifstofuhald-
inu iy5 eins örlítinn afgang.
Nú hefir fjárveitingarnefnd neðri
deildar felt þessa fjárveiting hjá
sér. Areiðanlega væri það mjög;
illa farið, ef afdrif málsins yrðu’
sömu í þinginu — ef Alþingi íslend-
inga sýndi það svart á hvítu, að'
það vilji ekki rétta bræðrum vor-
um og systrum vestra þessa hjálp-
arhönd í slíku máli. Og enn ver er
við þau afdrif unandi, þegar þess
er gætt, að von hefir fengist um
ágætan mann til fararinnar •—
mann, sem hefir víðtæka þekkingu
á íslenzku þjóðlífi að fornu og nýju
og er auk"þess vafalaust sérlega vel
til þess fallinn að vekja samúð með
frændunum vestan hafs og austan.