Morgunblaðið - 21.08.1919, Page 4
4
MOR6UNBLAÐIÐ
Bankaseðlarnir.
Hr. ritstjóri!
Grein sú um bankaseðlana, sem
birtist í heiðruðu blaði yðar í dag,
gefur mér tilefni til þessara at-
hugasemda:
Það er ekki rétt, eins og ástæður
eru, að gefa bönkunum mikla sök
á því, hve illa seðlarnir líta út. —
Bönkunum, sérstaklega íslands-
banká, sem að undanförnu hefir
mestmegnis annast seðlaútgáfiuia,
er það hið mesta mein, hve illa og
sóðalega fólk yfirleitt fer með seðl-
ana.
Það, sem mátt hefði gera, er að
taka meir úr umferð af óhreinum
seðlum, en gert hefir verið. — En
það, sem þessu hefir hamlað, er
bæði seðlaskortur, örðugleikar þeir,
sem á því hafa verið stríðsárin, að
fá preutuð seðlaeyðublöð erlendis
— því á þessu er hér enginn kost-
ur —, en einkum og sér í lagi þó
óvissa sú, sem verið hefir á með
seðlaútgáfuréttinn undanfarin ár,
síðan reynslan sýndi að seðlaút-
gáfuréttur sá, sem íslandsbanki
hefir samkvæmt lögum 10. nóvbr.
1905, er hvergi nærri nægur til að
fullnægja viðskiftaþörfinni. Al-
þingi hefir sem sé enn eigi fengist
til að taka neina fullnaðarákvörðuu
um þetta mál. — þess er hins veg-
ar ekki að vænta, að bankar leggi
hart á sig, eða leggi fram stórfé,
máske svo hundruðum þúsurida
króna skiftir, til að láta gera seðla,
sem svo er engin vissa fyrir að þeir
fái heimild til að gefa út eða setja
í umferð. — Kostnaður við prent-
un bankaseðla, svo vel gjörðra og
vandaðra, að eftirlíking sé ómögu-
leg, er sem sé nú orðinn svo afar
mikill, sakir dýrtíðar á öllu, er
þar að lýtur.
Bezta ráðið til góðrar meðferðar
á seðlunum og til að halda þeim
hreinum er auðvitað það, að menn
geri sér yfirleitt ljósa þá hættu,
sem því g e t u r verið samfara, í
heilbrigðislegu tilliti, að hafa rniili
handa mjög óhreina seðla.
Hitt er eigi riema sjálfgefið, aö
sá banki, sem annast á um seðla-
útgáfu, eftir því sem viðskiftaþörf-
in krefur — en það lag þarf tafar-
laust að komast á seðlaútgáfurétt-
inn hér, eins og í öðrum siðuðum
löndum, — telur sér skylt að taka
úr umferð þá bankaseðla, sem svo
jlla eru leiknir, þegar þeir berast
honum, að eigi er vel sæmilegt að
gefa þá út aftur. Og svo mun sjálf-
sagt gert verða eftirleiðis.
Það er eflaust vel valið ráð, að
hafa sérstök seðlaveski til að geyma
«eðla í, í stað þess að hnoða þeim
lausum og samaubrotnum í vasana
eða í smábuddur.
Hina leiðiua, sem bent er á í
heiðruðu blaði yðar: að láta þá
menn, sem með óhreina seðla koma
í bankann, sjálfa greiða endurnýj-
unarkostnaðinn, tel eg með öllu ó-
færa, enda myndi sú leið eigi heim-
il, þó fær væri að öðru leyti.
Keykjavík, 20. ágúst 1919.
Bankamaður.
---------o———-
Einnig voru glímumenn sendir til
leikanna í Stokkhólmi og glímdi
Sigurjón Pétursson þar grísk-róm-
verska glímu og varð vel ágengt,
og annar maður úr hópnum, Jón
Halldórsson, tók þátt í 100 metra
hlaupi. Þá urðu landar að koma
fram fánalausir og fyrir náð fengu
þeir að bera fyrir flokki sínum
spjald, sem á var letrað- orðið „Is-
land‘ ‘.
Næsta ár fá þeir, sem vér send-
um til leika, að koina fram undir
íslenzkum fána í fyrsta skifti. Þar
ganga fram synir íslenzku ]>jóðar-
innar í fyrsta skifti eftir að hún
var viðurkend frjáls og fullvalda
og öllum óliáð. Þess vegna er skylt,
að enn betur verði vandað til far-
arinnar en verið hefir áður; að
bæði séu sendir fleiri menn og að
landinn geti kept í fleiri íþróttum
en áður. í Morguublaðinu var fyrir
nokkru birt grein um næstu Olym-
píuleika og hluttöku íslendinga í
þeim og komst greinarhöf. að þeirri
uiðurstöðu að íslendingar’ ættu
enga menn til að senda og að málið
væri hégómi. Þarf eigi að svara
slíkri fjarstæðu, því hún er ómerk
og ber vott um, að höfundurinn
veit ekkert um hvað íþrótt er og
því síður hver tilgangur hennar er.
— Þau tvö skiftin, sem íslendingar
hafa komið til leikaniia, hafa þeir
aukið veg landsins, þó í litlum
mæli væri, og sýnt öllum þeim
mörgu þjóðum, sem þar hafa kom-
ið saman, að vér eigum íþrótt, sem
að fegurð og almennu íþróttagildi
stendur framarlega í ílokki. Og í
grísku glímunni höfum við einnig
sýnt að við eigum góða menn. ís-
lenzkir hlauparar eru áreiðanlega
ekki eftirbátar annara þjóða, eí
þeir fá nauðsynlega æfing og tamn-
ing.
Enginn mun neita því, að íþróttir
eru oss íslendingum nauðsynlegar,
ekki síður en öðrum þjóðum. Hreyf-
ingin, sein komst á í því máli hér
á landi eftir aldamótin,má tvímæla-
laust teljast með liollari og þarfari
hreyfingum, sem þjóðin hefir af að
segja. Bezta næringin, sem slík
lireyfing getur haft, er óefað sú,
að íþróttameiiuirnir okkar hafi
kynni af íþróttamönnum annara
þjóða og fái færi á að keppa við
þá. Þá skapast metnaðurinn og
tappið, sem frá alda öðli hefir verið
sterkasti undirstraumurinn í í-
þróttalífinu. Til þess eru kappmót-
in, bæði þau stærri og smærri, og
smáþjóðunum eru þau ekki sízt
nauðsynleg.
Það varðar því miklu, að sem
bezt verði vandað til mótsins
mikla næsta suinar, af okkar hálfu,
og má hvorki til spara íyrirhöfn
né fé. Og það væri hneixli og bein
afturför, ef vér mættum ekki á
leikunum með úrval beztu íþrótta-
manna, sem vér höfum á að skipa.
Því ef við hættum að senda menu
til Olymp'íuleikanna, þá verður
j>ess ekki langt að bíða, að íþrótta-
áhuginn íslenzki visni upp og
Itverfi úr sögunni.
|j _DtOBOK j|
isku leiKyií.
Síðustu leikar fóru fram í Stok't-
hólmi 1912, og voru hinir næstu
þá ákveðnir í Berlín 1916, en fór-
ust fyrir af skiljanlegum ástæðum.
En nú hefir verið ákveðið-að j eir
skuli háðir næsta sumar í Ant-
jverpen. ,
Til leikanna í London 1908 fór
lítill flokkur íslendinga og sýndi
þar íslenzka glímu. En einn mað-
ur úr flokkiium, Jóhannes Jósefs-
son, kepti einnig í grísk-rómverskri
glíiuu og gat sér góðaii orðstýr.
Veðrið í gær!
ííeykjavík: N. kaldi, hiti 6,5 st.
ísafjorður: Logn, hiti 7,0 st,
Akureyri; N. sn. vindur, hiti 4,7 st.
Seyðisfjörður: NV. hvassv., hiti 5,11
Grímsstaðir: N. st. gola, hiti 2,0 st.
Vestm.eyjar: N. sn. vindur, hiti 6,3 :
t’órshöfn: VSV. st. gola, hiti 10,0 st.
Lúðrasveitin „Harpa“ getur ekk
spilað úti fyr en um miðja næstu vikt
sökum sumarleyfa íelagsmanna.
„Skjöldur“ fer aukaferð tíl Borga:
ness á laugardaginn kemur.
Vélfræðingurinn brezki, sem hing
kom með Faber flugmanni, ligg
veikur. Hefir hann ígerð í faetinum i
Yfirþinghúsíð prússneska.
Mynd þessi er af húsi efri deild-
ar prússneska þingsins. Þar sátu
aðalsmeiin og stóreignamenn og
réðu lögum og lofum í landinu, áð-
ur eu alþýðan tók að gerast eins
kröfufrek og nú er orðið. Nú er
Prússland að koma á hjá sér nýrri
og betri stjórnarskipun og má
nærri geta að ,j,unkararnir“ í
„landdeginum“ verða stirðir í vöf-
um er þeir eiga að sleppa réttind-
um sínum við almúgann.
Myndin sýnir þá hlið húss-ius er
snýr að Leipzigerstrazze.
Meðal hátíðisdaga kristinna
manna í Jerúsalem, er pálmasunnu-
dagurinn einna merkilegastur. Þá
gengur lýðurinn með pálmagreinar
i höndum að hliðum kirkju Jesú
Krists og staðuæmist þar. Er mynd-
in tekin af slíkri athöfn.
Þrátt fyrir* alla útlenda kúgun
og illa meðferð, sem kristnir íbúar
borgarinnar helgu hafa sætt um
aldaraðir, haldast gamlar helgi-
venjur furðanlega við lýði og
þeim • er gegnt samkvæmt trúar-
brögðunum.
--------J3BSIÝE35Í.
er óvíst að hann verði starfsfær þcgar
flugvélin kemur.
Villemoés mun sennilega hafa farið
frá Leith í fyrradag; Mun geta komið
hingað síðdegis annað kvöld.
Beint samband
Undirritaður óskar saixbanda til að
versla með viðurkendar ostategundii:
Emmenthaler, Rcchefort og rjóma-
mysnost.
Mouritz Rasmussen,
Bernstoffsgade 25.
Geværer Ammunition
Cykler
Leverancer Omgaaende fra Lager.
H. Platou & Co. AS.
Bergen.
Telegr.adr.: Platogri * (Bas)
Hentugt og gott dömuskriiborð
til sölu mjög ódýrt.
Laugaveg 20 B uppi
A. V. Carlqvist.
hðlEFTBTUSIUB
hr«inar og þurrar, kaupir
UaloldturprantffniSJIa
Kona
getur strax fengið fasta atvinnu við
að þvo flöskur í nýju lyfjabiiðinni
Langaveg 18 a.
HERBERGI
fyrir einn mann, eitt eða tvö, með
eða án húsgagna, óskast til leigu
nú þegar.
Bifreið
er til Eyrarbakka á föstudaginn fyrir
miðdag. Sími 367.
Steindór Einarsson.
SLITOFHASÁBllISUl
•C
9ÖBULKLÆÐI
keypt háu veríl.
S. v, á.
KomiS me5
AU&LÝðlNÖAÍ
timanlega-
Leeið MOBQUNBLAÐIÐ.
farðirför Lárusar Pálssonar prakt læknis fer fram föstudaginn
22. þ. m. f á Frikiik unni Hefst með húskveðju frá heimili hius
lltra, Spítal st'g 6, kl. 11 f. h. — Það var ósk hins látna, að
eigi yrðu látnir kranzir á kistura.
Börn og tengdabörn.
Undirritaðir
óska að fl keypta 1 eða 2 liði af nýlegri stokkakeðju, hæfilega gildri
fyrir stóran kútter eða botnvörpuskip.
G Kr. Guðmundsson & Co.
skipamiGlarar. Sími 744.
Skemtun þeirrl er angfýst var á Eyrarbakka þ. 24. þ. m.
til ágóða fyrir spitala á Eyrarbakka
er frestað.
Nánar auglýst síðar.
I Brtílís 1 Berpj.
Agentur
Commission
As urance
Iansætter fordelagtigst alle slags islandske produkter. Besörger billigst
indkjöp av: tomtðnder, salt, trælast, hermetik m. m. —
Kontraherer og förer tilsyn med nybygning av fiske — fangst-fartöier —
saavel damp som motor — ved fagmand paa omraadet.
NB. Enhver henvendelse besvares omgaaende. —
Greit og hurtig opgjör I
Telegramadr : W. Briekhus, Bergen.
Dugl. drengur
getur fengið atvinnu við að
bera Morgunbl. út um bæinn.
/ fjarv. minni
gegnir herra prófessor Ó.afur Lárusson borgarstjórastöðunni.
Borgarstjórinn í Reykjavík 18. ágúst 1919.
7i. Zimsen,
Det kgl. oktr. Söassurance -- Kompagni
tekur að sér allskonar sjóvátrygglngaF.
Aðalumboðsmaður fyrir Island:
Eggert Glaessen, yfirréttarmálaflntningsmaður.
Vátryggingarfjelögin
Skandinavia - Baltica - National
Hlutafje samtals 43 millíónir króna.
íslands-deildin
Trolle & Bothe h.f., Reykjavíb.
Allskonar s|Ó« og striðsvátryggingar á skipum og vörnm
gegn lægstu iðgjöldum.
Ofannefnd fjelög hafa afhent Islandsbanka i Reykjavik til geymsla
hálfa millión krónur,
sem tryggingarfje fyrir skaðabótagreiðslum. Fljót og góð skaðabótagreiðsla.
Oll tjón verða gerð upp hjer á staðnum og fjelög þessi hafa varnarþing hjer.
BANKAMEÐMÆLI: Islandsbanki.
Sjó¥átryggingarfélag íslands h.f.
Austurstræti 16 Revkiavik
Pósthólf S74. Talsími S42
Símnefni: Insurance
ALLIKORAl BJé- OQ BTS1Ð8VÁTMTOOIX Oili
Skrifstofutími 9—4 síðd.,
laugardögum 9—2 aíðd.