Morgunblaðið - 22.08.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1919, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 MOBGUNBLAÐIÐ Eitstjóri: Vilh. Finsen. Bitstjórn og afgreiðsla 1 Lækjargötn 2. Sími 500. — Prentsmiðjusími 48. Kemur út alla daga vikunnar, að mánudögum undanteknum. Bitstjórnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Afgreiðslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilað annaðhvort á afgreiðsluna eða í ísafoldarprent- smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá að öllum jafnaði betri stað í blaðinu (á lesmálssíðum) en þær sem síðar koma. Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kr 1.60 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum síðum kr. 0.80em. Verð blaðsins er 1 kr. á mánuði. xíx’ xjx' Vív' V|v' Ewpn eða ekki ? Fyr eða síðar hlaut að koma að því, að þjóðin eða fuiltrúar hennar skiftust í flokka um það, hverjar leiðir skuli farnar til að hagnýta auðæfi þau sem landið geymir skauti sínu eða hvort þau skuli hag nýtt yfir höfuð. Mál þetta er til tölulega nýtt, — af'Ilindir íslands fengu ekki verðmæti fyr en fyrir nokkrum árum. Bn þó er það svo ar gamalt, að leiðtogar þjóðarinnar hefðu gjarnan mátt hafa tekið af stöðu til þess fyrir löngu. Það eru mörg ár siðán að Norð menn og Svíar sáu að á íslandi var auðs að leita. Og um langan ald ur hafa brezk, þýzk og frönzk fiskiskip stundað veiðar hér við land, utan landhelginnar í orði kveðnu, en innan heimar í reynd inni. Það eru líka mörg ár síðan að inniendir menn fóru að kaupa vatnsréttindi til þess að selja þau útlendingum. Alt þetta hefir verið látið afskiftalaust. Fossabraskið hefir blómgast svo, að nú er mein hluti vatnsaflsins í höndum út- lendra manna, beinlínis eða óbein línis. Síldarútvegurinn hefir rænt fólki frá landbúnaðinum og gefið útlendingum góðan arð. En sam- fara þessu hefir sjávarútvegur landsmanna tekið miklum framför um, útflutningur á afurðunum •aukist afskaplega og þessi atvinnu- grein orðið stoð og stytta lands- sjóðs. Landbúnaðurinn hefir aftur á móti ekki af neinum framförum að segja, svo teljandi sé. Innflutningur fólks hingað til lands hefir verið næsta lítill. Norð manna gætti mikið á Austfjörðum um eitt skeið, jneðan hvalveiðar voru reknar þar, og nú síðar hefir dálítið komið af þeim og Svíum til Siglufjarðar vegna síldarinnar, þó fæstir hafi haft þar vetursetu. Hingað til Reykjavíkur hafa út lendingar komið og dvelja hér margir. Þegar gasið var lagt í bæ- inn fluttust hingað um þrjátíu Þjóðverjar og nú liefir fjöldi út lendinga sest hér að og vinna að rafmagnsinnlagningu. Innflutning- ingurinn hefir mikið til verið í þeim atvinnugreinum sem íslendingar kunnu ekki sjálfir. Landbúnaðar- atvinnu stunda sára fáir útlending- ar hér á landi og á fiskveiðaflotan- um er lítið um þá. Það er öðru nær en að aðstreymi hafi verið mikið hingað. Og þó hefír vinnukraft vantað tilfinnanlega í landinu á síðustu árum. FólksLeysið er orðið svo tilfinn- anlegt að eigi verður annað séð en að landbúnaSurinn leggist í auðn af þeim orsökum- Þvi meðan eftir- spurnin er jafn sterk og nú þá verð- ur landbúnaðinum ókleyft að keppa við sjávarútveginn. Sveita- búskapnum hefir farið hrakandi! hiri siðari árin og má eigi kenna óhagstæðu árferði einu saman um það, heldur og miklu fremur fólks- leysinu. Hrörnun elsta og að flestu leyti nauðsynlegasta atvinnuvegar- ins í landinu hefir ekki verið sá gaumur gefinn sem skyldi; það hef- ir verið vanrækt eins og svo margt annað og nú er milli þess að velja, að láta sveitir landsins leggjast í auðn eða sýna ]reim meiri rækt en áður. Landið er fátækt og skuldabyrði ríkisins vex með hverju árinu. A j hverju þingi er nýjum sköttum og álögum demt á þjóðina, en samt hrökkva tekjur aldrei fyrir út- gjöldum. Tollaleiðin er sú eina sem ráðandi fjármálamenn landsins hafa eygt, og þar hafa verið farn- ar og eru enn farnar þær villigötur að furðulegt má keita að réttlætis- meðvitund þjóðarinnar skuli ekki hafa verið ofboðið. Landbúnaður- inn hefir sloppið tiltölulega vel vegna þess að bænda þinginenn hafa oftast verið í meiri hluta á þingi og svo af því, að budda bænd- anna er tóm og gjaldþolið ekkert En á sjávarútveginn er hlaðið aukn um sköttum og skyldum á hverju ári. Og þó atvinnuvegur þessi hafi undanfarin ár borið sig svó vel að hann hafi þolað þetta, þá munu víst flestir kannast við, að öllu má of gera og-að misbrestur getur orðið á fiskafla eigi síður en öðru, því svo hefir það verið frá upphafi. í öllum iðnaði standa íslendin menningarþjóðunum að baki Kunnáttuleysi landsmanna á því sviði er blöskranlegt. Fátæktinni er um kent, en framtaksleysi ræð ur meiru um og þröngsýni. fflarkúsartorgið í Feneyjum Það voru Danir sem hófu ein- angrunarstefnuna hér á landi, með einokuninni. Og þeirri stefnu má um kenna að síðan, og alt til þessa dags, höfum vér drattast á eftir öll- um öðrum þjóðum í öllum efnum Þá var þjóðinni bannað að hafa við skipti við nokkra aðra en danska okrara og þegnar annara ríkja bannfærðir. Kjörin sem við áttum við að búa þá eru enn við lýði í öðr- um stað, nfl. í Grænlandi og munu flestir vita hvernig þau gefast þar Þar er það erlent vald sem lokaði landinu. Annarstaðar eru dæmi þess, að löndin sjálf vilji loka sig inni t. d. í Kína. Og þar hafa menn líka dregist aftur úr.---- En á hinn bóginn höfum vér dæmi þess, að erlendar þjóðir hafa streymt til landa, þar sem fram- tíðarskilyrði voru góð, og bolað þjóðinni út úr sínu eigin landi eða ert hana að þrælum sínum. Þann íg hafa nýlendur stórveldanna flesfar orðið til. Þar er.u frum byggjar landsins í öskustónni, víða hrjáðir og fyrirlitnir og þjóðernið glatað. Þess er að vísu vert að geta að þjóðir þær er þannig hafa kikn- að undir éhrifum erlends valds, hafa flestar verið á lágu menning arstigi. En þó eru hinsvegar mörg dæmi þess að menningarþjóðir hafa liðið undir lok vegna aðsóknar út- leridra yfirgangsseggja að landi reirra. Hvorttveggja er iit, einangrun og „opingátt“, og landinu skaðsam- legt. En þegar flokkar myndast um eitthvert mál, er ávalt hætta á að þeir taki hver um sig of djúpt í árinni og láti sér sjást yfir meðal- veginn. Að vísu hafa stjórnmála- menn vorir ekki opinberlega tekið skýra afstöðu í málinu enn þá, en ástæði er til að ætla að þeir hafi gert sór far um að vera hvor öðr- um sem fjarlægastir. —• Allir hugsandi menn sjá að breyt- inga er þörf á þjóðarhögum einmitt nú; að gamla lagið er orðið úrelt og eitthvað nýtt þarf að koma í stað- Fegurð J'eneyja hefir Jengi verið viðbrugðið. Þar hafa náttúran og mannshöndin lagt saman og Fen- eyjarborg varð með fegurstu borg- um í heimi. Engir húsagerðarmeist- arar taka fram gömlu snillingun- um ítölsku og stórhýsin, sem reist eru nú á dögum komast ekki til jafns við undraverkin gömlu. Myndin gefur ofurlítið sýnishorn af byggingarlistinni gömlu. — inn. Og samtímis koma fram nýjar leiðir avinnuvega, óþektir hér áður og með þeim umtal um útlent fjár- mang inu í landið. Þar eru nefndar upphæðir, sem eru margfalt hærri en verðmæti landsins alls hefir ver- ið talið í hagskýrslunum. Umtalið um útlerit fjármagn hefir verið ein- hliða fram að þessu. Það hefir verið því líkast að mönnum hafi fundist það fundið, fé, ef hingað slæddist útlent fjármagn til fyrirtækja, en lítið gætt þess að með fénu fylgir svo margt annað. Hér er .t d. til finnanlegri skortur á fólki en fé og svo framarlega sem útlent fé á að koma inn í landið verður útlent fólk að koma líka. Það kemur undir traustinu þjóðinni sjálfri, hvort menn vilja loka sig inni fyrir öllum útlendum áhrifum eða eigi. Ef henni er van- treyst, þá er. sjálfsagt að bægja öllu útlendu frá, og verða að stein gjörfingi. En þeir sem treysta henni til að halda veg sínum í frjálsum viðskiftum við aðrar þjóð ir og á líkan hátt, með þeim af- brigðum, sem sjálfsögð eru til verndunar þjóðerninu,— þeir'munu vilja reyna nýjar brautir. og Söguþáttur. Hafíð fekki of mikið álit á greind þeirra nianna, sem geta ímyndað sér, að það sem ritað er af snild og þekkingu, sé hugsað af rugl- uðum heila. I. í blaðinu „Tíminn“ var í vetur ritgerð. eftir hinn nafnkunna Camille Flammarion, þar sem lesa mátti margt fróðlegt um sögu þekk- ingarinnar á jörðu hér. En um þann látt mannkynssögunnar er fremur lítið hirt, og «r hann þó einna merkilegastur, þar sem aukin þekk- ing er undirrót allra framfara. Flammarion segir frá því, að Aþenumenn hafi dregið spekinginn Anaxagoras fyrir lög og dóm, vegna þess sem hann haíði sagt um stærð sólarinnar. En þetta er ekki rétt hjá Flammarion. Hann tekur ekki fram það sem var mergurinn málsins. Aþenumenn gerðu ekki einungis að draga Anaxagoras fyr- ir lög og dóm, heldur dæmdu þeir haun til lífláts, og eigi fyrir það, sem spekingurinn hafði sagt um stærð sólarinnar o. s. frv., heldur aí’ því að hann sagði, að sólin væri ekki guð. Það Var mergurinn máls- ins. Það sem mönnum þekkingar- innar varð erfiðast, var að sækja fram ge'gn trúarsannfæringunum. Og á þá leið er enn í dag,, þó að nýar tegundir af trúarsannfæring- um séu komnar til sögunnar. Er nú eigi einungis að sækja fram gegn því sem nefna mætti hina próto- móru lífsskoðun(af prótos, fyrstur, og móros, fávís; die primitive Dummheit, Protomorie, lífsskoðun svertingjans, o. s. frv.), heldur er nú einnig á þann straum að róa, sem hin heteromóra lífsskoðun skapar (af heteros, annar og mó- ros; Heteromorie, die reaktive Dummheit, die ganz und gar nicht wissenschaftliche Religion des Thanatisten und Ignorabimisten). Prótormórí er t. a. m. hin eldforna skýring á fyrirburðum þeim sem spiritistar segja frá. Heteromórí er sú trú, að sjálfir þessir fyrirburðir eigi ekki rót sína í öðru en blekk- ingum og skynvillum. II. Einn af mótstöðumönnum Anaxa- gorasar var Sókrates. Varð Sókra- tes frægri miklu en Anaxagoras, en var þó hvergi nærri annar eins spekiugur. Það má gera sér ljósa hugmynd uin Sókrates af endur- minningUm Xenofóns um hann. Xenofón lýsir Sókratesi yfirleitt réttar en Platón, að því er mér virðist. Og var maðurinn að vísu mjög merkilegur. Sókrates hvatti menn ekki til að stunda náttúrufræði. Honum þótti náttúrufræðin „ópraktisk“, óhag- samlegfi eða gagsmiuni en svo, að verjandi væri til hennar miklum tíma. Menn eru nú loksins, eins og kunnugt er, komnir á aðra Skoðun um suma þætti náttúrufræðinnar. En sumir eru þeir þættir, sem menn vita þó ekki um enn þá, hversu nauðsynlegir þeir eru til nytsemd- ar. Sókrates hélt ennfremur,að guð- irnir mundu ekki hafa ætlast til þess, að menn væru að leita eftir ?ekkiugu á stjörnunum. Athæfi náttúrufræðinganna varð því í hans augum eigi að eins ógagnlegt, held- ur jafnvel óguðlegt. Um Anaxa- goras sagði Sókrates, að hann færi með rugl. Nefndi hann það til, að Anaxagoras skyldi vera að halda því fram, að sólin væri glóandi efni. Þannig hafði þessi mikli braut- ryðjandi 'náttúrufræðinnar á móti sér, cigi einungis hleypidóma hinna fávísu, heldur einnig hleypidóma speklnganna. Og það er ekki á aðra leið þaun dag í dag, sé að eins brautin, sem verið er að ryðja, nógu stórkost- 1 PO' 1'-o* 19. ág. Helgi Pjeturss. Móti straum. I þeirri grein minni hafði misprent- ast gabbe f. gabbró; ókunn f. óunnið, og að aukaþekkingu f. að auka þekk- ingu. H. P. Poincaré forseti. Æðiti maður frönsku þjóðarinnar, forsetinn sjálfur, hefir veiið furðu hljóður öll árin, sem ófriðurinn mikli hefir geisað, og aldrei staðið gnýr um nafn hans. Það eru önnur nöfn sem meira hefir borið á og hafa yfir- skygt nafn hans, og aðrir hafa í raun og veru stjórnað Frakklandi en hann Poincaré er hæglátur maður og vill ekki láta bera mikið á sér. Hann hefir einkenni vísindamannsins en akk' stjórnmálamannsins, enda er hann mikill vísindamaður. Og hon um hefir tekist með hægðinni að synda milli skers og báru. Atvinnuvegirflir og rógberar þjóðfélagsins. Um laugan tíma hefir það verið álit flestra hugsandi Islendinga, að landið okkar væri mjög byggilegt og hefði rík framíarskilyrði. Líka hefir það verið áli flestra, að ís- lenzka þjóðin væri í eðli sínu at- gerfisfólk andleg'a og líkamlega. En Það sem tafið hefir stórstígar framfarir hér, er fámenni og fé- þröng, og einnig sá misskilnihgur margra, að skólamentun og skrif- finska væru einu framfaraupp- spretturnar. Nú eru menn meir og nieir að sannfærast um það að efnaleg vel- megun sé undirstaða og lyftistöng allra framfara. Um þetta hafa meim sannfærst við að sjá árang- urinn af stórskrefum einstakra at- orkumanna í atviimurekstri líér á landi.-Menn sjá það hvað geta þjóð- félagsins tii að hlynna að allskon- ar menningu eykst við efnalega sjálfstæðið. Þess vegna er það nú áhugamál allra víðsýnna og þjóð- hollra manna, að atvinnuvegir landsins verði stundaðir af sem mestum dugnaði og fyrirhyggju. Þær framfarir, sem þegar eru orðnar, eru alls ekki litlar né einskisverðar. Sjávarútveg hefir fleygt svo fram, að hann er nú stundaður hér með þeim tækjum sem bezt eru •þekt, enda er sjórinn þegar orðm stórkostleg auðsuppspretta fyrir ísland. Haldast í hendur að þessu verki ágæt fiskimið, áræðni og framsýnir útgerðarmenn og ötul sjómaimastétt. Er það álit margra, að engir fiskimenn í heimi seu jafnokar íslenzkra fiskimanna að vaskleika. Landbúnaðurinn hefir ekki tekið eins liröðum framförum, sem að nokkru leyti er skiljanlegt, því 1 eðli sínu er landbúnaðurinn ekk1 eins hraðstígur og sýnir ekki á- rangur af því sem gert er, jafu skjótlega og sjávarútvegur. En líka mun bændur<alment hafa skort áræði við útgerðarmemi og einnig heppilegar útlendar fyrirmyndir- En þó hefir velmegun bænda stór- lega aukist á seinni árum. Yerzlunin hefir líka tekið afar- miklum stakkaskiftum. í stað sel- stöðuverzlananna og nærsýnna holumangara, er nú verzluniii að mestu komin í hendur innlendra manna og það mentaðra og dug' legra kaupsýslumanna, sem komið hafa landinu í viðskifasambönd víðsvegar og hætt verzluu þess stórkostlega. Þessi þroskavænlegi vísir til arð- vænlegs atvinnureksturs, sem á hef- ir verið minst, hefir o-rðið öllum vitrum og góðum mömium fagnað- arefni, og viimuveitendur og vinnu- þiggjendur hafa verið samtaka 1 því að láta atvimmreksturinn bera sem beztan arð, enda hvorirtveggj11 notið góðs af. Ilvað sjávarútvegin11 snertir, þá eru sjómenn beint hlut' hafar, og verkafólk tekur arð sinö í hækkuðu kaupi, ef vel gengur. Það hefði nú ínátt ætla að eng- inn myndi vilja verða til þess að leggja stein í götu þessara frani- fara, eu svo héfir þó ekki orið. Til eru svo óvandaðir menn, að þeir telja sér sæma að hera róg milfi vinnuveitenda og vinnuþiggjenda. Hefir það. lengi verið iðja þ'eirra, sem ilt vilja aðhafast, að vekja tor- trygni og óeining milli þeirra sem skifti eiga saman. Sjávarútvegurinn hefir sætt mest um árásum frá þessum strákskap' armönnum, og er það sjálfsagt af því, að þar hafa framfarirnar orð' ið mestar og gagnið mest fyrir land og lýð. Þótt leitt sé að þurfa að deila við menn, sem ekki hafa göfugra verk með höndum en það að grafa und- an atvinnuvegum landsins, sérstak- lega þeim, sem orðið hefir mest lyftistöng framfara og velmegunar, þá er þó nauðsynlegt, vegna þeirra, sem hlut eiga að máli, að benda á þann háska, sem af því getur staf' að, að misindismenn þessir fái 6- átalið að þeyta lúður sinn. Það, sem róberar þjóðfélagsins egna einkum fyrir almenning, er það, að útgerðarmenn græði stórfé. Þetta á að sanna það, að útgerðar- menn hafi fé af hásetum og verka- mönnum. Það sér nú væntanlega hver mað- ur, að auðug framleiðslulind getur auðgað framleiðanda án þess það fé sé tekið úr vasa aniiara, en starfs- mennirnir sjálfir vita það, að kaup' þeirra og hlutur hefir ekki tvöfald' ast, heldur margfaldast, efa eg að1 hásetar margir vildu skifta á laum um sínum við betri embættismenu’ landsins. Og a'llir sem geta, vilja við fiskiveiðar vera. ' Ekki er nú vel skiljanlegt, að þetta staíi af því, að útgerðarmein1 steli svo miklu af hásetunum. En að útgerðarmemi eigi ekki græða, er auðvitað hin mesta fjar' stæða, því bæði er það, að engin11 maður myndi vilja leggja á sig það erfiði og áhyggjur, sem sto1’ fyrirtæki kosta menn, ef hagsvo11 væri engin, og í annan stað er þat' vitanlegt, að stór fyrirtæki verða ekki rekin nema með miklu fé, e)l ef eigandi fyrirtækisins ber ald^ neitt úx' bítum, þver láastraust1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.