Morgunblaðið - 27.08.1919, Side 4

Morgunblaðið - 27.08.1919, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ i Alþingi. i i'ingfandir í gær. Efri deild. Prv. um skrásetningu skipa var tekið út af dagskrá. Till. til þingsál. um bætur vegua skemda og tjóns af Kötlugosinu var samj). og vísað til síðari umr. Fjármálaráðherra mælti nokkur orð till. til meðmæla. E. P., fór fram á það, að ívilnanir þær er till. heim- ilaði næði einnig til þeirra svæða Rangárvallasýslu, er næst lægju öskusvæðinu, og því hefði orðið fyr- ir illum búsifjum. Atvinnumálaráð- herra kvaðst telja j>að sjálfsagt. Fundi slitið. ' Neðri deild. Fyrst var á dagskrá atkv.gr. um hvíldartíma togarahásetanna. Byrjaði þessi hátíðlega athöfn með því að þeir M. Ól. og B. Kr. & Co. tóku aftur dagskrártillögu sína, vegna þess að Pétur Gauti hafði samið dagskrá, sem fór nær hinum gullna meðalvegi. Dagskrá sú er svo: „Með því að deildin telur eigi að svo komnu nauðsyn til að löggjaf- arvaldið hlutist til um það samband á milli vinnuveitenda og vinnu- þiggenda, sem frv. f jallar um, tekur hún fyrir næsta mál á dagskrá." Var sú dagskrá feld með 13 :12 atkv. að viðhöfðu nafnakalli. Þá var brtt. Sveins Ól. (um heimild um 6 tíma svefn, nema öðruvísi sé um samið) feld með 14 :11 atkv. Hækkaði þá brúnin á einstöku frjálslyndum „vinstrimönnum“ og hægfara jafnaðarmöhnum, sem von uðu, að frv. kynni að slysast í gegn. En það var nú öðru nær. 1. gr. frv. var feld rækilega með 17 :8 atkv- að viðhöfðu náfnakalli. Hækkaði jþá brún á Sig. Stef. og viðstöddum Bolshewikum. Þeir, sem vildu lofa frv. að lifa, voru: Bjarni, Hákon, J. M., Jör. Br., Pétur frá Hjörsey, Sv. Ól., Þorleifur og Þorsteinn. Þá var launafrv. átjórnarinnar tekið fyrir með brtt. sem eru mesti sægur. Frsm. launamálanefndar- innar í Nd. er Þórarinn Jónsson. Gat hann þess í inngangi ræðu sinn- ar, að nefndin stæði ekki sem einn maður að baki sér. Kvað hann hana „töluvert sundurleita“. Mun það ekki ofmælt, því að margir einstak- ir nefndarmenn munu róa einir á 4 báti um ýms atriði. En hann kvað þennan skoðunarmun ekki óeðlileg- an, því að skoðanir manna út um land væri mjög skiftar í þessu máli. Kvað hann það ekki hafa verið ó- títt til skamms tíma að líta á em- bættismennina sem byrði. Jáfnvel í þingsölum hefði þessara skoðunar gætt. Sumir þingmenn hefði jafn- vel talið sig sjálfkjörna svaramenn hennar. Yið framboð hefði þing- mannaefni tíðum slegið á þessa fetrengi. Hefði jafnan þótt líklegt til kjörfylgis að halda fram sparn- aðarstefnu. En hins vegar hefðu svo verið embættismennirnir. Þeir hefði ekki síður kvartað yfir launa- kjörum þeim sem þjóðin byði þeim. Nú á síðustu tímum væri þessi óá- nægja svo langt komin, að einbætt- ismennirnir hefði bundist samtök- um til að framfylgja kröfum sínum til hins ýtrasta. Frá jiingsins hálfu hefði ýmislegt verið gjört í þessu máli. T. d. milli- þinganefnd 1914. En lítið tillit hefði þó verið tekið til tillagna hennar, og stafaði það ef til vill af því, að ýmsir háttsettir embættismenn landsins hefðu lagst mjög ákveðið á móti þeim. Taldi ræðumaður víst, að jafnan hefði lifað sú skoðun í landinu, að ekki bæri að hækka laun né fjölga embættum. En svo er til sameining- embætta kætni, yndu menn ilia við. Yæri því þessi andi gegn em- bættismannastéttinni sýnilega ekki rótgróin. En mótþrói alþýðu myndi stafa af því, að í upphafi 1875 hefði laun þeirra í raun og veru verið sett talsvert of há, og enn fremur hefðu embættismenn lengi haldið sér nokkuð fjarri alþýðunni, verið eins og embættisvirðingin héldi þeim nokkuð ofar. Og jafnfram hefðu þeir verið lausir að mestu við ýmsa þá erfiðleika, er alþýðan ætti við að stríða. Því hefði alþýðan kom ist á þá skoðun, að hún væri að vinna fyrir embættism., og þaðan væri það runnið að nefna þá þjóð- arómaga. En skoðunin væri nú að breytast. Þjóðin væri farin að átta sig á gildi embættism. fyrir þjóð- félagið. Væru nú margir farnir að telja það metnaðarsök, að þeim gæti liðið vel. „Það er engin ])jóð metnaðar eða sæmdarþjóð, sem hef- ir skilning á því, að hún þurfi menn til einhvers starfs, , en lætur þá svo svelta.“ Þetta kvað hann nú vera mundu skoðun alþjóðar. En þá ætti hún heimtingu á að fá í embættin dugandi menn, úrval mentamanna landsins. Ræðum. virtist nokkur misbrestur á þessu í seinni tíð. Sumum embættismannagreinum virtist fara aftur. Nú væri orðið lít- ið af þeim embættismannaskörung- um, sem áður hefðu verið tíðir, og ljómi hefði staði af. Nú vofir yfir sú hætta að landið fái ekki neina úrhrakið úr mentamönnum í em- bætti sín. En nú væri starfsviðin mörg, framtíðarmöguleikar fleiri að opnast og allstaðar væri þörf góðra, mentaðra manua. Af þessu stafaði ríkinu hætta. Það yrði nú rð taka í taumana og launa embætt- ismönnum sæmilega, svo það gæti valið úr mönnum í embættin. Eftir þennan inngang sem hér er gefinn var stuttur útdráttur úr, gerði ræðumaður grein fyrir frv. og breytingum þeim sem nefndin leggur til. Kostnaðarauki allur af þessum nýju launalögum verður um 868 þús. kr. þar af hækkun á fastalaunum 400 þús. kr., en á dýr- tíðaruppbót 468 þús. kr. Hefir þó nefndin leitast við, að láta dýrtíð- aruppbótina minka að því skapi sem launin eru hækkuð. En yfirleitt fanst néfndinni ekki unt að komast hjá þessum útgjaldaauka. Þórar- inn talaði lengi og skýrði brtt. nefndarinnar all ítarlega. Næstur mælti forsætisráðherrja. Undi hann yfirleitt vel við meðferð nefiidar- innar á málinu. Gerði hann ýmsar aths. um frv. og brtt. nefndarinnar, og lét vel yfir þeim till. sem nefnd- in hefði gert um ríflegri launabæt- ur, en stjórnin hefði þorað að fara fram á í frv. Þá ræddi hann og um brtt. ýmissa hv. þm., og lagði yfir- leitt á móti þeim tilraunum, að klípa utan af laununum. — Sveinn Ól. mælti með brtt. sem hann og Hákon í Haga höfðu flutt, og sem flestar miðuðu að lækkun og sparn- aði. Gerði hann ýmsar girnilegar áætlanir um sparnað þann, er af till. hans leiddi og fal þær glegvvi- ingum deildarinnar til fyrirgreiðslu Kl. 4 var fundi frestað 1 kl.stund. Kl. 5 var fundi haldið áfram. Magnús G- mælti nokkur orð um brtt. sem hann hafði flutt, og sem ei afleiðing af hinni breyttu skipun póstmálanna. Næstur mælti Sig. Sig. Gat hann þess fyrst, að hann hefði ekki búist við, að fyrir þiúgið yrðu lögð heilsteypt launalög að þessu sinni. Síðan mælti hann stuttlega með sínum mörgu brtt. um lækkun, og lýsti því yfir, að þær gæti ekki talist ,róttækar‘. Aft- ur á móti útilokaði ræða hans ekki að þær gætu flestar kallast dálítið „rótarlegar“. Víða hafði hann 'farið mjög rausnarlega í lækkunartill. sínum. T. d. lagði 'hann til að lækka laun dómara hæstaréttar um 2000 kr. hvern á ári, niður í 8000 kr.' dómsforsetann, en 6000 kr. hina dómarana fjóra. Kvað hann brtt. eþki stórvægilegar, en þetta drægi sig saman, og yrði ef til vill úm 20 þús. kr. sparnaður. Síðan.gat hann að niðurlagi, að embættismanna- fjöldiim væri að vaxa þjóðinni yfir .höfuð. t Einn þingmanna hafði lagt til, að laun þau sem læknum eru ætluð séu lækkuð um 500 kr. En í stað þess skuli hæklta taxtann um 50%. Gerði hann lítið úr þeirri mótbáru að þetta væri skattur á sjúkdómum og eymd. Virtist röksemdin sú, að svo margir skattar aðrir væru lagð- ir á.sjúkdóma, eins og t. d. jarðar- fararkostnaður, legkaup o. s. frv., að ekki væri frekar ástæða til að amast við þessu! Jón frá Hvanná mælti með brtt. að lækka laun presta og prófasta. Jón er maður, sem metur landbúnaðara'furðir fult svo mikils sem andleg verðmæti og uppfræðslustarfsemi. Þess vegna vildi hann lækka dýrtíðaruppbót þeirra presta, sem eittlivað fram- leiddu af landbúnaðaráfurðum. I ræðulok minti Jón sessunaut sinn, Sig. Sig. á þingsál. till. um skilnað ríkis og kirkju. Þar væri tækifær- ið til að fækka embættum og minka útgjöldin. Hvílíkt tækifæri! Að skera heila, fjölmeuna, embættis- mannastétt niður við trog í einu! Sig. Sig. kingaði kolli og brosti. Þá er Jón hafði sýnt innræti sitt og hugarstefuu í þessu máli. lét hann fallast niður á stól sinn. Þá talaði Þorsteinn M. Jónsson fyrir smá- brtt. frá sér. Mintist liann nokkuð á ýmsar brtt. og talaði stillilega. G. Sv. mælti með brtt. sínum. Var mótfallinn þeim till. er rýrðu launa bæturnar og færði rök fyrir. Eink- um mótmælti hann till. Sv. Ól. og H. K. Minti líka á ti'll. um skilnað ríkis og kirkju. Sig- Stef. var inót- fallinn brtt. um lækkun á dýrtíðar- uppbót sveita presta. Kvað hann að vísu suma eldri presta svo „gróna“, að þeir þyrítu ekki dýrtíðarupp- bótarinuar. En alt öðru máli væri að gegna um yngri prestana. Fylgdi hann till. stjórnariiinar og nefndar- innar um launabæturnar yfirleitt, og taldi þeirra fulla þörf. Þórarinn andmæli stillilega brtt. þingmanna Yar ekkert hrifinn af ,stcfnuskrá‘ Sig. Sig. Er hann hafði lokið máli sínu, var kl. orðiu 8 og fundi frest- að til kl. 9. Kl. 9 síðd. var haldið áfram að ræða launafrv. Sv. Ól. svaraði athugas. þing- manna við brtt. sínar, ennfremur Sig. Sig., sem notaði þá einnig tæki- færið til að geta sérstaklega tveggja brtt. frá sér, sem honum þóttu góðar, en hugði þurfa með- mæla við. Taldi hann síðan upp, eftir tilmælum G. Sv., ýms embætti sem leggja mætti niður eða sam- eina. Fyrst og fremst tvo ráðherra, eitthvað af kennurum Háskólans, kennaraskólann, væntanlegan sendi herra, etc. etc. M. P. vakti athygli á mikilvægi þessa máls, ag beindist einkum gegu till- Sv. Ól. og II. K. Sv. Ól. hafði getið sér þess til, að skattaálögur, sem leiddi af ofrnikl- um útgjöldum ríkissjóðs til þessara hluta gæti valdið^því, að menn tæki að flýja land. M. P. benti honum á, að miklu meiri hætta væri á því, ef brtt. eins og hans yrðu samþ. að allur þorri efnilegustu mentamanna Ææri af landi brott. G. Sv. mótmælti og þessari kenningu Sv. Ól. Síðan tók hann Sig. Sig. á kné sér og kvað við hann barnagælur. Með því vöggukvæði enduðu launaumr. Atkvæðagreiðslu var írestað til morguns. Dagskrár í dag. J kl. 1 miðdegis. í efri deild: ^ t. Frv. um skrásetning skip ; 3 umr. 2. Frv. um gjald af innlendri vindlagerð og tilbdningi á konfekt og brjóstsykri; frh. 3. umr. 3. Frv. um breyting á lögum um stofoun landsbanka; 3. utnr. 4. Frv. t l haftiar'aga fyrir Isaíjcrð; umr. 5. Frv. um skoðun á s'ld; 2. umr. 6. Frv. um samþyktir um akíæra sýs!u- og hreppavegi; 2. umr. 7 Frv. um. reglugeiðir sýslunefnd t om eyðing refa 0. fl.; 1. uirr. 8 Frv. um breytingar á símalög- um; 1. umr. í neðri deild: 1. Frv. um Uun embættismanns; frh. 2. umr. 2 Frv. um breyting á lögum um stofnun brun.bótafél. ísland ; 3. umr. 3. Frv. um bæjarstjó n á Seyðis firð ; 3. umr. 4 Frv. um b'eytÍDg á lögum um öggæz'.u við fiskiveiðar fyrir utan landhelgi; 3. umr. 3. Frv. um lestigjald af skipum; 2. umr. 6 Frv. um breyting á lögum um húsaskatt; 2. umr. Jj DAGBOI §. Veðrið í gær: Reykjavík: A. andvari, hiti 7,8 ísafjörður: N.A. gola, hiti 6,7. Akureyri N. andvari, hiti 5,7. Seyðisf jörður: N.A. kaldi, hiti 6,1. Grímsstaðir: A. kul, hiti 4.5. Vestmannaeyjar: A. kaldi, hiti 8,4. Þórshöfn A. st. gola, hiti 8,0. Ásgrímur málari er farinn austur í Fljótshlíð til að inála þar landslags- myndir. Var hann að eins viku um kyrt hér eftir það er hann kom aítur frá Húsafelli, til þess að gegna störfum í dómnefnd listasýningarinnar. Eystra mun hann dvelja fram undir 20. sept. eða þar um bil. Heljarmikill fáni hlakti í gær á Al- þingishúsinu. Var sá of stór fyrir stöngina og bar hana ofurliði. — Hing- að til hefir það verið siður að hafa fána uppi á meðan deildarfundir eru. En ekki er laust við að þetta geri notkun fánans nokkuð hversdagslega. Venjulegast búast menn við að eitt- hvað alveg sérstakt sé um að vera, þar sem fáni er uppi, en varla verður sagt að deildarfundir séu neinn sérstakur viðburður, þar er þeir eru á hverjum degi í 3 inánuði sumfleytt. Og með hverju á þá að auðkenna hin hátíðlegri tækifæri, þegar fáninn er gerður svona hversdagslegur ? — Rétt væri að hafa fundarveifu með sérstakri gerð og nota ekki fánann nema sérstaklegu sé ástatt. — Þetta finst okkur nú óbreyttum borgurum. — Hvað finst háttvirtum þingforsetum t „Villemoes“ kom í gærkveldi. Flug- vélina hafði hann í heljarmiklum kassa á þilfarinu. Á skipinu kom Mr. Clarke flugvélusmiður. Var hann nýkomiun til Englands sunnan af Egyptalandi, er hann var ráðinn hingað upp. Hefir hann starfað þar syðra að samansetn- ingu flugvéla síðustu árin. — Vegna þess að „Villemoes seinkaði mun flug- ið ekki geta byrjað fyr en eftir næstu helgi. „Gylfi'1 fór til Englunds í gærkveldi hlaðinn ísfiski. Með skijiinu tók sér far llelgi H. Eiríksson námufræðingur. Er þetta fyrsta fiskisöluferð „Gylfa“. „Island' ‘ á að fara til ísafjarðar kl. 11 í dag. „Borg' ‘ er nú loksins komin til lands ins eftir langa útivist. Heíir hún verið til viðgerðar í Khöfn síðan snemma i vor. Listasýning Listavinafélagsins, sem minst var á í blaðinu í gær mun að líkindum verða opnuð á sunnudaginn í Barnaskólanum. Minst var á hverjir |voru í dómnefnd sýningarinnar. En mest erviðið hvílir á framkvæmdar- nefndinni við allan undirbúning. For- maður hennar er Ríkarður Jónsson. Aðrir neíndarmenn eru: ungfrú Sigríð- ur Björnsdóttir, Thorv. Krabbe, próf. Guðrn. Finnbogason og loks dr. Alex- ander Jóhannesson, sem dvelur nú er- lendis. — Höggmyndir munu verða sýndar eftir þá: Einar Jónsson og Ríkarð og ef til vill eitthvað eftir Nínu Sæmundsson. Annars verða mál- verkin í miklum meiri hluta, sýnendur enda eigi allfáir. Ilöfuin vér heyrt þessa nefnda: Þór. B. Þorláksson, Ás- grím Jónsson, Kjarval, Guðmund Thor-, 2. wélstjóra vantar á s.s. Jón Forseta _________________H.f. Alliance. Ung stulka sem kann véhitu 1 og cr dálítið vön bókíæis'u, get r feogið hæga atvinnu cú þe^ar. A. v á í kössum og lausri vigt kominn í verslun Einars Árnasonar Aðalstræti 8. Sími 49. NB. I»ar eð eftirspurnin er mjðg mikil, er vissara að senda pantanir sem fyrst. Sjóvátryggingarfélag Íslands h |f Þeir sem óska að fi sambmd við Sjóváiryggingarfé'ag írl ndi eftir að skrifsmfan er lokuð, eru beðnir að h iogja til framkvæmdarstjóra A. V. Tulinius í síma nr. 573. Oiiuofnar lakkeraðir og gerðir sem cýir á Luogavegi 27 Uvítkil Kaiíeflar Laukur Pipa rót Crawfords Kex og- Kökur komið aftur i Tomater glænýtt í •- ' -*,.*.•*» - - ■ ww. rít'S $?' ''Í 0 e y ...0 ,? f •!í? i* ft/],*!/£ É * f ft * .g » .f. / *,..$***' 4* f.v £ r . e ð Bleikur hestur 18 vetra, hefir taprst úr Laugarnes- giiðingunni, auðkenni litil stjarna KartASIur. 50 tunnur af nýjum ágætum undir emiistoppnum, vetrar afrakaður með mikinn ennistopp, hvita hófa. Mark* Biti framan bæði. Sá er hitta kynni hestinn, geri Magnúsi Vigíússyni dyraverði viðvart kartöflum verða seldar á Uppfylling- unni. A. V Cirlqaist OLITOFNAK ÁBKIIÐUl •C SÖÐULKLÆÐI Ný reipi til s ö 1 u með góðu veiði hjá Amunda Arnasyni kaupm., Hverfisgötu 37. k«yp& há.u vnrCi. 3. v. k. KomiC meC AUQLÝ3INQAK tímjuilegft. steinsson og Eyjólf Jónsson, sem þeg- ar eru kunnir hér. Enn fremur koma nýrri nöfn, svo sein: frú Kristín Jóris- dóttir, Emil Thoroddsen, Júlíana Sveinsdóttir, Arngrímúr Olafsson, Jón Þoileifsson (alþ.manns) og Ólafur Tú- ballsson frá Múlakoti. — Eins og menn sjá, er enginn hörgull á málur- um og vantar þó ýmsa er menn kannast við, svo sem Jón Stefánsson, Einar, Brynjólf, Gísla 0. fl. er ekki hafa sent myndir. — Sýningin mun að líkindum verða opin um þriggja vikna tíma, og þarf eigi að efa að aðsókn veröur mikil. Nýjar kartöflur Laukur kom nú í verslunina Visir. Simi 555. LmíC MOKQUNBLAÐI9. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.