Morgunblaðið - 07.09.1919, Blaðsíða 2
2
M0R6UNBLAÐIÐ
ssms^
Lístasýningin í Barnaskólanum opin ki. 10-7. Aðgangur I krðna.
HOEGUNBLAÐIÐ
Ritstjóri: Vilh. Finsen.
Ritstjórn og afgreiðsla í Lækjargötn 2.
Sími 50Ö. — PrentsmiSjnsími 48.
Kemur ót alla daga vikunnar, að
mánudögum undanteknum.
Ritstjórnarskrifstofan opin:
Virka daga kl. 10—12.
Helgidaga kl. 1—3.
Afgreiðslan opin:
Virka daga kl. 8—5.
Helgidaga kl. 8—12.
Auglýsingum sé skilað annaðhvort
á afgreiðsluna eða í ísafoldarprent-
amiðju fyrir kl. 5 dsginn fyrir átkomu
þess blaðs, sem þær eiga að birtast í.
Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá
að öllum jafnaði betri stað í blaðinu
(á lesmálssíðum) en þær sem síðar
koma.
Augdýsiugaverð: Á fremstu síðu kr.
1.60 hver cm. dálksbreiddar; & öðrum
siðum kr. 0.80cm.
Verð blaðsins er 1 kr. á mánuði.
Fjárhallinn
tdliuL'inn. Þau lög^oru áður svo vit-
íaus, að þau munbr lítíð uiii þettá.
En þó þessi leið sé eins einföld
eins og hver má sjá, þá viljuin vér
þó ráða þinginu til að leitara ann-
ara ráða til að auka tekjurnar.
Skulum vér þá leyfa oss að benda
á, 'hvernig þessara tekna verður
heppilegast aflað svo að um muni,
en það er með afnámi bann-
1 a ga n n a. Það mundi auka tekj-
ur landssjóðs að minsta kosti um 4
milj. yfir f járhagstímabilið eins og
nú skal sýnt fram á, og um leið létta
af landinu nefsköttúm, sem allra
vitlausastir eru í skattalöggjöf
okkar, svo sem vörutollinum. Og
síðast en ekki síst má telja það, að
þessi leið myndi fyrra oss þeirri
miklu S'kömm og því mikla tjóni,
sem bannlögin hafa bakað okkur,
bæði hér 'heima fyrir og í áliti ann-
ara þjóða.
Vér gerum ráð fyrir því, að
landstjórnin vildi hafa eitthvert
eftirlit með útsölu víns. Ef gert
væri ráð fyrir því fyrirkomulagi,
sem margir hafa talið heppilegt að
landið hefði vínsöluna í sínum
höndum í bráðina, má gera áætlun
um að það gefi að minsta kosti 2
milj. í tekjur á ári, eða 4 milj. yfir
f járhagstímabilið. Þetta mætti auð-
Nokkra tóma píano-kassa
hefi eg til sölu.
G Eirikss.
Radiumstofnunin.
LækuÍDga:tofan er í Pós!hússtræti 7 (hús Nathan & Olsen).
Vi’talstími daglega kl. 2—3.
Gunnlaugur Claessen.
Vegna
Urekaðrar kaupfjœkkunar prentata íjækkar prent-
unarkostnaður frá 1. þ m. að tetja um 30°/0
Reykjavlk 5. september 1919.
cTilagsprenfem., cPrQnfsm <§ufen6ercj,
Jsafolóarpranfsmiéja.
Ellistyrktars j óöur
Reykjavikur
Eyðoblöð fyrir nmsóknir om styrk úr Ellistyrktarsjóði Reykjavikur
fist hér á ikrifstofnnni, hji fátækrafulltrúunam og prestunom, og eiga
umsóknirnar að vera komnar til min íyrir lok þessa mánaðar.
Borgarstjórinn í Reykjavik, 2. sept. 1919.
Olafur Lárusson
settur.
Tvær húseignir til sölu:
0nnur hér við miðbæinn, með lausri íbúð 1. október: 3 herbergjum,
eldhúsi og kjallara.
Hin hér í grendinni, með 60 dagsl. landi, sem að nokkru leyti er þegar
ræktað. Afgreifsla blaðsins visar á seljanda.
Nokkrar stúlkur
geta fengið góða atvinnu frameftir vetrinnm við þurBsksvinnn, -innanhúss
pökkun og fleira. Semjið sem fyrst við
Magnús Jóhannesson
verkstjóra í Hafnárfirði.
' “ ' ( ' • ' ‘
Þriðjudaginn 9. þ. m. kl. 1 e. h. verða seldir ýmsir búsmunir
húsinu nr.
15 B við Nýlendugötu
hér i bænum. Skal þar meðal annars talið: Borðstoiubúsgögn,
Dagstofnhúsgögn, Sveinherbergishúsgögn, Matará-
höld, Eldhúsáhöld 0. m. fl.
F. h. R. Jörgensen vélstjóra.
Sveinn Bjernsson.
og
bannlögin
Þessir dagar, sem f járlög ríkisins
eru til umræðu, eru á sinn hátt
merkisdagar, því þeir leiða fram í
dagsbirtuua slíka fjármálastjórn,
að alvarlegri áminningu getur ekki
fyrir þetta land, um að finna fót-
um sínum betur forráð hér eftir í
fjármálunum.
Þær breytingar eru þegar orðnar
á fjárlögunum, að hallinn er að
minsta kosti iy2 milj. Munu víst
fáir neita því, að þær f járveitingar,
sem samþyktar hafa verið og þess-
um halla valda, séu nauðsynlegar.
Þrátt fyrir þessar 11 umræður f jár-
málaráðherrans kom það æ betur
og betur í ljós, að með þessum fjár-
veitingum var verið að hlaða upp í
þau skörð, sem ráðleysi hans og
skiluingsleysi hugðust að brjóta í
framfarir landsins. Ráðleysið ligg-
ur í því, að geta ekki fundið tekju-
auka, og verða þess vegna að sleppa
alveg óhjákvæmilegum útgjöldum.
Enn þó meira áberandi var þó skiln-
ingsleysið á því, hve margfalt
minna verk verður unnið nú fyrir
sömu upphæð.
Vér viljum ekki halda því fram,
að þótt íjárlögin yrðu samþ. með
þessum tekjuhalla, þá væri landinu
beinn háski af því búinn, eu það er
háskalegt að hafa svo ráðþrota f jár-
málastjórn, að hún leggi slíkt fjár-
lagafrv. fyrir þingið. Og fjarri fer
því að það sé álitlegt að bæta ár-
lega við skuldir ríkisins.
Þær skuldir, sem skapast hafa
vegna útgjalda, er gengið hafa til
þess að spara útgjöld í framtíðinni
eða til þess að mynda nýja tekju-'
stofna, eru fyllilega réttmætar. Svo
er því t. d. varið með fé, sem geng-
ur til opinberra bygginga, síma-
laguinga o. fl. En þær skuldir sem
verða til vegna beinnar eyðslu, eru
ekki réttmætar.
Fjármálaráðherra gaf hátíðlegt
loforð um það, að finna nýja tekju-
auka. En flestir munu fara nærri
um það, hvernig hann muni að því
fara. Það er sem sé ein leið, sem öll-
um betur hæfir fjármálaspeki ráð-
herrans, en hún er sú að margfalda
með tveiin eða þremur einhverja
tolla og skatta. Þetta er ofur ein-
föld leið og fljótleg. Gætum vér trú-
að að fyrir þessum heiðri yrði vöru-
tollurmn, stimpilgjaldið 0g síldar-
vitað reikna nákvæmlega út, ef
miðað er við innflutning fyrir bann-
ið og tillit tekið til verðmunar þá
og nú, en í bráð munum vér láta
nægja lauslega áætlun.
Ef gert er ráð fyrir svipaðri vín-
eyðslu eins og var fyrir bannið,
sem tæplega er þó rétt, því þjóðin
er orðin mikið vínhneigðari síðan
bannið komst á, þá verður 4 milj.
hagnaður á fjárhagstímabilinu
nærri réttu lagi. 3 .síðustu árin
fyrir bannið, var tollurinn til jafn-
aðar á ári 320000 kr. Ef gert er
ráð íyrir, að verzunarhagnaður af
vínsölunni hafi verið tvöföld þessi
upphæð, eða 640000 kr., þá gerir
það 960000, eða tæpa miljón.
Vínföng hafa nú margfaldast í
verði, og ef miðað væri við sömu
álagningu og áður — jafn mörg %
— myndi hagnaðurinn nema mörg-
um miljónum, eu vér viljurn. fara
varlega, og að eins tvöfalda rúm-
iega upphæðirnar sem voru fyrir
stríðið. Ber það að þessum brunni,
að tekjur landssjóðs aukast við það
um 4. milj. yfir fjárhagstímabilið.
Nú viljum vér biðja landsmenn
að athuga það, að við þetta myndi
alls ekki aukast nautn áfengis í
landinu. Breytingin yrði að eins sú,
að menn hættu að drekka allskon-
ar óþverra, svo sem suðuspiritus og
hármeðul, og tekjurnar af þessu
rynnu í landssjóð.
Það efast víst enginn um það, að
hingað til lands flyst afarinikið af
víni ólöglega, sem kallað er. Og það
er opinbert leyndarmál, að þetta
vín er selt á 20—30 kr. flaskan.
Er nú mætara að ausa þannig fé í
erlenda soðfanta og lestaþræla,
heldur en að láta það ganga til
landins síns, til að lyfta undir ein-
hverjar framfarir, svo sem land-
búnaðinn, sem svo sárlega vantar
Eé, eða til að létta af fátækri alþýðu
einhverjum þeim sköttuin, sem nú
eru lagðir á nauðsynjavörur?
Það skyldi eigi verða oss undrun-
arefni, þótt fjármálaráðherra tæki
heldur þá leið að hækka toll á kaffi
og sykri, jafnvel á kornmat, en að
bjarga fjárhag landsins með þessu
■ijálfsagða ráði, en það er þingsins
að sjá sóma sinn og landsins í þessu
efni.
Það leikur orð á því, að þing-
menn margir séu hugdeigir menn,
og að þá bresti áræði til að fylgja
sannfæringu sinni í bannmálinu. En
ef þeir halda það, að leiðin til að
fyrrast vöndinn sé sú, að auka á þá
ódæma smán, sem bannlÖgin baka
okkur, og með því að níða íiiður at-
vinuuvegi landsins með ráðþroti í
tekjuöílum, þá hyggjum vér að sá
orðrómur muni á leggjast, að þá
bresti íleira eu hugprýðina.
Stúlka
óskast til innanhússverka hálfan eða
allan daginn ti! 1. okt.
Upplýsingar á Bergstaðastíg 28,
uppi.
Áttundi fundur
Norræna stúdentasambandslns
á Vörs í Noregi.
Eftir
próf. Ag. H. Bjarnason.
Þá er Reykjavíkurdeild ' Nor-
ræna stúdentasambandsins bárust
fregnir um það í lok maímánaðar
síðastl., að 8. sambands'þing nor-
rænna mentamauna skyldi háð á
Vörs í Nore'gi í lok júlímán., og
henni var jafnframt tilkynt, að til-
nefndur væri maður til þess að
koma þar fram fyrir íslands hönd,
þðttu góð ráð dýr. Það hafði alls
ekki verið leitað ráða Reykjavíkur-
deildarinnar um iþettaj en Hafnar-
deildin, eða öllu heldur miðstjórn
hennar, virtist hafa ráðstafað öllu
þessu upp á eigið eindæmi. En nú
var ísland orðið sjálfsltætt ríki og
því þótti ekki nema sjálfsagt og við-
eigandi, að það sendi mann til þess
að koma þar fram af hálfu íslend-
inga. Yar mér þá sem formanni
Reykjavíkurdeildarinnar fa'lið að
fara þessa ferð og fengið í hendur
svoliljóðandi umboð:
„a ð sjá um að frainvegis verði að-
akimráð yfir málum íslands-
deildarinnar heima á íslandi,
a ð meiri hluti miðstjórnar henn-
ar verði skipaður mönnum bú-
settum hér, og
að athuga möguleika þess að
halda bráðlega sumarmót hér
á landi.“
Jafnframt þessu var mér ætlað
af hálfu háskólaráðsins hér að
grenslast frekar um málaleitun, er
borist hafði frá Kristíaníu-háskóla
um kennara-skifti milli norrænna
hás'kóla.
Og loks var mér falið með sím-
skeyti til Kaupmannahafnar að
koma fram fyrir hönd Stúdentafé-
lagsins í Reykjavík á fundinum til
þess að ræða um þátttöku norrænna
stúdentafélaga í þessum félagsskap.
Með þetta þrefalda umboð upp á
vasann lagði eg af stað frá Khöfn
til Kristjaníu ineð „Dronning
Maud“ að kvöldi dags 24. júlí, og
skal nú sagt nokkuð nánar fbá því
ferðalagi.
I. Á ferð og flugi.
Við vorum 7 landar alls á skipinn,
2 komu síðar með lestinni og 1 bætt-
ist í hópinn á Vörs, svo að við urð-
um alls 10 íslendingar, er fundinn
sóttu. Þátttakendur voru þessir:
af stúdentum Björn Sigurbjörns-
son, Helgi Tómasson, Ingibj. Guð-
mundsdóttir, Kr. Bjarnadóttir, Páll
Jónsson og Sig.Leví, auk þessa kon-
an mín og eg,og loks Guðm.Kamban
rithöfpndur, sem fenginn hafði ver-
ið af sambandsstjórninui til þess að
halda fyrirlestur á mótinu, af því
að hún treystist ekki til þess, ferða-
kostnaðarins vegna, að bjóða til
þessa manni heiman frá fslandi.
Sigfús Blöndal bókavörður ætlaði
að slást með í förina, en varð, okkur
ti'l sárra leiðinda, að hætta við það
á síðustu stundu. ^
Krökt var á skipinu og vistin
ekki góð, jafnvel ekki á 1. farrými.
En við létum það ekki á okkur fá,
heldur nutum við sein bezt sigling-
arinnar inn Kristíaníuf jörðinn, sem
er ein'hver hin fegursta, er hugsast
getur: mikilúðleg sker og skógi
vaxnar eyjar, hæðir og hálsar, bygð
ir og býli, og á hverju augnábliki
eitthvað nýtt, sem gleður og kætir
augað. Húsin og hæirnir hreiðra sig
hér og þar, uppi um alla ása, inni í
víkum og vogum og alveg niur við
sjó, og alt er nú í fegurstu sumar-
skrúði. Loks bólar á sjálfri borg-
inni undir skógi vöxnum hálsum
og við leggjum að landi í skjóli
Akershus-kastalans.
Hafið þér notað
L. C. Smith-ritvélar?
Þá erum við komnir til Kristíaníu,
borgarinnar sem fyrir fám dögum
var drepin í dróma allsherjarverk-
fallsins, ljóslaus og fartækjalaus og
í lamasessi. E11 nú var alt á iði og
stjái og meira að géra en yfir yrði
komist. Yið þjótum af stað með raf-
magnsbrautinni upp í bæinn, laus
og slypp, því að farangrinum höf-
um við fleygt í burðarkarl, sem
kemur með hann á eftir okkur upp
á gistihúsið, Þar þvoum við okkur
og ræstum og förum svo út að
skoða bæinn.
Auðvitað lendum við strax á Carl
Johau, aðalgötunni og að því er
sumir segja einu götunni, sem orð
er á gerandi í Kristíaníu. E11 hún
er líka falleg, minnir ofurlítið á
Unter den Linden í Berlín, og er
þó öllu fegurri með konungshöllina
og hallargarðinn í baksýn; cn niður
með götunni allar helztu opinberu
byggingarnar, liáskólinn og þjóð-
leikhúsið, stórþingishöllin, og þar út
frá frimúrarahöllin, Grand 0. fl. 0.
fl., en gatan svo langt sem augað
eygir alla leið niður að járnbrautar-
stöð. Mér varð einna starsýnast á
standmynd eina á Eidvolds-torg-
Tnu, einhverja þá fegurstu, sem eg
hefi séð. Hún er af manni með kon-
unglegu yfirbragði, — það er
W ergeland, frum’herji hinna
nýnorsku bókmenta, og sá sem hóf
Norðmenn til dugs og dáða og —
sjálfsvitundar.
Við lögðum gjörvalla Kristíaníu
lindir okkur á hálfum öðrum degi.
Það var Helga Tómassyni að þakka.
Var engu líkara en að hann kynni
eitthvert „Sesam opnast þú!“ því
að allar gættir lukust upp fyrir hon
um.Allir voru í sumarieyfi og því
ílestar opinberar byggingar harð-
læstar. En áræði Helga og snar-
ræði vann öllu slig. Við skoðuðum
fyrst háskólanu og hátíðarsal hans
með hinum leiðu nýtízkumyndum;
þá þjóðleikahúsið hátt og lágt; þá
stórþingisbygginguna, og þar höfð-
um við góðan leiðsögumann — þing-
vöfðinn, er sýndi okkur alt og sagði
okkur margar skrítnar sögur af
he'ztu þingmönnum Norðmanna og
forsetum er hengu þar uppmálaðir
á veggjunum, og fórurn við þar eins
og gráir kettir um alt. Síðari átum
við á Grand' og þar skaut Gaðin.
Kamban upp. Þá fórum við að
skoða málverkasafnið, þótt á lamg-
ardegi væri og það harðlæst fyrir
öilum almenningi. Þá fórum við út
til Bygdöen að skoða þjóðmenja-
safnið þar. Og loks ókum við upp á
Holmenkollen, gengum þaðan upp í
Sportsstuen og þaðan alla leið upp
að Forgnersæteren, þaðan sem við
gátum horft yfir öll ríki veraldar-
innar og þeira dýrð. Og dýrðleg var
útsjónin ofan yfir Kristíaníu og um-
hverfi hénnar, liiiu minti mig 'helzt
á sum fjallaliéruðin 'í Sviss. Við
vorum komin í svo gott skap, land-
arnir, að við léturn eins og æringj-
ar, suugum og trölluðum, en Helgi
dansaði, því að hann getur aldrei
haldið kyrru fyrir af fjörinu, sem í
lionum er. Og þarna hittum við
fyrstu félagana, fimm Svía, karla og
konur, er ætluðu til mótsins. Við
nafngreindum okkur hvert fyrir
öðru og þutum svo öll síðla uffl
kvöldið með rafmagnsbrautinni aft*
ur niður til bæjarins. Var þetta ein*
hver skemtilegasti dagurinn í allri
ferðinni.
I býtið að 'morgni vorum við
komin á járnbrautarstöðina. Þar
var uppi fótur og fit. EittJhvað ^
3. hundrað stúdenta og menta*
manna frá öllum NorðurlönduU1
var þar samankomið til þess að fara
með Bergeusbrautinni norður tU
Vörs, en sú ferð tók þann dag alla0-