Morgunblaðið - 20.09.1919, Qupperneq 1
afimrauaa
6. árgangur, 295. tölublað
Laugardag 20. september 1919
Isaioldarprentsmiðja
GAMLA BIO
Ast og hefnd
S stórir þættir, leikin af
Clara Wieth
Og
Olaf Fönss.
Hvað efni, útbúnað og leiklist
snertir er þessi mynd óefað
ein með þeim beztu, sem nokk-
urntima hefir sést.
Sýningin stendur i*/a klst.
Flugið
til Vestmannaeyja
Vér báðum ritara Flugfélags-
ins, Halldór Jónasson, að gefa oss
skýrslu um flug þeirra capt. Falbers
til Vestmannaeyja á fimtudaginn
og birtist lrún hér.
Undirbúningur.
Flugvélin okkar er ekki stærri
en það, að hún ber að eins benzín
til 214 .stunda flugs. Til Vest
mannaeyja er klukkutímaflug
logni livora leið. En liver ábyrgist
að við fáum ekki sterkan mótvind
aðra hvora leiðina og tefjumst
meira cn þennan hálfa tíma, sem
fram yfir er? Þess vegna sendum
við vélamanninn, Mr. Kenyon,
austur að Kaldaðarnesi í bifreið
nieð dálítið af benzíni í viðbót.
Leggur liann af stað kl. lOV^.Veðr
ið er bjart en kalt, stinningsgustur
af norðri. Þess vegna er betra að
vera vel útbúinn. Eg fcr í skinn
fóðraðan jakka, tvennar buxur og
lfcgghlífar, set upp skinnhúfu, og
belgvetlinga úr leðri utan yfir ís-
lenzka ullarvetlinga, set upp gler-
augu, sem falla þétt að og' þykist
nú allvel útbúinn. Capt. Fáber er
í sinni venjulegu léðurúlpu, en með
þunna enska húfu á höfðu, öfuga
eins og siður er flugmanna.
Til Kaldaðarness.
• Mótorinn er svo kaldur, að það
tekur fjórðung stundar að koina
honum af stað. Kl. er eina mínútu
yfir tólf, er við losnum við jörðiua
og förum í hringjum upp í loftið.
Kl. 12,4 tökum við, uppi yfir Mel
linum, stefnuna austur á við. En
við verðum að stefna norðar en
leiðin liggur vegna vindsins, sem
er á lilið. Við hækkum í lofti o
landið breiðist út fyrir neðan. Mest
ber á vötnunum, einkum Elliða-
Vatninu í byrjuu. Aide þess er f jöl
af tjörnum, sem eg átta mig ekki á
Þa rna er þó . Vífils'staðavatnið og
Rauðavatn meðal annars. Alt í einu
floínar sólskinið og dimmir fyrir
augum. Við erum komnir inu í þunt
ský, sem við sjáum þó rofa út úr
A svipstundu erum við komnir út
ur því. —Nú dimmir aftur og eiin
nifcir en áður, svo að varla sést
bandaskil. Það cr líka erfitt að
balda á vélinni róttu jafnvægi, þeg
ákkert sést, hvorki upp, niður né
W hliða. — Við erum komnir yfir
^vínahraun í eitthvað á 5. þús. feta
bæð. Hraunið er eins og ein sam-
°®t bella að sjá, en græna bletti
])ý sjá hér og þar, og vegurinn
eills °br bugðótt lína beint nið-
Ul hægri. — Eu fjölliuf Hvað
er orðið af þeim? Einhver þústa er
þar niðri á hægri hönd — það hlýt-
ur að vera Vífilfell. Og ofan á
Hengilinn má þá líka sjá framund-
an til vinstri, og hinu megin glamp-
ar sólin á Þingvallavatn. Lengra
burtu er fjærsýnin óglögg, því að
skýhnoðrar eru í sjónhringnum.
Beint fram undan, yfir heiðinni,
er langt skj'. Faber er auðsjáan-
lega að hugsa um hvort liann eigi
að fara undir það eða yfir, og verð-
ur niðurstaðan sú, að hann rennir
upp á skýið og' siglum við á því í
5200 feta hæð austur fyrir miðja
lieiði; þá fer að sjást niður í gegn
um það. Kambana á eg erfitt með að
greina í fyrstu, því að heiðin og
Ölfusið sýnist renna saman í eina
flatneskju. Eitthvert lágt barð er
þar að sjá fram undan — það er
Ingólfsfjall. — Nú breiðist út Súð-
urlandsundirlendið. Það næsta er
skýrast, eu úr því er fjær lig'gur,
verður jafnvel minna én þegar
horft er af venjulegum • sjónarhól.
Öll lægri fjöll verða svo lítilfjör
leg. Það er að eins Hekla og Eyja-
fjallajökull, sem halda nokkurn
veg'inn virðingu sinni óskertri. Úr
þessu líður varla svipstund, og' við
erum komnir yfir Ölfusá og lælck-
um nú flugið óðum. Kýr og hestar
uiðri á völlunum tryllast og taka
á rás. Einhver svört flyksa sýnist
fara með feikna hraða eftir jörð-
inni og hrossin hafa ekkert við
henni. Það er skugginn af flugvél
inni.
Kl. 12,28 lendum við á vellinum
fyrir framan bæinn í Kaldaðarnesi
Bíllinn með vélamanninn og benzín-
ið er ekki kominn enn, svo að við
verðum fegnir gestrisni sýslu
mannsfjölskyldunnar og bíðum.
Til Vestmannaeyja.
Kl. 2 sjáum við hvíta veifu yfir
á hólnum við Arnarbæli. Bíllinn er
kominn þangað, en þeir komast
ekki yfir um ána vegna bátsleysis
Sýslumaður lánar mér bát og mann
þótt skínandi heyþurkur sé, og við
sækjum Mr. Kenyon ineð farangur
sinn og Skúla Skúlason ritstjóra
sem er með í bílnum.
Kl. 3,20 erum við tilbúnir og svíf-
um á loft yfir Flóann. Það sem
fyrst vekur athyglina eru þúsundir
af pollum og pyttuni niðri » grænni
flatneskjunni. Sólskin er, en smá
skýhnoðrar á lofti. Skuggarnir af
skýjunum gera alt landið gráskjótt
og sjóinn líka, svo langt sem augað
eyg'ir. Nú erum við komnir yfir
Þjórsárós. Áin dreifir sér um breiða
sanda og' er engu líkari að sjá, en
skólpi, sem er fleygt út á hlaðvarp
ann á sveitabæ og stendur í pollum
hér og þar. Bein strandlengjan
blasir nú við fram undan. Örsmáir
hlykkir og' oddar ganga út úr henni
sumstaðar. Við þræðum hana all-
lengi. Inn yfir landið er skírara að
sjá en í morgun. Eyjafjallajökull
smástækkar um leiðogviðnálgumst
hann. Skýjabelti er um hann, en
kollurinn gnæfir upp úr og ljómar í
sólskininu. Lítið verður úr öðrum
fjöllum, nema Tindafjallajökli og'
Heklu. Lágt í sjónhringnum skui á
Langjökul. — Við eruin nú í 5000
feta hæð og nú blasa við Landeyja-
vötiiin niður undan til vinstri,
Þverá, Affallið og Markarfljót.
Einhver einkennileg móðurák
gengur fram frá landinu og iit yfir
Vestmannaeyjar. Það er eins og það
sé stormrák með hálfgerðum þoku-
slæðingi yfir sjónum. Eyjarnar
sýnast litlar og ekki vel skírar. Vjð
Affallsosinn förum við að beygja
út yfir sjóinn og dálítið austar tök-
um við stefnu beint á Eyjarnar.
Yið 'höfum auðsjáanlega góðan
byr, því að okkur fléygir áfram
suður yfir sundið. Við eruin víst
ekki meira en svo sein 7 mínútur
frá því er við beygjum og þangað
til við erurn komnir vestaii við fjall-
ið fyrir suimaii Evðið í Eyjunum.
Það er að ofan að sjá eins og hvöss
g með tindom.
Við lækkum flugið og beygjum
suður f.yrir klifið. Þar sjáum við
strax vel afmarkaðan völl inni und-
ir kLéttinum. Hafði Sigurður lyf-
sali látið merkja hann jneð hvítu
lérefti, sem lagt var á jörðina í
kring. Eu jafnskjótt og við erum
komnir í hlé við fjallið, fer að bera
á megnum óróleika í loftinu, sem
eykst er neðar dregur. Vélin tekur
snög'ga kippi og hriktir og brestur
í henni. Við rennum niður og mót
orinn gengur ekki. Alt í einu dett
ur vélin beint niður og' lá nærri
að hún færi um og hrapaði niður
á jörð. En á næsta augnabliki tek
ur hún snögt viðbragð upp á við
og út á hlið, og anátti nú ekki tæp
ara standa að við værum kollsig'ld-
ir. Faber setur mótorinn á með full-
um krafti og við skrúfum okkur út
úr hvirfilbyljunum og erum á næsta
augabragði komnir yfir bæinn. Eg
fer að draga upp póstpoka, sem eg
hafði meðferðis, ef vera kyiini að
Faber vildi reyna að snúa aftur o
leita að tryggari stað, þar sem við
gætum látið hann falla út. En Fa-
ber hristir höfuðið til merkis um
að hann vilji ekki eiga neitt á hættu
í þessu efni. Enda leit þá lielzt úf
fyrir að hann vajri að ganga í
storm og því kanske ekki seinna
vænna að ná landi. Svo sárleiðir
sem við erum út af því að þurfa
að yíirgefa Eyjarnar svona fljótt
þá er það þó það eiiia skynsamlega:
eins og útlitið er og við höldum út
á sjóinn aftur á fleygiferð bókstaf
lega talað. Hátíðlegu ávarpi til
Vestmanneyiuga, frá Flugfélagiiiu
Orgeí-7ioticerf
fjefcfur Páfí fsóffsson i Dómkirkjunni
sunnudagskvöldið 21. þ. m. kl. 9. —■ Kirkjan opnuð kl. 81/*.
Aðgöngumiðar, i 3 kr., verða seldir i bókaverzlunum Isafoldar og
Sigf. Eymundssonar.
höfum við kastað út og' auk þess
blaðabögli og nokkrum lausum ein
tökum ‘ af Morgunblaðiiiu, sem
komið hafðí út samdægurs, en að
líkindum hefir alt farið í sjóiiin
því að ekki var neitt af þessu fuud
ið svo menn vissu síðar um daginn
Á heimleið.
Nokkru seinna sóttist róðurinu
til landsins aftur, sem vænta mátti
þar sem nú var á móti vindi að
sækja. Mjög hvast mun þó ekki
hafa verið, er út kom, þótt hvítur
kambur sæist á öldunum. Vorum
við fegiiir þegar við voruin komnir
aftur í lendingarfæri við strönd
ina og tókum nú aítur stefnu
Kaldaðarnes. Eg fiun hnipt aftan
í loðkragann á stormjakka mínum
Það er Faber, sem réttir mer
súkkulaði, Það er góður bragðbætir
í því, þegar rnaður er búinn að gapa
svo lengi á móti þessum sterka sú
Við erum nú búnir að sitja í vélinui
í klukkutíma og mér er satt að
segja farið að kólna talsvert, þrátt
fyrir það, hvað eg er dubbaður. Við
förum í gegnum belti, þar sem loít
ið er dálítið óstöðugt. Hreyfing vél
arinnar er hér ekki ósvipuð því
þegar bátur fer á móti fremur
smárri öldu. Sumum kann að þykja
þessi hreyfing óviðkunnanleg, 0
eg get ekki sagt, að eg kynni vel
við hana, því að hún er dálítið ó
regluleg og óútreiknanleg og veikir
þessa öryggistilfiuningu seju wað
ur hefir þegar vélin gengur slétt.
En nú verður alt rólegt aftur, Fló-
inn nálgast við lækkum flugið
smátt og smátt og lendum loks í
Kaldaðaruesi aftur kl. 4,36 eða
rúmum fimm stundarfjórðungum
eftir að við höfðum stigið upp. —
Okkur fanst loftið heitt þegar við
komum niður og' er þó svalur and-
vari.
Góður miðdegisverður er þegal’
framreiddur hjá sý'slumanni og við
hann minkar í okkur hrolluriim. Á
eftir fer sýslumaður og dóttir hans,
ungfrú Halla, stuttar loftferðir
með Faber, og verða hrifin af að
fá svo óvenjulegt útsýni yfir sveit
sína. — Það kemur værð yfir okk-
ur á þessu gestrisna lieimili, og
klukkan er farin að ganga 7 þeg
ar við förum að hugsa til ferðar.
Eg hefi þó áður náð símasambandi
við Sigurð lyfsala í Vestmannaeyj-
um, sagt honum málavöxtu og beð-
ið hánn að afsaka okkur við Eyja-
búa, sem við vissum að höfðu ætlað
að taka okkur með kostum og kynj
um. — Capt Faber óskar þess að
hafa Mr. Kenyon með sér í vélinni
síðasta áfangann, svo að eg' fer með
Skúla yfir um áiia, þar sem bíll
Gríms Sigurðssonar bíður . eftir
okkur. Bíllinn var góður og' ferðin
g-ekk svo greitt að allir héfðu ínátt
vel við una, sem ekki hafa þekt
annað fljótara fartæki en hrossin,
sem lengst liefir verið notast við
hér á landi. — Nú er það mín skoð-
un, að bifreiðar séu mikið fram-
tíðarfartæki til styttri ferða, en
mér verður varla láð það, þótt mer
fyndist nú í þennaii svipinn að þær
vera orðnar á eftir tímanum.
Alþingi,
Þingíundir i gær,
Efri deíld.
Þar var 2. umræða fjárlaganna
Voru gerðar talsverðar breyting
■ við tekjfibálk þeirra; flestar
áætlunarupphæðir hækkaðar oj,
sumar verulega, enda var það sam
róma álit deildarinnar, að þær væru
of lágt settar.
Eins og frv. kom frá íjárveit
inganefud hafði bæzt við útgjöldiu
252,150 kr., en þar á móti höfðu
aftur verið máðir 'út eða færðir nið
ur útgjaldaliðir að upphæð kr
55,800, svo að hailinn á pappírnum
varð 196,350 ki.
En mcg'inþorri þessitfar upplneð
.ar, eða kr. 118,000, var dýrtíðar
uppbót, sem tekin var upp í frv
og' orðið hcfði að greiða.alt að einu
60 þús. kr. til landmælinga, 0. s.
frv., svo framsögumanni nefndar-
innar (E. P.) tókst að sannfæra
deildina um, að útgjöldin hefðu í
rauu og veru ekki aukist nema um
17 þús. kr. í hennar höndum.
Er hér ekki rúm til að rekja
breytingai' þær, er urðu á frv., við
þessa umræðu, frá því er það kom
frá 3. umr. í Nd., en á þessuní bar
3Ó mest:
Skáldastyrkurinn var færður nið-
ur í 18000 kr. livort árið, í stað
2000.
Brtt. var samþyKt frá séra
Kristni Daníelssyni um að mag. art.
Jak. Jóh. Smári yrði einnig ráðinn
fyrir 4000 kr. árslaun til að vinna
að orðabókinni, en iiefndiu hafði
bundið styrkinn við nafn séra Jó'h.
Lynge og Þórb. Þórðarsönar.
Til að seiida íþróttamenn á Olym-
píuleikana voru veittar 12000 kr.
Samþykt var með 9 :4 atkv. till.
Magnúsar Torfasonar, þess efnis,
að styrkurinn til flugtilrauna
skyldi lá'tinn falla niður, en í frv.
var áætlaður 15 þús. kr. styrkur
til Flugfélagsins; þessari upphæð
tókst þm. þó að klýna inn í frv.
sem tillagi til kolanáms í Gili í
Plóls'hreppi (eftirgjöf af láni).
Má það merkilegt kallast, að Ed
skyldi henda það slys, að spyrna
fæti við þesSum nauðsynlegú fram-
kvæmdum, með því að neita um
lann fjárstyrk, er Nd. hafði ætlað
félaginu, og er þess fastlega vænst
að Nd. bjargi þinginu frá vansa;
með því að setja liðinn aftur í frv.
l' halda honum fast fram.
Feld var með 11 : 3 atkv. brtt
frá H. St., um að styrkurinn til fé
lagsins „íslendiiigur“ yrði feldur
niður.
Neðri deild.
Fyrsta mál á dagskrá var frv
til breytinga á aukatekjulögum
landssjóðs. M. Guðm. bar fram brt't
þess efnis, að leggja aukagjald á
fiskiskip önnur en íslenzk og dönsk
50 au. á smálest, er greiðist á fyrstu
höfn, er skipiii koma á. Till. var
samþykt og málinu vísað til 2. um
ræðu nær umræðulaust.
Þingsályktunartillaga um raiin
sókn skattamála var samþykt um
ræðulaust.
Frv. til laga um breyting á æðstu
umboðsstjórn landsins var umræðu
iaus't vísað til 2. umr.
Sérleyiislögiii komu næst til um
ræðu. Var það framhald 2. umr.
Sig. Sig'. tók fyrstur til máls. Fór
hann fyrst nokkrum orðum um
brtt. síuar og tilgang sinn með
þeim, sem aðallega væri sá, að ger
mönnum aðgengilegt að sækja um
sérleyfi. Snerist síðan gegn B. Jóns
syni og ræðu liaiis frá síðásta degi
Mótinælti hann þeirri getgátu B. J
að landsmenn myndu gerast fossa
braskarar og kallaði slíkt óheiðar
legar getsakir í garð heiðvirðra
NYJA BIO
llngtrú Jackie
i sjóhernmn.
Skemtilegur sjónl. i 5 þáttum.
Aðalhlutv. leikur
Margnarite Fischer,
verið og' yrði aldrei annað en „póli-
tískur loddari“. — Næst talaði for-
sætisráðherra. Taldi hann málið
eigi vel undirbúið og sagði það eigi
verða myndu afgreitt frá þessu
jing'i svo í lagi færi. Gerði íyrir-
spurn til nefndarinnar um skilning
hennar á 27. gr. Þótti völd vatna-
tjóra of rík. Kom hann víða við-
— Bj. Stefánsson andmælti ýmsu
ræðu B. J. frá fyrra degi. Var
eigi eins hræddur uin þjóðerni vort
og hann. Kvað það hafa staðist áð-
ur slíkar raunir sem þær, er
B. J. óttaðist.— G. Sveinsson, fram-
.sögumaður, svaraði bæði þeim
spurningum og athugasemdum, sem
fram höfðu komið. Var það laugt
mál. Sagði hann að meiri og minni
liluta hefði ekkert þurft að greina
á í þessu sérleyfismáli, því meiri-
hlutinn liefði vandlega gætt þess
að halda deiluatriði milliþinga-
nefndarinnar fyrir- utan sérleyfis-
lögin. En minnihlutinn (Sv. O.),
væri orðinn svo eiiirænn, að hann
vildi alstaðar standa einn og vekti
deiluatriðið upp, eins þar sem það
kæmi ekki málinu við. Síðan vítti
hami framkomu þeirra manna og
þess blaðs, sem ráðist hefðu á meiri
hluta milliþinganefndar og sam-
yinnunefndar í þessu máli. Sagðist
ekki hefða haft neitt út á það að
setja, þótt blað þetta hefði rætt
málið blátt áfram, en rógburður
þess um þá menn, sem staríað hefðu
Vð þeSsum málum af beztu sam-
vizku, væri ekki skýranlegur á
annan hátt en þaun, að blaðið ætl-
aði að uppskera af því útsæði ríku-
leg gæði sér til lianda og síuum
flokki. E11 það myndi til of mikils
ætla.t af þessu blaði, sem svo
skamman starfstíma ætti að baki,
að þjóðin væri þegar svo djúpt
sokkin í spillingu og svíviríi .gu,
að hún væri uppskeruvænlegur ak-
ur fynr róg’ blaðsins. — Forsæiis-
ráðherra talaði enn um það, að um-
hugsunartími þingmanna væri enn
alt of stuttui' til þess að greiða at-
kvæði um slíkt lagabákn sem þetta.
— Sig. Stefánsson kvað það hafa
verið tilgang milliþinganeíndar-
skipunarinnar, að hún skilaðj áliti
svo snemma, að stjórnin gæti tek-
ið afstöðu til málsins og lagt hin
ýmsu atriði þess fyrir þingið í laga-
frumvörpum. Nú liefði þetta ekki
getað orðið, og málið yrði hlt af
bænda. Síðan mótmælti hanu því, | >ví ljósara, sem deildin ræddi það
að þingmenn væru eða yrðu í vasa
fossabraskara. 'Sagði að B. mætti
hlaupa með slíka „lýgi“ um sig' út
uin laiid alt, leynt og ljóst; það
myndi árangurslaus't. Þar næst
sneri þni. máli sínu að B. J. per-
sónulega, kvað hann ekki haía
klýjað við íenu sjálían hingað til,
sem raun bæri vitni um, ef hann
væri ibúinn að skrapa saman 20 þús-
und króna árslaun, sumt frá útlend-
um félögum, og þar á ofan „kross“
frá vinum sínuin Dönum. Mætti því
þessi liáttvirti þingmaður, sem
suinir teldu lýðskrumara, segja
hvað haun vildi, hann hefði aldrei
meira, og það stafaði af of stutt-
um umhugsunartíma og of litlurn
uiidirbúningi. Vildi hann því ekki
að þetta þing afgreiddi málið og
bar fram, rökstudda dagskrá þess
efnis, að vísa málinu til stjórnar-
innar með því skilyrði, að hún uud-
irbyggi það rækilega undir næsta
þing, — Dagskráin var samþykt
með 17 :4 atkv., en áður urðu þó
langar umræður.
Síðasta mál á dagskrá var tillag-
an um atkvæðagreiðslu í baimmál-
inu. — Jörundur talaði fyrstur.
Var ræða hans mjög hófleg. Þó
Framh. á 1 eíðu,