Morgunblaðið - 27.09.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1919, Blaðsíða 2
2 MOBGUNBLAÐIÐ a^j«I'í.ife£.Jst«.j*tír.J^í.-tJsI«.JStí.ifa£.3Íí.Jííí£.jsía. MORGUNBLAÐIÐ Ritstjnri: Vilh. Finsen. Ritetjórn og afgreiðsla í Lækjargötn S. Sími 500. — Prentsmiðjusími 48. Kemur út alla daga viknnnar, m8 mánndögum undanteknum. Sais' "sraarskrifatoíaii opin: Virkn dag& k) 10—12. Helgidaga kl. 1—3. AígiJiCslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Atglýsingum sé skilaC annaðhvort é af p-eiðsluna eoa í fsafoldarprent- s.niíjn fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu 'f 'sa blaCs, sem þær eiga aC birtast í. h agl.ýsingar, sem koma f yrir kl. 12, f é át (6 k> ma Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kr. 2.1 0 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum s£: um kr. 1.00 em. H.f. Carl Hðepfner Nýkomið: LAUKUR ranðnr og gulnr. H öllum jafnaCi betri staC í blaCinu lesmálssíCum) en þer sem síCar VerC blaCsins n 1 fa. í mánsCi. *js ^--ýpr-vpr-ýigvtg j^-?yg,gpr-g^--g|g Tf* Gistihúsleysið. Sumarið er að líða hjá og án þesr. ítð nokkur merki sjáist til þess, að farið sé að hugsa um að bæta úr þeim af leitu ¦ vandræðum, sem gistibúsleysið bakar öllum þeim, er til bæjarins koma, hvort heldur eru innlendir menn eða erlendir. Harð- ast kemur þetta auðvitað niður á útle'idmgum, því þeir standa ver að vígi en innlendir menn, sem oft- ast geta snúið sér til einhverra kun n ingja. Tómlætið í máli þessu hefir verið ótrúlega miklð, af hálfu þeirra, sem i'alitS hefir verið að sjá sóma bæj'irins og e'fla hag' hans. Þeir að- hafíist ekkert. Þeir reyna ekki að ýta undir þá sem líklegastir eru til þess að hafa vilja og getu til að gera eitthvað málinu til fram- kvæmda. Sennilega er það ekki orð- ið mönnum nógu ljóst enn, hve frá- munalega mikifll vansi höfuðsta'ð landsins er að gistihúsleysinu og hve bagalegt það er fólki. HvaS mundu íslendingar segja, ef þeir ¦ kæmu í ókunna bæi úti um víða veröld og gæu hvergi fengið inni? Ætli þeir hefðu ekki eittíhvað út á það a'ð setja? En ætli þá, að gest- irnir, sem hingað koma, hafi ekki eitthvað við það að athuga, að verða að hýrast um borð í skipum meðan þeir standa við í sj'álfri höf- uðborginni? Ætli þeim, sem koma bingað til lengri dvalar og verða að hörfa burt aftur vegna þess að þeint var útihýst í landinu, finnist mikið til um viðtökurnar. Við skul- um stinga hendinni í eigin barm, og spyrja okkur sjálfa hvernig við mundum taka slíkri meðferð. Með hverri farþegaskipsferð, sem hingað fellur, kemur hingað fólk, sem hvergi fær inni. Margt fólk. Þetta oru engin ósannindi. Það er sannleikur, þó ljótur sé. Og við megum alls ekki lá fólkinu, sem verður fyrir þessari meðferð, þó því liggi ekki sem bezt orð til Is- lands eftir viðkynninguna. N'æst.i sumar er margra gesta von hingað. Og það er vottur þess, hvort sómatilfinningin er nokkur eða engin, hvort nokkuð verður gert til þess að bæta úr vandræð- nniim eða ekki fyrir þann tíma. Vér hiifum heyrt það, að núver- anc'i eigendur ,,Hotel íslands" mundu f.ianlegir til, að laga gisti- húsið og .stækka, ef þeim yrði Ieyft að byggjn ofan á þann hluta húss- ins, sem nií er einlyftur (bygging- arnar að Veltusundi og Vallar- stræti). Með því móti er talið að bægt væri að auka herbergjaf jölda að góðum mun og auk þess að koma upp stórum veitingasal, bið sal o. s. 'frv. Það mun stríða á móti upptek- inni reglu byggingarne'fndar, að bygð yrði þarna viðbót við húsin, því að sjálfsögðu yrði viðbótin að vera úr timbri. En þegar þess er gætt, að með þessari byggingu væri ráðið til bráðabirgða fram úr bein- um vandræðum, þá virðist það sjálfsagt, að stjórnarvöldin ættu að taka þessu tækifæri fegins hendi. A það skal einnig bentj að.ef gisti- húsið yrði þannig aukið og endur- bætt, mundi að sjálfsögðu verða skift um hitunartæki og ljóstæki og nýju tækin verða tryggari með tilliti til eldsvoða en þau sem nú eru. Það sem gerast þarf, þarf að ger- ast fljótt. Stórihýsi er ekki hægt að byggja á s'kömmum tíma, og þarna er eini sjáanlegi mó'guleikinn til að hægt sé að ráða fljótlega fram úr vandræðunum. Fyrsti flugmaðurinn á Íslandi Capt. Cecil Faber. Flugið er úti. Plugvélasmiðirnir ensku hafa undanfarna daga verið að liina vélina sundur og búa um hana í kassanum, sem hún kom hingað í. Og enginn veit, hvenær hún verður sett saman aftur. Eng- inn veit, hver verður næstur til þess að lyfta henni til flugs. Það er altítt hér á landi, að þeg- r ráðist er í fyrirtæki, er eigi vand- að nógu vel til undirbúnings fram- kvæmdunum, og alt f er svo í handa- skolum. Svo var það, þegar fyrsta bifreiðin kom hingað til lands. Hún var gamalt skrifli, sem til alls var óhæfileg og tilraunin varð til þess að tefja fyrir því, svo skifti mörg- um árum, að Mfreiðar kæmu inn í landið. Fyrstu sláttu^ og rakstrar- vélarnar, sem bingað komu, ryðg- uðu niður og s'kemdust, fyrstu mót- orbátarnir gengu skrykkjótt og vélárnar í þeim eyðilögðust — alt af því, að eigi voru til menn, sem með kunnu að fara. Mörgum pen- ingum befir verið fieygt í sjóinn fyrir þá sök eina, að menn virða sérþekkingu of lítils hér á landi og þykjast geta það sem þeir ekki geta og telja sig upp yfir það hafna að læra. Það e'r gleðilegt tímanna tákn og góður fyrirboði, að fyrstu flug- tilraunirnar hér á landi hafa ekki verið þessu lögm'áli háðar. Þar bef- ir verið vandað svo til, að eigi var unt að hugsa sér annað betra. Og tilraunirnar hafa farið eftir því. Eigi eitt einasta óhapp viljað til, en alt gengið að óskum. Betri vott þeirrar fullkomnunar, sem fluglist- in hefir náð, var ekki hægt að hugsa sér en þann, sem nú er feng- inn hér á landi. Morgunblaðinu er það ljúf skylda, að mínnast mannsins, sem fyrstur varð til þess að kanna loft- vegu hér á Islandi. Það var happ, að einmitt bann varð til þess að koma bingað fyrstur allra flug- manna, því tæpast er unt að hugsa sér betri merkisbera fluglistarinn- ar en einmitt hann. í'itpí. Faber er kornungur mað- ur, ekki hálfþrítugur enn. Þó er hann gamáll flugmaður. í júlimán- uði 1915 byrjaði hann að fljúga. Þá voru Bretar sem óðast að auka flug^her sinn, því í ófriðarbyrjun var hann mjó'g IítiII. Til vígstöðv- anna fór capt. Faber í desember sama ár og tók þá til óspiltra mál- anna. Tæpum tveim mánuðum síðar lenti hann í viðureign, sem nærri hafði riðið bonum að fullu. Hann fékk kúlu í fæturna og brotnaði annar. Capt. Faber var þá við ann- an mann í vélinni. Þegar hann varð fyrir skotinu, var hann í 7000 feta hæð. Hann milsti sem snöggvast meðvitundina af sársaukanum, en þegar hann rankaði við sér aftur, voru ekki nema 1500 fet til jarðar. Hann var staddur yfir vígstöðvum Þjóðverja og nál. 40 kílómetra leið heim til herbúða Breta. Komst bann þó slysalaust heim, en var veikur hér um bil beilt ár á eftir. I aprílmánuði 1918 særðist capt. Faber aftur, en ekki eins stórvægi- lega- Var hann þá aleinn í vél sinni með 3 hríðskotabyssur og varð fyr- ir skoti neðan af jörðunni. Lá hann þrjár vikur í sárúm, en fór ekki í ófriðinn aftur. Hann gerðist þá flugkennari í Bretlandi. í ófriðnum skaut hann niður fimm þýzkar flugvélar og þá sjöttu veit hann ekki um, hvort hún féll niður eða gat bjargað sér undan, því hún hvarf sjónum. Síðastliðið vor var stofnað nýtt flugfélag í Danmörku, með því markmiði að koma á reglubundn- um flugferðum þar innanlands og til nágrannalandanna. Flugtæki Dana eru orðin á eftir tómanum, því þeir haf a ekki getað f engið nýj- ar vélar að á stríðsárunum. Þetta nýja flugfélag sneri sér til Breta og fékk capt Faber, sem eins og kunnugt er er af dönsku bergi brot- inn, þó hann sé fæddur í Englandi, til þess að standa fyrir fram- kvæmdum. Dvaldi hann um tíma í Danmörku i vor og nú fer hann beint þangað til þess að starfa. Ætlar hann bæðí að kenna flug og velja flugleiðir, annast-kaup flug- véla í Bretlandi o. s. frv. Það var slembilukka, að Islend- ingar náðu í hann hingað. Þegar Axel Tulinius yfirdóm'slögmaður og P. A. Olafsson konsúll, sem eru í stjórn Flugfélagsins, voru á ferð í Danmörku í vor, leituðu þeir ráða hjá danska flugfélaginu. Vildi þá svo til að eapt. Faber gat orðið við málaleitun þeirra og komið hingað. Vélin komst ekki fyr en nokkuð löngu eftir að Faber og vélamaður hans, Mr. Kenyon, voru komnir hingað, vegna þrengsla á skipum þeim, sem um þær mundir komu frá Englandi. Nú hefir eapt. Faber flogið hér 146 smærri og lengri ferðir, án þess að nokkurt ó'happ hafi borið að höndum. Aldrei hefir neitt orðið að, engin varastykki hefr þuíft að setja í flugvélina. Allir ljúka upp einum munni um flugið hér, þeir vantrúuðu verða að viðurkenna, að það hafi verið alt öðruvísi og trygg- ara en þeir bjuggust við, og þeir, sem trúaðir voru á flug áður, hafa styrkst í trúnni. Enda gætu menn eins vel fundið upp á þv5 að neita að 2 og 2 séu 4, eins og að balda því fram, að flug sé hálfgildings sjálfsmorðstilraun, þegar í það er ráðist með ja'fn mikilli aðgætni og nákvæmni og fyrsti flugmaðurinn hérna hefir gert. Vegalengdin sem flogin hefir verið bér, er nálægt 1700 enskar mílur. Það er ekki löng leið að tiltölu við lendingafjölda, en far- þegaflugin voru flest stutt. Lengsta flugið var til Vestmannaeyja, með viðkomu í Kaldaðarnesi, annað lengsta að Kaldaðarnesi og Eyrar- bakka og um Olfusárbrú til Reykja- Vikur. Þá var einnig flogið til Þing- valla, Keflavíkur og Akraness. Á leiðinni þangað komst flugvélin í mestu hæð, sem flogið hefir verið í hér á landi, nál. 7000 fet.----------- Það er sagt að fáir eiginleikar séu flugmönnum nauðsynlegri en rólyndið. Menn þurfa naumast að sjá capt. Faber nema sem snöggv- ast til þess að sannfærast um að hann hefir þann eiginleika til að bera. Hægðin og stillingin skín út úr honum, og það er ekki að sjá, að ógnir stríðsins og æfintýri hafi getað komið honum úr ja'fnvæginu. Fíamkoma hans vekur svo m'kið traust, að sjaldgæft er um jafn unga menn. Nú er hann á förum héðan aftur. Allir þeir, sem unna fluglistinni framfara á þessu landi, munu óska þess einum rómi, að þeir sem á ef tir koma í fluglistinni, meg"i taka capt. Faber sér til fyrirmyndar. Því hún verður ekki betri kosin. Hugheilar óskir fylgja honum héðan. Og við fararóskirnar teng- ist vonin um að vér megum bera gæfu til að sjá hann hér aftur. Það skyldi engan undra þó það bæri við einn góðan veðurdag næsta sumar, að hann kæmi alt í einu þegjandi og tiltölulega hljóðalaust fram úr skýjunum og tylti sér nið- ur á flugvöllinn. Og er hann væri spurður frétta, mundi hann svara, eins og ekkert væri um að vera: — Eg kem frá Skotlandi í morg un! UI^]|^]I111 mt^ii^l!! 4 skrifstofuherbergi 1 óskast ti! 1. okt. næstk. A. ¥. á. m 111 Dagmar drotning. Fregnir þær, sem gengið bafa um örlög keisaraættarinnar rúiss- nesku síðan byltingin varð þar í landi, eru harla sundurleitar og Gvendareyjar i Skógarstrandarhreppi fást til kaups og ábúðar i fardögum 1920, Nánari upplýsingar um jördinas svo og um verð og borgunarskilmdla, fást hjá undir- rituðum eiganda eða hetra Guðm. J. Breiðfjðrð, blikksmið í Reykjavík Þeir, sem sinna vilja þessu, gefl sig fram í síðasta lagi fyrir októbermánaðarlok n. k. Gveodareyjam, 20 ágiist 1919. Guðm. Guðmundsson. Nýja skóhlífaviögerðastofan Miðstræti 3. Athygli almennings skal vakin á því, að eg undirritaður tek að mér allskonar viðgerðir á guœmistigvélum og skóhlífum. Vönduð vinna! — Pagurt útlit! Margra ára æfing í þes'ari iðn í útlðndurr. Vinnustofa í Miðstr. 3 Virðingarfylst Halídór Þöiðarson, Mýr figiiffakkí til sölu með tækiíærisverði. Tíl sýn- is á algr Morgunblaðsios, margvíslegar. Menn hafa þó þózt sannfærðir um þaS, að Nikulás keisari hefir verið myrtur. En aft- ur eru sagnirnar um mtorð hans á ýmsa lund. Herma sumar, að börn hans og drotningin hafi verið myrt um leið og hann, en sumar segja, að hann einn hafi verið drepinn og banadægrinu sent konu sinni kveð.juorð. Þá kv.eðju hafa flest blöð heimsins flutt. En nú nýlega hefir einn af fyrverandi hirðgæð- ingum Nikuláss stórfursta látið orð falla á þá leið, að allar sögurnar um morð keisarans væri uppspuni; en það væri að eins Dagmar keis- araekkja, sem gæti géfið heiminum réttar upplýsiiigar í því máli. Dagmar drotning hefir a'<5 und- anförnu verið í Englandi og birt- um vér hér mynd af henni og Alex- öndru drotningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.