Morgunblaðið - 28.10.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1919, Blaðsíða 2
ð MORGUNBLAÐIÐ JL 3X&.23&23A3t£St&3ÍA. MOBGUNBLAÐIÐ Bititjóri: Vilh. Firuien. Eitatjórn og afgreiðsla í Lækjargötu 2. Sími 500. — Prentsmiðjusími 48. Kemnr nt alla daga viknnnar, að mánndögum nndanteknnm. Bitstjórnarskrifstofan opin: Virka daga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. Afgreiðslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilað annaðhvort 6 afgreiðsluna eða í ísafoldarprent- smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga að birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá að Öllum jfanaði betri stað í blaðinu (á lesmálssíðum), en þær sem síðar koma. Auglýsingaverð: A fremstu síðu kr. 200 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum aíðum kr. 1.00 cm. Verð blaðsin3 er kr. 1.50 á mánuði. »t» -<s-vpi--vxs--v}s-vt4-T’»TS''S,J«'Vrirvjv»pr-*pr Vinnubrögð, dýrtið o. fl. Eftir iSveinbjörn Egilson, ritstjóra. III. Framh. Við erum öll ánægð með sjálf- stæði íslands og ættum nú að liald- ast í hendur til þess að það gæti orðið oss til sannrar gleði. pað ger- um við ekki meðan við vantreystum liver öðrum og berum kala hver til annars. Hér er heill allrar þjóðar- innar í húfi, þegar hin uppvaxandi kynslóð, börnin okkar, fá ekki þá fæðu, sem viðhaldið getur kröftum þeirra. pau úttauguð af lélegri fæðu og skjóflausum klæðnaði eiga að taka við störfum af okkar, og lélegur verður vitnisburðurinn okk- ar í gröfinni, þegar þau fá að vita hvernig við höfum farið með þau og ekki batnar hann, komist þau að því, að þau voru svelt af stífni okk- ar, þráa og að við vorum ekki þeir menn að reyna að komast fyrir or- sakir hvers vegna þetta þurfti að vera svona, og reyndúm ekkert að lagfæra það. Vorum það stórir að við gátum ekki í bróðerni talað sam- an um hlutina. , Hér er talað um eyðslu, leti og að menn eigi að reyna að spara. Eyðslan kemur af því, að nú þurfum við að gefa 1 kr. 55 aura fyrir kjötpundið, sem áður kostaði 20 aura o. s. frv. Um leti er talað þegar þjónustu stúlkur ekki fást í vist, og auglýsingar eru margar í blöðunum. pjónustustúlkur eru líka fólk, sem vilja hafa sitt fyrir sig, en sumstaðar þar sem þær ætla að ráða sig, vantar herbergi fyrir þa:r. Kemur slíkt til af þrengslum. sum- staðar af hinu nýmóðins bygging- arlagi, þar sem stór hús eru smíðuð þannig, að hvorki er hugsað unl klæðaskápa, geymslu eða herbergi fyrir þjónustu stúlku, sem þó er þess virði á heimili, að alt þykir ó- mögulegt fáist hún ekki. Hvar á sparnaður að koma fram hjá þeim, sem alt sitt líf hafa reynt að kom- ast af með hið allra nauðsynlegasta. A hverju á að byrja þar? Pað er satt að margir sem pen- inga hafa milli handa fara illa með þá, en eins og áður er getið þá þarf tíma til þess að heil þjóð læri að fara vel með aurana og síðan þeir komu í almennings hendur eru að eins liðin 10 ár. En eitt verður að varast hér, því það hefir mörgu verkfallinu komið á stað í útlönd- um og það er, að þeir sem ríkir eru eða ríkir þykjast vera flotti sig ekki of mikið framan í fátækt verkafólk það sem vinnur fyrir aðra eða þá— því með því gefa þeir þær títu- prjónastungur, sem verði þær slmtg ur margar geta orðið að þeim sór- um, sem æsa verkalýðinn upp svo vjð eltkert verður ráðið. petta rita eg til þess að reyna að fá menn til að athuga hvað hér er að gjörast. pað verður að athuga öll mikilsvarðandi mál frá fleiri hliðum en einni og þar eð hér er að ræða um hvort gönuhlaup það, sem nú er háð eigi að halda áfram eða að tilraunir verði gerðar til þess að koma betri skilningi og sam- komulagi meðal landsmanna, þá væri óskandi að fleiri og mér snjall- ari menn vildu koma með tillögur um hvernig bezt yrði fram úr þessu núverandi ástandi ráðið. Hér eru stjórnvitringar og hagfræðingar, þeir eru mennirnir, sem treysta má til þess að finna meðul þau, sem eiga við meinunum. Höfuðstaður landsins fengi ekki verra mein af nokkrum hlut en því, skyldi svo fara, að botnvörpuútgerð liætti hér, vegna álaga þeirra, s<‘m búið er að klína á þá atvinnugrein. pá væri ó- hætt að fara að blaða í sálmabók- inni, til þess að leita að útfarar- sálminum. Ollum bæjarbúum eru kunnug þau þrengsli, sem eru í bænum og að íbúðir margra eru það kaldar og þröngar, að til vand- ræða horíir. prátt fyrir þetta er ókunnu fólki hleypt iun eftirnótum. Eg hef spurt þá að því, sem án efa vita, hve lengi innflutningur þessi gæti lialdið áfram og fengið þctta svar: Reykjavík er borg og engum verður bannað að flytja hingað.“ Reykjavík hefir stjórn, og sú stjórn virðist mér eiga að fara að líkt og skipstjóri á skipi, sem verður að vita hve margt fólk er á því, til þess að ákveða matarbirgðir sín ar og ekki hleypa fleirum á skip en rúm leyfir. Ilver skipsmaður hefir heimtingu á svo og svo miklu rúmi fyrir sig. Island er líkt og skip að því leyti að það er úti í reginhafi, það verð- ur að fá flestar nauðsynjar úr landi (meginlandinu) og komi upp pestir í öðrum löndum, verður að draga upp sóttvarnarfánann og enginn má hafa samneyti við landsmenn, þess vegna skilst mér svo, að þeir sem stjórna bænum, verði ávalt að þekkja matvælabirgðir hans og gjöra sér ljóst hvort þær séu í sam- ræmi við mannfjöldann, sem hér býr. Eitt af því allra nauðsynlegasta er mjólkin. Ilana verða börn og sjúklingar að fá, en hveruig er sá skamtur nú? Reyndar er ekki glæsi- legt að þurfa að kaupa mjólk hér fyrir 90 aura líter, sem kostar 52 aura suður með sjó, en reyna verð- ur þó að halda lífi í krökkunum og veikir verða að fá eitthvað til að nærast á. Framandi fólkið á einnig börn og getur orðið sjúkt. polir magn þessarar vörutegundar að árlega sé bætt við íbúatölu bæj- arins ? pað er fínt nafn að heita borg, en þar eð svo margt er ófínt hér, mundi það lílið skaða, þótt titlinum væri slept og tekið upp skipslagið, að hleypa ekki fleirum inn í káetu íslands en svo, að þeir hefðu það rúm, sem háseti á fiskiduggu á heimtingu á. Með því lagi mætti halda káetunni hreinni og í standi og forðast það að hún með réttu mæíti kallast ruslakista. Austurríki ogupptökófriðarins Ríkisráðið í Wien 7. júli 1914. Feikna athygli hafa þær vakið uppljóstranirnar um gjörðir ríkis- ráðs Austurríkis í júlí 1914. Meðal skjala þeirra, sem gefin hafa verið út, er fundargjörð rík- isráðs Austurríkis og Ungverja- lands 7. júlí 1914, þar sem sam- þykt var að herja á Serba. Halda nú þýzk blöð því fram, að sökinni sé hérmeð velt af hinu marg-um- talaða þýzka krúauráði í Potedam 5 júlí 1914, og yfir á þennan aust- urríska ríkisráðsfund. „Stundin komin.“ Af fundargjörðinni má sjá, að Berchtold greifi utanríkisráðherra Aulsturríkis hafði haldið ræðu,, þar sem hann sagði að nú væri stundin komin til þess að drýgja dáð og gera Serba óskaðlega fram- vegis. Umræðurnar um þetta efni hjá stjórninni í Berlín hefðu geng- „Þýzka stjórnin verður að leggja það til mjög eindregið, að stjórn Austurríkis og Ungverjalands taki við tilboði Breta um heiðursfull- nægjandi málamiðlun. Það mundi vera mjög erfitt fyrir Austurríki og Ungverjaland og Þýzkaland að hafna slíkum kjörum.“ Við þessu hafði Berchtold greifi ekki gefð neitt ákveðið svar, heldur þvert á móti reynt að sannfæra Tisza greifi, Franz Josef keisari og Berchtold greifi. pað virðist nú svo, sem dálítið sé farið að létta því myrkri, som hvílt liefir yfir upptökum ófriðarins og nú eru menn farnir að sýna fram á það með rökum hverjir efgi sökina. Maðurinn sem böndin berast nú mest að er Berchtold greifi, sem var utanríkisráðherra í Austurríki 1914 Hann er talinn að hafa ráðið mestu á fundinum sæla, er Franz Jósef var neyddur til að skrifa undir ófriðarboðin til Serba. Annar mað- ur sem talinn var valdur ófriðarins Tisza greifi, sem myrtur var í fyrra, hefir reynzt sýkn sakar. Hann réði eindregið frá ófriðnum á fundinum 7. júlí 1914. ið mjög að óskum. Bæði Vilhjálm- ur keisari og Bethmann Hollweg hefðu lofað ótakmörkuðum stuðn- ingi, ef Austurríki lenti í stríði við Serba. Greifinn var reyndar ekki í neinum. efa um það, að stríð við Serba mundi um leið verða stríð við Rússa. En þá var ekki annað en að reyna að verða fljótari til að ná yfirtökunum. Tisza greifi mótmælir. Tisza greifi, sem þá var forsæt- isráðherra Ungverja, kom fram með ýmsar athugasemdir og mót- mæli gegn Berchtold. En Berch- toid svaraði og sat við sinn keip. Sömuleiðis talaði Stiirgkh for- sætisráðherra á þá leið, að hér lægju fyrir ástæður, sem þvinguðu Austurríki til að segja Serbum stríð á hendur. <— Tisza greifi hreýfði aftur inótmæliim sínum, en Krapotkin hermálaráðherra tók í hinn strenginn, mælti fast með stríðinu og heimtaði að strax skyldi senda herúthoð, án þess þó að til- kynna nokkuð opinberlega um það. Sturgkh talaði aftur og lýsti fyrir- ætlunum sínum viðvíkjandi Serbíu. Það ætti ekki að leggja hana alla undir Austurríki, heldur að eins nokkurn hluta hennar, en gera Serba að öðru leyti hernaðarlega háða Austurríki. Reka skyldi kon- ungsættina Kara'georgewitch frá völdurn og setja í hásætið annan konung. — Tisza greifi talaði í þriðja sinn og varaði við því er af þessari stríðssögu gæti hlotist. En Berchtold hélt fast við sitt áformog lagði áherzlu á að hér yrði að vinda að bráðan bug. Málamiðlun Breta. Fleiri skjöl hafa verið opiníieruð en fyrnefnd ríkisráðs-fundargjörð, og samkvæmt frásögnum þýzkra blaða, er hafa séð þessi gögn, hefir Berchtold sent stjórninni í Berlín mjög ónákvæma skýrslu um úr- slitakostina, er hann hafði sett Serbum, sem og voru sniðnir til þess að ekkert undanfæri væri fyr- ir þá til að sleppa undan stríðinu. Þá þykir og austurríkski sendi- herrann í Berlín hafa þjónað hem- aðarhug Berchtolds fulltrúlega, með því að skjölin sýna, að hann hefir sent til Vínar fremur ófull- kominn útdrátt úr málamiðlunar- skjali Sir Edwards Grey, og þar með gefið Berchtold ástæðu til að gefa jafn ófullkomið svar. Sagt er einnig að þýzka stjórn- in hafi sent stjórn Austurríkis svo- hljóðaudi ályktun viðvíkjandi mij5Iun Breta; > * Franz Jóseí keisara um það, að Þýzkaland væri stríðs hvetjandi. Hlutleysi Englands. Viðvíkjandi hlutleysi Breta, sem Þjóðverjar höfðu trúað á svo fast, gefa skjölin þessar upplýsingar. — Szechenyi greifi, sendiherra Austurríkis í Kaupmannahöfn, sendir stjórn sinni þá fregn 27. júlí 1914, frá danska sendiherranum í Petrograd, að Bretakonungur hafi í skeyti til Rússakeisara sagt að Bretar mundu sitja hlutlausir hjá ef til stríðs kæmi milli Þjóðverja og Rússa. I skýrslu sinni 30. júlí segir sami sendiherra að hann hafi fengið vit- neskju um að 48 klukkustundum eftir að fyrra skeytið kom, hafi nýtt skeyti komið til Petrograd um ]>að að Bretar hafi breytt afstöðu sinni og muni þeir ekki sitja hlut- lausir, heldur veita Frökkum og Rússu'iu vígsgengi. — Sem kunnugt er höfðu Þjóðverj- ar þá skoðun, að pólitík Breta væri sú að sitja jafnan hlutlausir hjá svo lengi sem auðið væri á meðan aðrir berðust. Hafa þeir því trúað betur fyrra skeytinu en skoðað hið síðara sem að eins hótun. Álit blaðanna. Það er álit blaðanna, ejnkum í Þýzkalandi, að þessar upplýsingar séu hinar beztu og áreiðanlegustu, sem komið hafa um upptök ófriðar- ins. Segja þau, að ekki hafi verið hægt að gera þær opinberar fyr en nú, að friður var saminn. Að vísu munu þessar upplýsingar engu fá breytt um það, sem ákveðið er í friðarsamningunum, en þýzk blöð Vona þó að þær verði til þess, að ekki verði kastað eins þungum steini á Þýzkaland og áður var, og ástæða sé til að sýna því meiri sanngirni og eftirlátssemi við fud- nægingu friðarkostanna. — Blöð núverandi stjómar Þjóð- verja fara þó mjög hörðum orðum um keisarastjórnina, og segja að hún hafi hagað sér í þessu máli eins og ómyndugur ræfill, sem ekki hafi 'haft hugmynd um þá ábyrgð, sem á henni hvíldi. Notið DEiiCOLIGHT Leikföng Bazar Bazarinn er áður var á Laugavegi 5» ev fluttur á Laugaveg 12. Til þess að rýma fyrir nýjum vörum, verða fyrirliggjandi b i r g ð i r af leikföngum o. ð. selt með 10-20% afslætti. Munið Laugaveg -nr. 12 Þunylega hoitir. Örvæntingarbarátta Tímans. „Tj'ininn“ og tagllinýtiugar lians höfðu ætlað sér að vinna frægan sigur við þessar þingkosningar. peir þóttust liafa því mannvali á að skipa, að sér væri kosningasigur vís. pað átti að hafa „Tíma“-ber- serki í kjöri í hverju einasta kjör- dæmi. Um livert einasta þingsæti átti að he.yja hina hörðustu bar- áttu. Én hvernig fór ? Aldrei síðan 1874 hafa jafnmarg- ir þingmenn verið sjálfkjörnir. í 9 kjördæmum af 25 fékst enginn gagnsækjandi. Og af þessum 9 þingmönnum á „Tíma‘ ‘ -flokkurinn ef til vill einn þingmann eða brot úr þingmanni. pað er alt og sumt. Meiri ófarir hefir aldrei neinn flokkur farið liér á landi. Aldrei hefir neinn flokkur verið svo heill um horfinn og fylgislaus, að hann h.afi orðið að sleppa 8 þingsætum gagnsóknarlaust. En þar með er ekki öllu lokið. Ein ógæfan býður annari heim. pví að nú kvisast það úr hverju kjör- dæminu af öðru, að „Tíminn“ telji sér menn, sem lionum eru alls eigi fylgjandi. Er það kátbroslegt, að sjá Jiann berjast með knúum og knefum fyrir þá menn, sem afneita öllum hans boðorðum og öllu lians athæfi. Barátta „Tímans“ er því örvæntingarbarátta. Til þess að reyna i»ð leyna fylgisleysi sínu kastar hann eign sinni á hina og aðra menn. Hann er eins og smal- in'n, sem eignar sér féð, þótt enga eigi hann kindina. pað er þó of mikið sagt, að liann eigi enga kindina. Hann mun „eiga“ tvö þingmannaefnin. En þar ber enn að sama brunni með siysnina. Menn þessir eru þeir Benedikt Magnússon í Tjaldanesi, sem sendur er til höfuðs Bjarna Jónssyni frá Vogi, og Vigfús Guð- mundsson, sem sendur er til höfuðs Magnúsi Péturssyni. En eins og kunnugt er, hefir „Tíminn“ lagt sérstakt hatur á þá Bjarna og Magnús og því ekki nema eðlilegt að hann sendi sína beztu menn gegn þeim. En það er af Benedikt að segja, að hann er maður svo illa máli farinn, að senda þurfti sér- stakan „túlk“ vestur í Dali til þess að skýra kjósendum frá stefnu og skoðunum hans. Var til þess val- inn sjálfur höfuðpaurinn, sem hef- ir verið á bak við alt að undan- förnu. Má nærri geta hvers honum hefir þótt við þurfa, er hann dró sig nú fram úr myrkrunum. En Dalamenn eru ekki eins hrifnir og ætla mætti, eða svo virðulegur lieimsækjandi verðskuldar. Virðist ] eim sem Benedikt sé með þessu sýnd lítilsvirðing og augljóst að liann sé ekki talinn sjálfbjarga af sínum flokki. Pykir þeiin eigi fýsi- legt að senda þann mann á þing, sem af sínuin ílokki er eigi talinn sjálfbjarga heima í héraði. Um Vigfús er það að segja, að hann hefir ferðast um Strandir að undanförnu og komist langt norð- Estey heimsfrægu Piano. Fyrirliggjandi með heildsölu- verði. Til sýnis hjá G, Eiríkss, Reykjavík. Einkasali á íslandi fyrir E s t e y. ur. Hafa Strandanienn sýnt honum gestrisnu og greitt för lians eftir mætti — meðfram ináskc til þess að losna sem fyrst við liann aftur.llafa þeir lítt viljað leggja eyrun við skrafi hans og alls eigi gefið þess neinn kost að koma á fund með lionum. Ilefir því alt verið tíðinda- laust í för hans. í gær (mánudag) liafði hann þó von um að geta hald- ið þingmálafund að Bæ, því að í Bæjarsveit eru allflestir meðmæl- endur hans. Fleiri inunu þó hafa a.tlað að koma á fundinn, því að ýmsum norður þar var forvitni á að vita hvaða fjögur kjördæmi það eru, sem hafa skoráð á hann að gefa kost á sér til þingsetu (sbr. grein V. G. í ,,Tímanum“). pykir Strandamönnuin það kynlegt að vonum, fyrst manninn langar á þing, að hann skuli hafna fjórum kjördæmum, þar sem haun var viss, og leita norður í kuldann þar. Vor- kenna þeir honum og, gömlum manninum, að liann skuli nú, þeg- ar allra veðra er von, hafa lagt upp í þetta erfiða ferðalag. þetta er þá að segja um máttar- stoðir „Tímans“. En svo má geta þess, að á laugardaginn var haldinn þingmálafundur á HvammÍtanga í llúnavatnssýslu og þykja það tíð- indi til næsta bæjar, að þar höfðu þeir Jakob Líndal á Lækjamóti og Guðmundur Ólafsson afneitað „Tímanum“ og stefnu hans, sér- staklega þó Jakob. prátt fyrir alt. prátt fyrir það þótt „Tíminn“ telji sér hann með húð og hári Og fyrst svo er um hið græna tréð, hvernig r.un þá fara fyrir hinu visnaða? Sáttamerki. Síminn hefir flutt þá fregn, að Bernstorff greifi muudi eiga að verða sendiherra pjóðverja í París. En samkvæmt síðustu blöðum er þetta ekki rétt. Matin segir að Bemstorff eigi að verða sendiherra í Róm. Echo de Paris segir aftur að iranska stjórnin muni hafa auga- stað á Dutasta, aðalskrifara friðar- ráðstefnunnar, sem sendiherra í Berlín. Bernstorff greifi er náfræudi Brokdorff-Rantzau. Var hann eins og kunnugt er sendiherra pjóðverja i Washiugton áður. Ilann var hinn öflugasti andstæðingur kafbáta- hernaðarins ag tók sér ferð á hend- ur til Pýzkalands itl þess að reyna að koma í veg fyrir friðslit milli Bandaríkjanna og pýzkalands. En sú för fór þannig, að hann fékk ekki einu sinni áheyrn hjá Vil- I jálmi keisara. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.