Morgunblaðið - 23.01.1920, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1920, Blaðsíða 1
7. árg., 64 tbl. Fðstudag 23. {anúar 1920 IsatoIdarprentsmiO'l» ggg GÁMLA BIO MMHfl LlðERTY VI. kafli (6 þættir) Sýndur í kvðld kl. 9 Gætið þess! að fylgja aefintýri L’.beitys og engn úr að sleppa. ■OAKLAND bifreiðar og SUPER- TON flutningabifreiðar, (bera iy2 tonn), ásamt allskonar vara- hlutúm ti'lheyrandi, væntaniegar með næstu skipum. Kaupendur beðnir að finna mig að máli hið fyrsta. G. EIRÍKSS, Reykjavík. Einkasali a Islandi. Húsakynni. Eg hcfi oft lnigsað um húsakynn- in okkar Islendinga, og ekki mínst síðan eg 'kom út íheiminn og las og sá, hvernig aðrar þjóðir höguðu sér í baráttu við fátækt, slæm hús og óiþrifnað. Þegar eg lít til baka, þangað sem eg var 10—14 ára, fer um mig hroll ur. Ekki af því að eg fyndi þá nokk nð til vansælu vegna slæmra húsa- kynna, heldur vegna þess, að hafa lifað mín æskuár í iþvílíkum húsum. Eg man þó eftir atvikum, sem voru cnotaleg og vö'ktu blygðun hjá mér, þótt ungur væri. Svo sem íþegar presturinn kom í húsvitjan og var .aí kvarta undan þröngu og löngu göngunum, með kúlótta gólfinu. Eg óskaði líka oft eftir, að við hefðum eins fínt og fallegt hús og kaupmað urinn niður við sjóinn. En svo sá eg, að margir aðrir höfðu sömu hreysin yfir höfðinu, já, kanske miklu verri. Eg man eftir, að eg var oft kvef- aður, oft með frostbólgu í kinnun- um, oft með kaldar fætur. Eg man eftir að íþað lak ofan í sænginamína á nóttunni þegar rigning var.. Grólf- ið í baðstofunni var aðeins moldar- gólf. Gömúl brjóstveik kona notaði holu í því til að hrækja í, þvert á móti áminningum móður minnar. Hurðin saggaði og myglaði að inn- an, þó göngin væru á að gizka 20 metrar á lengd. Kuldastrokan stóð inn eftir þeim og mætti mannshitan um við baðstofuhurðina. Til þess að halda hita í baðstofunni á veturna, var eldavél sett niður og allur mat- ur soðinn inni.Til þess að hafa næði við kverið mitt varð eg að sitja í fjósinu dag eftir dag. Fjósið var notað til margs á veturna. Þar var hlýtt og notalegt. Eg man sérstak- 'lega eftir, að eitt sinn, er við bræð- ur tókum hið árlega bað — jóla- baðið — að þvottabalinn valt með mig í flórinn. Eg man líka, að það var — og er enn — notað sem allra „prívat“ á vetrum. En fljótlega gat faðir minn bygt upp baðstofuna. Sú gamla var rif- in og önnur, 12 álna löng og 6 álna Lreið, var bygð. Það þótti stórhýsi, og þegar hún var fullgerð, var slegið upp „balli“. En fljótlega var þetta stóra og góða hús úr sögunni. Eftir 6 ár voru þiljurnar fúnar og þakið lak, svo faðir minn varð að byggja að nýju. Eg man eftir, að þessa baðstofu, 6 álna breiða og 12 álna langa, höfðum við 12 og 14 raanns fyrir dagstofu, borðstofu og svefnherbergi. Undir loftið voru tæjiar 3 álnir. Til þess þó að fá svo- lit'la loftræstingu, man eg að faðir minn boraði tvö göt á hvern glugga póst, sem alls voru 4. Og eg raan eftir franrhúsunum, og þó sérstak- lcga eftir búrinu — þar fékk eg oft góðan bita. En mér blöskrar, að þar skyldi vera til góður matur. Búrið — þar sem öll matargeymslan var, og þar sem matreiðslan fór fram — var réttur og sléttur torfkofi, óþilj- aður; fúaraftarnir héngu niður úr þekjunni. Þó ílátin væru þvegin og þurkuð oft á dag, var þar ætíð myglulykt. Til varnar gegn því versta, voru gömul „Norðuílönd“ fest. með trénöglum innan á torf- veggina. — Og eg man svo margt margt fleira þessu líkt. Mér blöskr- ar að við skyldum geta lifað í þess- um hreysum, svo þröngum og dimm um, fullum af raka og kulda. Jú, við lifðum betur en margur annar í þeirri sveit, og þó víðar vami leitað. Það voru og eru enn fjölskyldur upp til sveita. í kaupstöðum og sjó- þorpum á íslandi, sem búa í enn þrengri, dimmri og rakari húsum. En nú vil eg spyrja: Getur nokk- urt land búist við að ala upp dug- lega, kjarkgóða og siðprúða þjóð í svona híbýlum? Allir, sem þekkja annað betra, munu svara: nei. Eftir að hafa verið þrjú ár í út,- löndum, heimsótti eg vini mína og vandamenn síðastliðið sumar. Eg sá sömu kofana og áður en eg fór að heiman, hvern öðrum niðurníddari. En langmest blöskraði mer þó á- standið á einni vel metinni kirkju- jörð. Kirkjan var að vísu nýbygð úr tré, og ein af þeim betri sem eg hefi séð á íslandi. En bærinn var gamall, niðurníddur torfbær. Bæj- ardyrnar voru lágar, niðurgrafnar og óþiljaðar. Göngin svo lág og þröng, að mér fanst eg leggjast saman þegar eg gekk inn eftirþeim. Með öllu gluggalaus 'lágu þau eins og eitt voðalangt spumingarmerki inn að baðstofunni. Eftir að hafa gengið í gegn um tvær baðstofu- kytrur, kom eg loks inn í hús þeirra hjóna, sem eg heimsótti. Á jörðinni var tvíbýli. Önnur hjónin með 9 eða 10 börn. Hin með tvo ómálga drengi. Alls var heimilisfólkið 18 eða 20, sem varð að hrúgast saman í þessum óvistlega bæ. Eg þekti vel yngri konuna — þá sem hafði tvo ómálga drengi á höndunum. Hún var nýgift, rjóð og þýkkleit þegar •eg fór að heiman. Nú, þegar eg kom aftur, var hún flutt í þennan voða- bæ. Roðinn var horfinn og fjörið dofnað. Drengirnir hennar voru að M.b, HERMÓBUR er til sölu ásamt öllum veiðarfærum, sem honum fylgja, eða án þeirra. Bitnum fylgja mikil og nýleg veiðarfaeri svo sem: mikið af uppsettum fiskilínum, slldarnet, trossur, snurpunót o. fl. Lysthafendur sendi tilboð sín, um kaup á bátnum, með veiðarfær- um eða án þeirra, til undinitaðs fyrir 28. þ. m. Reykjavík 22. janúar 1920. Pétur J. Thorsteinsson, Hafnarstræti 15. vísu efnilegir, en fölir og oft kvef- aðir, sagði hún. Eg kvíði svo fyrir yetrinum, því þá get eg ekki verið úti með þá, bætti hún við. Hver ber ábyrgðina á, að þessi og margar aðrar ungar og myndarlegar kon- ur verða að ala börnin sín upp í þvílíkum húsum? Eg vil segja mannfélagið. ís- lenzka ríkið ber ábyrgðina. — Ef börnin lifa og verða hraust og dug- andi, verða þau rikisins stoð og síytta. — Ef þau deyja eða verða heilsulaus, er það þjóðarinnar tap. Það gekk í gegnum mig, er konan sagði: „Eg vi’ldi aðeins að guð gæfi mér ekki fleiri börn. Það er nóg að eiga á hættu að þessir tveir drengir verði að aumingjum‘ ‘. Já, féð vantar. En hve lengi verð- nm við ekki að bíða eftir, að ahnúg- inn á fslandi af eigin rammleik geti bygt upp bæina sína og húsin? Og hversu marga meðlimi þjóðarinnar hefir ekki tæringin tékið áður ? Robert Koch, finnandi tæringar- bakteríunnar, sagði í sínum síðasta fyrirlestri: „Tæringuna er aðeins hægt að yfirvinna með gagngerðri endurbót á híbýlum manna“. Og úr öllum áttum sanna skýrslurnar orð hans. Wien, sem hefir 55 íbúa í hverju hiisi og víðkunn fyrir slæm og þéttbýl hús, offraði eitt ár 47 manns af hverjum lOOO.EnLondon, sem fyrir nokkru hefir byrjað að byggja nýtízku bæjahverfi með görðum umhverfis húsin og hefir til jafnaðar 8 manns í húsi, sleppur með 24 dauða af hverju 1000. Merkur prestur í nánd við Krist- janíu skrifar meðal annars: „Heim- ilið, gott og hamingjusamt heimili, er manneskjunnar stærsta orð“. Um alla Evrópu er nú safnað skýrslum af ýmsu tagi viðvíkjandi híbýlaástandinu. Ein þeirra lítur svona út: íbúar 1 Óskilget- hvorju in hörn hú i af 100 London .8 4 Stavanger 10 5 Bergen 16 8 Trondhjem 17 14 Berlín 32 16 Kristjanía 36 17 París 36 20 Petrograd 52 26 Wien 55 51 Hvar í röðinni verður okkar höf- uðstaður? Hér höfum við litla en glögga skýrslu frá Englandi, sem sýnir hver áhrif slæm húsakynni hafa á vöxt baran: CD ö 'S a> ö CJQ OTQ Ö S a> W. Ö po & O O 3 a> ö s Á2 ö ÖQ o r*- < W p <s •f ö- o o 3 ft> Þ tö o £ I <1 05 M ^ 05 , C£> 03 50 Ol P' V 'bx "o g 4^ ui ^ 01 00 JJt JO -3 to 'CT3 "CO ^00 O g OI 05 Ol 05 O CO tO 05 h- O h-1 h-1 05 hi P 05 -5 05 [T Oi W P W "m "to 'œ g' s» Þyngdin er í •ens'kum pundum. Bourneville er nýbygður garða- bær. St. Bartholomen er gamall og þéttbygður hluti af'London. Hvernig er það með vöxt ís- íenzku barnanna uppi í sveit og í Reykjavík? Ef við lesum um og athugum hvafe aðrar þjóðir gera til að athuga sitt byggingaástand,getum við ekki lcngur setið hjá án þess að stinga hendinni í vorn eigin barm. Vér þurfum að rannsaka hvort eig ið híbýlaástand. Mæla hvem kofa sem búið er í. Telja íbúana. Vita hve margir eru húseigendur og hve margir leigjendur. Yið þurfum að fá læknana til að segja okkur hvað- an flestir sjúklingar koma, umfram alt tæringarveikt fólk. Við getum verið viss um árangurinn. Reykja- vík mun vanta mörg hundruð hús og f jöldinn af þeim gömlu eróbrúk- legur frá heilsufræðislegu sjónar- miði. Sjóbúðirnar eru óhæfar. Sveitabæirnir alt of þröngir og rakir. í beztu húsunum finnum við hraustasta fólkið og tápmestu böm- in. Allar þjóðir, sem hafa gert at- NÝfA BÍÓ Þjóðin vaknar Sjónl. 1 8 þáttum. Einhver hin allra tilkonu- mesta kvikmynd, S2m nokkru sinni hefir verið tekin. VERDEWS HíDTJL ST0RSTE » FH.MMESTERVARK Engin mynd hefir fengið annað eins hrós og þessi. Öll dönsku blöðin keptnst við að hæla henni þegar hún var sýnd í Danmörk. 18.000 menn leika í þessari mynd. Sýning byrjar i kvöld kl. 81/* og verðnr myndin sýnd öll i einu lagi. Hljómleikar meðan á sýningu stendur. Pantaðir aðg.miðar afhentir i Nýja Bió frá kl. 6—8, eftir þann tima seldir öðrum. SAXON bifreiðar, og varahlutar allskonar tilheyrandi, væntanleg- ar með skipum á komandi vori. Kaupendur beðnir að gera pant- anir í tíma. G. EIRÍKSS, Reykjavík Einkasali á Islandi. hugasemdir í þessa átt, hafa fengið sömu útkomuna. En hvernig eigum við svo að byggja og bæta úr vandræðunum, svo syndir feðranna komi semminst niður á okkur? Það er stór spurn- ing, sem að eins verður svarað eftir rækilega rannsókn á aðferðum annara þjóða á þessu sviði, og á vor um eigin lífsskilyrðum og ástandi. Sem stendur er ' eg í Skandinavín og kynnf mér svo vel sem eg get lausnir Norðmanna og Svía viðvíkj- andi hinu voðalega húsaleysi, sem pínir þá og plagar. Ef til vill get eg seinna slegið fram hugmynd,sem gæti hjálpað okkur. P. t. Drammen í des. 1919. Svembjöm Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.