Morgunblaðið - 04.02.1920, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1920, Blaðsíða 2
2 jfc' MORGUNBLAÐIÐ GAMLA BIO í eldhafi istarinnar AFrifamikilI sjón!. í 5 þáttum. Aðalhl.v. leikur Asta Nielsen 'af frábærri snild. Það miin gleðja marga að sjá þessa frægu leikkonu aftur. Asta Nielsen er frægust allra danskra leikkvenna, og frægð hennar hefir flogið um allan heim. Sýuing í kvðld kl. 9 Þingið Á morguri á Alþingi vort að. koma saman að nýju, eftir rúmra fjögra mánaða hlé. En nú þykir iullséð að eigi fara þingfundir fram ■strax, því sárfáír þingmenn eru enn komnir. Mun allur þorri þeirra ■ekki væntanlegur fyr en um næstu helgi með „Sterling“. Híð síðastá þing vár merkilegt að ýmsu leyti. Það hafði mörg stórmál til meðferðar, sem ekki varð ráðið til lykta. Það var mola- og brotaþing. Fnginn flokkur var öðrum sterkari. Það stóð í nærfelt þrjá mánuði, án þess að geta myndað stjórn. Sú, er baðst lausnar, varð að gegna stjórnarstörfum áfram og gegnir enn. Það er því eitt af hinum fyrstu verkum þingsins að koma einhverj- um í stjórnarsessinn. Hvemig það 'kann að takast, er engu spáandi um. Það er ekki kunnugt um, að 'þeir kraftar, er þinginu hafa nú bæzt með síðustu kosningum, séu fcvo eindregnir, að hægt sé að marka f jokkastyrk og flokkaskipun af því. ' Fossamálið verður vitanlega aðal 'línan, sem skiftir flokkum. En þar jenna þó fleiri saman við og koma til greina. Alþingi voru hafa bæzt margir nýir og efnilegir menn. Með þeim kemur nýtt blóð í þingið. Það ætti að vera metnaður þeirra, að standa ekki að baki þeirra, sem rýmdu sæt- ið fyrir þeim. Gangi þeir ekki feti framar en fyrirrennarar þeirra, þá eru umskiftin einskis nýt. Það væri ekki vanþörf að leggja Alþingi voru lífsreglur um eitt og annað. Því að sumu leyti virðast þær ekki vera til, eða þá gleymdar. Og hvorttveggja er jafn háskalegt. Yirðingin fyrir æðstu og helg- ustu stofnun þjóðarinnar er helzt til lítil. Þingmenn finna — sumir hverjir — tæplega til þess, að á 'löggjafarsamkomu hennar má ekk- eft og á ekkert óhreint að koma. Sé það, er verið að leika sér að f jör- eggi hennar. Og sá þingmaður, sem ekki er sér þess meðvitandi, að hann er að spinnaörlagaþræði lands cg lýðs, hann á ekkert erindi á þing /g ætti aidrei þangað að koma. Og eút ættu þingmeun að mun.a. Það er að leggja meiri stund á gildi frumvarpa en fjölda þeirra. Inn á síðasta þing dundi jafnt og þétt skæðadrífa allskonar frumvarpa, sem fæddust til þess eins að deyja, og öllum var vitanlegt, að ekkert líf áttu fyrir höndum. En þingmenn virtust haldnir af þessum leiða sjúk dómi. En það er hægt ao vinna vel á þingi, þó menn sáu ekki frumkvöðl- ( c.r margra írumvarpa, Það er hægt Úfsalan í Hattabúðin stendur aðeins yfir til 10. febr. 10—25% afsláttur á vetrarhðttum. 50% afsláttur af andlítsslöruœ. Agætar skaut&húfur seljast á 4.00 og vetrarhuíur harida börnum trá kr. 1.50 Komið Btrsx meðan ú?vallð er nóg. HATTABÚÐIN, LsufásvHgi 5. Hið'nafnfræga amerfkska Gerduft Með því að nota það, geta húsmæður fljótt og auð- veldlega bakað heima hjá sór ljúffengar og heilnæmar kökur, kex o. s. frv. Búið til úr Kremortartar,. framleiddu úr vínfaerjum. Aðeins selt í dósum og heldur fullum krafti og ferskleik til síðasta korns. Selt í heildverzlun Garðars Gíslasonar og í flestum matvöruverzlunum El Drengja Matrósahúfur og Kasketter gríðarstóit úrval — nýkomið í Brauns Verzlun, Aðalstræti 9. Skáhþing ísiendiit hefst í Reykjavík 7. apríl næstkomandi. Þátt-takendnr gefi sig skrifl. fram við hr. verzlunarm. Harald Signrðsson hjá Zimsen fyrir 3 apríl. Þátt-tökugjald er 10 kr. sem greiðist er mótið hefst. Reykjavík 3. efbrúar 1920 Stjóm Taflfélags Reykjavíkur. Vegna útfarar ólafs J. Ólafssonar konsúls, verða verzlanir okkar lokaðar á morgun. H P. Duus. í.ð vernda réttindi þjóðarinnar, þó þingmenn geri sér það ekki að skyldu, að koma með nýtt frum- varp á hverri viku. — • Störf þingsins vaxa og verða íjölbreyttari með hverjn ári sem það kemur saman. Skaðvænlegir flokkadrættir og stjórnmálaspill- ing gæti því orðið enn meira eitur nú en nokkru sinni áður. Þingmenn verða því að vera á v erði um friðhelgi og farsæld þing- starfanna. Staða þeirra er einskon- ar útvarðarjembætti. Þéir standa á varðbergi. Bregðíst þeir í þeirri stöðu, vinna þeir til óhelgi guðs og manna. Infliiepzíin Símskeyti frá Kaupmannahöfn. 'Stjórnarráðinu hefir borist eftir- farandi símskeyti frá Khöfn, dags. 2. febr. og var það svar við fyrir- spurn fi'á Sóttvarnarnefnd nm hátt- alag veikinnar: „Leitað hefir verið nmsagnar Guðm. Thoroddsens læknis og hann aftur álits formanns dönsku heil- brigðisstjórnarinnar. Að áliti þeirra er inflúensan (á Norðurlöndum) ótvíræð inflúenza og gengur vfir sem faraldur. Hefir gosið upp skyndiléga, breiðst hraðfara út og ltgst einknm á þá, sem áður hafa sloppið, en er ennþá hæði vægari og minna mannskæð en hún var síðast. Undirbúningstíminn má telj- ast 1%—2 sólarhringar og formað- nr, heilbrigðisstjórnarinnar telur því 3 daga einangrun nægilega.“ Skömmu fyr hefir Björn Sijgj- urðsson símað, að inflúenza hafi gosið upp í Bandaríkjunnrn en þá var hún ekki komin til Englands. í Svíþjóð gengur hún talsvert og í nokkrum hluta Noregs. Eftir þessum fregnum að dæma má búast við því, að veikin geti fluzt hingað þegar minst vonum varir, hvar sem aðkomuskip taka höfn. Það er því nauðsynlegt að læknar og sóttvarnarnefndir hafi strangar gætur á veikinni (og öðr- unii útj. farsóttum), að kaup'tún búi sig undir að taka á móti henni, en sveitahéruð athugi í tæka tíð hvar og hvernig hentast væri að ■stöðva veikina ef þess yrði þörf. Jafnframt er brýnt fyrir öllum að fylgja samvizkusamlega þeim sóttvarnarreglum sem gefnar hafa verið. Sóttvamarnefndin Fisksalan Morgunblaðið birtir í dag grein um fisksöluna í Reykjavík, þess eðlis, að það væri rangt að láta henni ósvarað, bæði vegna bæjar- túa og fisksalanna. Því þar eru und antekningar gerðar að reglu og gef- ið í skyn, a® fisksalar selji en bæj- arbúar kaupi fiskinn langt yfir sannvirði. Víst er það satt, að fiskurinn er orðinn dýr. En hvað er það, sem ckki kostar meira nú en áður. Hef- ir ekki úthaldskostnaður mótorbáta aíikist ? Og 'samanburðurinn við salt fisksverðið er ekki réttur. Því það verður að athuga, að dýrara er að afla nýs fiskjar hingað til bæjar- ins, en í hinum eiginlegu verstöð- nm og aðflntningur fiskjar hingað t d. sunnan frá Sandgerði er dýr. Enda mun sannleikurinn vera sá, að það borgar sig alls ekki að flytja fisk þaðan og hingað og séija hann með því verði sem nú gerist hér, uema því aðeins að bátarmr sem flytja hafi hingað eitthvert annað erindi, svo sem til viðgerðar eða hafi vísan flutning til baka. Fisk- salarnir reyna því eftir megni að sfla fiskjar á bátum, sem gerðir eru út héðan. Annars ætti það að vera leiðbein- ing í þessu máli, hversu tekist hefir þegar bærinn hefir sjálfur reynt að útvega ódýran fi'sk. Hefir það NÝJA BÍÓ Alþýðuvinur Sjónl. i 5 þáttum eftir Ote Oísen og Sophus Mlclxaelis. Myndin er tekin undir eftirliti Holger Madaens og sjálfur leik- ur hann eitt aðalhlutverkið. Önnur stærstu hlutverkin leika þau Gunnar Tolnæs, Lilly Jacobssou og Fr. Jacobsen. Til marks um ágæti mynd- ar þessarar er það, að lýðvalds- stjórnin í Þýzkalandi fyrirskip- aði að' sýna hana i öllum kvik- myndahúsum landsins. Sýning kl. 8% Pantaðir aðg.miðar afhentir í Nýja Bíó kl. 7—8, eftir þann tlma seldir öðrum. gengið misjafnlega. Og ekki hnð- ust bænum þau kostakjör síðast er hann leitaði fyrir sér um lán á skipi til fisköflunar handa bænum. Enn- fremur má benda á, að fisksalan er sömu lögum háð og önnur verzlun og þó gróði fisksalanna væri ekkí r ema tíundi hluti þess, sem gremar- höf. vill gera hann, væri það vel émaksins vert að hann eða ein- hverjir sem hann vildi ráða heflt, reyndu að gera sér fisksöluna að atvinnu. Reyndar hýst eg varla við að honum mundi fénast mjög á því eða fiskurinn falla í verði. En hann mundi máske kynnast svo málavöxt um, að ltann ritaði af meiri þekk- ingu lan fisksölumálið næst þegar liann færi á stúfana. Reykjavík 3. febrúar 1920' V. G. Hr. ritstjóri! — Ut af grein í Morgunblaðinu í dag um fisksöl- una, skal eg leyfa mér að koma með þessar athugasemdir til skýringar. Það mim láta nærri, að verðið á nýjum fiski, eins og það er nú, 60 aura kg., samsvari því, að væri fisk- urinn saltaður og fullverkaður, þá kostaði um 400 kr. skippundið, eða kr. 2.50 hvert kg. Nú kostar saltfiskur hér í 'bænum ekki nema 80 aura kg„ eins og tekið var fram i greininni, og má þá sjá mismun- inn. Engum blandast samt hngur uffl það, að betra er að kaupa nýjan fisk heldur en kjöt. Þrátt fyrir þetta háa verð, er hann eflaust helmingi ódýrari. Verð á fiski hefir „aðeins“ fimmfaldast hér (hæklcað úr 6 aurum í 30 aura pundið), en verð á kjöti hefir tífaldast síðan fyrir stríðið. Eitt kg, af kjöti kost- ar nú hér í bænum kr. 3.60—3.70. Það mun láta nærri, að það sam- svari því, að tunnan kosti um kr- 440.00, En á erlendum markaði fæst áhi ekki meira en rúmar 200 krónui' fyrir tunnuna. Ein tunna af síl^ mmi nú kosta hér um 90 krónuÞ cg þegar þess ef gætt, að litlu muii' ar á einni tunnu af síld og einii1 t tunnu af kjöti um næringargildií {)á sjá menn bezt muninn. Þess bef og að gæta, að síldin „gefur, sér“, en það gerir hvorki kjöt ne fiskur. Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.