Morgunblaðið - 13.02.1920, Síða 2

Morgunblaðið - 13.02.1920, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Atok jte.X jmt-.it*. jte.jto.ju*. ja* MORGUNBLAÐIÐ Ritstjóri: Vilh. Finsen. Afgreiösla í Lækjargötu 2 Sími 500. — Prentsmfðjusími 48. Ritstjórnarsímar 498 og 499. Kemur út alla daga vikunnar, aS mánudögum undanteknum. Ritstjómarskrifstofan opin: Virka ðaga kl. 10—12. Helgidaga kl. 1—3. AfgreiSslan opin: Virka daga kl. 8—5. Helgidaga kl. 8—12. Auglýsingum sé skilað annaShvort á afgreiSsluna eða í ísafoldarprent- smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem þær eiga aS birtast í. Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá aS öllum jafnaSi betri staS í blaSinu (á lesmálssíSum), en þær sem síSar koma. AuglýsingaverS: Á fremstu síSu kr. 3.00 hver cm. dálksbreiddar; á öSrum síSnm kr. 1.50 cm. VerS blaSsins er kr. 1.50 á mánuSi. *P'"*t* son, sagði að Reykvíkingum hefði verið rekinn löðrungur með þess- um dómi þingsins. Og kvaðst vona að allir þeir, sem þarna væru inn- an þeesara veggja, vissu hvernig þeir ættu að svara þeim löðrung. „Auðvitað setjum við Jakob Möl'ler mn. Auðvitað setjum við hann inn. Höldum á okkur hita þessa daga til kosningar með því að vinna að kosningu Möllers. Rinhversstaðar verðum við að fá hitann frá, því ekki kvað vera til mikils að leita til fósturs landstjórnarinnar: lands verzlunarinnar.1 ‘ Að lokum samþykti fundurinn í einu hljóði áskorun til þings og stjórnar, frá Bjarna frá Vogi, þess efnis að láta kosningu fara fram hér í Reykjavík ekki seinua en 17. b. m. Og skyldi hinn eini þingmað- ur Reykvíkinga, sem nú er, leggja hana fyrir þingið þegar í ‘stað. Pleiri töluðu á fundinum, þ. á m. Pétur Þórðarson alþm. Erl. símfregnir, (Frá (réttaritara Morgunblatains). Spának i veikin. Khöfn 11. febr. Spanska veikin breiðist enn út og margir sýkjast. Eru það nú til- lölulega margir sem deyja úr henni Tilfinnanlegur skortur á hjúkrunar liði. Talsímaverkfallið heldur enn á- íram, en út úr neyð hefir verið komið á símasambandi við lækna, sjúkrahúsin og lögregluna. Fram8al8krjfan. Vilhjálmur ríkiserfingi gengur sjálfviljugur fyrir dóm Bandamanna. Khöfn 11. febr. Frá Berlín er símað að Vilhjálm- ur fyrverandi ríkiserfingi gangi sjálfviljugur fyrir dóm banda- manna. Búist er við að bandamenn muni heirnta 2000 menn enn framselda. Forsikringsaktieselskabet TREKRONER Brunatryggingar. Aðalumbosmaður: Gunnar Egilson, Hafnarstræti 15. Talsími 608 og 479 (heima). Húsnæði vantarj. 1—2 herbergi og eldhús óskast r,il leigu strax eða seinna í mánuðin- um handa fámennri f jölskyldu. Há leigaborguð. Tilboð merkt „Húsnæði“ leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins. Prá París er símað, að Frakkar muni alls eigi falla frá framsals- kröfunni, nema þeir fái Rínhéruðin sem þókmm fyrir það. Spitzbergen, Norðmönnum fengið landið til eignar. Khöfn 11. febr. Samningurinn um Spitzbergen hefir nú verið undirskrifaður og hefir Millerand afhent sendiherra i\orðmanna landið. Snðurjótland og Danmörk. Danir fagna úrslitum atkvæða- greiðslunnar. Khöfn 11. febr. Úrslit atkvæðagreiðsliuinar í Suð ur-Jótlandi eru ekki fullknnn enn- þá, en búist við að þau gangi Dön- um mjög í vil. í sveitunum hafa at- kvæði þegar verið talin og hafa 84861 orðið með Ðönum en 26081 með Þjóðverjum. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var í morgun, lét Zah'le í ljós á- nægju sína út af atkvæðagreiðsl- nnni og konungur bauð hina fyrstu afturheimtu lauda velkomna. „Berlingske Tidende' ‘ segja: „Sigur sá. sem unninn var í gær gefur forvígismönnum hins danska málefnis hvöt og trú til þess að halda áfram barátunni og vonandi gefur hann þeim þá líka þrek til þess, að færa heim sigur að lokum, brátt fyrir harða baráttu.“ „Politiken“ segir: „í gær kom hin danska Norður-Slésvík heim aftur. í þessari setningn felst sá raunveruleiki, sem framtíð Dan- merkur verður að byggjast á. \'ér vissum að landar vorir varðveittu hið danska þjóðerni sitt með frá- munalegri dygð og þrautseigju. Og í gær sýndu þeir öllum heimi fram á það. Tölurnar verða eigi hrektar og þær bera vott um hinn góða ogrétta málstað vom. 1 gær lauk útlegð Norðurslésvíkur og 56 ára kúgun. Ilin danska fold er aftur dönsk“. „Köbenhavn“ hyllir hina rösku og djörfu dönsku sigurvegara. „Danmörk þakkar hjartanlega 56 ára trygð. Úrslitin í gær gefa fyrir- heit um aðra stórsigra“. „Flensborg Socialdemokraten" segir: „Vér heimtum rétt vorn. í réttlætis og sáttfýsisanda tryggjum vér heitið, sem gefið var í gær“. „Nationaltidende' ‘ segja: „Sig- „rinn í gær er óhrekjandi vottur þoss, að mestur hluti Suðurjótlands var, he'fir verið og er danskur- Hjá öllum brann sú eina ós'k, að fá að sameinast Danmörk aftur“. Enn- iremur flytja ,,Nationáltidende“ fagnaðarkveðjur frá ýmsum máls- metandi mönnum frá öðrum Norð- urlöndum, svo sem Finni Jónssýni og Bog.a Meisted. --------o-------- Frá Alþingi. --0-- Fundir hófust í báðum deildum í gær einni stundu eftir bádegi. Lagði stjórnin fyrst fram frumvörp þau, sem getið hefir verið áður hér i blaðinu, en síðan var gengið til nefndakosninga. NEFNDIR f NEÐRI DEILD. 1. Fjárhagsnefnd: Magnús Guðmundsson, Þorleifur Guðmundsson, Þórarinn Jónssou, Hákon Kristófersson, Jón Auð- unn Jónsson. 2. Fjárveitinganefnd: Magnús Pétursson, Þorieifur Jónsson, Pétur Jónsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Olafur Proppé, Stefán Stefánsson, Gunnar Sig- urðsson. 3. Samgöngumálanefnd: Gísli Sveinsson, Þórarinn Jóns- son, Þorsteiun M. Jóusson. Pét- ur Þórðarson, Einar Þorgilssou, Björn Hallsson, Sveinn Olafsson. 4. Landbúna'ðarnefnd: Magnús Guðmundsson, Jón Sig- urðsson, Hákon Kristófersson, Stefán Stefánsson, Magnús Pét- ursson. 5. Sjávarútvegsnefnd: Einar Þorgilsson, Þorleifur Guð- mundssön, Pétur Ottesen, Magn- ús Kristjánsson, Ólafur Proppé. 6. Mentamálanefnd: Gísli Sveinsson, Eiríkur Einars- son, Pétur Þórðarson, Sveinn Bjömsson. 7. Allsherjamefnd: Sveinn Björnsson, Þorst. M. Jóns son, Pétur Ottesen, Björn Hálls- son, Sigurður Stefánsson. NEFNDIR f EFRI DEILD. Fjárhagsnefnd: Björn Kristjánsson, Guðjón Gnð- langsson, Guðm. Ólafsson. Fjárveitinganefnd: Jóh. Jóhannesson, Hjörtur Snorrason, Einar Arnason, Karl Einarsson, Sig. H. Kvaran. Samgöngumálanefnd: Guðjón Gnðlaugsson, Hjörtur Snorrason, Sigurjón Friðjóns- son, Halldór Steinsson, Guðm. Guðfinnsson. Landbúnaðarnefnd: Snorrason, Guðm. Ólafsson. Sjávarútvegsnefnd: Björn Kristjánsson, Sig. H. Kvaran, Karl Einarsson. Mentamálanefnd: Einar Árnason, Guðm. Guðfinns- son, Sig. H. Kvaran. Allsherjarnefnd: Jóh. Jóh annesson, Halidór Steins son, Sigurjón Friðjónsson. DAGSKRÁR f DAG. Fundir hefjast í dag kl. 1. í neðri deild er á dagskrá: Stjórnarskrá- in; fjölgun þingmanna í Reykjavík, breýting á kosningalögum til al- oingisj gullmál Islandsbanka, éftir- lit mgð útlendingum oghreppstjóra- launin. í efri deild: Frv. ti! laga um stofnun og slit hjúskapar, afstÖðn foreldra til óskilgetinna barna, og aistöðu foreldi’a til skilgetinna barna. STARFSMENN ALÞINGIS. Á skrifstofu: Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, Arni Sigurðsson cand. theol., Pétur Lárusson söngfræðingur (prófarkalesari) og Kristján Kristjánsson kennari (skjalavörð nr og afgrejðslumaður). Skrifarar í efri deild: Páll Eggert Óiason dr phil., Vil- hjálrnur Þorsteinssor. Sigurður Thoroddsen, Dýrieif Árnadóttir. Skrifarar í neðri deild: Sigurður Guðmundsson, Jón Skúlason Thoroddsen, DaVíð Stefánsson, Þorbergur Þórðarson, Vilhelm Jakobsson, Sigurður Jónsson. Tveir hinir síðastnefndu taka ekki til starfa fyr en þörf þykir. Á lestrarsal: Ólafía Einarsdóttir og Petrína Jónsdóttir, hálfan daginn hvor. Símvarzla: Gunnar G. Björnsson og Þór. Oddsson, hálfan daginn hvor. Þingmenn hafa áfnot síma eins og að undanförnu. Verðir: Magnús Gunnarsson, Þoriákur Davíðsson og Björn Vigfússon. Þingsveinar: Axel Blöndal, Halldór Sigur- bjarnarson, Þorst. Þorsteinsson, Stefán Bjarnason, Bjöm Hjalte- sted, Eggert Waage. Kosningin í Reykjavík. Að lokinni dagskrá í neðri deild tók Bjarni frá Vogi til máls og skýrði frá því, að á 'kjósendafundi í fyrrakvöld hefði verið samþykt áskorun til þings og stjórnar um það, að flýta sem mest fyrir þing- inannsikosningu hér í Reykjavík?. Vildi hann nú, að þetta mál kæmi t'yrir deildina. Forseti kvað það ekki meiga nema með afbrigðum trá þingsköpum og til þess þyrfti leyfi forsætisráðherra og deildar- innar. Forsætisráðherra gaf þegar ieyfið fyrir sitt leyti, en deildin feldi ])að að veita afbrigði. Þarf % hluta atkvæða til ]>ess að afbrigði frá ]>ingsköpum sé veitt, en 12 menn greiddu því atkvæði, en 10 > oru á móti. Þrír greiddu ekki at- kvæði og báru það fyrir, að þeim fyndist þetta mál ekkivarða 1>ingið. Fundur verður haldinn í sameinuðu þingi í dag kl. 5, fyrir luktum dyrum. <z dagbók Z> I. O. (). F. 1012138%. _ III. Suðurjótland. Danskir menn, sem bú- settir eru hér í bænum, hafa í hyggju að halda fagnaðarveizlu, þegar Suðurjót- lutid sameinast Danmörk aftur. Enn- fremur hefir biskup boðið aö halda þakkarguðsþjónustur í ölluin íslenzkum kirkjum í tilefni af sameiningu Dan- merkur og Suðurjótlands. La /Crovence, botnvörpungur fra Fé- catnp í Frakklandi, hefir legið her um hríð kolalaus. En nú hefir hann fengið loforð um kol tii heimferðar og tekur héðan blautfisk til útflutnings. Karl Einarsson alþingismaður kom til bæjarins í gær með norska skipinu Persival Wilson. Kvöldskemtun verzlunarmannafélags lieykjavíkur er í kvöld. Verður þar margt manna og mun skemtun verða l'.in bezta. Indalselven, þýzká flutningaskipið, er á förum héðan. Tekur það lýsi til iit- flutnings. Lagarfoss fer héðan á sunnudaginn norður um land til útlanda. Ef veður leyfir og kol endast, kemur skipið við á Húnaflóahöfnunum, en annars eigi nema á ísafirði, Akureyri og Seyðis- firði. Síldsemþióöarfæöa —o-- Eins'Og margir munu vita, fram- lciða Bandaríkin í Ameríku ósköp- in öll af mais. Og þar í landi er sú Lornvörutegund mikið notuð tiT mamieldrs, þótt hún sé með öðrum þjóðum yenjulegast talin iskepnu- fóður. Bandar ík j amönnum blöskraði það, að Evrópuþjóðirnar, sem þurítu á svo geypimi'klu aðfluttu: hveiti að halda, skyldi ekki nota maisinn til manneldis, þar sem hann var hæði miklu ódýrari en hveiti^ næringarmeiri og hollari. Og til þess að reyna að kenna Evrópu- þjóðunum átið á mais og um leið skapa mai'kað fyrir franileiðsln sína, gerðu Bandaríkin út stóran ieiðangur til Evrópu fyrir nokkr- um árum. 1 leiðangri þessum voru hinir færustu matreiðslumenn, sem kunnu upp á sína tíu fingur að raatreiða mais í allskonar' myndum og gera úr honum hinar lostætustu kræsingar og fínustu brauð. Hvort leiðangur þessi hefir bor- ið tilætlaðan árangur, vitum vér- eigi, en hugmyndin var góð, og oás. virðist, að með því að taka hanai upp dálítið breytta, mundi hægt að kenua Islendingum að eta síld, en ]>ess þurfa þeir nauðsyulega. ÞaS nuuidi margborga sig fýrir landið, að serida stórau hóp kvenna og- karJa til Svíþjóðar, til þess að læra matreiðslu og meðferð síldar, og- láta svo sendimenn þá, er þeir eru heim komnir, kenua síldarmat- rciðslu í hverju bygðarlagi á land- inu. Þó þetta kostaði marga tugi j úsunda, eins og það eflaust mundi gera, borgaði það sig samt á miklu skemri tíma heidur en nokkur mað- iii' mun geta gert sér í hugariund. Með því að kenna íslendmgum að eta síldina, er óteljandi margt unnið. Yér skulum aðeins benda á þetta: Þá skapaðist vsíldarmarkað- ur hér í landinu. Fiskinn, sem er miklu tryggari verzlunarvara, gæt- um við þá sparað við okkur og eins kjöt. En báðar þessar vörur, fiskur og kjöt, hafa altaf verið í miklu hærra verði en s'íldin, -samanborið við næringargildi. Þjóðinni mundi ]/á sparast mikil matvörukanp frá útlöndum og er við það margfald- or hagur. Hún mundi þá geta flutt út meira en nú er gert, af kjöti og* fiski, og á þann hátt bætt verzlun- arviðskiftí sín við útlönd. Fæðis- kostnaður mundi minka að miklum muu og er það augsýnn gróðaveg- ur fyrir alt landið.Og isíðast -en ekki sízt mundi þetta verða hin bezta lyftistöng fyrir íslenzka síldarút- veginn, enda þótt íslenzka þjóðin tæki ekki nema 'svo sem Vs af sild- inni til eigin notkunar eða ekki svo mikið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.