Morgunblaðið - 21.02.1920, Síða 3
MORGUNBLAÐiÐ
3
— Um aldamótin 1400 þektist
ekki grindadráp á Færeyjum, segir
Eudolphi. Fyrsta frásö'gnin, sem
maður hefir af þeim veiðum, er frá
árinu 1584. Þá voru 4 höfrungar
drepnir hjá Litlu Dímun. A árun-
um 1684—1883 voru 850 grinda-
dráp í Færeyjum og til úthlutunar
komu 117.456 höfrungar, sem metn-
ir voru á 7 miljónir króna. Greini-
‘legar skýrslur um grindadráp eru
ekki til fyr en á 19. öld. Beztu
grindaárin hafa verið þessi og voru
þá drepnir svo margir höfrungar,
sem hér segir:
1731: 2188 — 1821: 1647
1840: 2193 — 1843: 3143
1844: 2164 — 1845: 2519
1847: 2667 — 1852: 2267
1872: 2307.
Árið 1664 voru á tveim stöðum
í Færeyjum drepnir 1000 höfrungar
og í hinu mikla grindahlaupi í Þórs-
höfn árið 1880 bomu 900 höfrungar
til skifta. Frá seinustu áruöt eru
tölurnar þessar:
1899: 2000 — 1910: 1400
1911: 1650 — 1912: 667
1913: 166 — 1914: 291
1915: 1199 — 1916: 397
Beztu grindaárin, «em menn hafa
sögur af, eru fyrstu 10 árin af 19.
öldinni og árin um 1850. Eftir það
fer veiðin að minka, og eftir alda-
mótin hrakar þó veiðinni mest. Or-
sakirnar til þess eru ýmsar. Hafið
umhverfis Færeyjar er ekki jafn
friðsælt og áður. Siglingar eru þar
nú miklu meiri en áður og skipin
fæla höfrungana burtu, því að þeir ]
eru stvggir. Gufuskipum hefir f jölg
að að stórum mun, vélbátar fara
hundruðum saman skröltandi með
ströndum fram og fjöldi erlendra
botnvörpuna dregur vörpur sínar á
grunninum. Og svo koma hvala-
bátarnir, sem drepa hvalina með
fallbyssuskotum. Og á ýmsum stöð-
um í Orkneyjum og Hjaltlandi eru
menn nú farnir að stunda grinda-
dráp.
Rudolphi getur þess, að í Cape
Cod Bay í Massachusett, hafi
grindadráp verið stundað í n/örg
ár á sama hátt eins og í Færeyjtnn.
Árið 1884 voru 2000 höfrungar
drepnir í Blackfish Creek í Norður-
Ameríku. Á miðöldunum vargriuda
dráp líka stundað í Normandí og
:þar eru enn í gildi lög' og reglur
um grindadráp og hlutskifti, og eru
það hinar sömu reglur, sem enu í
dag gilda um það í Færeyjum.
Hlin
ársrit sambandsiélaga
norðl. kvenna, III. 1919.
Það er þriðja árið, sem þetta rit
kemur út, og sami ritstjóri sem áð-
ur, Haildóra Bjarnadóttir, áður
skólastýra á Akureyri.
Ekki man eg eftir að eg hafi séð
þessa rits getið í blöðunum hér, og
er það þó þess vert. Það er líf og
þróttur í þessum félagsskap, og rit-
stjórinn lætur ekki sitt eftir liggja
að eggja til framgöngu; einhver
kallaði Halldóru ,,stálsoðinn grjót-
pál“. Eitt er víst: hún pælir og
sljófgast ekki.
Hver sem les þetta seinasta árs-
rit, verður að viðurkenna, að það
her vott. um mikinn áhuga og víð-
(>ýni. Það er fjölskrúðugt að efni,
og ritfærar eru þær, norðlenzku
konurnar, sem þar stinga niður
Danskir kvenskör
flottir. N> kon ni: i skóveisluu
Hvamibergsbræðra, Hafnarstræti 15.
pennanum; hvert málið öðru þýð-
ingarmeira ber þar á góma, og má
segja að hver ritgerðin sé þar ann-
ari betri.
Heilbrigðismál (berkla-
hælið þeirra, ljóslækningar ■— til
geis'lalækningastofunnar hefir safn-
ast kr. 6516,83 — hjúkruuarmál o.
fl.), garðyrkjumál, heiimilisiðnað-
ur, mentamál kvenna og margt
fleira, voru mnræðuefnin á sein-
asta ársfundi sambandsins.
Hlín flytur nú svo margar hug-
vekjur, sannkallaðar hug-vekjur,
að hér vrði of langt mál að minn-
ast á þær allar; nefni rétt til dæm-
is: Ljóslækningar, eftir S.Matthías-
son, Garðyrkja, eftir Guðr. Þ.
Björnsdóttur, Heimilisiðnaður, eft-
ir konu, Handavinnukensla í barna-
skólum, eftir ritstj., Uppeldi og
mentamál — áhugamál kvenna, eft-
ir Aðalheiði R. Jónsdóttur, Skólar,
ritstj-grein, Heimilið, eftir Kristínu
Matthíasson. Það mætti gjarnan
nefna allar ritgerðirnar, En efni
þeirra ihirði eg ekki að nefna; ætl-
aði aðeins að vekja athygli á þessu
fróðlega riti og vænti þess, að sem
flestir liér syðra kaupi það og lesi.
Verðið er aðeins 1 króna og þvíekki
hálfvirði við önnur rit, eins og þau
eru nú seld, eftir stærð.
Það er unun að sjá, með hve
miklum áhuga og einbeitni „sam-
bandið“ ræðir þau mál, sem það
fæst við. Einna mesta áherzlu virð-
ist það leggja á heimilisiðnaðar-
málið. Það heldur árlega iðnsýning-
Er, sem mjög er af látið. Slíkt glæð-
r áhugann. Enda heldur Sambands-
félag norðlenzkra kvenna nú uppi
merki þess máls í ræðu og riti, og
í framkvæmd.
1.
Rússneskír verkamenn
lýsa bölvun yfir
Bolsiwikkum.
Enska stórblaðið „Times“ hefir
nú fyrir stuttu fengið til birtingar
ávarp frá 21 verkamannafélagi í
fjölmennum bæ á Rússlandi. Og er
því ætlað að ná eyrum allra verka-
manna í Vestur-Evrópu og Ame-
ríku. Er það á þessa leið :
„Land vort, sem lengi hefir verið
þjáð og þjakað, hefir oft verið
fórnarlamb ýmissa sameiningarti'l-
rauna og byltinga. Hinir sviknu,
russnesku verkamenn opinbera því
öllum heimi, að allar „bolsiviskar“
og ,,kommuniskar“ tilraunir eru ó-
hrekjanlega gagnslausar. Sameign-
arforingjarnir steyptu landinu í
borgarastyrjöld, sem engin á sér
dæmi í veraldarsögunni. Þeir hafa
drekt landinu í blóði, eyðilagt iðn-
aðinn og landbúnaðinn, og hamlað
öllum aðflutningum og sett þjóð-
ina í hungur og fátækt. Stjórnmála-
aðferð sameignarmannanna hefir
gerspilt siðferðistilfinningu íbú-
anna og þurkað burtu al’lan skiln-
ing á rétti og réttlæti. Bolsivikarnir
hafa reynt að ryðja úr vegi aðals-
ættum, sem unnið hafa ómetanlegt
gagn menningarlegum þroska. En
í staðinn hafa þeir komið upp nýrri
stétt, sem auðgar sig í ránum og
valdamisbeytingu.
Rússneskir verkamenn lýsa bölv-
un yfir Bolsivikum sem eigingjöm-
um orðhákum,og til þess að tryggja
framtíðarvelferð þeirra og þjóðfé-
lagslegar bætur, velja þeir liægfara
framþróun á skynsamlegan og lög-
bundinn liátt.
Frá írlaodi.
Bæjarstjórnarkosningar hafa ný-
lega farið fram í Irlandi og unnu
þá Sinn Fein glæsilegan sig'ur. Og
til þess að sýna hug sinn enn betur
lcusu þeir í Dublin fyrir borgarstjóra
mann sem situr í fangelsi. Af ráð-
húsinu í Dublin, var brezki fáninn
tekinn niður, en hinn þríliti græni,
hvíti og guli uppreistarfáni Ira
dreginn upp í hans stað og blakti
hann yfir ráðhúsinu allan daginn.
Frá bæjarsti.fundi
Þetta var fyrsti fundur, sem hald
inn var með ninum nýkosnu bæjar-
fulltrúum. Bauð borgarstjóri þá
því velkomna. Gat hann þess um
leið, að í bæjarstjórn væri nú eng-
inn sjálfkjörinn forseti fyrir aldurs
sakir. Yrði því að kjósa forseta
bæjarstjómarinnar og kvaðst hann
sjálfur stýra kosningu hans ef bæj-
arfulltrúunum sýndist ekki annað
réttara.
Kosning forseta.
Var síðan gengið til forsetalcosn-
ingar og var kosinn Sveinn Björns-
son með 9 atkv. Þorv. Þorvarðar-
son fékk 3 atkv., Sig. Jónsson 1.
Gekk forseti þá til sætis síns og
stjórnaði fundinum.
Kosning varaforseta.
Þá var kosinn varaforseti. H’laut
kosningu Sigurður Jónsson með 9
atkv. Þorv. Þorvarðarson fékk 5
atkv.
Kosning skrifara.
Skrifarar voru kosnir: Þorv.
Þorvarðarson með 14 atkv. og
Pétur Halldórsson með 11 atkv.
Kosning nefnda.
Áður en gengið var til nefnda-
kosningar stóð upp bæjarfulltrúi
Jón Baldvinsson og fór fram á, að
kosið yrði í nefndir eftir hlutfalls-
kosningu. Sagði að í bæjarstjórn
\ æru ekki nema tveir flokkar, efna-
mannaflokkur og verkamanna. En
tfnamannafl-okkurinn væri í yfir-
gnæfandi meiri hluta og því gæti
hann ráðið nefndarkosningu og
haft hana eftir sínu höfði. En með
blutfallskosningu væri engu slíku
til að dreifa. Forseti kvað svo mælt
ívrir, að kjósa skyldi í nefndir
skriflega. En ef menn óskuðu eftir,
væri sjálfsagt að bera það undir
fundinn, hvort breyta skyldi til.
Las hann jafnframt itpp lagafyrir-
mæli þau, er gilda um þetta efni.
Ólafur Friðriksson kvað auðséð, að
þegar þau fyrirmæli hefðu verið
samin, þá hefði semjendum ekki
komið til hugar hlutfallskosning.
En þó svo væri ekki, þá væri nú
ekkert á móti því að nota hlutfalls-
kosningu, því flokkaskipun í bæjar-
stjórninni væri á þann veg, að ann-
ar gæti haft tögl og hagldir.
Forseti: En það er ekki samkv.
lögum að kjósa eftir hlutfallskosn-
ingu.
Ólafur Friðriksson: En það er
ekki/ lagafyrirmæli að vera með
skrípálæti. En það eru skrípalæti
að vera. að kjósa í nefndir. Þið
getið bara sagt, hv-erja þið kjósið.
Forseti: Vegna þess að skrípalæt-
in eru ekki lagafyrirmæli, er bezt
að láta þau eiga sig.
Var síðan borið undir fundinn
hvort kjósa ætti eftir hlutfallskosn-
ingu. Var ]>að felt. Kvaðst þá Þorv.
Þorvarðarson lýsa því yfir, að toann
tæki ekki á móti öllum nefndar-
kosningum, því flokkur þeirra jafn-
aðarmanna væri beittur ranglæti.
Jón Baldvinsson bað forseta leyfis
að víkja af fundi. Fór þá fram
nefndarkosning.
Fjárhagsnefnd: auk borgarstjóra
Þorv. Þorvarðarson og Jón Ólafs-
son.
Fasteignanefnd: auk borgarstj.
Sig. Jónsson, Þórður Bjarnason.
Fátækranefnd: auk borgarstjóra
Jónína Jónatansdóttir, Kristján
Guðmundsson, Inga L. Lárusdóttir.
Byggingarnefnd: auk borgarstj.
Guðm. Ásbjörnsson, Þorv. Þorvarð-
arson.
Veganefnd: -auk borgarstj. Ágúst
Jósefsson, Guðm. Á-sbjörnsson, G.
Claessen, Pétur Halldórsson.
Vatnsnefnd: auk borgarstj. Jón
Þorláksson, Þórður Bjarnason.
Brunamálanefnd: auk borgarstj.
Sveinn Björnsson, Ólafur Friðriks-
son, Pétur Halldórsson.
Hafnarnefnd: auk borgarstj.
Kristján Guðmundsson, Jón Ólafs-
son. Og utan bæjarstjórnar: Carl
Proppé, Halldór Þorsteinsson.
Gasnefnd: auk borgarstj. Jón
Baldvinsson, Jón Þorláksson.
Rafmagnsnefnd: auk borgarstj.
Jón Baldvinsson, Jón Þorláksson,
Pétur Halldórsson, Sveinn Bjöm-s-
son.
Leikv'allarnefnd: auk borgarstj.
G. Claessen, Inga L. Lárusdóttir.
Skattanefnd: auk borgarstj. Jón
Ólafsson, Þórður Bjarnason, vara-
máður Guðm. Ásbjömsson.
Heilbrigðisnefnd: auk borgarstj.,
iögreglustj. og héraðslæknis, G.
Claessen.
Verðlagsskrárnefnd: auk borg-
arstj. og annars dómkirkjuprests-
ins, Eiríkur Briem.
Sóttvarnarnefnd: auk lögreglu-
stj. og héraðslæknis, Ólafur Frið-
riksson.
Farsóttarhúsnefnd: auk borgar-
stj. Ágúst Jósefsson, G. Cla-essen.
Húsnæðisnefnd: auk borgarstj.
Ágúst Jósefsson, Guðm. Ásbjörns-
son, Inga L. Lárusdóttir, Þórður
Bjarnason.
Hlutkesti.
Var þá varpað hlutkesti um, hver
bæjarfulltrúanna fara skyldi úr bæ-
jarstjóminni eftir 2 ár. Kom upp
hlutur Jónínu Jónatansdóttur.
Hafnarmál.
Umræður urðu um erindi frá
Hinu íslenzka steinolíufélagi. Hafði
það farið fram á, að mega nota Ör-
firisey undir olíu, ef það þyrfti þess
með.Hafði hafnarnefnd samþykt að
veita I-eyfið gegn 20 aura. gjaldi af
hverri tunnu, sem í land yrði látin,
og séu viðhafðar þær tryggingar-
reglur, sem hafnarstjóri setur.
Járnrúm til sölu.
A. v. á.
Ólafur Friðriksson vildi ekki
samþykkja þessa ráðstöfun hafnar-
nefndar. Taldi órétt að loka eynni
fyrir almenningi. Þangað færu
raenn sér ;il skemtunar og ekki
væri of mii-.’ð landrými hér í Rvík,
þó menn hefðu aðgang að þcim
fáu stöðum, sem til væru. Kvaðst
hann ekki greiða atkvæði með
jiessu, nema bærinn græddi mikið
fé á því.
Borgarstj. gaf þær upplýsingar,
að það væri aðeins til bráðabirgða,
sem leyfið væri veitt, og mætti -alt-
af segja því upp. Og beiðni félags-
ins stafaði af því, að það kæmist
ekki að þeirn stöðum með olíu, sem
það ætti annarsstaðar. En hvað Ör-
íirisey snerti sem skemtigöngustað,
þá kvaðst -hann ekki leggja svo
mjög upp úr því. — Var samþykt
tillaga frá Ólafi Friðrikssyni þess
efnis, að félagið skjddi hafa tekið
alla. olíu burt úr eynni fyrir maí-
lok næsta vor.
Frumvarp til laga um breytingu
á skilyrðum fyrir kosningarrétti
til bæjarstjómar.
Borgarstjóri fylgdi frumvarpinu
úr garði með nokkrum orðum.
Kvaðst hann vona, að flcstir gætu
fallist á þessar nýju breytingar.
Þarna væru nokkur ný atriði til
bóta. og önnur h-efðu verið feld
burtu. Ólafur Friðriksson taldi
margt gott í frumvarpinu. Það
væri vel hugsað. En þó hefði mátt
fara enn 1-engra. Benti hann á ýms
atriði, sem hann liefði kosið öðru-
vísi. — Var samþykt að fresta mál-
inu til næsta fundar.
Fylgja þessar breytingar hérmeð
og hljóða svo:
„Kosningarrétt toafa allir kaup-
staðarbúar,karlar og konur,í hverri
stöðu sem þeir eru, ef þeir eru 25
ára að aldri þegar kosning fer
frarn, hafa átt lögheimili í kaup-
staðnum síðastliðið ár, hafa óflekk-
að mannorð, eru fjár síns ráðandi
og standa ekki í skuld fyrir sveitar-
styrk þeginn á síðustu 3 árum áður
en kosning fer fram. Styrkur til
greiðslu á spítalakostnaði og lækn-
ishjálp skal ekki teljast sveitar-
styrkur í þessu sambandi Þó get-
ur enginn neytt kosningarréttar,
ef hann steudur í skula fyrir skatt-
gjaldi til bæjarsjóðs, og skal kjör-
stjórn, þrem dögum áður en kosn-
ing fer frarn, strika úí af kjörskrá
nöfn þeirra kjósenda, sem svo er
ástatt um. En sýni þeir á kjördegi
skilríki fyrir, að þeir liafi greitt
skuld sína, skal þeim leyft að kjósa.
Gift kona hefir kosningarrétt, þó
hún sé ekki fjár síns ráðandi sök-
um hjónaban-dsins, uppfylli hún að
öðru leyti áður greind skilyrði fyr-
ir kosningarrétti.
Kjörgengur er hver sá, karl -eða
kona, sem k-osningarrétt hefir, sé
hann ekki vistráðið hjú. Hjón mega
þó aldrei sitja samtímis í bæjar-
stjórn, heldur ekki foreldrar og
börn, né móðurforeldrar eða föður-
foreldrar og barnabörn þeirra.