Morgunblaðið - 11.01.1921, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1921, Blaðsíða 1
MOBGUHBUBD 8 árXx 58 t^l Þriðjudag 11. janúar «»21 ísafoldarprentsmiðja h.f. Gamla Bíó. 5yndafallið. Sjónleikur í 5 þáttum um örlög ungrar konu, mynöin leikin af ágætum þýskum leikurum og aðal- hlutverkið leikur íSenny PortEn. Börn fá ekki aðgang. Ný söiubúð skrifBtofa og vörugeymsluhús I Hafnarfirði er til leigu nú þegar. Lega ágæt, i miðjum kaupstaðn- *m. Fyrirtaks framtíðarataður fyrir verzlun. R. v. á. Ræða Jóns Þorlákssonar á kjósendafundinum 9. þ. m. Okkur frambjóðendum A-listans hef- íj þótt ástœða til að gera greiu fyrir afetöðu okkar í nokkrum landsmálum, sem við teljum að eigi að koma til greina við kosningar þær til alþingis, sem nú faxa í hönd í þessu kjördæmi. Við höfum komið okkur saman um að skifta framsöguuni á milli okkar, þannig að hver okkar þriggja gerir grein fyrir afetöðu okkar allra í til- teknum málum, og hefir verkaskifting- in orðið sú að eg geri á þessum fundi grein fyrir afetöðu okkar til járnbraut- armálsins og fossamálanna. Einar H. Ivvaran skýrir frá afetöðu okkar til þingflokka, stjórnar og stétta í land- inu, bannmálsins og húsnæðismála Keykjavíkur. Ólafur Thors skýrir frá afetöðu okkar tii Landsverzlunarinnar og viðskiftahaftanna og verzlunarmála alment. .Áa. ' Eg ætla þá aö minnast á járnbraut- armálið. p>að var komið framarlega á landsmáladagskrá þjóðarinnar síðustu árin fyrir stríðið, en fyrir rás viðburð- anna hefir það legið að mestu í íþagn- argildi síðan. pað var orðið tímabært mál árið 1913, framkvæmd þeas hefði þá ekki verið kröftum þjóðarinnar of- vaxin, en síðan hafa orðið svo miklar *,reytingar á öllu verðlagi, að ekki hef- lr verið hugsandi til slíkra fram- kvæmda, og ennþá er ástandið svo, að tixni til framkvæmda í þessu máli er ekki kominn. Okkur iþykir þess vegna serstök ástæða til að gera grein fyrir þvi, vegna hvers við samt sem áður tökum þetta mál upp á stefnuskrá okk- ar. flytur ritstjóri Helge We’lejus í kvölö kl 81/* í I ð n ó Aðgöngum. fyrir fullorðna á kr. 1,75 og 1.25 (stæði) og börn 1,00 fást í bókaverzl Sigf eymunðssonar, Bókaverzlun ísafolðar og við innganginn. Jiió eina sanna Ttngan-fe er Aitken Melrose te. Fæst í flestum bestu búðum landsins. Aðalumboðsmaður fyrir Tlifken JTlelrose & Co. Lfd. London & Edinburgf) ^DiKr^ dleyfyavifí Sími 8 (tvær línur) Símnefni: Geysir. Innilegustu þakkir ryrir auðsýnða samúð og hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför konunnar minnar, Lilju Bernhöft. Vilhelm 0. Bernhöft. Stjórnmálastarfsemi okkar íslend- inga og annara hlutlausra þjóða hefir á stríösárunurn beinst svo að segja að því einu, aö verja þjó'ðfélagið áföllum af því ölduróti viðskiftalífsins, sem stríðið orsakaði. pjóðfélaginu hefir far- ið líkt og hafskipi á ferð, sem neyðist um stundarsakir til þess að leggja til reks og reyna að verjast skiptjóni, en getur ekki haldið leiðar sinnar á meðan. Á venjulegum tímum eru það hugsjón- irnar og framtíðarmálin, sem marka stefnur í stjómmálunum og skipa mönn um í flokka. En nú á styrjaldarárunum hafa stjórnmálamennimir ekki getað gefið sér svigrúm til þess að halda hug- sjónunum á lofti eða sinna framtíðar- málunum. Dægurmálin haf a útheimt alla krafta þeirra og dregið til sín alla at- hygli kjósendanna. En af þessu hefir leitt það, að engri stefnu hefir verið allir flokkar hafa riðlast, og al- menn lítilsvirðing á stjómmálaflokkum, landsmálastefnum og stjómarstarfsemi hefir smeygt sér inn í huga fjölda manna, svo að segja alls almennings. Nú er ófriðmun slotað að mestu, og þótt eftirköst hans hafi enn í för með sér mikla óró og öldurót, einkum á sviði viðskiftalífsins, þá þykir þó fyrirsjáan- legt, að úr þessu fari að stilla til. Yið sjáum vel, að enn er ekki kominn tími tii að draga upp seglin og stýra beina stefnu til hafna hugsjónanna eða að löndum framtíðarvonanna. Yið álítum með öðrum orðum að ekki sé enn þá kominn tími til framkvæmda í stóm stefnumálunum. En eins og skipið þarf að búa sig til ferðar eftir óveðrið, eins álítum við að nú sé kominn tími til að undirbúa þau framfaramál, sem þjóð- inni er brýnust þörf að framkvæma jafnskjótt og færi gefst. Petta er nauð- synlegt bæði vegna málanna sjálfra, til þess að unt verði að koma þeim í fram- kvæmd á sem haganlegastan hátt þegar ástandið batnar, svo að færi gefst til þess. Og það er líka nauðsynlegt að taka stefnumálin og hugsjónamálin upp aft- ur spm allra fyrst til þess að komast út úr stefnuleysi því, tvístringi, áhuga- leysi og óbeit á landsmálastarfsemi, sein fyllir hugi allra þeirra, sem neyðast til að sinna hugsjónasnauðum dægurmál- um eingöngu til lengdar. Yið biðjum ykknr nú, háttvirtn kjós- endur, að líta með okkur fyrst um sinn á járnbrautarmálið sem hugsjónamál og framtíðarmál. Og þá er að gera sér grein fyrir því, hvaða hugsjón það er, sem felst í þessu máli. Hún er þessi. Hór situr fámennasta menningarþjóð heimsins í stóru og torfæru landi, og . háir erfiðari baráttu við óblíðu náttúr- j unnar og andstæð öfl hennar en flestar | aðrar þjóðir. Tvent þarf til þess að bera sigur af hóbni í þessum bardaga eins | og: hverjuni öðrum. Annars vegar þarf ; kjark og þrautsegju stríðsmannanna. j Hins vegar þarf nóg og góð vopn. — i Kjark og þrautsegju held eg að barátt- i an sjálf í 10 aldir hafi aiið upp í ís- ) lenzku þjóðinni, til jafns við aðrar þjóð ir eða vel það. En vopnin og verjumar, sem stríðsmenn okkar hafa til sóknar og varnar í baráttunni við náttúmöfl- in, þau eru því miður á sumum sviðum ! svo ófullkomin og langt á eftir tíman- um, að líkast er sem bjá okkur sæki fram bændalið með heykvíslar og ljái að vopnum gegn hinum ferlegustu tröll- um náttúrunnar, ísi, eldi og illviðmm, en annara þjóða stríðsmenn fari fram við hlið þeirra í brynreiðum vopnaðir vélbyssum og sprengjum gegn vesælu og veigalitlu mótstöðuliði. Mestu munar á samgöngutækjunum á landi, hve þau eru ófullkomnari hér en annarstaðar, en fullkomin samgöngutæki era undir- staða undir allar verklegar framfarir. í Og bugsjón járnbrautarmálsins er þessi, : að við viljum reyna að leggja eftirkom- í endum okkar eins góð vopn upp í hend- umar í baráttunni við náttúruna, eins j | og aðrir hafa. Landbúnaðurinn er elsti; j og að minsta kosti fram á þessa öld helsti atvinnuvegur þjóðarinnar. pað er sá atvinnuvegurinn, sem fyrst og , fremst hefir viðhaldið íslenzkri menn- ingu. Við viljum ekki þurfa að ala þá hugsun í brjósti, að sá atvinnuvegur veslist upp vegna kyrstöðu í verkleg- um efnum. Víðsýnustu áhugamönnum þjóðarinnar, svo sem herra pórhalli heitnum Bjamarsyni, var það fyrir löngu ljóst, að ef landbúnaður hér á að geta þrifist og dafnað í samkepni við laudbúnað annara landa, þá verðum við að leggja honum til fullkomnustu flutningatækin, þau sem aðrir hafa, en það eru jámbrautir. Hann var svo trú- aður á framtíð þjóðar sinnar, að árið 1907 lét hann í ljósi, fullvissu sína um að járnbraut milli Reykjavíkur og Suð- urláglendis yrði komin innan 10 ára. Sú von brást, en það hefir áunist, að nú er það vitað og viðurkent af öllum forkólfum landbúnaðarins, sem einung- is hinir víðsýnustu sáu þá, að fullkomin samgöngntæki, sem verða starfrækt alt árið, svo sem járnbrautir, era óhjá- kvæmilegt gmndvallarskilyrði fyrir þrif um íslenzks landbúnaðar í framtíðinni. pegar við tölum um járnbrautarmál- ið, þá eigum við að svo stöddu einungis við járnbraut milli Reykjavíkur og ann- ara fiskivera við Faxaflóa annarsvegar, og Suðursýslnanna hins vegar. Annars vegar er höfuðstaðurinn, hins vegar langstærsta landbúnaðarsvæði þessa lands. pótt járnbrautin sé sérstaklega lífsskilyrði fyrir búskapinn í þessum sveitum, þá þykjumst við líka vel mega biðja um stuðning ykkar, háttvirtu bæj arbúar, til þess að taka það upp sem stefnumál. Við biðjum verzlunarmann- r=^j [C Fyrri hluti sýnöur 2var í kvölö kl. 6V* og 81/*. u Aðgm. selðir í Nýja I” Bíó frá kl 12 og frá sama tíma tekiö á móti „J pöntunum í síma 344. EE". 2 kápur, ein möttulspör og darisskór (no. otí) til sölu í Mjó- stræti 6 (uppi). inn að íhuga hver áhrif það hefði á verzl un bæjarins, ef fullkomið samband feng ist við þetta eðlilega upplendi bæjar- ins, sem nú þegar er bygt af 10—12 þús. inanns, og jafnframt mundi eflast mjög að viðskiftaþörf, kaupgetu og fólksf jölda, einmitt vegna brautarinnar- Við biðjurn iðnaðamianninn að íhuga hve mjög.mundi vaxa markaðurinn fyr- ir iðnaðarafurðir hans þegar æðaslög verklegra framkvæmda og velmegunar færu að ná til hvers einasta býlis á þessu stóra upplendi. Við biðjum verkamann- inn að íbuga hvort honum mundi ekki henta vel að kröftugur og framtaks- samur landbúnaður á svæði þessu fal- aðist eftir vinnukrafti til jarðabóta og húsabóta á voram og haustum og upp- skerustarfa á summm. Við biðjum út- gerðarmanninn að íhuga, hvort ekki mundi nokkur trygging og efling fyrir atvinnugrein hans, ef fáanleg væri hér í bænum næg mjólk austan úr sveitum, svo að unt væri að matreiða, sjóða nið- ur og senda þannig á erlendan og inn- lendan markað nokkuð af þeim sívax- andi fiskafla, sem hann færir á land hér og flytur á takmarkaðan saltfisk- markað Norðurálfunnar. Við biðjum útgerðarmanninn líka að íhuga hvort honum mundi vera það nokkuð ógeð- felt, að fleiri eða færri af þeim sj6- mönnum og verkamönnum, sem hann þarf sérstaklega að hafa í sinni þjón Ustu á vertíðinni, gætu átt sér landskika og heimili í nánd við brautarstöð aust- ur í sveit, þriggja eða fjögra stunda ferð frá bænum, látið þar konu og böm lifa og stunda lítinn búskap, og hverfa sjálfur að þessu heimili sínu þann tíma ársins, sem útgerðin fækkar við sig fólkinu. Og síðast en ekki síst biðjum við allar mæður í Reykjavík að hugsa með okkur til þess sífjölgandi bama- hóps, sem elst hér npp án þess að geta fengið þá einu fæðu, sem bömunum er nauðsynleg, nýmjólkina. Við þurfum ekki að biðja ykkur að hugsa um heilsu- tjónið og kyrkinginn í komandi kynslóð- inni, sem yfir vofir ef ekki verður bætt úr mjólkurleysinu, því að móðurum- hyggjan minnir ykkur á þetta. En við biðjum ykkur að muna eftir því, að einasta úrræffið til þess að bæta úr ný- mjólkurleysinu í Reykjavík er jámbraut in. Og þess vegna hikum við ekki við að biðja um atkvæði yðar til stuðnings því máli á kjördegi 5. febrúar. Og þótt framkvæmdimar knnni að dragast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.