Morgunblaðið - 17.05.1921, Síða 4

Morgunblaðið - 17.05.1921, Síða 4
4 MOHGUNBLAÐIÐ Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið í Bárunni fimtudaginn 19. maí og næstu daga kl. 1 e. h. Verður þar seld allskonar álna- vara og tilbúnir fatnaðir, fataefni svo sem blátt cheviot, reiðfata- efni, alklæði, morgunkjólaefni, molskinn, flauel, millifóður, erma- fóður, shirting, dragtaefni, kápuefni, flónel, nærfatnaður karla, kvenna og barna, drengjaföt, kvenkápur, karlmannakápur, buxur, ullartreflar, borðdúkar, rúmteppi, dúnteppi, ullarkambar og m. fl. Þeir einir, sem þektir eru að skilvísi fá gjaldfrest. Bæjarfógetinn í Reykjavík 14 mai 1921. Jóh. Jóhannesson. «6 tilhlutun Dansk-íslenzka félagsins, og tilgangurinn sá að auka kynningu Dana á búnaðarháttum hér heima. Er tilætlunin að hið sama verði gert af hálfu íslendinga, að þeir fari til Dan- merkur og dvelji þar á sveitaheimil- um. Dönsku kaupamennirnir eru ráðnir fyrir 300—400 kr. fré miðjum maí til 15. september. Búnaðarfélag fslands og Ræktunarfélag Norðurlands hafa ráðið mennina. Kvillasamt nokkuð er í austanverð- um Skagafirði nú, að því er skrifað Cr nýlega þaðan. Hefir þar bólað á taugaveiki og talið að hún hafi borist héðan að snnnan með Sterling. Bama- veiki hefir og gengið í Fljótum. Hafa tvö börn dáið úr henni á sama bæ. Barst veikin þangað úr Siglufirði. Helgi Sveinsson bankastjóri hefir dvalið á Akureyri að undanfömu og haldið þar erindi um bindindismál. Segja fregnir að norðan að hann muni ætla að blása nýju lífi í dauðvona stúkur þar. — En þó fullyrða kunn- ugir að aðalerindi hans þangað hafi verið að taka „Hótel Akureyri" upp í dkuld við útibúið á fsafirði. Lík fundu skipsmenn á „Fylla“ á hvítasunnudag. Kom það upp við hlið skipsins. Var það af Bergi Bárðar- syni sem dmknaði í marsmánuði í vetur. Bergur heitinn var á botn- TÖrpungnum pórólfur, ættaður frá Ytri-skógum undir Eyjafjöllum. Geir Zoéga rektor varð skyndilega veikur um hátíðina og liggur nú rúm- fastur. Botnia fer héðan að líkindum á morgun. Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Bjama Jónssyni, ungfrú Elín Gísladóttir og Jón Guðnason trésm. Helgi Helgason tónskáld, sem dvalið hefir í Vestmannaeyjum undanfarin ár og m. a. stjórnað þar lúðraflokki, er kominn hingað fyrir skömmu og liggur mjög veikur. Skrúðgöngu höfðu Qoodtemplarar í fyrradag. Lögðu þeir upp frá Templ- arahúsinu og var síðan farin löng hringferð um bæinn. Hafði hver stúka sinn fána og embættismenn báru ein- kenni sín. Barnastúkuraar tóku einn- ig þátt í skrúðgöngunni. Að lokinni skrúðgöngunni var haldið niður í barnaskólaport og fundur haldinn. Töl uðu þar porvarður porvarðsson prent- smiðjustjóri, Ingólfur Jónsson blaða- maður og Árni Jóhannsson bankarit- ari. Samþykti fundurinn síðan áskor- anir til stjórnarinnar um fullkomnun bannlagagæslunnar, takmörkun lyfjaá- fengis, bann gegn lausasölu lyfja- blöndu sem áfengi er í, bann gegn tilbúningi ilmvatna. 1 öðru lagi að stjórnin sjái um að áfengi verði ekki um hönd haft við konungskomuna í sumar og ennfremur að lögreglu- stjórar hafi nákvæmt eftirlit með lög- unum. m E E Ð P FærEysk. pEysur h :<a P m fyrirliggjandi 1 Tage & F. C. Nöller H ls &] Stofa til leigu fyrir einhleyp an mann. A. v. á. Hér með vottum við undirrituð okkar innilegustu þakkir Kven- félaginu Freyja er færði okkur að gjöf 200 kr á síðastliðnum vetri. Og ennfremur Jóni lækni Bjarnasyni og konu hans hjálp og liðveislu í þungum sjúkdóms- kringumstæðum oRkar, sömuleið- is hinum mörgu öðrum er auð sýndu okkur bjálp og hluttekn- ingu. Við biðjum konung kær- leikans að launa öllu þessu vel- gerðafólki okkar Keflavík 16 maí 1921. Sigurborg Sigurðardóttir Hannes Jónsson. vil eg kaupa Uilh. Finsen ritstjóri- Eggert Stefánsson kom hingað með Villemoes í fyrradag og ætlar að dvelja hér um tíma. Hefir hann verið búsettur í ítalíu í vetur og er kvænt- ur ítalskri konu. Eggert söngvari hefir ekki komið heim í mörg ár en gefið sig allan að söngnámi og munu margir vilja hlusta á söng þessa íslendings sem notið hefir handleiðslu frægs kennara í italíu. Guðfræðispróf stendur nú yfir í Há- skólanum og ganga undir það tveir stúdentar, Friðrik Friðriksson og Björn O. Björnsson. Síldartunnur fyrirliggjandi, er seljast með mjög sanngjörnu verði. Uölundur. Rakarastofa i Hafnarfirði Linnet88tíg 1 (uppi). liiels Pálsson. Shólaslifirastaian og tvær kennarastöður við barnaskólann í Bolungarvik, eru laui ar til umsóknar. Umaóknir sendist formanni skólanefndarinna fyrir 15. júlí næstkomandi. Skólanefndin. Vátryggingarfélögin SKAJfDINAVlA — BALTICA — NATIONAL Hlutaf j« samtala 43 miljónir krón*. 1SLAND8-DEILDIN TKOLLE * IOTHE hf. Reykjavík. AiUkoDtr ijó- og atrfSavátryggingar á akipum og vönnn. gogn lœgstu iðgjöldum. Ofannefnd félBg hiafa afhemt lalandsbank» í Reykjavík t& geymali hálfa millión krónur, aem tryggingarfé fyrir skaðabótagreiðalum. Fljót og góð skaðabót greiðala. öll tjón ver&a gerð upp hér á staðnnm og félög þeeai hal vamarþing hér. — BANKAMEÐMÆLI: ÍSLANDSBANKI Det kgl. oktr. Söassurance-Kompagni tekar að sér alls konar ajóvátryggingar. Aðalumboðamaður fyrir íaðand lOðllT OLAESSSN, hæstaréttarmáLaflntninxamaðnr. — 102 — — 103 —- — 104 — „Því gleymdi eg alveg!“ sagði hún hlæjandi. „Hvers vegna voruð þér ekki fæddur með árstekjur eins og með rithöfundar hæfileikum?“ „Eg vil heldur eiga góða heilsu og hugarflug“, svar- aði hann. Það er ekki hægt að veita sér. En peninga getur maður skrapað saman“. „Segið þér ekki „skrapa saman“. Það er sjómanna- mál og lætur illa í eyrum“. Hann blóðroðnaði og stamaði fram þessum orðum: „Það er rétt. Eg vildi óska, að þér ámintuð mig í hvert skifti sem þess er þörf“. ,Það vil eg gera með ánægju“, sagði hún hikandi. Það er svo mikið af mannsbrag í yður, að eg vil að þér verðið enn meiri“. Hann varð á augnabliki eins og leir, sem hún gat mótað eftix vild. Og hann þráði jafn mikið, að hún mótaði sig, eins og hún að skapa úr honnm meiri og fulltomnari mann. Og þegar hún vakti athygli hans á því, &ð nú væri einmitt tækifærið, vegna þess að inn- tökupróf í framhaldsdeildina stæði nú yfir, þá bauð hann óðara að láta ekki það ♦æbifæri ónotað Síðan söng hún og lék á hljóðfæri fyrir hann, en hann starði á hana með alla sína blossandi þrá augljósa svipnum, lét rödd hennar seitla inn í sál sína. Og jafn- framt nndraðist hann, að ekki skyldi sitja þama hundr- að biðlar og hlusta og þrá eins og hann. X. kapítuli. Hann borðaði miðdegisverð í húsinu, og Ruth til mikillar gleði leist föður hennar vel á hann. Þeir töl- •iðu um siglingar, efni, sem Martin þekti út í æsar. Svo hr. Morse gat þess síðar, að þessi ungi maður mxmdi vera góðum gáfum gæddúr. Martin vildi nú forðast alt i.'ómanns-orðalag og leitaði grandgæfilega að bestu orð- um. Talaði hann þess vegna hægt, og gat því vegið hugs- nnir sínar á gullvog. Hann var frjálsmannlegri í fram- komu en fyrsta kvöldið, sem hann hafði borðað mið- degisverð í húsi þessu. Gladdist móðir Ruth einnig af þessari breytingu á honum til hins betra. „Hann er fyrsti karlmaðurinn, sem haft hefir áhrif á Ruth“, sagði hún síðar við mann sinn. „Hún hefir verið svo dnl og óframfærin gagnvart karlmönnum, að rnér hefir fallið það illa“. Hr. Morse leit forvitnislega á konu sína. ,,Og nú viltu nota þennan unga sjómann til þess að vekja hana?“ spurði hann. „Eg vil ekki að hún deyi piparjómfrú, svo framar- lega sem eg get haft þar nokkur áhrif, svaraði kona hans. „Og ef þessi ungi maður gæti opnað augu hennar fyrir karlmönnum yfir höfnð að tala, þá væri það ein- ungis til góðs“. „Mjög gott!“ svaraði Morse, „en setjum nú svo — og stnndum verður maður að gera ráð fyrir því, kona góð. Setjum nú svo, að hann hafi sjálfur of mikil áhrif á hana“ „pað er óhngsanlegt!“ Frú Morse hló. „Hún er þrem- nr árum eldri en hann, og þar að auki er það ómögn- legt. Það kemur aldrei fyrir. Pað máttu vera viss um“- pannig var hlutverk Martins ákveðið fyrir han Eu meðan var hann önnum kafinn, örfaður af Arthi cg Norman, að búa alt undir hjólreiðaferð upp til fja inna næsta sunnudag. Hann hlakkaði auðvitað lítið 1 ferðarinnar, þangað til hann komst á snoðir um i Ruth gat notað hjól og mundi því fara með. Sjálf knnni hann ekki að fara með reiðhjól, en úr því Rn l ynni það, ásetti hann sér að læra það í snatri. Á heii leiðinni fór hann því inn í hjólhestaverslun og keyj hjól fyrir 40 dollara. Það var meira en mánaðarlau unnin með súrum sveita. Og þessi eyðsla rýrði til mu; peningaforða hans. En þegar hann lagði saman þá 1 Jollara, sem hann bjóst við að fá frá „Examiner“ cinnig hina 420, sem hann mundi fá frá „Companion fanst honum hann vera sæmilega birgur. Hann kæi síg líka kollóttan, þótt hann eyðilegði nýju fötin s! þegar hann fór að reyna að sitja hjólið. Hann síms til skraddarans strax og bað um ný föt. Síðan bar ha: hjólið upp í herbergi sitt. pegar hann var búinn flytja rúmið dálítið frá þilinu, sá hann að það var eins rúm fyrir hann og hjólhestinn í þessari litlu ho Hann var búinn að ráðgera að nota sunnudaginn að búa sig undir inntökuprófið í framhaldsskólann, greinin um perlukafarann lokkaði hann frá því stai Dagurinn leið án þess hann vissi af. Það var eins hann hefði hitasótt, svo var ákafinn hóflaus að endi skapa þá fegurð og þær sýnir, sem bjuggu í hug ha: pað eyðiiagði heldur ekki gleði hans, að ekki kom gre ín í ,,Examiner“ næsta morgun. Til þess var hann i að segja of langt frá jörðinni. Svo niðursokkinn j hann í starf sitt, að hann heyrði ekki, þótt tvisvar v«

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.