Morgunblaðið - 12.10.1921, Page 4

Morgunblaðið - 12.10.1921, Page 4
MOKGUNBLAÍIÍ Hitt og þetta. Chaplin kvikmyndaleikari var nýlega á ferð í London. Er hann ættaður þaðan og eru níu ár síðan hann fór vestur um haf og varð frægur inaður. Chaplin ætlaði að fara ferð ]»essa sjer til hvíldar og skemtun- ar, en þegar til London kom varð honum hvergi vært, því allir eltu hann á röndum. Varð hann að isitja heima á daginn en fór á kreik á kvöldin óg notaði nóttina til þess að skoða borgina. Hefir hann kom- iet að þeirri niðurstöðu, að það sje miklu hægara að vinna frá morgni til kvölds að kvikmynda- leik en að vera í heimsókn í London. Flug til Norðurpólsins. Nýlega hefir verið getið um fyrirætlanir Ameríkumannsins Naulthy um að fara í flugvél frá Norður-Ameríku yfir Norðurpól- inn til Asíu. Flestir eru þeirrar skoðunar, að ferðin geti ekki tek- ist. Aftur á móti er því haldið fram, að flugvélar geti orðið Amundsen að mik’lu gagni á ferð hans norður í höf og hefir það nú orðið að ráði, að hann fær tvær flugvélar og tvo flugmenn norska með sér í förina. Er eigi afráðið hverjir það verða, en margir hafa boðist. Shackleton hafði flugvél með sér í suður- förina, var það „Avro Baby“ vél, lík vélinni sem hér var en nokkru tninni. Til flugs í heimskautalönd- unum þarf aðra tegund af benz- íni og smumingsolíu en venju- legt er, því venjulegar tegundir storkna í frosti því sem þar er. Elsti maður heimsins heitir John Shell og er bóndi í Kentucky í Ameríku. Varð hann nýlega 133 ára gamall. Þrátt fyr- ir þennan háa aldur hefir hann Heimilis kennari óskast, helst stúdent eða piltur sem les utan skóla. Upplýsing- ar í síma 5, Keflavík. verið vel hress fram að þessu og gengið á fjöll, sem ungur væri. En nú er hann farinn að verða lasburða. Fyrsta konan sem kosin hefir verið á ríkisþing Svía, við kosningar þær, sem ný- lega eru afstaðnar, heitir Kerstin Hesselgreen. Hún hefir á hendi eftirlit með verksmiðjum er konur vinna í, og hefir tekið mikimi þátt í réttindabaráttu sænsku kvenþjóðarinnar. Sendiherraskifti hafa Bolshevikar haft í Berlín. Vigdor Kopp, sem verið hefir stjórnarfulltrúi þeirra í nokkur ár fer frá, en við tekur í hans stað Nicolai Kretinsky, sem fyrrum var fjármálaráðherra í Rússlandi. Maraþonhlaup háðu dönsku íþróttafélögin í síð- asta mánuði. Voru þátttakendur 16 að tölu og varð hlauparinn Axel Jensen fyrstur á 2 tímum og 30 mín. og 25 sek., sem er nýtt met í Danmörku í þessu hlaupi. Er þetta í þriðja skifti sem hann vinnur hlaupið. Merkur fundur. Skamt frá Egtved í Danmörku fanst nýlega í jörðu kista úr eik og í henni konulík; var lítið eftir af því nema hárið, enda telja fornfræðingar að það hafi legið um 3000 ár í jörðu. Ýmsar forn- menjar voru einnig í kistunni. Þykir þetta hinn merkasti fundur og hefir kistan nú verið flutt á Þjóðmenjasafnið danska og vekur mikla athygli. Cement getum við útvegað ódýrt og selt i islenskum krónum ef samið er við okkur nú þegar. Þórður Sveinsson & Co. Hafnarstræti 16. Jóns Þorleifssonar í Good-Templ- arabúsinu, opin frá kl. 10 til 5. Aðgangur fyrir fullorðna 1 kr. fyrir börn 50 aura. En þá geta nokkrar stúlkur fengið tilsögn i v e f n aöi Nánari upplýsingar á Amt- mannsstíg 2. Asta Sighvatsdóttir, Sigriður Björnsdöttir frá Kornsá. BjálpræQisherinn. Á hljómleikunum í kvöld kl. 8 (12 manna sveit) guitarar, mando- lin, flðlur, flauta og blásturshljóð- færi, verða leikin ýms ný lög, danskir og íslenskir þjóðsöngvar. Inngangur 50 aura. NB. Lautinant Norling og H. Guðjónsson frá Danmörku verða boðin velkomin. Fseði. Á Klapparstíg 6 (nýja stein- húsinu) geta ennþá 2—3 (karl- menn eða kvenfólk), sem stunda hreinleg störf, komist að matar- borði. Sími 238. Gæiuir keyptar í Tryggvagötu 13. Fyrst um sirin mótteknar kl. 2—4 um eftirmiðdága. Upplýsingar í síma 866. tXMSKIP/WVe.. ^ ÍSLANDS 0 E.s. Gullfoss fer til Vestfjarða á fimtudag 13. okt. síðdegis. Héðan fef skipið 18. október til útlanda um Bergen til Kaupmannfl* hafnar. Skipið tekur vörur til Leith um Kaupmannahöfn. Hrútafjarðarkjöt. Þeir, sem enn eiga ópantað kjöt, geri svo vel að gefa sig fram sem fyrst, svo það geti komið með e.s. »Sterling« um^næstu mánaðamót. O. Benjamínsson. Kennsla- Undirrituð kennir að sníða Kjóla, Kápur, Dragtir, BlússiK og Pils og taka mál, alt eftir nýjustu tísku, ódýr og fljót kensla- Virðingarfylst Herdís Brynjólfsdóttir, Skólavörðustig 38, ss& — 283 — sönn málaralist, ágæt hljómlist, var ekki til í aug- um Morsefjölskyldunnar og hennar lika. Og ennþá meira en öll list var þó lífið sjálft, og um það hafði þetta fólk ekki nokkra hugmynd. Það var tveimur kynslóðum á eftir hinum nýju vísindum. Það hugs- aði miðaldalega. Þannig hugsaði Martin, og komst þá að aun um, að allir þessir lögfræðingar, liðsforingjar, versl- ttnarmenn og bankagjaldkerar, sem hann hafði hitt, og þeir verkamenn, sem hann hafði kynst, stóðu á svipuðu stigi, að undanteknu því, að það var mun- ur á þeim mat, sem þeir borðuðu, og þeim fötum, sem þeir gengu í, og þeim stöðum, sem þeir buggu á. Það var áreiðanlegt, að þá skorti eitthvað, sem hann þóttist finna hjá sjálfum sér og í bókunum. Morse-fjölskyldan hafði sýnt honum það besta, sem þannig gerðir menn hafa yfir að ráða, og hann var ekki stórhrifinn af því. Hann sem sjálfur var blá- snauður maður og þræll veðmangarans, hann vissi, að hann hafði yfirburði yfir þetta fólk, sem hann talaði við hjá Morse. Og þegar fötin haps voru ekki hjá veðmangaranum, þá kom hann fram á meðal þeirra einis og herra lífsins og með næma til- finningu fyrir því að honum væri misboðið, þvilíkt sem sá þjóðhöfðingi mundi finna til, sem dæmdur væri til að lifa með geitahirðum. „Þér hatið og óttist jafnaða,rmennina“, sagði hann einu sinni við Morse við miðdegisborðið. „En hvemig stendur í raun og veru á því, að þér gerið — 284 — það? Þér þekkið þá hvorki né grundvallarskoðan- ir þeirra“. Samræðan ha'fði tekið þessa stefnu við það, að frú Morse hafði borið gífurlegt hrós á Charles Hap- goods. En hann var stöðugur þyrnir í holdi Mar- tins, svo hann varð því jafnan nokkuð stórorður, þegar hann bar á góma. „Já —“ hafði hann sagt, „Charles Hapgood er ungur maður, sem mun ryðja sér glæsilega braut — hefir mér verið sagt. Og það er sjálfsagt satt. Hann verður líklega fylkisstjóri áður en hann hrekkur upp af, og hver veit nema, hann verði öld- ungaráðsmaður einhverntíma. „Hvers vegna álítið þér það?“ hafði frii Morse spurt. — ,,Eg hefi heyrt hann tala á kosningafundi. Og ræða hans var svo hyggilega lymskuleg og ófram- leg og jfnframt svo laus við allan sannfærandi mátt, að leiðtogar flokksins geta ekki annað en álitið hann fullkomlega áreiðanlegan mann, á með- an meðalmenska hans samrýmist svo ágætlega með- almensku kjósendanna£ 1. „Eg held áreiðanlega, að þú sért hræddur um mig fyrir Charles Hapgood", hafði þá Ruth skotið inn í samræðuna. „Guð forði mér frá því! svaraði Martin. Þetta kom frú Morse til að halda samræðunni áfram. „Þér viljið þó líklega ekki halda því fram, að — 285 — Charles Hapgood sé heimskur V ‘ spurði hún kulda' lega. — „Ekki fremur en vanalegur lýðveldismaður“i sagði Martin. Þeir eru allir saman heimskir, ef þelí eru ekki refir, en það eru þeir miklu færri. Eio11 lýðveldismennirnir, sem eru með viti, það eru au<5' mennirnir og hinir vísvitandi böðlar þeirra. Þeir vita hvar þeirra gagns er að leita og hvers vegu8' „Nú er jeg einn lýðveldismaðurinn", skaU* Morse fram í hálfgerðu spaugi. „1 hvaða flok* viljið þér skipa mér?“ „Þér eruð ósjálfráður böðull“. „Böðull?“ „Já, auðvitað. Þér vinnið fyrir samsteypuauð' inn. Þér vinnið ekki fyrir peningum yðar hjá verka' marmastéttum þjóðfélagsins. Það eru ekki meuUi sem misþyrma konunj sínum eða eru vasaþjófat' isem þér hafið tekjur af. Þér vinnið fyrir brau®1 yðar hjá æðstu mönnum þjóðfélagsins, og sá seU1 gefur öðrum mat, er herra hans. Já, þér eruð bo®' ull. Þér hafið áhuga á að styðja samstyepuauðiU11 og þeirri hugsjón vinnið þér að“. Morse hafði tekið ofurlitlum litaskitum 1 andliti. „Eg verð að játa, að þér talið eins og bölva- ur jafnaðarmaður1 ‘. Þá var það að Martin sagði: „Þér hatið og hræðist jafnaðarmennina, 0,1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.