Morgunblaðið - 19.11.1921, Blaðsíða 4
MORGUNBLAIII
Gummisólar r hasbr fást e ■: settir undir samstuudis hjá HVANNBERGSBRÆÐRUM
sJ3É.1K3fl®2-.
Bt*éf frá Italðu,
Eftir Sigfús Blöndal
Eg sá gott dærni þess í Santa
Margherita. Meðal gestanna þar
sém eg bjó var ungur Austur-
ríkismaður, brjóstveikur. Hann
hafði verið í stríðinu í hálft þriðja
ár, barist þar með herdeild sinni
uppi í Alpafjöllum á landamær-
unum. Italskur maður, sem þar
var líka, hafði einmitt verið á
sama tíma á sömu vígstöðvum,
og þegar þessir tveir menn fóru
að bera sig saman, kom það 1
ljós, að herdeildir þeirra liöfðu
einmitt staðið hvor á móti annari
þennan tíma, skotist á því nær
daglega, og oft barist í návígi.
Báðir þessir menn höfðu borist á
banaspjótum og ef til vill drepið
eða sært góðkunningja eða landa
hins. En nú fór svo að þeir urðu
mestu mátar. Austurríkismaðurinn
var annars hugljúfi flestra «em
þar voru, enda var hann lipur og
skemtilegur maður, og mesta prúð
menni. En einn maður var þar,
sem ekki vildi vera með honum,
og altaf prédikaði okkur hinum
hatur gegn Austurríki og Þýzka-
iandi. Það var ríkur ítalskur kaup-
maður. Eg tók eftir því, að gestir
þess manns voru eitthvað undar-
legir, og litu ekki út fyrir að vera
af besta tagi. Og einn dag fekk
eg að heyra sögu hans hjá ítölsk-
um herforingja þar. Þessi maður
hafði í stríðsbyrjun til þess að
komast hjá því að fara í ófrið-
inn, strokið úr landi til Amerrku
og grætt þar stórfé. Nú kom liann
aftur og gat komið því svo fyrir
að hann slapp við lagahegningu.
En í ættborg hans var honum
hegnt á annan hátt. Enginn al-
mennilegur maður vildi þar við
hann tala eða hafa nokkra um-
gengni við liann. Hann varð að
vera með umferðaloddurum og
þess konar fólki þrátt fyrir auð-
æfin. Nú bjó hann á hótelinu og
reyndi að koma sér í mjúkinn hjá
lítlendingum þar, — eins og liefja
sig á því. Og auðvitað var hann
nú ítalskur föðurlandsvinur, æst-
ur — í munninum. Osviknu
ítölsku föðurlandsvinirnir, sem
höfðu barist fyrir land sitt og
fengið sár og örkuml, þeir gátu
verið vinir Austurríkismannsins
og talað með virðingu um Þjóð-
verja — gull-laxinn, sem skarst
úr leik þegar hætta knúði að dyr-
um, hann gat hatað og fyrirlitið.
XVIII.
Loks kom skllnaðarstundiu.
Okkar litla klíka þarna á hótel-
inu, Svíar, Svissar, Italir og eg —
var nú að smádreifast. — Eitt
kvöldið var það eg «em kvaddi
inna; það var dýrðlegt tunglskins-
kvöld og í garðinum var ilmur af
blómum, appelsínutrjám og rós-
um. Yið drukkum fararskálina í
freyðandi Asti-víni (líkt kampa-
víni á bragðið) og svo gengurn
við fram með sjónum og eg drakk
í mig fegurðina síðasta kvöldið í
djúpum teigum. Og aldrei mun
eg gleyma Santa Marghrita Ligure
og vist minni þar. Morguninn eft-
ir í býti fór eg svo til Genova,
var þar og skoðaði borgina tals-
vert, ásamt Gunnari Egilson, og
fór svo um kvöldið til Rómaborg-
ar í svefnvagni.
Eg hafði heyrt rnargar sögur
um rán á ítalíu, sérstaklega árás-
ir á svefnvagna, og danskur kunn-
ingi minn, bóksali frá Khöfn,
hafði einmitt nýlega orðið fyrir
því, að hann var þannig rændur
um nótt og tekið af honum og
öðrum farþegum alt fémætt. En
eg var nú orðinn svo þreyttur
eftir alt randið í Genova, að
eg sofnaði strax og eg kom í rúm-
ið og vaknaði ekki fyr en um sex-
leytið- næsta morgun — þá dró
eg gluggatjaldið frá og sá að það
var glaðasólskin og' flýtti mér á
fætur.
— Við eigum tvo tíma eftir til
Rómaborgar, sagði vagnstjórinn.
Og nú fór eg að hugsa til lýs-
ingar Sigurðar Breiðfjörð á Róm
í Númarímum. En ekki sá eg neitt
til hinna sjö himinháu fjalla, sem
Sigurður getur um. Þau eru orðin
að smáhæðum.
Landið fyrir norðan borgina er
heldur tilbreytingalítið, flatt, mest
graslendi, slægjur og beitilönd,
rnikil kvikfjárrækt, en þykir rak-
lent og óholt á sumrum. Það minti
mig helst á sum héruð í Dan-
mörku að útliti. Annars hefir á
síðasta mannsaldri verið gert af-
ar mikið til að bæta þetta hérað
og rækta betur, — og er enginn
vafi á, að smámsaman mun tak-
ast að gera það eins blómlegt og
það var á gullaldartíma Róma-
veldis.
Loks sást borgin. Turnhvelfing
Péturskirkjunnar út í Vatikaninu,
garðarnir og kirkjumar á Monte
Pincio — Tíberfljótið, gult á lit-
inn — „flavus Tiberis“, sem vin-
ur minn sálugi Quintus Horatius
Flaeeus einhverstaðar hefir kall-
að það, og loks var maður kom-
inn.-----„Siamo arrivati (við er-
um komnir) Roma — Rom—a—a!“
var kallað úti.
„A sjö fjöllum háurn hún
til himins lyftir veggjum.“
Bara að Sigurður hefði nú átt
kost á að vera hér, tautaði eg
méð sjálfum mér um leið og eg
stökk út úr vagninum.
Eg þóttist eiga vissan samastað-
í dönsku gistihúsi rétt hjá járn-
brautarstöðinni, hjá frú Dinesen,
sem margir ítalíufarar munu kann
ast við. En 'þar var alt fult, og frú
Dinesen hafði ekki getað útvegað
mér neitt. Eg var nú við öllu bú-
inn, því eg vissi að í mars og
apríl er afar erfitt að fá samastað
í Rómaborg, vegna ferðamanna-
fjöldans. Einkum um páskaleytið
er altaf troðfult af aðkomumönn-
um, og í vor hafði aðsóknin verið
meiri en í manna minnum. Hópar
danskra ferðamanna höfðu stund-
um orðið að hýrast á stólum
fyrstu nóttina í konsúlsíbúðinni —
og danskan prest hitti eg, sem
hafði orðið að ganga um göturnar
alla fyrstu nóttina, og fyrst gat
fengið inni eftir langa leit daginn
eftir.
Það lá nú nærri að líkt færi
fyrir mér. Eg reyndi fyrir mér á
17 gistihúsum, og var þar alstaðar
fult, — loks á 18. staðnum var
mér sagt að ef eg vildi gera mér
að góðu ruslakompuna, gæti eg
fcngið að sofa þar í bedda þangað
til herbergi losnaði. Eg varð guðs-
feginn. Það var á litlu hóteli
við Piazza Barberini, norðantil í
bænum. Eg lét nú flytja dót mitt
þangað, fór svo og tilkynti lög-
reglunni komu mína, — og þegar
eg «vo var btíinn að útfylla ósköp-
ir. öll áf skjölum og fá „permesso
di soggiorno“ (dvalarleyfi) til
júníloka, fór eg nú að athuga
borgina og skila kynnisbréfum
sem eg hafði meðferðis. Það kom
síðar í ljós að hótelið var allgott,
og vandað og lipurt fólk; eg
fekk brúklegt herbergi eftir
nokkra daga, og dvaldi þar svo
úr því allan þann tíma, eem eg var
í Róm, fjórar vikur alls.
Mér dettur í hug saga um Thor-
valdsen, frá þeim tíma, sem hann
bjó í Rómaborg. Danskur ferða-
maður, kunningi hans nýkominn
þangað, heimsótti hann og spyr
hann, sem kunnugan mann um
ýmislegt. Meðal annars spyr hann
Thorvaldsen: „Hvað langan tíma
þarf maður eiginlega til að skoða
Róm f ‘ — „Það veit eg svei mér
ekki“, sagði Thorvaldsen ,,eg
er bara búinn að vera hér í
tuttugu ár!“
Og Tliorvaldsen er ekki sá eini,
sem hefir fundið til þess hvað
Rómaborg er ótæmanleg. Þar er
líklega fleira merkilegt að sjá og
skoða en í nokkurri annari borg
í heiminum, þó stærri séu. Og
þess vegna er eg nú altaf að velta
'fyrir mér spurninigunni: Á eg að
vera að segja nokkuð frá Róma-
borg?. Eg veit það varla. Því
fyrir þá sem hafa séð „borgina
eilífu“ getur ekki verið neitt á
lýsingu minni að græða. Og þeir,
sem ekki hafa átt því láni að
fagna geta ef til vill haft gam-
an af því, en dvöl mín í Róm
var svo stutt að eg treysti mér
alls ekki til að gefa neina ítarlega
lýsingu á borginni og allri hennar
dýrð. Eins mánaðar dvöl í slíkri
birg er ekki mikið.
Eg ætla samt að revna að skrifa
eitthvað — máske verður það
meira hugleiðingar út af því sem
eg sá en lýsingar á því. Hvort
lesendurnir græða á því veit eg
ekki með vissu. Þeir um það —-
eg skrifa.
=016861=-
„Sanitas"
Ijúffenga Sítrón, fæst hjá ^
öllum betri kaupmönnum sem
** ,H • ■
versla með slíka vöru. "
1
Messur á morgun. I dóffikirkjunni
kl. 11 síra Jóhann Þorkelsson, kl.
5 síra Bjarni Jónsson.
í f'ríkirkjunni-kl. 2, próf. Haraldur
Níelsson.
f fríkirkjmmi í Hafnarfirði kl. 1
e. h. og í fríkirkjunni í Reykjavík kl.
5 síðd. síra Olafur Ólafsson.
Landakotskirkja: Hámessa kl. 9
árd. Engin síðdegismessa.
Fundur í „Stjörnufélaginu“ sunnu-
daginn 20. þ. m„ kl. 3y2 síðd. —
Engir gestir.
Togarinn enski, sem tekinn var í
landlielgi um daginn, fekk 4000 kr.
sekt. Sannaðist ekki að liann hefði
veitt í landhelgi.
Bergmál heitir lítið en laglegt ljóða-
kver, sem nýkomið er út eftir Magn-
ús Gíslason. í iþví er m. a. þessi vísa:
Jeg er hetja í sjálfs mín sögum,
sólarbam á gæfudögum,
E.s.
fer héðan 26. nóv.br."til Leith og Kaupm.hafnar
Skipið fer aftur frá Kaupm.höfn II. desember um
Leith til Reykjavikur.
Es. Ooðafoss
fer frá Kaupm.höfn I. desember, um Leith tit
austur og norðurlandsins og Reykjavíkur.
kvíðastrá, ef kular, syrtir,
kátur ungi þegar birtir.
Kenslu í ensku og skjalaþýðingar
af íslensku á ensku, auglýsir ungfrú
Guðlaug Jónsdóttir hér í blaðinu í
dag. Hefir hún dvalið í mörg ár í
Englandi og starfað mjög mikið að
þýðingum, m. a. á skrifstofum ensku
stjómarinnar.
Botnía fór héðan kl. 10 í gærmorg-
un til Hafnarfjarðar áleiðis til út-
Ianda. Parþegar voru meðal annara:
Jón Magnússon forsætisráðherra og
frú hans, P. O. Christensen lyfsali
m-eö fjölskyldu, alfarinn til Khafnar,
Jón Stefánsson listmálari, Einar Þor-
gilsson alþm., Konráð St-efánsson frá
Bjarnarhöfn, O. J. Havsteen og frú
hans, Jón Oddsson skipstjóri, frúrn-
ar Kristín Sigurðsson, Áista Ólafsson
og Þorbjörg Ólafsson og ungfrn
Þórh. Helgason.
Glímufél. Ármann hefir útiæfingu í
iýrramálið. Félagsmenn, mætið í
Mentaskólaportinu Id. 9þú.
„Borgir“ á sænsku. — „Borgir“
skáldsaga Jón Trausta er nýkomin
út í vandaðri útgáfu, með mynd höf.
framan við. Þýðingin er eftir Rolf
Nordenstreng, sem hér er áður kunn-
ir og hefir skrifað ýmislegt um ís-
lonsk mál og íslenskar bókmentir.
Hann dvaldi liér í Reykjavík einn
vetur fyrir nál. 20 árum og er vel að
sér í íslensku. Mun iþýðingin vera í
besta lagi, og franian við bókina
er ritgerð eftir þýðandann um rit-
störf höf. Þýðandinn þakkar Finni
Jónssyni prófessor í Khöfn fyrir
að bafa litið yfir þýðinguna og gefið
góðar leiðbeiningar. Einnig fylgb
þerna frá þýðandanum stutt greinar-
gerð fyrir íslenskum framburði. Út-
gefandinn er C. W. K. Gleerups För-
lag í Luudi. Titill sænsku útgáfunn-
nr er: Guðmundur Magnússon: Borg-
ar. Gammansaga frán Grundfjord.
()\ersátning Fráii islándskan av Rolf
Nordenstreng.
Gengi erl. myntar.
Khöfn 18. nóv.
Stex-lingspnnd..............21,58
Dollar.......................5,42
Mörk .. .....................2,15
Sænskar kr.................126,50
Norskar kr..................78,25
Fianskir frankar............39,25
Svissneskir frankar ■ • • • 101,50
Lírur.......................22,75
Pesetar.....................74,50
Gyllini....................190,25
Frá versltmarr.
TilboB
Hálf jöröin Jófríðarslaðir í
Hafnarfirði ásamt húsum, er til
sölu nú þegar og verður selð-
hæstbjóðanða. Laus til ábúðar
15 maí.
Tilboð senbist í lokuðu bréfi
tii Henðriks Hansens Jófríðar-
stöðum Hafnarfirði.
Si
Enska:
Eg undirrituð kenni
g ensku. Tek einnig að mér g
Q þýðingar. glj
0 Guðlaug Jönsdóttip
^Amtmannstíg 5.
Heiraa 1—2 e h.
fiappdrætti
styrktarsjóðs sjúklínga
á Vifilstöðum.
Núruerin sem upp komu í happ-
drættinu voru þessi
1. vinningur nr. 20522
2. — — 24852
3. — — 12610
4. — — 9974
5. — — 6439
6 — — 25272
Tilkynning um þessa miða sé
komið til styrktarsjóðsnefndar-
innar fyrir 31. des. þ. á
Styrktarsjóðsnefndin.
|N.^Sögaard
pianokennari er kominn heim.
Heimili: Laugaveg 18 B. fyrsta
lofti
Samkoma
verður halðin f Hafnarfirði næst-
komanöi sunnuðag 20. nóv. kl. 4
e. h. í Bíóhúsinu- Nýjir sálmar
sungnir. Páll Jónsson talar
um kærleika og vakningu. IZ
Allir velkomnir. Á i