Morgunblaðið - 24.12.1921, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
ÖLEQILES ’]ÓL!
„Svo elskaði gnð heiminn, að
hann gaf sinn eingetinn son,
■ til þess að hver; sem á hann
trúir glatast ekki, heldur hafi
eilift líf“. (Jóli. 3, 16.).
Betri jólatexta en þennan þekki
eg engan, svo vel á hann við jólin
sem hjálpræðishátíð guSs barna.
Þau fela í sér í fáum orðum alt
meginmál fagnaðarerindisins, er þau
benda oss á grundvöll hjálpræSis
vors, kærleika vors himneska íööur,
frömuð hjálpræöis vors, guSs ein-
getinn son, og síðasta takmark
hjálpræðis vors: hið eilífa líf í guði
ug náð hans.
Fæðingarhátíð frelsara voi’s setur
•oss fyrir sjónir hinh eilífa grund-
völl hjálprœðis vors: „Svo elskáði
guö heiminn1 ‘. Frumtónn allrar op-
inberunar guðs er: kærleikur guðs,
— elska guðs til þín og mín, sem
hann skóp í sinni eigin mynd, til
eilífs samfélags við sig. Og hvergi
hljómar þessi tónn skærar og yndis-
legar en yfir jötunni í Betlehem eða
réttara yfir því lífi, sem byrjaði
þar og lauk rximum 30 árum síðar
úti á öolgata.
Trúir þú á guðs kærleika — trúir
þú á guðs kærleika þcr til handa?
Menn tala einatt svo sem þaö ætti
þó að vera auðveldast allra hluta
að t.rúa á guðs kærleika, bæði al-
ment, sem kærleika til allra manna,
■og sérstaklega sem kœrleika til vor
hvers einasta eins. En þetta er alls
okki eins auðvelt og í fljótu bragði
gæti virtst.
Það er engan veginn svo auðvelt
að trúa á kœrleika guðs alment, eins
•og heimurinn er. Oftar sluddi mað-
ur ætla það sönnu nær, að guð hat-
aði heiminn, eins og hann veltist í
hinu vonda. Hugsum aðeins til und-
anfarinna 6—7 ára! Væri ekki frem-
ur ástæða til að ætla, að guð hataði
heiminn, eins og hann hefir sýnt
sig þessi voðalegu ár, — þar sem
vonska mannanna hefir birtst á jafn
liáu stigi? En þótt vér strikuðum
vfir þessi voðalegu ár, þá er samt
nóg, sem gæti gert oss erfitt að trúa
því, að guð elski þennan lieim. Lít-
urp aðeins á eitt atriði: Iiinn gífur-
lega misnmn á kjörum manna.
\7;eir nú svo vel, að vér gœtum sagt,
að mismunur kjaranna stæði í réttu
* hlutfalli við mannkosti einstakling-
anna, svo að það vœru ávalt bestu
og' vönduðustu mennirnir, sem sætu
sólarmegin í tífinu. En því er ekki
að heilsa. Er eiginíega að furða,,
þótt skammsýnum mönnum komi
slíkt undarlega fyrir sjónir, og að
þeir spyrji: Getur sá guð verið
réttlátur, sem slíkt lætur viðgang-
Á hjálpræðishátíð guðs barna
Jólahugleiðing
eftir Dr. Jón Helgason, biskup.
ast? og ef hann er ekki réttlátur,
getur hann þá verið kærleiksríkur ?
En sé erfitt að trúa á guðs kær-
leika alment, þá er það ekki síður
er vér lítum til sjálfra vor sérstak-
lega. Hvað er eg í augum heilags
guðs? Óhreinn jarðarmaðkúr, atað-
ur í synd, í óhlýðni við guðs viljá,
og í hverskonar mótþróa. Hann á að
elska mig og vilja gera mig hólpinn
-— en eg vinn sjálfur á móti af öllu
megni? Er mögulegt annað en að
guð hafi beina andstygð á mér?
Er hugsanlegt, aö guð geti litið með
velþóknun niður til mín?
Og þó er okkert sem vér þráiun
heitar en að mega trúa fagnaðar-
erindinu um kærleika guðs, og geta
hvílst öruggir í því, eins og börn
í móðurfaðmi, sannfæi'ðir um koer-
leiksþel guðs gagnvart oss. Því að
vér finnum, að án þessa yrði lífið
oss hin mesta kvöl og byrði, og til-
gangur þess óskiljanlegur með öllu.
En alt þetta veit guð ! Þess vegna
hefir hann aldrei látið sig án vitnis-
burðar — aldrei látið af tilraunum
sínum til þess að rótfesta hjá mönn-
um þá trú, að hann elskaði þá, eins
og faðir elskar börnin sín. Um þetta
hefir hann létið spámenn sína tala
oftsinnis og með mörgu móti. En
aldrei gerir hann það þó jafnkröft-
uglega og fyrir sinn eingetinn son,
er hann lætur fæðast, lifa og deyja
til þess að birta heiminum þennan
óumrœðilega dýrðlega sannleika, og
gerir hann með því að frömuði
hjálpræðis vors öllum öðriun frem-
ur.
Og svo sem frömuð hjálpræðis
vors setur fæðingarhátíð frelsarans
oss einmitt Jesúm fyrir sjónir: ,,Svo
elskaði guð heiminn að hann gaf
sinn eingetinn son“. Vév hneigjum
honum í dag, sem reifuðu barni,
enda þót.t hjálpræði vort sé ekki svo
mjög bundið við barnið sjálft sem
við líf og starf þess fulltíða manns,
sem þar og með þeim hætti byrjar
sitt blessunarríka jarðlíf. Vér sjáum
þar upphaf þess jarðlífs sem dásam-
legast hefir verið lifað á þessari
jörðu, jarðlíf, sem var ein óslitin
dýrleg ópinberun kœrleika guðs.
Trúir þú á guðs kærleika í Jesá
Kristi ? Sjáir þú hanu ekki þar. þá
fær þú hvei'gi komið augum á hann!
I Jesú Kristi hefir kærleiki guðs í-
klœðst lvoldi og blóði. í Jesú Kristi
hefir guð sjálfur stigið n'iður til vor
og búið á meðal vor til þess að vér
mættum höndla hann í kærleika
lians! Og hvílíkur var þessi kærleik-
ur guðs opinberaður í Jesn Kristi.
Ekki kærleikur til engla í manns-
mynd eða heilagra manna heldhr 1 iI
fallinna, særðra. sekra manna. Slík-
um boðaði Jesú kœrleika föðursins.
Slíka menn huggaði hann með fyrir-
gefandi kærleika guðs. Slíka menn
revndi hann að reisa á fætnr og
styðja til heilags vaxtar í fullkomn-
un guðs barna! Og eins og orð hans
voru.svo voru og öll hans verk opin-
berun guðs kærleika. Það sýndi öll
framkoma hans við beygða og bág-!
stadda, mœdda og særða og sjfdca. \
í fáum orðum: alt líf hans til orða.
og verka var lifandi áskorun til
manna um að þiggja kærleika guðsv
að gefa sig lionum á vald, í trúnni á
miskunnandi föðurþel hans. Og að
síðustu tæmir hanu í botn bikar
kvala og dauða til þess að setja
mönnunum þennan sannleika svo
fyrir sjónir, að aldrei gæti gleymst
þeim. Frá krossinum — einnig frá
krossimun — hljómar sterkum rómi
út, yfir veriild alla: Svo elskaði guð
heiminn, að hann gaf sinn eingetinn
son!
Skilur þú nú, krisinn maður
hvert óumræðilegt fagnaðarefni
fœðing Jesú er oss mönnum. Fæðing
hans áttu það að þakka, að þú veitst
nú hvað þér er óhætt að gera þegar
samvitska þín ésakar þig um illa, not
aðan æfidag og um óhlýðni við guðs
vilja. Þú veitst nú, að sá guð sem þii
hefir móðgað hann elskar þig þrátt
fvrir alt, alveg eins og' Jesú elskaði
tollheimtumenn og bersynduga, sera
til hans leituðu. Þú veitst, að guð
elskar þig, þú veitst, að þú átt fyrir
gefning vísa hvenau’ sem þú snýr
þjer til hans, játar syndir þínar,
fullur iðrunar og biður hann fyrir-
gefningar. Og af því a ð þii veitst, að
hann elskar þig getur þú farið til
hans með alt, játað fvrir honum alt
og fengið fyrirgefningu í því öllu.
Trúir þú á kœrleika guðs eins og'
Jesús hefir opinberað oss hann? Ef
svo er þá ertu í sannleika sæil og þá
hefir þú öllum fremur ástæðu til að
gleðjast með guðs börnum á þessari
lofgerðarhátíð þeirra. Mætti þá lof-
gerðin líka fylla hjarta þitt og gleð-
in yfir guðs kærleika altaka sálu
þína og sinni, svo að náð guðs yrði
liéðan í frá sá heimur, sem þú lifir,
ert og hrærist í. Og sértu í hóp þess-
ara gœfumaima, sem hafa liöndlað
kærleika guðs eða guð í kærleika
lians, þá skilur þú líka að vonum,
hve dýrlegt og háleitt það takmark
er, sem guð hefir sett þér með hjálp-
ra:ði sínu, — en einmitt hjálprœðis-
takmark vort á fæðingarhátíð frels-
arans að setja oss fyrir sjónir.
„Til þess að hver sem á hann trú-
ir glatist, ekki, heldur ha.fi eilíft Uf“
— þar sjáum vér hið háleita tak-
mark hjálpræðis vors.
„Til þess að hver sem á hann trú-
ir“ — hér er trúin á Jesúm sett sem
skilyrði. Hvað merkir það að trúa á
Jesúm? Að trúa á Jesúm merkir
ekki, að trúa eða samsinna öllu
því, sem menn hafa um hann sagt
í því skyúi að útskýra hið leyndar-
dómsfulla við persónu hans. Að trúa
á Jesúm merkir á máli Jóh. guð-
spjallamanns að trúa eða treystá
opinberum guðs kærleika í honum,
svo að vér höndlum þennan kær-
leika, gerum hann að undirstöðu
imdirstöðu lífs vors og hvílumst í
honum í lífi og dauða. Um þann sem
þetta gerir segir guðspjallamaður-
inn „hann glatast ekki, heldur hefir
eilíft líf“. Guð vill ekki að nokkur
einasti maður glatist, heldur vill
hann að hver einasti maður snúi
sér og lifi, — öðlist eilíft líf. — Að
trúa á kærleika guðs, að veita kœr-
leika guðs viðtöku í lifandi, öruggu
og barnslegu tausti, það er að veita
guði sjálfum viðtöku, svo að hann
lifi í oss og vér í honum. Þetta gerði
Jesús. Og það var leyndardómurinn
í öllu lífi Jesú og þess vegna gat
það orðið jafn guðdómlegt, fagurt
og heilagt og það varð. En þetta er
þá líka takmark vors eigin lífs. Jes-
ús hefir sjálfur sagt það. Jesús fædd
ist í þennan heim beint til að koma
okkur í skilning um þennan mikla
og háleita sannleika. Þér kann að
blöskra, hve háleitt þetta takmark
er, en það er takmarkið engu að síð-
ur: Guð í þér og þú í guði. Þetta er
eilífa lífið. Guð í óss og vér í guði,
þetta er eilífa lífið — hvorki meira
né minna! Og þetta er hjál'præðið í
fyllingu sinni — og hvílík sœla, hví-
lík dýrð má það véra að ná því tak-
marki! En það næst ekki fyrirhafn-
arlaust af vorri hálfu. Ætlum ekM
að það náist að oss sjálfum sofandi
og aðgerðarlausum. Svefn leiðir al-
drei til sigurs. Aðgerðarleysið verð-
ur hér vagga dauða og glötunar.
Tökum því það áform nú á jólun-
um, að leggja héðan í frá alla vorn
krafta fram til að ná þessu takmarki
voru. Biðjum guð að blessa oss og
styrkja oss til þess. Látum hans
heilaga anda leiða oss að hvetja til
þess. Þá skal takmarkinu verða náð
svo sannarlega sem guð vor himn-
eski faðir er sannorður og trúr.
O hjálpa þú. oss til þess, faðir
vor á himnum. Lát þessa lofgerðar-
hátíð guðs barna verða til þess að
festa hjá oss hin bestu áform í þessu
tilliti og með þetta eilífa takmark
kærleika þíns biðjum vér þig öll:
Gef oss gleðilega bátíð í Jesú nafni.
Amen.
<xo
Flóttinn til Egyptalands.
Helgisaga
eftir Selmu Lagerlöf.
Langt inni í eyðimörk einni í
Austurlöndum óx í fomöld pálmi
einn mikill — nii orðinn æfa-gamall
og afar-hávaxinn, er þessi saga >
gerist.
Enginn fór þar um, svo að ekki
næmi staöar, til að virða fyrir sér
pálmann mikla. Hann var sem sé
miklu ha*rri en aðrir pálmar, enda
hafði því verið um hann spáð, að
hann ætti að verða hærri en brodd-
súlur og pýramýdar Egyptalands.
Það bar til eitt siim, er pálminn
mikli stóð að vanda og skimaði út
um eyðimörkina, að fyrir liann bar
sýn, er lionum brá svo við, að titr-
ingur fór um limið alt á stofninum
háa: Ytst, út við sjóndeildarhringiun
sá liami tvo menn koma ga.ngandi.
Þeir voru enn í fjarlœgð svo mik-
illi, að úlfaldi sýndist á stœrö við
inaur. En víst var það eigi að síður,
að þetta voru menn — karl og kona,
og ókiuinug þar um slóðir; því að
vel þekti pálminn þá menn alla, er
þar fóru um að jafnaði. Þetta var
maður og kona, er hvorki höföu með
sér föruneyti né klyfjadýr, tjald né
vatnslegil.
— Sem eg er lifandi, mælti pálm-
imi við sjálfan sig, þá eru þessi hjú
hingað komin til þess eins, að deyja.
— Furðar mig það stórum, að
ljónin skuli ekki vera komin á kreik
eftir bráð þessari. En ekkert. þeirra.
hreyfir sig. Og ekki sé eg heldur
neiun stigamanninn á ferli. — En
þeirra. verður víst. ekki lengi að
bíða.
Sjöföldum dauða ganga þau í
greipar, hugsaði pálminu með sér:
Ljónin gleypa þau, höggormarnir
bíta þau, þorstinn sálgar þeim,
stigamennirnir myrða þau, sólin
brennir þau og lirœðslan yfir-
bugar þa.u. — Og hann reyndi að
beina huganum að einhverju öðru,
því hann viknaði við að hugsa um
væntanleg forlög þeirra. — manns-
ins og konmmar.
En á takmarkalausu flatneskj-
mmi umhverfis pálmann, var ekki
nokkur sá hlutur til, er hann þekti
ekki áður og hafði virt fyrir sér
um þúsundir ára. Ekkert fekk lað-
að að sér athygli hans, svo að hug-
r.rinn varð ósjálfrátt að hverfa aft-
ur til ferðamannanna.
-— Þnrkur og vindur! andvarp-
aði pálminn — hann mintist þann
veg tveggja hinna. skæðustu óvina
lífsins á eyðimörkinni —: Hvað er
það, se.m konan ber á handlegg sér ?
Eg fæ ekki betur séð, en að þau séu
með barn — heimskingjarnir þeir
arna!
Pálminn var glÖggsýnn, eins og
títt er um öldunga ; og homim skjátl-
aði' ekki. — Konan bar á handlegn-
um barn. sem ballaði höfði að
brjósti hennar og svaf.
— Baruið er ekki einusinni nægi-
lega klæðum búið, mælti pálminn
ennfremur. Eg sé að konan hefir