Morgunblaðið - 08.01.1922, Blaðsíða 3
KOK'G CIN RLAftlft
Þar sem aldrei veröur sagt um með
vissu, hvort tekist hafi að stöiSva
Glaucom varanlega, leiðir það af
sjálfu sjer, að eftirlit með sjúkling-
um, eftir að þeir eru farnir frá lækni
er bráðnauðsynlegt, og gildir þetta
líka þótt sjúklingnum sjálfum finn-
ist alt vera í lagi. Ef vel ætti aö vera
ættu allir glaucomsjúklingar aö
mæta til eftirlits að meðaltali 4 sinn-
um fyrsta árið, síðan ef til vill
sjaldnar, ef ekkert hefir fundist at-
liugavert í fyrri skiftin. Því lengri
tími sem, líður frá, svo að ekkert
finst að, þvi betri verða horfurnar
fyrir varanlegri stöðvun.
Auðvitað getur alt slampast af án
eftirlits, og gerir sem betur fer oft-
sinnis. Og heldur er ekki svo að
skilja að glaueomsjúklingur geti alt
af trygt sjer sjón æfilangt, með því
að mæta reglulega til eftirlits og
fara að öllu leyti eftirráðleggjingum
augnlæknis. En víst er um það, að
af sjúklingum þeim, sem hafa verið
udir læknLshendi og orðið blindir
síðarmeir, hefði mátt bjarga mörg-
um, hefðu þeir mætt til, eftirlits í
tíma.
Hjer á landi standa menn að þessu
leyti tilfinnanlega ver að vígi en er-
lendis, þar sem samgöngur eru greið-
ari og ferðir ódýrari, ekki hvað súst
vegna þess að almennir læknar, með
venjulegum útbúnaði geta ekki haft
eftirlit þetta á hendi, svo í lagi sje.
Er þá öU blinda ólœknandit Nei,
— Hjer á landi er star (cataracta)
algengasta orsökin til blindu, þegar
Glaucomi sleppir. Reyndar er ekki
um blindu í orðsins fylstu merkingu
að ræða, því starsjúklingar geta að
minsta kosti áltaf greint nótt frá
björtum degi, ef ekki er fleira að,
en til allrar vinnu eru þeir jafnófær-
ir og alblindir menu.
Sjeu augun að öðu leyti heilbrigð,
eru horfur fyrir lækningu særaileg-
ar. En til þess þarf uppskurðar með,
og gleraugna á eftir að staðaldri. —
Nokkrir íleiri augnsjúkdómar geta
valdið blindu, og batnað þó aftur
að meira eða minna leyti. En þeir
eru margfalt sjaldgæfari, og skal
ekki farið nánar út í þá hjer.
Niðurlag. Jeg hefi í grein þessari
farið hratt yfir efni, og aðeins drep-
ið lauslega á það helsta. Að síðustu
vildi jeg rifja upp fyrir mönnum
aðalatriðin, en þau eru þessi:
Olaueom er illkynjuff augnveilci,
sem leiðir undantekwmga/rlaust til
'ólœknandi blindu, ef ekkert er að-
gert■
Olaucom legst altaf á bœði augu,
en venjulega líffur lengri eða skemri
tinii milli þess aff augun veikjast.
Einkenni veiki/nnar eru oftast ó-
Ijós. Flestir nerffa ekki annars varir,
en sjóndepru, jem smátt og smátt
fer í vöxt.
Horfur fyrir lcekningu eru altaf
vafasamar, cii batna aff miklttm mun
ef sjúklingar koma snemma. til laekn-
is, og geta komið því við aff mceta
öðru hvoru til cftirlits, cftir aff þcir
eru, farnir frá lcekm.
Sjón þi sem glaucomsjuklingar
þegar hafa mist, geta þeir aldrei
fengiff aftur, svo nokkru verulegu
nemi.
Olaucom er aff tiltölu mjög al-
ge/ngt hjá eldra fólki hjer á lamdi,
og mikill meiri hluti blindra mannu
hjer, mun vera blindaður af vold-
um þess.
Reykjavík 27. des. 1921.
H. Skúlason.
------0—------
m dm
í sumar greiddu Þjóðverjar
fyrstu afborguu skaðabótanna, sem
þeir voru neyddir til að gangast
undir, með úrslítakostum bauda-
manna. í Londou í fyrravor. Sú
afborgun var mestmegnis fengin
moð erlendum lánum, einkum í
HoRandi og þóttu erfiðkúkarnir,
sem Þjóðverjar áttu við að stríða
til þews að geta istaðið í skilum
með fyrsta miljarðinn af 226,sanna
■það til fullnustu, a.ð iskaðabæt-
urnar væru Þjóðverjum langsam-
lega ofvaxuar. Þessi skoðun hefir
síðan orðið ráðandi hjá öllum þjóð
um nema eiinini, Frökkum, sem
krefjast þess enn að eigi sjeslak-
að til við Þjóðverja, að minsta
kositi ekki fyr en þeir hafi greitt
miljarðinn, sem fellur í gjalddaga
í janúar og febrúar.
Wirth stjómarforseti Þýskalands
kvað uppfylling skaðabótakröf-
unnar imdir því komna, að Þjóð-
verjar fengju iðnlhjeruðm í Efri-
Sehlesiu. Og er hann skrifaði und-
ir nauðungarkosti bandamanua lét
liann þess greinilega getið, að það
væri gert í fulln trausti þess, að
skiftingin á Schlesíu yrði rjettlát,
og í því trausti einu tæki stjóm-
in á sig skuldbindingam ar. — 1
október fer loks skiftingm fram
og er á þá leið, að Pólverjar fá
öllu meira af iðnhjeruðunum en
Þjóðverjar. „Rjettláta skiftingin
varð á þá leið, að 800 þúsund
ekrur af þýsku landi með 980.296
manns era teknar af Þjóðverjum
og af íbúum konungsríkisins Pól-
íainds em 14% miljón Pólverjar
en 12% af öðra þjóðemi, þar af
2 miljónir Þjóðverja. Við Bkift-
inguna missa Þjóðverjar a 11 a r
zinknámur Efri-Schlesíu, 86% af
kolaframleiðslunni, 75% af stál-
og 65% af járnframleiðslunni. En
ScMesía var eitt námuauðugasta
hjerað keisaradæmisins foma og
sjest þá hvílík feiknaáhrif þetta
hefir á iðnað Þýskalands. Skifting
þessi er aðalþrekvirki alþjóða-
sambandsins á síðasta ári og Þjóð-
verjar höfðu treyst því. Nú á það
heiðurinn af þvi að hafa skapað
nýtt Elsass-Lothringen austan-
megiin við Þýskaland.
Skiftingiin varð upphaf mestu
erfiðleikanna sem mætt hafa
Þýskalandi, síðan vopnaihlje komst
á 11. nóv. 1918. Gengið, sem und-
anfarið hatfði staðið nokkumveg-
irn í stað, hrapaði skyndilega svo
mjög, að markið varð ókki nema
2—Ö anra virði. Fallið leiddi af
sjer stórfeldara kaupihallarbrask
en nokkumtíma áður,. allir sem
áttu peninga reyndu að komaþeim'
í verbrjef eða fasteignir. Ringul-
reiðin var afskapleg.
Iðnlijeruðin í Sehlesíu era til
orðin fyrir duguað Þjóðverja. Þeir
hafa reist verksmiðjur, komið iðn-
aðinum á fót og varið ógrynui
fjár til. Forstöðumennimir við
námurnar og duglegustu verka-
mennimir eru álir Þjóðverjar. Ef
þoirra missir við — og !hve lengi
vinna þeir undir pólskri stjómt
— komast námumar í óhirðu og
verða gagnslitlar, því Pólverjar
hafa vitanlega fá skilyrði til að
geta haldið þeim í horfinu. Gagn-
ið sem þeir hafa af námunum,
verður þá lítið. En það ógagn er
þeim unnið við skiftinguna, að
einn óvinurinn bætist við: Þjóð-
verjar. Áður hafa þerr brotið af
.sjer viuáttu allra annara nágranna
sinna. Og mikið má vera ef þeim
verða 7 dagarnir sælir, umkringd-!
um óvinum.
Stjórn Wirth sagði af sjer, þeg- j
at' kunn urðu örlög Efri-SeMesíu.'
Hanu hafði farið með völdin í
fullú trausti þess, að ekki yrði á
Þjóðverja hallað, en þegar sú
varð raunin á, vox*u skLlyrðin fyr-
ir stjómarstefnu hans úr sög-
unni. En það sýnir best traustið'
á mauninum, að þrátt fyrir allarj
tilraunir tókst engum að mynda
aðra stjóm. Wirth varð að taka
við völdunum aftur og breyttist
ráðuneyti íhans nokkuð. Eflaust
hefir haun gert þetta í von um
það, að bandamenn slökuðu á
s k aðabótakröfun itm. fyrir órjett-
inn í Efri-ScMesíumálinu. Og í
áliðnunt uóvemher fara helstu
fjármálamenn Þjóðverja til Lund-
úna, til þess að semja við stjóm-
ina og ensfca fjármálamenn um j
greiðslufrest á skfjðabótunum og j
i.ýtt fvrirkomulag og lántöku hjáj
enskum bönkum. Stjórnin tekur:
vel í málið og vill bæði veita •
greiðslutfrest og draga úr skaðfi- i
bótakröfunum, an Frakkar sit.a
fastir við sinn keip og vilja hvor-
ugt heyra nefnt, að minsta kosti;
ekki fyr en jan.-febr.-afborganira-!
ar sjeu greiddar. Og lántökurnar
ganga ekki að óskum. Endirinn
verður sá, að fulltrúamir hverfa
heim að ólöknu máli. Og af því
l< iðir, að þýska stjómin verður
að gefa út yfirlýsingu, sem marg-
ir höfðu búist við: Þýskaland get-
ur ekki greitt skaðabætumar sem
falla í gjalddaga eftir nýárið.
Skaðabótanefndin hefir enn
ekki breytt afstöðu sinni til máls-j
ins og heimtar enn að Þjóðverjar
geri það sem þeir ekki geta. Hún
liefir ekki, enn látið uppi, Shvað
gert verði ef greiðslan kemur
ekki á gjalddaga, hvort Þýskaland
verður lýst gjaldþrota eða Frakk-
ar láta sjer nægja að leggja umdir
sig ný hjeruö fyrir austan Rín. Úr
því verður skorið bráðlega. Kem-
ur þá seunilega til úrslitaþrautar
milli Frakka og Breta; stefnur
þeirra í skaðabótamálinu verða
ekki samrýmdar og hagur Þjóð-
verja er undir því komiínn hver
sterkri verður.
Bæklingur þessi, eftir Sig. Kr.
Pjetursson, kom út rjett fyrir
jólin. Á 'hann hefir ekki verið
minst í hlöðunum.þóhannhafimargt
til að bera, sem verðskuldi það,
að hans væri getið.
Bæklhiguririii er saminn sem
kenslurit að nokhru !eyti. Höf.
getur þess í formálanum, að.,þessi
eriuidi hafi verið rituð fyrir einn
af lestrar eða námsflokkunum innan
Guðspekifjelgsms hjer í R.ykja-
vík, er hafi ásett sjer að kynna
sjer sem ítariegast •■"kin f>*rir
boðskapnuiu um komu meistaraus’
Tekur hann það fram, að þessi er-
indi heri að skoða, sem fyrstu
námskaflana í þeim efnum.
Efnið er því að nokkru leyti
sniðið í kensluformi og einskorð-
að við þessa hlið guðspekinuar og
lítið farið inn á aðrar leiðir henn-
ar nema að því leyti, sem skoð-
i animar grípa hver inn í aðra.
Auglýsing
um varnir gegn influensu.
Stjórnarráð Islands hefir gefið út svofelda auglýsingu um varair
gegn inflúensu:
„Með því að inflúensa gengur nú í Hamborg og í Noregi, sjerstak-
lega í Bergen, er hjer með lagt fyrir lögreglustjóra og sóttvarnar-
nefndir að hafa sjerstakar gætur á skipum sem koma frá Þýskalandi
og Noregi. Komi ski]i frá þessum löndum með grunsamlega véika
menn, má það ekki liafa samband við land fyr en hjeraðslæknir hefir
skoðað skipverja.
Hann ákveður til bráðabyrgða hvort sóttvöruum skuli beitt, en
skýrir heilbrigðiststjórninni tafarlaust frá því sem gerst hefir“.
Þetta birtist hjer með öllum þeim, sem hlut eiga að rnáli, til leið-
beiningar og eftirbreytni.
Lögreglustjórinn í Re ykjavík, 6. janúar 1922.
Jón Hermannsson.
Iiöf skiftir bæklingnum í kafla,
og gerir það alt yfirlit ljósara. Sýn
ir hann fram á hverjar líkur sje til
að menn geti átt von á endurkomu
meistarans, og dregur víða að efui
til sönnuuar og fuiltingis þessari
trú guðspekinga. Skal engiim dóm
ur á það lagður hjer, hversu veiga
miklar þær líkur eru eða sann-
færandi. En hitt er óhætt að full-
yrða., að höfuudi hafi tekilst að
fræða þá, sem þessu vilja kynn-
ast allítarlega um það helsta, sem
guðspekingar hafa á að byggja
tíl líkinda fyrir endurkomu meist
arans. Þass má og geta, að alt
efni er sett frain einkar ljóst og
skipulega og sumsitaðar mjög vel,
svo bæklingúrinn er hinn skemti-
legasti, jafnvel fyrir þá, sem lít-
inn áhuga hafa á iþessum efnum.
— Svo mikill guýr hefir staðið,
og stendur enn, um Guðspekis-
hreyfingun'a hjer á landi, að trú-
legt er, að flest seln kemur út
um það efni sje lesið. Mönnum er
farið að skiljast, að hún hefir
meira ’lífsafl að geyma, en margur
spáði í fyrstu. Og um það verður
ekki deilt, að hún hefir vakið
hjer fjölda manna. Og vakning-
una þurfum við. Það skiftirminna
máli fyrst um sinn, hvort menn
snúast með eða móti — ef menn
aðeins vakna, fá nýjan trúareld
og sjá, að margar leiðir ligg.ja
upp á tindinn.
*
-= ÐAGBÖK. =-
□ Edda 59221107—1 A. B.
atkv/.
I. O. 0. F—H 103198—Fl.
Næturlaeknir: Guðm. Thoroddsen.
Sími 231. Vörður í Laugavegsapó-
teki.
Guðspekifjelagið. Lesflokkamir byr
ja aftur mánud. 9. þ. m. kl. 8—9 síðd
(um innri hlið kristindómsins) og 9—
10 byrjendaflokkur).
Sjúkrabifreiðin. Hiin tók til starfa
hjer í bæ fyrst 1. júní 1921. Hefir
hiún verið mikið notuð. Á gamiárs-
kvöld höfðu 2ou sjúklingar verið flutt
ir í henni að sjúkrahúsum og úr þeim.
Sjúklinga hefir hún sótt og farið
með suður í Hafnarfjörð og að Vífil-
stöðum. Einn maður hefir verið sótt-
ur í henni upp í Mosfellsveit. Beðið
jhefir verið um hana austur yfir fjall,
en þangað fæst hún ekki, þar sem kitn
er aðeins astluð til sjúkraflutninga í
bænum.
Frá Vestmannæyjum. Þar hefir
verið tregur afli nú síðustu daga,
en nokkru þar á undan. 70—80 vjel-
bátum verður haldið út í Eyjunum
nú í vetur og um 20 róðrarbátum.
ísiandsbanki mun hafa í hyggju að
stofna útbú á Siglufirði nú næsta
sumar, sem þó líklega á aðeins að
starfa sumarmánuðina, þegar þar er
mest um að vera.
Influensa gengur nú í Hamborg og
Noregi. Hafa fregnir borist um það
m. a. í skeytum til blaðanna hjer.
Hefir stjómarráðið jþess vegna fyrir
skipað að sjerstakar varúðarreglur
skuli hafðar við þau skip, ;sem koma
frá Þýskalandi og Noregi. Mega þau
ekki hafa samband við land, fyr en
hjeraðslæknir héfir skoðað skipverja,
ef á því eru grunsamlega veikir
menn. Og ákveður læknirinn hvort
bráðabirgða.sót tvörnum skuli beitt.
Stjórnarráðið. Auglýst er í Lög-
birtingi 5. þessa mánaðar, að bank-
ar og sparisjóðir, sem til þessa hafa
legið undir atvinnu- og samgöngu-
máladeild stjórnarráðsins, sjeu fram-
vegis lagðir undir fjármálaráðuneyt-
ið, og ennfremur þær orðabreytingar,
að orðið „deild” sje ekki notað, en
að dóms- og kirkjumáladeildin nefnist
dóms- og kirkjumálaráðuneytið o. s.
frv.
Gylfi fór út á veiðar í gærkvöldi
seiftt. Hann íiskar í ís-.
Skallagrímur er enn ófarinn út á
vei Bíður hann eftir kolum. Er kola-
skip á leiðinni frá Amerílru til Kvöld-
úlfsfjelagsins, mikið skip, að sagt er.
St. Denis heitir enskur togari, sem
hingað kom í gærkvöldi. Er íslenskur
skipstjóri á honum, Jón Hansson frá
ísafirði og skipverjar eru allmargir
felenskir. Togarinn er kolalítill, og
kom hingað til þess að frástöfun um
það frá Englandi, hvort hann ætti
að taká hjer köl og halda áfram veið-
um. Afla hefir hann lítinn.
Jón Magnússon forsætisráðherra er
nýlega farinn frá Khöfn til Lundúna
og verður þar um tíma. Kemur með
„Gullfossi ’ ’ næst. ,
Sjónleikar verða sýndir í Templara-
húsinu í kvöld. Verða leiknir tveir
leikir, „Nafnarnir” ög „Apinn”, sem
margir kannast við frá fomu fari.
Sjónleikir Temlara þykja hinir skemti
legustu og meðal þeirra, sem leika í
kvöld em ýrnsir gamtir leikendur.
Auk þessa verða sungnar gamanvísur
— glænýjar.
i