Morgunblaðið - 10.03.1922, Page 1
Stofnandi: Vilh. Finsen.
Landsblað Lögnjetta
Ritstjóri: Þorst. Gíslason..
9. árg., 106. tbl
Föstudaginn 10. mars 1922.
fsafoldarprentsmiSja hJ.
Gamla Bíó
| Súmúrún. I
Stórfengleg og afarskrautleg
æfintýramynd í 6 þáttum
eftir Max Reinhardt.
Aðalhlutverkin leika: Pola
Negri, Jenny Hassel-
quist, Egede Nissen,
Harry Liedtke, Paul
Wegener, Ernst Lubitz.
Jainskrautleg og íburðar-
mikil mynd að öllum útbún-
aði, hefir varla sjest hjer á
landi áður.
Aðgöngumiðar kosta aðeins
kr. 1.50 og 1.00.
k
I
Nokkur orö
um
embættaskipun.
Eftir Halldór Hermannsson.
Að sniða sjer stakk eftir vexti —
það er einatt eitt af því allra erfiS-
asta fyrir einstaklinginn 'og fijóð-
fjelagið. Oft er það metnaSnrinn,
sem hindrar það, að menn hlýði því
lieilræði; þeir vilja ekki vera minni
en aðrir, og reisa sjer því gjarnan
hurðarás um öxl. Þetta kemur eink-
um fram hjá smáþjóðunnm; þær
vilja helst líkjast í flestu stórþjóðun-
um. og þó þær geti ekki orðið þeirra
jafningjar að höföatölunni til, þá
vilja þær þó verða það í fvrirkomu-
iagi og siðum. Hin tíðu og nánu við-
skifti vorra tíma gera þetta að
miirgu leyti eðlilegt, að minsta kosti
afsakanlegt, og stundum jafnvel
nauðsynlegt — en það má þó líkja
eftir, án þess beint að apa eftir
þeim stóru og fylgja fyrirmynd
þeirra hugsunarlaust. Og það er
einmitt í þessu, að smáþjóðiruar
sýna oft svo lítið ímyndunarafl og
sjálfstæði. Þær taka upp og innleiða
*’já sjer margt af því, sera tíðkast
i'já stórþjóðunum, áu þess að taka
"ffigilega tillit til þess, hvort það
(1,ki við eða sje þeim haganlegt og
ýjárhagslega fært.
íslendingar eru ein af smáþjóðuu-
Um- sem hjer koma sjerstaklega til
kreina, því að sem sjólfstœtt þjóð-
Stórmál.
Kvenfjelag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur aukafund
í dag (föstudag 10. þ. ra.) kl. 5 siðd. í Good-Templarahúsinu uppi.
Stórmál á dagskrá. — Áiíðandi að allar fjelagskonur mæti.
Stjórnin.
Leikffjelag Rvikur.
Kinnarhvolssvstur
verða leiknar sunnudag og mánudag kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó laugardag kl. 5—7 og dagana
sem leikið er kl. 10—12 og 2—7.
I siðasta sinn.
Hjermeð tilkynnÍBt vinum og vandamönnum, að Ólafur Haf-
liðasou frá Svefneyjum andaðist á Landakotsspítala í gærmorgun.
Fyrir hönd systkina og systkinabarna.
Kristján O. Skagfjörð.
ARKIR.
2. liefti verður selt á götunum ámorg-
un og á afgr. Morgunbl. Drengir ósk-
ast til að selja. — Árni Þorsteinsson
Bíóstjóri jiefir afgr. blaðsins í Hafnarf.
fjelag eru þeir minstir allra postul-
anna. Hið nýfengna sjálfstæði er
orsök þess, að þeir hafa þótst þurfa
að koma á ýmsum breytingum lijá
sjer í stjórnarfyrirkomulagi og em-
hættaskipun. Það var svo sem segin
saga, að þingræðið yrði að komast
þar á í öllum sínum myndum, góð-
um og slæmum, með tíðum ráðherra-
skiptum og öðru fleira. Þá varð og
ai> stofna lieilt ráðuneyti með þrem
ráðherrum, enda þótt alt ráðaneytið
hafi varla meiri störfum að gegna
en sem svarar ofurlitlu broti af því
sem einu raðlierra í öðrum löndum
hefir að annast. En þetta var auð-
vitað afleiðing af flokksmetnaðinum
og þingræðinu — allir vilja verða
ráðherrar fyr eöa seinna, og svo læt-
ur það svo mikið í munni, að gefa
ráðuneytinu vant raustsy f irlýsingu
og steypa því af stóli; það er alveg
eins og þeir gera í breska parlia-
mentinu. Þetta er alt mannlegt, og
menn verða íiú einu sinni að hafa
eitthvað að fást við sjer til gagns
og gamans; þaö er þó betra en svefn.
En það verður þó að setja gamninu
vissar skorður; gagnið verður a8
takmarka það. Það er sjálfsagt gam-
au að vera ráöherra, en gamanið
gránar, þegar ráðherrarnir verða of
margir og eru settir á eftirlaun, eft-
ir að hafa um nokkur ár borið hita
og þunga dagsins; það er aö segja
gamanið gránar þá fvrir landsmenn
og landssjóð, því þetta kostar alt
peninga. og eins og við allir vitum
kafnar Island ekki í auðæfunum.
E. ætii það mætti ekki spara. tveggja
ráðherra laua eða verja þeim til ein-
liverra annara nauðsynja? Eg er
ekki nógu kunnugur íslensku póli-
tíkinni til að svara þeirri spurn-
ingu, eii skýt lienui til liugsandi
raanna.
Öðru máli er að gegna um aðra
stofnun, sem á rót sína að rekja til
sjálfstæöisins. Um liana geta skoð-
anirnar varla verið skiftar. Það er
hæstirjettur. Þar liafa Islendingar
apaS eftir öðrum þjóðum, sem voru
þeim miklu stærri. Fyrirkomulagið
á hæstarjetti er aldanskt, aö dómara-
kápunum og liæstarjettarrit.aranum
meðtöldum. Og þó Danir sjeu smá-
þjóð í samanburði við aðrar þjóðir,
þá eru þeir stórþjóS í samanburði
við íslendinga; þess vegna ættum
við að vera varkárir með að innleiða
jafnvel danskt fyrirkomulag aö öllu
leyti og- óbreytt hjá okkur. Hvað
geta fimm liálaunaðir dómarar haft
að gera hjá þjóð, sem ekki telur
hundrað þúsund sálir, munu margir
sPyrja. Svarið get jeg gefið sem
bókavörður með því að benda mönn-
irm á heftið, sem árlega kemur út af
landsyfirrjettar- og hæstarjettar-
dómum. Það er sannarlega ljett verk
af fimm mönnum og ritara að semja
það. Enda var það í almæli í sumar,
þegar jeg dvaldi á fslandi, að sjálfir
dómararnir væru í vandræðum með
að eyða tímanum. Þetta er því ekki
einungis fjáreyðsla; það er verra,
það er eyðsla á mönnum. Það gerir
bestu lögfræöinga þjóðarinnar að
iðjuleysingjum; þeir eldast af að-
gerðarleysinu um aldur fram; og
það hefir ekki að eins ill áhrif á þá
sjálfa lieldur setur líka öðrum ilt.
eftirdæmi. Það er ekki vinnan sem
drepur menn, ef skynsamlega er
unnið, heldur er það áhuga- og iðju-
leysið, og hæstarjettafdómarastaðan
getur þanaig orðiö til að stytta lög-
Nýja Bfó m
Vísinöamaðurinn og mannðýrið
eða
Tvífarinn.
(Dp. Jekyll og IMr. Hyde).
Sjónleikur í 7 þáttum eftir Robert Louis Stevenson,
leikinn af hinum alþekta leikara
John Barrymore.
fræðingunum aldur, auk þess sem
hún er þung byrði fyrir ríkissjóð. _
Einhvern æðsta dómstól verður þó
þjóöin að hafa, nmnu menn segja;
og er það rjett. En það má koma því
fyrir á annan hátt. Það má sameina
dómarastöðuna viö einhver önnur
störf í þarfir þjóðarinnar. Og úr-
lausnin liggur nærri. Nú er til há-
skóli með lögfræðisdeild, þar sem eru
þrír fastir prófessorar. Jeg get ekki
sjeð, að dómarastaöa og prófessorat
í lögum geti ekki farið saman, enda
eru prófessorarnir nú aukadómarar
í hæstarjetti. Því hefir verið haldið
fram af sumum, að slík sameining
ætti illa við, sjálfsagt af því, að
launað væri hin praktiska hlið
lögvísinnar, hitt sú teoretiska eða
vísindalega. En jeg held, að sú að-
greining sje varla í vegi, því að þess-
ar tvær hliðar lögvísinnar eru svo
nátengdar og vinna höndum saman,
að lögfræð ingurinn getur stundað
báðar, ef honum gefst tími til þess.
Og sannast aö segja mundu menn á
íslandi liafa ærinn tíma til þess, ef
þeir veröu tíma sínum vel. Því að þó
dómara- og kennarastöðuniar væru
sameinaðar mundu þær ekki verða
gáfuðum eða greindum mönnum um
megn. í stærri löndum er öðru máli
að gegna. Þar er að minsta kosti
dómarastaðan svo erfið, að dómar-
inn mun varla geta gefið sig við
öðru. Og jeg skal nefna dæmi þess.
Fyr var það siður, að dómarar í
hæstarjetti Bandaríkjanna hjeldu
fyrirlestra við lagaskóla í Washing-
ton, og þótti það meðmæli með slík-
um skóla að njóta keitsltt manna, er
höfðu svo mikið nafn, sem hæstarjett
ardóntarar alment hafa. Þessu hefir
þó verið hætt, einungis af þeirri á-
stæðu, að hæstarjettardómararnir
hafa svo annríkt nú, að þeir geta
ekki fengist við neitt annað en dóm-
arastörfin. Þess má að vísu geta, að
lögfræðisnám í enska heiminum er
ekki jafn vísindalegt og alrnent ger-
ist á meginlandi Evróptt, en sft mót-
bára hefir víst harla lítið að segja
í þesstt sambandi. Jeg held varla að
lögfræðisvísindin við háskólann á
Fróni ntttni gnæfa eins og foldgnátt
fjall yfir praktisku lögfræðingtin-
ttm, að kennararnir þar gætn ekki
fengist við dómarastörf — og það
væri heldur ekki holt, ef kenslan yrði
svo vísindaleg, að það praktiska væri
vanrækt. Það var fyrir nokkru fu*d-
ið lagakenslunni við Hafnarháshól-
ann til foráttu að hún væri •£ vís-
indaleg, og því var reynt að koma.
henni í praktiskara horf. Jeg get því
ekki sjeð, að neinar knýjandi ástæð-
ur sjeu því til fyrirstöðu, að hæsta-
rjettardómarar gegni jafnframt
kennarastörfum við háskólann ís-
lenska. Yið það sparaðist fje og
framar öllu menn.
En nú Itefi jeg nefnt þá stofnun,
sem jeg aðallega ætlaði að dvelja við
í þessari grein. Það er háskólinn.
Aðalstarf hans- er, eins og allir vita,
að búa menu tmdir þjónustu í rík-
isins þarfir — embættismenn þjóð-
arinnar, því að strangvísindalegar
rannsóknir getttr hann ekki fengist
við vegna þess að í flestum tilfellum
mundi ekki hægt að verja svo rniklu
fje til hans, að kennarar háskólans
gætu átt nokkuð við þ;er að mttn.
Lögfræðisdeildin og guðfræðisdeild-
in verða aldrei annað en lagaskóli
iOg prestaskóli. Svo er ttm læknafræð-
isdeildina; hún er bara læknaskóli
— og það með naumindum, þegar
hún er borin saman við læknaskóla
í öðrum löndum. Það mitn víst vera
einsdæmi að læknaskóli skuli ekki
hafa sinn eigin spítala heldur vera
kominn ttpp á lítinn og ófullkominn
prívat spítala. Hjer er það sem ljós-
ast kemttr fram skammsýni löggjaf-
ar- eða fjárveitingarvaldsins. Það
kastar f je út í allskonar fyrirtæki og
bitlinga, sem engann eða lítinn á-
rangur bera, en vanrækir það sem
næst liggttr. Hjer er þó ttm það að
ræða, sem snert.ir velferð þjóðarinn-
ar. líf hennar og heilbrigði. Það má
lengja margt mannslífið á góðum
spítala. Og Alþingi hefir sýnt við-
leitni á því að fvrirbyggja slysfarir
og drttknanir með brúargerðum á
stórvötnum o. fl. Þó mtinu þeir vera
fáir, sem farist ltafa t. d. í Jökulsá
á Sóllteimasandi í samanburði við
þá, sem dáið hafa vegna slæmrar
hjúkrunar á sóttarsæng. Engu að
síður kastar þingið út httndrttðum
þústinda króna til þess að brúa. það
vatnsfall, en lætur sig landsspítala
litlu skifta. Og þó eru það ekki sjúk-
lingarnir einir. er lægju á þeim
spítala, sem njóta mttndu góðsaf hon
um, heldnr er það allur landslýður,
þar sem heilbrigði fólksins er að
ntörgtt leyti komin ttndir góðum og
æfðum læknttm, en læknabensla get-
ur aldrei verið fttllkomin án góðs og
stórs spítala. Þetta er svo augljóst,
að það er óþarft að taka það fram.
og samt lætur þingið ckki þetta mál
til sir. íaka.