Morgunblaðið - 10.03.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1922, Blaðsíða 2
MORQUNBLAÐIB Þessar þrjár háskóladeildir, er jeg nú hefi nefnt, eru og verða aðallega eða eingöngu embættismannaskólar. Hið sama veröur ekki sagt um fjórðu deildina, heimspekisdeildina. Hún býr menn eiginlega ekki undir neitt víst starf í þjóðf jelaginu, nema ef vera skyldi kennara í íslenskum fræðum (málfræði og sögu) og get- ur þó ekki gefið þeim í þeim efnum jafnvíðtæka þekkingu og þeir geta aflað sjer á öðrum norrænum liáskól- um. Því til þess að fá vísindalega þekkingu í þeim fræðum er ekki nóg að stunda bara íslenska tungu og íslenska sögu, heldur líka almenna málfræði og skyld mál og svo hjálp- arvísindi sagnfræðinnar. Hjer ligg- ur þó aðallega hin vísindalega starf- semi háskólans og spurningin verð- ur, hvernig hann fái komið því sem best í verk og með sem minstum kostnaði — því að sparsemi og f jár- hygli verður að hafa hjer sem ann- arsstaðar. Eins og stendur er fyrir- komulagið hjer varla viðunandi svo að háskólinn geti náð sínu takmarki á þessu sviði. Það hefir oft verið tekið fram, að háskólinn íslenski gæti ekki haft neina vísindalega þýöingu í heimin- um nema í þeim fræðum, sem snerta ísland sjerstaklega, svo sem málið, söguna og náttúru landsins, og hann mun eiga fult í fangi með það, ekki síst hvað náttúruna snertir, því að náttúruvísindin er dýrt aö fást við nú á dögum, þar sem þau útheimta rannsóknarstofúr með nákvæmum og dýrum áhöldum. Hægra er fyrir hann að vinna í þónustu íslenskrar tungu, bókmenta og sagnfræði, og þar ætti hann að geta afrekað nokk- uð, sem kveður að. Einn af prófes- sorum hefir sagt: „Vjer eigum að kosta kapps um, að Háskóli íslands verði hVervetna talinn æðsti dóm- stóll í íslenskum fræðuin og viður- kenning lians hæstur heiður í þeim efnum' ‘. Með þetta fyrir augum var stofnuð gráðan doctor litterarum i: landicarum. Þetta er fallegt tak- mark og viðnrkvæmilegt. En það verður að vera meira en orðin ein. Til þess að ná því takmarki að vera álitinn æösti dómstóll í þessum efn- um, verður háskólinn að geta sjer nafn með afrekum í þeim; hann verður með öðrum orðum að beita sjer fyrir einhverju eða láta eitt- hvað frá sjer fara, sem tvímælalaust sýni, að hann verkskuldi þessa dóm- arastöðu. Og hann getur gert það. | ef vilji og alvara fylgast að. Nóg eru! verkefni fyrir hendi. Aðallega ættij liáskólinn að gefa sig að því ný-ís- j lenska, því að þar er enn ,þá mest að > vinna. Þar vantar orðabók, bók- nientasögu og almenna sögu landsins, svo að jeg nefni það helsta. Og orða- bókarmálið liggur háskólanum ef til vill næst. Slík verk eru erlendis venjulega undir umsjón vísindafje- laga eða vísindalegra stofnana. Má þannig nefna orðabækurnar, sem danska vísindafjelagið, sænska aka- demíið, franska akademíið, Acade- mia della Crusca (ítalskt), og Ox- ford háskóli hafa gefið út. Slík fyr- irtæki geta ekki verið einstakra eða fárra manna verk; að þeim verða margar hendur að vinna undir fastri umsjón. Nú er ekkert vísindafjelag á íslandi og því ætti háskólinn að annast þetta þar. Það er alveg þýð- ingarlaust að vera við og viS að styrkja einn eða annan mann til þess að fást við slíkt orðabókarstarf, eins og gert hefir verið. Það er bara að kasta fje á glæ og jafnframt hindra það að þetta verk komist á framgang á annan hátt. Háskólinn á að taka það að sjer, stjórna því og koma því í framkvæmd meS að- stoð manna víðsvegar um land, og þannig vinna þarft verk og geta sjálfum sjer nafn. Sem stendur er nú við háskólann einn próíessor í íslenskri málfræði og bókmentum, en auk þess kennir og dósent nokkuð íslenska málfræði. Þetta munu víst nægilegir kenslu- kraftar, því að stúdentar eru varla margir. En það mundi víst tiltæki- legt að sameina dósentsembættið við aðstoðarbókavarðarstöðu við Lands- bókasafnið. Þegar háskólinn var stofnaður var svo ráðstafað að þar skyldi vera dó- sent í íslenskri sagnfræði; síðan var þeirri stöðu breytt í reglulegt pró- *fessorsat. Það mun ekki hafa verið . mikið um stúdenta í þeirri grein, og jeg hygg, að fyrirkomulag þeirrar stöSu og þeir fyrirlestrar, sem haldn- | ir hafa verið, muni varla hafa mikla þýðingu. Skólagengnir menn læra á- grip af íslandssögu undir skóla eSa í barnaskólum; svo lesa þeir annað stærra ágrip í Mentaskólanum, og loks eiga þeir að fá þriðja ágripið landsins mætti jafnframt fela lieim- spekisprófessornum; þó þori jeg ekkert um það að fullyrða, þar sem mjer er ekki nógu kunnugt um, hve mikið starf eftirlitið útheimtir. Fyrir nokkru var stofnað sjer- stakt prófessorat í hagnýtri sálar- fræði, ekki sem reglulegt embætti, heldur beinlínis handa einstökum manni. ÞaS er æði athugavert, að stofna embætti, sem ekki eru beint nauðsynleg, því að ef það kemst upp í vana hjá þinginu og stjórn- inni, er ekki að vita hvað langt það getur gengiS. I þessu tilfelli er það þó afsakanlegt, því að maður sá, sem embættið var stofnað handa, hefir sýnt að hann liefir bæði vilja og hæfileika til þess að vinna í þarfir bókmenta og vísinda og mun verða liáskólanum til sóma. En hið sama verður ekki sagt um annað embætti, sem stofnað var fyr- ir átta árum, sem sje dósentsembætt- ið í latínu og grísku. Þar var hvorki þörfin nje maSurinn fyrir hendi; embættið yar einungis búið til handa sjerstökum manni, sem virðist hvorki hafa getu nje tilhneigingu til vísindalegrar starfsemi. Það er með öðrum orSum pólitískur bitlingur, og sýnir það ljóslega, er jeg sagði áður, live varasamt það er að stofna á Háskólanum. Að vísu mundi þetta j óþörf embætti, því aS það verður í síðasta nokkuS auka þekkingu þeirra höndum þingsins einatt einskonar á sögu landsins, en það gerir þá ekki að sagnfræðingum. Það sem Háskól- inn ætti að veita stúdentum er ekki einungis ofurlítiS víðtækari þekking pólitiskur sveitarstyrkur; landið borgar brúsann, en gagnið verður ekkert. Síst ætti að gera þetta við æðstu stofnun landsins, ekki einung- á þessu sviði, því að hennar gætu!ífi kostnaSarins vegna heldur vegna þeir auðveldlega aflað sjer á annan hátt; heldur á hann að kenna þeim vísindaleg sagnfræðisstörf. Tfann a aS kenna þeim vísindalega aðferð og u.ndirstöðuatriði sagnfræðinnar og hjálparvísindi Jiennar; kenna þehn sögulega gagnrýni, meðferð sögu- legra heimilda, hvort sem það eru .skjöl eSa aðrar heitnildir, o. s. frv. Og við þá kenslu ætti að nota söfn þau, sem fyrir hendi' eru, Lands- hinna siðspillandi áhrifa, sem það hefir á mentalíf þjóðarinnar; ef pólitískir æfintýramenn setja þar á stóli, annaðhvort af því þeir geta eSa vilja ekki gera neitt annað, hindrar það vísindalegan þroska í landinu og rýrir álit stofnanarinnar, svo að hún loksins kynni að verða aS athlægi inanlands og utan. Ef hins vegar þörf er á grískukenslu handa guðfræSingum, þá ætti einhverjum bókasafnið, Ríkisskjalasafnið og! prófessoranna í guðfræði að vera Þjóðmenjasafnið. Þess vegna finst í falin sú kensla. mjer að sjerstakt prófessorat í ís-; Annars ætti það að verða föst lenskri sögu sje í raun og veru ó- i regla, að ekkert embætti væri stofn- þarft, þegar um svo fáa stúdenta er ; ag við háskólann nema e'ftir tillögum að ræða. Miklu betra fyrirkomulag; háskólaráðsins. Ef háskólinn á að væri það, eftir mínum dómi, að sagn-1 ná takmarki sínu, á hann að vera fræðiskenslan væri falin skjalvörð- ejns konar ríki í ríkinu, þingið á ekk- unum við ríkissbjalasafnið. Ætla má aö þeir væru jafnaðarl. sagnfræð- iíigar og gætu leiðbeint ungum mönnum og látið þá fást við viss efni á skjalasafninu. Við það hygg jeg líka að áhugi manna ykist fyrir þeim f jársjóðum, sem þar eru geymd ir; það yrði unnið meira iir því efni, sem þar er fyrirliggjandi, og svo fengju ungir menn þar þekking á safninu og stjórn þess, og gætu svo svo orðið eftirmenn skjalavarðanna, þegar þeir fjellu frá. Það mætti gera skjalaverðina dósenta í sögu við há- skólann með aukaþóknun fyrir það starf þeirra. Á líkan hátt gæti og Þjóðmenjavörðurinn leiðheint stúd- entum á því sviði, sem undir hann ert að blanda sjer í mál hans nema veita honum það fje, sem hann þarf og það telur sig geta látið af mörk- um við hann. Embættafjölgun er yf- ir iröfuð varhugaverð alstaðar, en hún er nú einu sinni eríðasynd þingræðisins; Íslendingar hafa ekki ráð til að syndga á þann hátt. Þeir eiga að hafa fáa embættismenn og launa þá vel; en þá á líka að ganga ríkt eftir því, að þeir ræki starf sitt vel og gæti skyldu sinnar. Það er ekki fyrirsjáanlegt, að heimspekisdeildin verði nokkurn tíma embættismannaskóli eins og hin ar deildirnar. Það er svo lítil eftir- spurnin eftir embættismönnum af því tagi á íslandi, að landið getur ó- heyrir. ; mögulega ráðist í þann kostnað að Þar sem kensla og próf í forspjalla J launa kenslukrafta til þess að undir vísindum eða undirstöðuatriðum búa þá fáu stúdenta, sem vildu heimspekinnar er heimtuð við nor- ræna háskóla, verður háskólinn ís- lenski og að gera það, og því prófes- sorat í þeirri grein nauðsynlegt. En hvort ekki mætti sameina það starf viS eitthvað annað, gæti komið til greina. Jeg hefði hugsað að t. d. eftirlit með kenslumálum og skólum leggja stund á þœr greinar. Þeir verða framvegis að leita til útlendra háskóla, enda er það líklega best, því að hitt mundi leiða til andlegrar éinangrunar. Þess vegna er ráðleg- ast að landið kosti ekki neitt til kenslu nýrri málanna, því að það yrði varla annað en kák, en bjóðist sendikennarar, þá ætti að taka þeim. þar sem þeir mundu hafa örfandi á- hrif og ef til vill leiða nýja strauma inn. Meistarapróf og doktorspróf í íslenskum fræðum er það eitt sem heimspekisdeildin getur fengist við, og það væri jafnvel æskilegt að stúd- entar dveldu eitt ár eSa svo við er- lenda háskóla áður þeir lykju meist- araprófi í þeim greinum, svo að sjóndeildarhringur þeirra víkkaði. Kennararnir ættu ætið að vera menn sem hafa stundað nám aS meira eða minna leyti erlendis, svo að þeir jafnan fylgdust með heimsmentun- inni; það þarf ekki a.ð gera þá ó- þjóðlega; þvert á móti, þeir mnndu uota þekkinguna er þeir hafa aflaS sjer, til þess að fara með það þjóð- lega, rækta það, vernda og víkka á þann hátt að það geti borið betri ávöxt. Og það er þetta sem mjer virð ist, að heimspekiskennarar háskól- ans hafi haft fyrir augum og gert mætavel. En deildin er fáliða og þarf því að nota alla þá krafta, sem til eru í landinu og sjerstaklega i liöfuöstaðnum, til að aðstoða sig í starfinu. Þess vegna er það áríðandi, að það sje náin samvinna milli há- skólans og safnanna, Landsbóka- safnsins, Ríkisskjalasafnsins og Þjóð menjasafnsins. Verðir þessara safna eiga aS vera uátengdir háskólanum og vinna með lionum. Háskólakenn- ararnir og þeir eig'a að mynda það sem svarar til vísindafjelaga annar- staðar, vinna að þeim vísindalegu verkefnum, sem fyrir hendi eru, og sjá um útgáfu vísindalegra rita. Vegna fámennis og strjálbýlis hefir samvinna ætíð veriS hin veika Idið fslendinga, en úr því verður nú að bæta eftir mætti. Háskólinn og söfn- in eiga að verða sá miðpunktur, sem vísindin safnist um, og þar á skipu- leg samvinna aS myndast, sem hefði örfandi og f jörgandi áhrif á andlegt Jíf í landinu. Það iná aldrei gleym- ast, að margar hendur vinna ljett verk, og þegar Util efni eru fyrir hendi, verða menn að leggjast á eitt og hjálpast aS. Jeg er smeikur um að sjálfstæSið liafi stígið íslendingum til höfuðs- ins. Þeir fengu það skyndilega og' án nokkurrar verulegrar baráttu. Ekki vantaði lýðskrumara, sem skjölluðti þjóðina og töldu henni trú um, að hún væri fær í flestan sjó; þeir voru eins og oft vill verða. menn, er kunnu ekki að fara meS efni sjálfs sín hvað þá Jieldur þjóðarinnar, og það lætur að líkindum, að eySslu- semin og gróðalirallið, sem hefir komið landinu nálega á höfuSið, eigi að nokkru leyti rætur sínar að rek.ia til kenninga þessara manna. Stor- menskudraumarnir komu og tram i bókmentunum. Það er eftirtektar- vert, að mörg skáldrit frá síðustu árum gofa íburSarmiklar og ýkiu- fullar myndir af lífinu og ástandinu á íslandi; það er eins og höfundarn- jr vilji telja lesendunum trú um, a0 alt sje þar líkt og í stóru löndunum. Jeg veit ekki Jivort þeir gera þetta viljandi eða þeim verði það ósjáli'- rátt; líklega eru það óskir þeirra og draumár sem þeir vilja gera aS virkileik að minsta kosti á pappírn- um. En þjóðin má ekki láta villa sjer sjónir með þessu. Framtíð henu- ár og sjálfsta*ði er komið undir því aS hún fylgi heilræðinu, sem jeg nefndi í upphafi greinar minnar og skal enda með — að sníða sjer stakk eftir vexti. Frá Danmörku. Trúlofun krónprinsins. lílöðin í Kaupmanuahöfn eru mjög ána*gð yfir trúlofun Friðriks krónprins og Olgu prinsessu af Grikklandi. í einkaskeyti til „Berlingske Ti- dende“ frá Cannes, segir, aS ti'ú- lofuniuni hafi verið fagnað þar með v.eislu hjá frænda prinsessunnar, Christophorusi prins.og konu hans. iilcoal gesíanna voru Anastasia stór- hertogaekkja af Mecklenburg, kona NikuJásar Grikkjaprins, Kyrill stóv- fuL'.sti af Rússlandi og kona hans, Alfóns og Beatrice af Spáni, René prins af Bourbon og Elísabet prin- sessa af Grikklandi. — Eigi hefir rnn verið ákveðið hvenær Jnmðkaup- ið fari fram. Bmst er við, að hjóna- efnin verði annaölivort í A.þenu- borg eða Kaupmannahöfn um pásk- ana. Krónprinsinn fór frá Cannes um París og Berlín 7. þ. m. áJeiðis til Kaupmaniiahafnar, og er búist við að hann komi þangað á föstudags- morgúninn. Olga priusossa verður ekki kynt dönsku liirðinni fyr en síðar. Dönsk blöð um nýju stjórnina. Kaupmannahafnarblöðin skrifa margt um nýu stjórnina íslensku. 1 viðtali við „Politiken“ segir Arup pi'ófessor lífsferil nýju ráðherranna, og ..Berf. Tid.“ flytja ritstjómar- grein um stjórnmálahorfurnar á Is- landi. Atvinnudeil urnar. \ miðvikudaginn hófst nýr fund- ur milli sáttasemjaranna og aðal- fidltrúa verkamannasambandsins og vinnuveitenda, til þess að reyna að f'inna nýjan samningsgrundvöll. i hafarvinnudeilunni hefir verið sam- hafnarvinnudeilunni hefir verið sam fengið verður báðum aðilum til álita. Dóm5málafrjEttir. Ásgeir Sigurðsson gegu Sveini Bjömasyni f. h. Damkjær Petersen. Með skipsleigúsamningi, dags. 12. júlí 1917, tók áfrýjandi á leig'i skipíð „Ellen”, eign stefnda D. P. til þess að sækja salt til Ibiza og flytja til Hafuarfjarðar eða Reykjiavikur. 1 samningnum er það tekið fram, að skipið beri 440 tonns Dw. og var farmgjald- ið ákveðið .„in a lump sum" 70000 kvónur fyrir ferðina. I byrjuu október 1917 fermdi skipið saltið í Ibiza en samkvæmt farmskír- teininu og sölureikningi var farín- urinn aðcins 410 tonn og 6 dög- um eftir fermingu skipsins greiddi leigutaki faimgjaldið með lcrónum 04348,81. en neitaði að greiða meira vegna þess að skipið hefði ekki tekið 440 tonn. Lagði skipið ekki af stað frá Ibiza fyr en í janúar 1918, en fórst á leiðinni hingað á tundurdufli. Árið 1920 höíðaði skipsei-gandi mál gegn leigutaka fyrir sjódómi Reykja- víknr til greiðslu á mismuninum á hinni umsömdu og hinni greiddu leigu kr. 5651.19 og lauk málinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.