Morgunblaðið - 19.03.1922, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ
$
Þ*ð >em eftir er af kvenvetrar-
kápnm barna, nllarprjánakjólnm og
golftreyjnm, seljnm við með 25 °/0
afslætti.
Notið tækifærið !
vrujíúsföp
ynr * B m gnj
G-.s. Island. Afgreiðsla Sameinaða
bjer hefir nú fengið skeyti um að
g.s. Island fari væntanlega að ferma
í Kaupmannahöfn á þriðjndag og fari
þaðan þá um 26. þessa mánaðar. A
skipið að koma við í Leith og Yest-
mannaeyjum og fara frá Reykjavík
norður og austur um land. Bendir
þetta til að verkbannið sje nú að
verða upphafið.
Jarðræktarfjelag Reykjavíkur held-
ur aðalfund sinn í kvöld kl. 8.
Dómur hefir nú verið kveðinn upp
bæjarþinginu í máli því, er íslands
bpnki höfðaði gegn 5. Friðrikssyni
fyrir skrif hans um bankann. Er Ó.
F. dæmdur í 20 þús. kr. sekt til bank-
ans, ennfremur í 375 kr. mátókostnað
og 300 kr. sekt eða 60 daga einfalt
fangelsi.
Tennisfjelagið leikur enn á þriðju-
daginn og miðvikudaginn skopleik
þann, er það sýndi hjer fyrir nokkru.
Hafa fjelaginu borist fjölda margar
áskoranir frá þeim, sem ekki áttu
kost á að sjá leikinn, að sýna hann
aftur, því mikið orð hafði farið af
því, að skopleikurinn væri hinn
skemtilegasti.
liiiíiÉir f lofiii,
Kvikmyndin leggur öll svið undir
sig. Ókunnustu svæði hnattarins eru
kvikmynduð, kvikmyndirnar farafram
í jörðu og á og kvikmyndir eru leikn-
ar á mararbotni. Fluglistin hefir ver-
ið tekin í þágu kvikmyndalistarinnar
og altítt er orðið að sjá atriði úr
leikjum fara fram í loftinu. Þó hefir
hingað til verið neytt ýmsra bragða
til þess að leika flug-„senumar“
niðri á jörðu, þannig að svo liti út,
som þær færu fram uppi í skýjunum.
Nýja Bíó sýnir í kvöld mynd, sem
er einstök í sinni röð að því leyti, að
þar fer beill þáttur fram uppi í loft-
inu og er þar engum brögðum til að
dreifa, heldur er alt eins og það sýn-
ist vera. Efnið er það, að stúlka hef-
ir verið numin bnrt í flugvjel og veit-
ir hetjan í sögunni henni eftirför í
annari flugvjel. í eltingarleiknum
tekst manninum að lesa sig eftir kaðli
úr sinni flugvjel niður í flugvjelina
sem stúlkan er í. En þegar verið var
að framkvæma þetta fífldirfskubragð
lá nærri að slys yrði. Yjelarnar rák-
ust á — en þeim árekstri hafði- ekki
verið gert ráð fyrir — og sjest þetta
greinilega á myndinni. Hröpuðu nú
báðar vjelarnar niður og bjuggust
þeir sem í þeim voru við dauða sin-
um, En á síðasta augnabliki tókst að
losa vjelarnar sundur, og sú sem leik-
endurnir voru í lenti heil á húfi.
Það hefir aldrei verið gert fyr í
sögu fluglistarinnar, að fara úr einni
vjel í aðra á flugi. Maðurinn, sem
þetta gerði í kvikmyndinni, sem hjer
getur um, heitir Houdini og hafði fim-
leika að atvinnu áður en liann gerðist
kvikmyndaleikari. Eftir þessa raun
var nafn hans á allra vörum og mynd-
in hefir vakið afarmikla athygli um
allan heim, enda er hún frábær í sinni
röð.
---------0--------
Ný næringarefni.
Kvöldskemtun og hlutavelta verður
haldin í Bárunni í kvöld til ágóða fyr-
ir fríkirkjuna hjer. Til skemtunar
'verður karlasöngur og gamanvísur
sungnar. Margir góðir drættir eru á
hlutaveltunni, isvo sem 1 tonn af kol-
um, gólfteppi, klukkur og úr.
Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmanna
eyjum, er eina verksmiðjan hjer á
landi, sem vinnur fískimjöl, bæði til
fóður og áburðar, úr úrgangi úr fiski
öðrum en slógi. Hrfa þeir, sem reynt
hafa mjölið, talið það gott til skepnu-
fóðurs og einnig til áburðar. Ættu
menn því, þeir sem þurfa að fá sjer
þessa hluti, að snúa sjer til þess-
arar verksmiðju og reyna mjölið.
Moliére-minning. Hátíð Stúidenta-
fjelagsins fer fram í kvöld. Nokkrir
miðar — stæði og ódýr sæti — eru
enn til og verða seldir í I8nð eftir
ki. 3 í dag, ef fjelagar sækja þá ekki.
Litli Harry syngur útgönguvers sín
f kvöld. Fer hann á morgnn með
Gullfossi.
---------O---------
Gengi erl. myntar.
Khöfn 18. mars.
Öteírlingspund.............20.67
Ðollar..................... 4.73
Mörk....................... 1.70
Sænskar krónur............124.00
Norskar krónur............ 82.00
Franskir frankar.......... 42.40
Svissneskir frankar .. .. 92.25
Iirur..................... 24.20
Pœetar.................... 74.25
Oyllini...................179.25
Um langan tíma hefir það verið rann-
sóknarefni margra vísindamanna, hvers
konar næringarefni væru í hinum svo
kölluðu „vitaminum” í fæðutegund-
unum. Og nú nýlega hefir þeim tekist
að fá fullvissu um hvað þessar „vita-
minur” eru £ raun og veru. Og enn
fremur í hvaða fæðutegundum þær
eru, hvers konar hlutverk þær hafa
í þroska og næringu einstaklinganna
og hvaða reglur eigi að hafa til þess
að hafa full not af þessu mikilsverða
næringarefni, „vitaminunum' ‘.
Þau 'svör eða þær lausnir, sem vís-
indamennimir hafa gefið, ættu að fá
bestu áheyrn hjá húsmæðrunum, sem
búa að nokkru leyti til fæðu manna,
og ættu því að hafa sem besta þekk-
ingu á næringargildi og næringarefn-
um fæðunnar, svo hin daglega neysla
manna verði að sem allra bestum not-
um.
Það var fyrst árið 1914 að sönn-
un fekst fyrir því, að skortur á „vita-
mínum“ í fæðunni gat verið orsök til
ýmsra sjúkdóma. Þannig hefir það t.
'd. sýnt sig, að iskyrbjúgs-sjúklingar
hressast fljótt, ef þeir fá nýtt græn-
meti, mjólk og sítrónvökva, því að í
þessu er mikið af „vitaminum“.
Ennfremur er sannað, þó ekki sje
með sjúkdómum, að börn geta ekki
þrifist þegar ekki er nægilegt af„vita-
minum“ í fæðunni.
Þessu næringarefni hefir verið skift
í flokka. A, B og C. Eru A-vitamin-
umar t. d. í smjöri, mjólk, eggjarauð-
um og lýsi, Og þær eru nauðsynlegt
vaxtarskilyrði, og vöntun iþeirra getur
ennfremur haft í för með sjer augn-
sjúkdóma og sömuleiðis veikt mót-
stöðukraft einstaklingíjnna gegn tær-
ingargerlum.
„Vitaminur' ‘ eru ekki aðeins í dýra-
feiti heldur og líka í plöntufeiti, einn-
ig er nokkuð af þeim í gulrótum.
Prófessor einn, Orla Jensen, hefir
nýlega haldið fyrirlestur um þetta
efni, og telur hann þessi næringar-
efni ný-uppfundin.
Nlold
á rósir og önnur stofublóm fæst í
Grióðrarstöðinni.
Undirritaður
flytur mál fyrir undirrjetti, og
annaat önnur lögfræðisstörf.
Viðtalstími kl. 2—4 e. m.
Grundarstíg 10. Sími nr. 5
Marino Hafstein.
Hinir marg eftirspurðu
blðu og gráu
fatadúkar,
sömuleiðis margar fleiri tegundir
eru nú aftur til í
Alafoss-útsölunni
L'Kolasundi.
Peningaskápur
óskast til kaups eða leigu.
Afgr. vísar á.
míkið úrval af gúmi-vaðstíg-
vjelum ð kr. 29.00 pr. par
og kvenskóhlifar ð kr.
5.00 pr. parið.
Shúuerslun 6ul. Mlaar,
Austurstrœti 12.
Litli Harry
feÆ#*.- •
syngur í síðasta sinn í öag.
Hótel Islanð.
2—3 herbergi o'g eldhús
óskast nú þegar eða frá 14. maí.
Uppl. hjá Júl. Árnasyni í versl.
Jóns Þórðarsonar.
Sölubúð til leigu við eina af
aðalgötum bæjarins. Upplýsing-
ar á Grettisgötu 38.
Stofa til leigu, raflýst með
forstofuinngangi fyrir einhleyp-
an, fyrirfram borgun. A. v. á.
Stðlka óskast frá næstu mán-
aðarmótum. Sessilja Sigurðar-
dóttir, Grettisgötu 56.
Kaup og sala.
Byggingarlóð til sölu á besta
stað í bænum. Uppl. i Grettis-
götu 38.
Hreinar ljereftstuskur kaupir háu
verði ísafoldarprentsmiðja h.f.
Dansæfingin
sem átti að vera á þriðjndaginu, verður á mánudag 20. þ. m. fyrir
börn kl. 5 og fullorðna kl. 9.
Sig. Guðmundsson.
G.s. Islanð
fer væntanlega að fermia á þriðjudag í Kaupmannahöfn. Fer þaðan
þá um 26. mars til Leith, Vestmannaeyja, Reykjavíkur, Isafjarðar og
Akureyrar, Seyðisfjarðar og þaðan til útlanda aftur.
C. Zimsen.
Fiskimjöl.
Þeir, sem hafa í hyggju að kaupa fiskimjöl frá verksmiðjunni
í Vestmannaeyjum, hvort heldur er til kraftfóðurs ieða áburðar,
geri svo vel að senda mjer pantanir sínar sem fyrst. Mjöl Ihafa
ýmsir hjer reynt og gefist ágætlega.
G. J. Johínisen.
Tilkynning.
Hjer með tilkymnist heiðruðum viðskiftavinum, að jeg midir-
ritaður, hefi selt siameignarmanni mínum, hr. Halld. Hallgrímssyni
klæðskera, minn hluta í klæðskerafirmanu Halldór & Júlíus.
Reykjavík 17. mars 1922.
Júlíus Jóhannsson.
klæðskeri.
Samkvæmt ofanrituðu, hefi jeg undirritaður, keypt hluta siam-
eignannanns míns, hr. klæðskera Júlíusar Jóhannssonar í klæðskera
firmanu Halldór & Júlíus, og rek verslunina framvegis nndir mínu
nafni.
Reykjavík 17. mars, 1922.
Halldór Hallgrímsson
klæðskeri.
Lokað fyrir strauminn
aðfaranótt þriðjudagsins þess 21. kl. 2—6.
Rafmagnsveita Reykjavíkur.
Okkar marg eftirspurða
prjónagarn
er komið. Verðið mun lægra en áður. Full vigt.
Asg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstræti 1.
Agæt bleikjuð Ijereft
fleiri tegundir, og einnig
fiðurheld
nýkomin. líerðið lækkað.
Asg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstrati I.
Trjesmiðafjelag Reykjavikur
heldur aðalfund í Goodtemplara-húsinu niðri, sunnudaginn 19. mars kl.
5 síðdegis. — Dagskrá samkvæmt fjelagslögunum.
FJELAGSST J ÓRNIN.
Kaupið
Til sölu
alt tilheyrandi hjólhestum hjá
Slgurþór Jónssyni, úrsmið
Aðalstræti 9.
byggingarlóð við Hverfisgötu I
Hafnarfirði. Uppl. hjá Sigurðí
Ólafssyni, Hafnarflrði.