Morgunblaðið - 25.04.1922, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐJÐ
samningaumleitunum, og veitt erf-
itt, eins og við var að búasf. Hið
eina, sem fengist hefir og tilslökun
er hægt að nefna, er það, að Spán-
verjar hafa ekki á móti, að í stað
þess að samþykkja nú endanlega breyt
ingu á bannlögunum að því er snert-
it vín undir 21% áfengis, geti Al-
þingþ frestað framkvæmd þeirra að
því er þessi vín snertir, um eins árs
bil, og að Alþingi 1923 taki svo fulln-
aðarákvörðun.
Nefndin ber því fram heimildarlög
til stjórnarinnar um þetta atriði.
Eins og alkunnugt er, eru skoðanir
þingmanna, og einnig þeirra, sem í
viðskiftanefndunum sitja, skiftar í
bannmálinu. En þegar frá upphafi
mun það hafa verið tilfinning allra,
að í þessu máli ætti og mætti sá á-
gieiningur ekki koma fram í fremstu
xöð. Hjer var í raun rjettri um ann-
að að ræða. Jafnvel andbanningum
mundi ekki vera ljúft að hrófla við
bannlögunum með þessum hætti, að
þess væri krafist af erlendu ríkis-
valdi. Og jafnvel bannmönnum hlaut
á hinn bóginn að vera það Ijóst, að
hjer var um svo stórfelt viðskiftamál
að ræða, að það yrði að skoðast fyrst
og fremst frá því sjónarmiði, hvort
þjóðin fengi risið undir því, að halda
bannstefnunni fastri. Nefndin h»fir
því unnið allan tímann óskift að
rannsókn málsins og undirbúningi.
Og þótt skoðanir nefndarmanna sjeu
eigi þær sömu eða hugur þeidra einn
um málið alt, þá hefir samt nefndin
öll fylgst að í því, að leggja til við
þingið að samþykkja heimildarlögin,
sem fram eru borin. Nefndarmenn
leggja og að sjálfsögðu misjafnlega
ríka áherslu á einstök atriði rök-
semdafærslunnar, en hjá því verður
ekki komist í slíku máli sem þessu.
Eins og bent var á áður, hefir
bannstefnan jafnan, síðan lögin voru
sett 1909, átt sjer meiri hluta í þing-
inu, og á þingi 1921 kom fram stjórn-
arfrumvarp um breyting á bannlögun-
um, og er sennilegt, að það hefði
verið afgreitt af þinginu og lögin
gerð talsvert skarpari en áður, ef það
hefði þótt ráðlegt þá að afgreiða
slíkt mál, eftir að samningarnir við
Spán voru byrjaðir. Það mætti því
virðast talsverð veðrabrigði, að leggja
nú til svo stórkostlega skerðingu á
tþessum lögum, sem í fyrra átti að
herða. En einmitt þetta ætti að vera
ljósasti votturinn um, að þetta frv.
um skerðing bannlaganna er ekki með
gleði fram borið, eða vegna nokkurr-
ar breyttrar afstöðu þingmanna til
bannmálsins, því að þeir af oss, sem
áður höfum verið bannmálinu fylgj-
andi, erum það ekki minna nú, held-
ur er það gert vegna þeirrar nauð-
synjar þjóðarinnar, sem vjer fáum
ekki sjeð, að uppfylt verði með öðru
en því, að veita þessa undanþágu frá
bannlögunum, hvort sem oss er það
ljúft eða leitt. Vjer stöndnm hjer
milli tveggja eldá, annars vegarþeirr-
ar hugsjónar, sem fólgin er í banninu,
en hins vegar þess erfiða fjárhags,
sem nú virðist ekki meþa með neinu
móti bæta nýjum örðugleikum ofan á.
Bannmennirnir í nefndinni halda "jafn
fast eftir sem áður í bannstefnuna,
og líta á þetta sem einn af mörgum
krókum á leiðinni til fnlls sigurs
hennar, en alls ekki sem neina end-
anlega niðurstöðu.
Það, sem hjer er í húfi, er saltfisks
verslun vor við Spán. Meðalársfram-
leiðsla vor á síðastliðnum árum á
saltfiski, mun mega teljast um 150000
skp., eða um 25000 smál., og fer vax-
andi, og af henni fara % eða um
17000 smál. til Spánar, og er það dýr-,
asti partur framleiðslunnar, eða stór-
fiskurinn. Með mikilli þrautsegju og
kappsmunum hefir þessi Spánarmark-
aður fengist, og íslenskur fiskur feng-
ið þar besta orð og hæsta verð. Er
það einkum eítt hjerað, Katalónía,
sem kaupir að mestu leyti íslenskan
fisk, enda fer að minsta kosti helm-
ingur af Spánarfisksframleiðslu vorri
þangað.
pað er nú fljótreiknað, hverju mun-
ar, að njóta þar bestu kjara eða
borga hámarkstoll. Miðað við 17000
smál., er tollurinn eftir skrá II alls
17000X320=5440000 peseta, en eftir
skrá I er hann þrefalt hærri, eða
16320000 pes. Munurinn er því 10880-
000 gullpesetar, en hve margar krón-
ur það verða, fer eftir gengi krón-
unnar. Gullpesetinn er nú um 115
aurar, svo að eftir núgildandi verði
krónunnar nemur þetta um 12% milj.
króna.
Nú er það almenn reynsla, að lág-
markstollar lenda á neytandanum ein-
um, en á framleiðandanum lenldir ekki
annað af honum en sú markaðsrýrn-
un eða aukning, sem verðhækkun eða
la'kkun hefir í för með sjer. En há-
markstollar lenda aftur á móti, að
öðru jöfnu, á framleiðandanum. Þó
má gera ráð fyrir því í þessu tilfelli,
að nokkuð af tollhækkuninni lendi á
neytendum á Spáni, sumpart vegsia
þess, að þeir, sem vanir eru íslensk-
um fiski, vilja henn helst og kaupa
hann, þó nokkuð hækki. Ef Norð-
menn væru undir sömu hámarkstolla
seldir, mundi það kippa h. u. b. helm-
ing alls fisks, sem til Spánar flytst,
undir hámarkstoll, en það yrði að
sjálfsögðu til þess, að fiskur liækk-
aði þar stórum í verði, og jafnvel
þótt Norðmenn væru ekki með, þá
mundi fiskverðið sennilega hækka tals
vert, og Spánverjar þannig bera nokk-
uð af töllhækkuninni. En þá kemur
ar.nað, sem gæti gert oss skaða, sem
ef til vill væri lítið betri en að bera
alla tollhækkunina, en það er það,
hve fisknotkunin mundi minka við
það, að verðið hækkar. Fiskur er nú
ekki etinn á Spáni af trúarbragða-
ástaíðum lengur, heldur af því, að
hann þykir ódýr fæða, í samanburði
við annað. En hann þarf ekki að
hækka nema lítið eitt til þess, að t.
d. kjöt verði tekið fram yfir hann
vegna verðsins, því að kjöt frá Suður-
.Ameríku er þar á boðstólum fyrir lágt
verð, og er mjög hættulegur keppi-
nautur fisksins.
Það mun því ekki vera ráðlegt að
reikna með því, að neytendurnir ljetti
mikið undir með tollhækkuninni. Sú
varan, sem svo miklu gæti verið ó-
dýrari, fiskur, einkum af enskum upp
runa, mundi þeggir í stað verða ákaf-
lega hættulegur keppinautur. Og jafn-
vel þótt ekki væri talið, að á fram-
leiðendunum lenti nema .helmingur
tollhækkunarinnar og ekkert kipti úr
márkaðnum við þá hækkun á fiskin-
um á Spáni, þá væri það «á skattur,
sem ekki er nóg að reikna með því
að margfalda saman tollaukann á
hverri smálest og smálestafjöldann,
heldur verður að reikna með því,
hvernig oss gengur að komast af án
þess dýra sjávarútvegar, sem nú afl-
ar mests parts af fiskinum, því að
það verður þá ekki sjeð, að hann geti
haldið áfram. Bankar geta ekki lán-
að til rekstrarins undir slíkum kring-
umstæðum, því þeirra lánstraust er-
lcndis veltur á úrslitum samninganna.
Og eigendur fyrirtækjanna mundu
ekki heldur sækja um lán til þeirra
undir þeim kringumstæðum. Togara-
flotinn vrði að líkindum að hverfa
og hin dýrari mótorskipaútgerð. En
fram á slíkt ástand er ilt að horfa
á jafnerfiðum tímum fjárhagslega og
nú eru.
pá er að líta á hina hlið reiknings-
ins, hvaða tap það er að ganga að
kröfunni. Er þá fyrst að líta á það,
að vjer göngumst undir það að flytja
inn vín, sem hafa undir 21% áfengis,
og • tökum þar á oss að borga bæði
andvirði þeirra og það, sem af nautn
þeirra leiðir. En nú er það oss full-
komlega heimilt að beita þeim ráð-
stöfunum til hóflegs innflutnings og
umsjónar með sölui.ni, sem oss líst,
svo framarlega sem það gerir ekki
undanþáguna frá bannlögunum að
engu. Oss er fullkomlega ljóst og
drögum ekkert úr þessari hlið málsins,
en iþó verður ekki sjeð, að það muni
leiða yfir oss neinn þann kostnað,
sem oss væri óbærilegur, enda bann-
login aldrei sett hjer á af beinum
fjárhagsástæðum, en mjög er erfitt að
koma að nokkrum ábyggilegum áætl-
uimm um þetta atriði.
Miklu þyngra hlýtur það að vega,
hve mikið brot það hlýtur að vera á
•metnaði vorum, að verða að breyta
svo löggjöf vorri eftir boði annara,
og ekki síst í þessu máli, sem hefir ef
til vill, aflað oss víðtækara álits um
heiminn en nokkurt annað af málum
vorum. Það hlýtur hver ^"'nrmaður að
finna sárt, að vjer erum hjer að
slá nokkru af sjálfsákvörðunarrjetti
vtrum, um stundarsakir að minsta
kosti. En hverju slægjum vjer ekki
af metnaði vorum líka og yrðum að
slá á margvíslegan hátt, ef fjárhags-
legt sjálfstæði vort færi út um þúfpr?
Um þetta mun tæplega verða deilt,
að vjer erum neyddir til þese að
f< rða oss frá þeim f járkagsvoða, sem
af því mundi leiða, að fiskur
vor kæmist undir hæsta toll á Spáni.
En þá er enn á eitt að líta, hvort
til þess að forðast slíkt sje nauðsyn-
legt að láta undan kröfu Spánverja.
En leiðin til" þess að komast hjá
k ’öfu Spánverja væri sú, að afla fisk-
ínum markaðs annars staðar, og hans
.svo góðs, að við gæti jafnast.
Um þetta hefir #erið mikið rætt,
en árangurslaust. Vjer höfum ekki
annars staðar markað fyrir Spánar-
fiskinn. ítalíumarkaðurinn er tilíölu-
lega nýr og ekki stór og hann tekur
ekki þann fisk, sem til Spánar fer,
stórfiskinn, dýrasta fiskinn. ítalíu-
markaðurinn er góður með, en hann
getur á engan hátt bætt úr hinu. Um
nýja markaði er það að segja, að
þtir verða ekki gripnir upp í skjótri
svipan. Til þess þarf venjulega mjög
lungan tíma. Það þarf að breyta um
fisverkunaraðferðir og leggja mikla
vinnu og mikið fje í það. Og þó
hefir reynsla Norðmanna, sem mikið
hafa unnið að því að fá markaði
fyrir fisk, einkum í Suður-Ameríku,
vtrið sú, að Spánarmarkaðurinn er
enn þeirra besti markaður, og er
norskur fiskur þó ekki í jafngóðu
verði þar eins og íslenskur fiskur.
Um þetta getur því ekki verið að
ræða eins og nú stendur, en sjálf-
s:.gt er það, að reyna alt, sem unt er,
tíl þess að afla nýrra markaða fyrir
fiskframleiðslu vora í framtíðinni,
hvort heldur er til þess að auka við
eða í staðinn fyrir Spánarmarkaðinn.
pá er að líta á það, hvort alt
hefir verið reynt, sem liaMt er, til
(þess að fá sæmileg boð mi Spán-
verjum. Nefndin hefir margsinnis
rannsakað öll skjól, sem fyrir liggja
um samningana, og getur ekki annað
Sjeð en þeir hafi verið reknir með
allri þeirri vandvirkni, sem unt er,
bæði af hendi utanríkisráðuneytisins
danska, íslensku stjórnarinnar hjer
heima, sendiherra vors, Gunnars Eg-
ilssonar, sem nú er búsettur í Barce-
lóna, og nú loks af hinum síðari sendi
nönnum. Danska stjórnin hefir og
sfaðið mjög vel með oss í samningun-
um, en það var því meira virði, þar
sem Danir hafa sjerstaklega sterka
verslunaraðstöðu gagnvart Spánverj-
um, kaupa þaðan mikið, en þurfa þar
nálega ekkert að selja. Hið eina, öem
ekki hefir verið reynt, er það að
hleypa samningunum í strand með því
að neita kröfu Spánverja, til þess að
sjá, hvort iþá myndi nokkuð um þok-
ast. En þá hefði átt að vera búið að
því á talsvert fvrra stigi málsins, en
nú mundi það að líkindum kosta oss
það, að vjer gætum ekki tekið samn-
ingana upp aftur. nema á talsvert
óhaganlegra grundvelli; t. d. fengj-
um vjer þá naumast bestu kjör boð-
in. Þess er að gæta, að verslunaraf-
staða vor til Spánverja er mjög veik,
þar sem vjer eigum þar vorn allra
dýrmætasta markað, en kaupum á
hinn bóginn nálega ekkert af þeim
nema það, sem vjer megum ekki án
vera frá þeim. Nefndin hlýtur því
að ráða frá því að hleypa málinu nú
í slíkt strand, og getur ekki gert sjer
von um, að upp úr því hefðist það,
sem oss væri hagur í, heldur gæti þá
vel svo farið, að vjer hefðum af mál-
jnu bæði skaðann og skapraunina. gfe
Nefndin telur það talsvert aðgengí"
lc-gra að samþykkja heimildarlög til
stjórnarinnar um ársfrestun á bann-
lögunum, að því er snertir vín undir
21% áfengis, heldur en ganga að því
ftv., sem stjórnin lagði fyrir þingið,
úr því Spánarstjórn hefir ekki á móti
því. Málið má þá taka upp af nýju
á næsta þingi, og þá geta þingmenn
vitað betur vilja kjósenda sinni í
n álinu, og yfirleitt ætti málið þá að
geta verið enn betur undir búið.
Einn nefndarmanna, sem að vísu
hallast að því að láta frv. ganga fram,
er eigi að öllu samþykkur greinargerð
fi umvarpsins.
---------0--------
Ekkert kvenfrelsi.
* Á þingi Japana kom nýlega fram
frumvarp um að veita konum kosn-
ingarrjett. Frumvarp þetta var felt
umsvifalaust með 159 atkv. gegn 28.
August Palm
brautryðjandi jafnaðarstefnunnar í
Svíþjóð Ijest um miðjan mars. Bana-
mein hans var influensa.
II
ii
í gærkveldi kl. 6 fóf „Islands
Falk“ hjeðan alfarinn að sinni,
eftir að liafa verið hjer við land
i allan liðlangan vetur, og gert
skyldu sína með því að liandsama
botnvörpung’a, sem veiddu ólög-
lega í landhelgi og á þann hátt
giltur. Muni Frakkar að öðrum
kosti taka til sinna ráðia og fara
því fram, sem þeim þyki best
henta.
Fulltrúar Rússa á Genúaráð-
stefnunni hafa krafist þess tað sov-
jet stjórnin verði lagalega viður-
kend rjettmæt stjórn Rússlands,
og hafa sett þessia. kröfu að skil-
yrði fyrir því, að Rússar viður-
verndað fiskimið vor, og aflað rík-! kenni skul<iir fyrra stjóma við
issjóðnum íslenska tekna. j ótlönd. Bandamenn hafa neitað
En „Islands Falk“ hefir gert að verða við kröfunni.
meira en skyldu síma, Hann hefir
sótt alþingismenn, þegar skki hef- Khófn 23. apríl.
ir verið kostur á öðrum .skipum i Frakkar óánægðir.
tii þess; hann hefir flutt farþega' Friillsku blöðin finna “jög að
lmndruðum saman hjer innan lands þvi’ að stefna frönskn sfjórnar-
þegar of langt hefir liðið á milli °g frnmkoraa á ráSstefnunni
ferða; hann hefir farið férðir til ' Genua ga"nvart Þ-Í°ðvorjam, sje
Grímseyjar og hann. hefir bjargað U'J°g oakveðin- Krefjast blöðin
skipum í sjávarháska. Þegar „Is- þess’.að þinglð verði kallað sam‘
lands Falk“ svo lætur úr höfn 'tal þess a$ ræða um stefnu
hjer í Reykjavík, höfuðstað lands- S .ú>rn;,rninar.
»i. * 1. <■ V • x' Fronskn fulltrúarnir í Genúa,
ms, eftir að hafa þannig gert „ .* , . . , . !
, , i hata tengið skipun fra stiormnm
skyldu sma og mikið meira, er
, , . • ■ ,. . , , . um það, að taka ekki þatt í um-
ekki emn einasti íslenskur fam * , , ,,.
* , , . - ræðunum um Russlandsmalin a ráð
aregmn að hun. Að sjalfsogðu er . „ ,, •
, * . , ,, , , , , . steínunm að svo stoddu.
það einkamal mhnna, hvort þeir,
draga upp flagg eða ekki, en þeg-.
ar „Islands Falk‘ ‘ fer burtu, og
Setulið Bandamanna.
Hermálaráðherrar Belga og
kveður með tuttugu og einu fall- Frakka hafa fundist j Koblenz
byssuskoti, eins og skyldan býður tfl þess að Hta eftir hwmig fram
honum, þá dregur ekki einu sinni &ri á 8væðinUj sem bandamenn
Stjomarráðið íslenska fánann við hafa undir hervaldi j Vestur.
hún, og er það ekki emkamál þess, j>ýskalandh
heldur mál, sem oss öllum kemur
við.
. I -------o-------
Þegar erlent herskip sýnir fána
vorum þá, virðingu að heilsa hon-
um með fallbyssnskotum, er það
Sumav*sólin.
eínhver hin mesta lítilsvirðing sem
herskipinu er sýnd að láta ekki Ennþá muntu, ljúfa sumarsól,
fánia vorn sjást á móti.
sóknir hefja, mörgu fargi bifa,
Slíkt má ekki eiga sjer stað. landið færa’ úr köldum vetrarkjól,
Vjer höfum vorn eigin fána, og kyssa og verma það, sem á að lifa.
það á ekki að nota hahn einungis v
til þess að skarta með á hátíðum Ennþá muntu fegra lög og láð,
og tyllidögum, heldur á hann að láta vonir fara á kreik og syngja.
vera heilagt merki, sem vjer allir Er og verður veröld æ þjer háð;
söfnumst undir, og getur komið vald þú hefir til að lifga og yngja.
fram fyrir land vort og þjóð hvar *
sem er. Vjer höfum fengið vom Stíga álfar dans við ljóssins dís,
eigin fána og með fánanum -eru drotning himins klæðir flest úr
oss lagðar skyldur á herðar, og tötrum.
þær skyldur verðum vjer að læra Er sem hrópi ’ alt glöðum rómi: Rís,
að skilja. Jeg álít það og vona að — rís af dvala og kasta vetrar-
yfirmennimir og skipshöfnin á ’ fiötrum!
„íslands Falk“ skoði þessia van-
rækslu ekki sem lítilsvirðingu í Ennþá muntu, blessað ljósaljós
sinn garð, þótt þeir megi telja 1 eysa hulin mögn úr klakadróma.
sjer misboðið með þessu, heldur Altaf verður ungt og nýtt þitt hrós
segi sem svo: „Þeir vita ekki bet- — altaf nafn þitt sveipað helgi-
ur‘ *. Þetta mega þeir ekki segja, i ljóma!
og eiga ekki að geta sagt. Þegar
vjer höfxtm vom eigin fána, eig- Dásamlegur kyni>-ikraftur þinn —
um vjer sjálfir fyrst og fremst knýr til starfs og vekur menn
að bera virðingu fyrir honum og til dáða.
halda honum í heiðri, og mun þá Ennþá muntu geta á gluggannminn
verða að sama skapi borin virðing guðað, — sent mjer lífsins kveðju
fyrir honum af öðmm.
Reykjavík 24. apríl 1922.
Emil Nielsen.
Erl. símfregnir
frá frjettaritara Morgunblaðsins.
þráða.
Þín sókn er byrjuð, — sigur
muntu fá
og senn er öllum vetrarþrautum
lokið.
Sjerðu ei, maður, geislans gleðispá:
Gleðstu, — því í skjólin er ei fokið!
Gleð þá, sól, er ganga ’hinn
bratta stig
göfugs starfs og lát þeim öllum
hlýna.
Khöfn. '22. apríl.
Genúafundurinn.
Símað er frá Genúa, að fulltrúar | Blessa þ,að) sem er \ vlð þigj
Þjóðverja þar hafi lýst sig reiðu-
búna til að taka ekki þátt í um-
ræðum um Rússlandsmálin, að svo
miklu leyti, sem þaji snerti þau
málefni, er samningur Þjóðverja
og Rússa nær til. Er Lloyd Ge-
orge ánægður með svar Þjóðverja,
Poincaré krefst þess, að samn-
ingur Rússa og Þjóðverja sje ó-
— alt, sem langar til að verma’
og skína!
G. ó. Fells.