Morgunblaðið - 26.04.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1922, Blaðsíða 3
MOBGUNBLAÐIB gera sjer alt far nm, að láta deil- una snúast gegn Englendingum og frá TTlstermömuim, og er þetta að vissu leyti skiljanlegt, því vitan- lega mundi það auka 'andúðina gegn Englendmgum og þá um leið gegn sáttmálanum við þá, ef Eng- lendingar neyddust til að fara með her manns gegn írum. Mundi þá hugur margra þeirra, sem nú fylgja Griffith og Collins að mál- um snúast á móti þeim, og mót- stöðumenn sáttmálans fremur fá meiri hluta, á hinu væntanlega fyrsta þingi írska fríríkisins. Hinn fagri duaumur um sátt og samlyndi, sem margir ljetu sig dreyma þegar sáttmálinn var und irskrifaður í desemher, er þannig ekki oi'ðinn nema reykur. Friður- inn er ekki fenginn enn, og virð- ist vera eins langt undan og áður en siamningarnir hófust. Styrjöld stendur fyrir dyrum—annaðhvort horgarastyrjöld, stríð við Englend inga eða hvorttveggja. -------o------- Um trúmálafundargrein »Vár- kalds« í Mbl. 26. þ. m., sem mjer finst að mörgu leyti sönn og á- gæt, langar mig til að gera ofur- litla athugaaemd, og biðja Mbl. fyrir. Hvað sóknarbörnin segja um okkur gömlu prestana, sem presta og menn, veit jeg ekki vel, en hygg, að það fari eftir ástæðum og atvikum. En víst er það, að jeg hefi aldrei heyrt nokkurt sóknarbarn nokkurs gamals prests segja um hann, að hann væri »mesti ræðuskussi«, heldur í mesta lagi að hann væri nú »farinn að tapa sjer« eða eitt- hvað þessháttar. En gömul og góð kynni, vinátta og trygð, af- saka slikt á allan hátt og gera gamals ræðu góða og nýta. Með unga presta er að vísu oft töluvert nýjabrum í fyrstu, og þeir eru- sumir hetur sóttir en þeir eldri. En alt kemst upp i vana, og verður alment minna metið eftir því sem lengur venst, jafnvel þótt altaf sje jafngott, alt þar til að »veit hver hvað átt hefur þegar mist hefur*. Eu hvað það snertir, að sóknarbörn- in hljóta — því miður — að segja um prestinn sinn, hvort heldur hann er gamall eða ung- ur, að þau »þekki hann sama sem ekkert«, þá er ástæðan til þess sannleika engin önnur frem- ur en sú, að sóknarbörnum og presti er, með núverandi fyrir- komulagi; gert mjög erfitt eða nær ómögulegt að kynnast nokk- uð verulega. Það eru presta- kallasam8teypurna, víðáttan, — strjálbygðin og samgöngutorfær- urnar, sem þessu valda, að miusta kosti i sveitum landsins, og það enda þótt húsvitjanir sjeu ekki niðurlagðar. En hjer kem jeg að því, sem jeg ætlaði sjerstak- lega að gera athugasemd um við hina yfirleitt ágætu grein »Vár- kalds«. Hann segir, að »húsvitjanir eru að mestu lagðar niður«. — Þessu vildi jeg hjer með mót- mæla fyrir hönd okkar allra prestanna í Rangárvallasýslu, og að því er jeg best veit, einnig í Arnessýslu. Víðar veit jeg ekki. Bústaður dönsku fulltrúanna í Benúa. Öll meiri háttar gistihús í Genúa cru nú full af aðkomu- mönnum. Sendinefndir þjóðanna og fylgdarlið þeirra taka mikið í'úm og auk þess hafa blaðamenn strevmt til Genúa hundruðum saman til þess að vera þar með- an á x’áðstefnunni stendur. Hefir orðið að koma sumum sendinefnd- vnum fyrir á gistihúsum borgar- u'nar, Yið „Rivieraen“. þvx ekki var rúm á gistihúsunum inni í borginni. Jarðarför konunnar minnar, Guðrúnar Magnúsdóttur, fer fram l'rá dómkirkjunni, föstndaginn 28. þ. m., og hefst með húskveðjc* á lieimiii okkar, Laugaveg 29, kl. 1 e. h. Marteinn Einarsson. Myndin, sem hjer fylgir, er af i „Grand Hotel de la Meditcrreane“ í Pegli. Þar hafa sendinefndir Dana. Norðmanna, Svía, Hollend- inga og Luxemburg verið „settar niður“ og má ganga að því vísu 'að fulltrúi fslendinga, Sveinn Ejöi-nsson sendilierra fái einnig samastað þar, þegar hann kemur til Genúa. Gistihús þetta er einna tilkomumest allra gistihús'anna við ,,Rivieraen“. En í þessum sýslum eru húsvitj- anir alment mjög samviskusam- lega framkvæmdar af preetun- um á tilskildum árstíma, og yf- ir höfuð svo vel, sem ástæður frekast leyfa. Annað mál er það, að í þess- um stóru og strjálbýiu og oft ill- færu samsteypu-prestaköllum geta pre8tar/iir ekki staðið við á hverj- um bæ heila eða hálfa dagana, og þvi ekki nógsamlega eða æski- lega kynst sóknarbörnum sínum á þessurn búsvitjunarferðum, nje heldur orðið að því gagni í fræðslu- og kristnimálum, sem vera bæri og æskilegt væri, enda þótt þeir sjálfir og sóknar- börnin væri öll af vilja gerð. — Því að ef prestar í prestaköllum eins og þau eru nú, stór, strjál- býl og Jtorfær, ættu að standa við til nokkurs verulegs gagns á hverju heimili, þá mundi til þess fara svo langur timi, að prestar yrðu einatt að vanrækja fjöl- skyldur sína og heimili stórum og skaósamlega, og þyrftu þá helst að vera búleysingjar, einlífis- menn og lausingjar. Mundu þó' fáir slíkt kjósa fyrir presta eða 8öfnuði, enda vafasamt hvort æskilegt væri Að öðru leyti er jeg fyrir mitt leyti 8amþykkur hr. «Várköld- um« yfir höfuð, og þakklátur honum fyrir hans skúru og skarp- lega hugBuðu og rituðu grein. P. t. Rvík, 30. mars 1922. Ofeigur Vigfússon. Þráölaust firðtal. Framfarir þær sem orðift hafa síðustu árin á þráðlansu firðtali eru svo miklar og eftirtektarverð- ar, að það er mjög sennilegt, að þessi aðferð fari lað útrýma sím- talinu. Menn hafa talað þráðlaust saman yfir lengri vegalengd en nokkurntímia hefir verið gert í síma, svo sem yfir Atlantshafið, eins og stöðin bjerna á Melunum hefir verið vottur að, og milli New York og San Franeisco. Vitanlega hafa þessi samtöl ekki altaf geng- íð gi-eiðlega, en smátt og smátt hef- ir þó teki'-st að afstýra utanaðkom- andi trufluntim og þessi mikla miannvitsraun er i raun og veru leyst. Annað mál er það, að þráð- laust firðtal um langan veg er ekki hagkvæmt ennþá vegna þess live það er dýrt. Þarf að nota rajög sterkan stráum við sending- una og hann er svo dýr, að kostn- aðurinn við að tala frá London til New Yoi*k er nálægt sterlings- pxmdi á mínútu. En undir eins og það tekst að finna næmari mót- tökutæki en nú tíðkast, er þessi þrándur úr götunni. A styttra færi er þegar farið að starfrækja þráðlaust talsamhand, t. d. víða í Ameríku. Um langt skeið lxafa tilraunir á þessu sviði farið frarn milli London og' Hol- lands og með ágætum árangri. Var talað í venjuleg talsímaáhöld og straumurinn fluttur með þræði að hafinu, en yfir sxmdið fluttu itaf- óldur Samtali5. Marconi hefir feng ist mikið við þessar tilraxmr. Hafa menxx talað í sex klukkustundir sí'mfleytt milli London og Hol- hinds á þennan hátt, án þess að eittt einasta orð fjelli úr. Danir eru að hugsa um að koma upp þráðlausu talsambandi við England og' hafa verið í samning- um við Marconi-fjelagið í London um málið.Hjer á íslandi eru menn farnir að talia þráðlaust milli inn- lendra. stöðva, og ef til vill verð- ur þess ekki langt að híða, að ís- lendingar geti fax-ið að tala við menn úti í heimi. Alþingi. Á laugardaginn kom fyrst til nmr. í N. d. frv. Magnúsar Pjeturssenar um að dýrtíðaruppbót Alþingisma'itia yrði afnumin. Fjárhagsnefnd hafði haft málið til meðferðar og klofnað. Lagðist meiri- hlutinn móti frv. og vildi láta fella það alveg en minm hlntinn, Jón A. Jónsson, lagði til, að Alþingismenn nytu aðeins hálfrar dýrtíðaruppbótar á við aðra embættismenn og starfs- menn ríkisins þeirra er dýrtíðarupp- bótar njóta. Jak. Möller hafði framsögu f. h. meirihl. Kvað hann enga ástæðu vera til þess að fella niður dýrtíðarupp- bótina, því að alþingismenn væru síst betur launaðir en aðrir starfs- menn ríkisins. Mundu utanbæjarþing- menn, sjerstaklega þeir, er sætxx í vel- launuðum stöðum skaðast á þing- setunni. Eimxig mundi þetta geta verið til iþess að bola efnaminni mönnum frá þingsetu og gæti slíkt verið illa farið. Ekki væri beldur sá sparnaður að þessu, nje fjárhagur ríkisins svo af- leitnr, að þörf væri á þessu þeirra hluta vegna. Ekki kvaðst bann skilja afstöðu Jóns Anðuns til máls þessa, nema ef það væri álit hans, að dýr- tíðaruppbótin væri alment ofhá. Jón Auðunn kvað langt frá því að hann áliti að þm. græddu yfirleitt á þingsetunni, en hann áliti að dýr- tíðaruppbótin væx-i alment ofhó, sem kæmi einkum til af því, að hún væri reiknuð aðeins einu sinni á ári, að haustinu til. Með því að veita þm, hálfa dýrtíðaruppbót væri sjeð fyrir því, að flestum væri þingsetan hættu- lnus, en fvrir hitt yrði aldrei sjeð, að engin einstakur þm. gæti ekki beðið halla af henni. Með till. sinni kvað hann, að sparast mundi um 25 —30 þúsund krónur. Aðrir þm. tóku ekki til máls. Fór atkvgr. svo, að brtt. Jóns Auðuns var feld með nokknim atkvæðamun og frv. sjálft felt með 13:13 atkv. að viðh. n. k. Þá kom til umr. þingsályktunartill. Þorsteins M. Jónssonar og Sveins Olafssonar um að rituð yrði saga al- þingis fyrir árið 1930 til minningar um 1000 ára afmæli alþingis. Framsögumaður yar porst. M. Kvað hann hugmynd flm. vera þá, að til verks þessa væri vandað svo sem kostur væri á. Hefði einn maður uitísjón verksins en nyti svo aðstoðar sjerfróðra manna eftir þörfum. Hefðu (þeir hugsað sjer að sögunni yrði skift í 3 kafla. Fyrsti kaflinn væri saga þingsins fr. 930—1264 er landið gekk un'dir Noregskonnng. Væri í þeim kafla minst hinna germönsku þinga og áhrif þeirra og skyldleik við hið. forna alþingi. Einnig væri ágrip af sögu lögsögumanna og helstu goða og registur vfir þá Lögrjettumenn, sem knnnir væru. Næsti kaí'linn væri frá 1264—1800. Skyldi þar getið lögmanna, hirðstjóra og höfuðsmanna og annara þeirra er mest kæmu við sögu alþingis á þeim t;ma. Þriðji kaflinn næði yfir tíma- bilið frá 1845—1930. Skyldi þar rak- in ýtarlega saga þingsins og gefið stutt ágrip af æfi allra þingmanna. Einnig skyldi þar getið koungsfull- trúa og annara er við alþingi hefðu mikið verið riðnir. Myndir ættu að fylgja af alþingismönnum og jafnvel öorum sem þar væri getið um. Kvað hann þetta vera aðeins laus- legt yfirlit, en annars væri það þeirra sugnfræðinga er um málið fjölluðu, að ákveða um fyrirkomulag þess og niðurskipun. Að síðustu óskaði hann þess að enginn þm. legði steití í götu máls þessa, því að þetta væri nauðsyjaverk og mundi þjóðinni mjög kærkomið. Yæri þetta líka svo mikill þáttur í sögu landsins, þareð segja mætti að alþingi hefði að miklu leyti haft örlögþáttu þjóðarinnar í hendi sjer, að ekki mætti lengur undir höfuð leggjast að skrá sögu þess, einkanlega er 1000 ára afmælið væri nú bráðum komið. Magnús Guð- mundsson kom með þá fyrirspurn til flm. hvort þeir gætu ekki gefið eitthvert yfirlit yfir það, hvað verk þetta mundi kosta. Væri auðsætt af framsögu Þorst. að kostnaður hlyti að verða mjög mikill. Sennilegt að Takiö eftir! Egg eru ódýrust i versl. G. Gunnarss. œargir yrðu að vinna að þessu verki um þessi 8 ár. porsteinn kvað émögiv legt að gera nokkra áætlun um það, að svo stöddu, því að enn vatri al- gerlega óráðið um það hve yfirgrips- mikið ritið yrði. Aðalatriðið væri það, hvort ætti að vinna þetta verk og vinna það þannig, að öllum aðilum yrði sómi að. Bjarni frá Vogi kvað helst hefði átt að vera byrjað á þessu verki, því þess betur mundi það af hendi leyst sem fyr væri unnið að því. Taldi liann líklegt, að verkið yrði ekki mjög kostnaðarsamt því að marg- ! ur mundi leggja því lið án endurgjalds ’ En auðvitað yrði ritið að vera hið prýðilegasta og mönnum þeim, sem að því vnnu goldið sæmilega fyrir starfa sinn. Jón Þorláksson lagði líka áherslu á það, að leitað væri til sjerfræðinga. um þetta, sjerstaklega hvað niður- röðun efnis og fyrirkomulag alt snerti Ennfremur, að þeir menn ynnu öðruin fremur að þessu, sem væru í landsine. þjónustu og færir til þessa, svo að kostnaður yrði minni, en þó um leið ftdl trygging fvrir því að verkið yrði vel af hendi leyst. Nefndi hann sem líklega menn til starfa þessa, pró- fesorinn í sögu við Háskólann og Þjóðskjalavörðinn. Að umr. loknnm var þál. samþykt með miklum at- kvæða mun. Hefir hún nú einnig verið samþ. í E. d. Frv. viðskiftanefndar um undan- þágn frá bannlögunum, sem birt hefir verið hjer í blaðinu hefir nú verifi samþ. í báðum deildum þingsins og afgreitt sem lög frá alþingi. Greiddu allir því jákvæði í N. d. nema Jón Bafdvinsson, sem greiddi atkv. á móti bví og Jak. Möller sem greiddi ekki atkv. í E. d. greiddu allir atkv. með því nema Sigurður Kvaran sem greiddi ekki atkv. Umr. nm iþetta mál nrðu mjög langar í N. d. og er ekki unt að tilfæra nema lítið eitt af þeim, enda kom lítið nýtt fram í þeim. Magnús Jónsson hafði framsögu f. h. viðskiftanefndar. Talaði hann stilli lega um málið. Kvað ekki annars hafa verið úrkostar, þótt mörgum, sjerstaklega bindindismönnum mundi þykja þetta. erfiðir kostir. En hjer væri á það að líta, að stærsti at- vinnuvegur okkar væri í voða og því yrði maður að fórna einhverju til þess að afstýra þeim voða. Vel mætti vera að tjónið af því að hleypa víninu inn í landið yrði mikið, en þær tölur væri mögulegt að ákveða, en tapið af því að sleppa Spánar- markaðinum væri hægt að reikna út með nokkurn veginn vissu. pað væri ekki einungis þessar 10—12 milj. kr. sem tollurinn nemur og að mestu mundi lenda á okkur fslendingum, heldur væri" þar í raun og veru að ræða um framtíð botnvörpungaútgerð- arinnar og þar með sjávarútvegsins. Væri hagur þessarar útgerðar svo nú, að hvin þyldi ekki mikil skakkaföll. Hefði nokkuð verið öðru máli að gegna, ef útgeriðin hefði borið sig vel og hagur þjóðarinnar verið góður, þá hefði ef til vill mátt hætta á það, að taka þenna toll á sig. En því kvaðst hann trúa, að svo mikið væri gróðrarmagn bannmálsins, að það þyldi þessa þraut. Þá hjelt Sigurður Stefánss. snjalla ræðu, sem birt er í heiln lagi hjer í blaðinu. í E. d. fóru fram þingslit í gær. Forseti, Guðm. Björnson hjelt stutta ræðxi. Kvað hann þetta vera 8. árið i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.