Morgunblaðið - 26.04.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1922, Blaðsíða 2
MOBGUNBLABIÐ næsta þings verði reynt að villa þjóðinni sjónir með æsingum og undirróðri af hálfu óhlutvandra manna, eins og sum blöðin hafa látið sjer sæma síðan mál þetta kom á dagskrá; getur sá undir- búningur leitt til hinna allra ó- keppilegustu úrslite, þjóðinhi til stórtjóns, og þá er sannarlega ver farið en heima setið. Nú er það tilætlunin þegar öllu er komið í óvænt efni fyrir óverj- andi drátt á málinu, að hespa 6 umræðnr þessa frumvarps af á einum tveimur dögum, með stór- feldum afbrigðum á þingsköpun- um. Jeg verð að telja þetta hvat- víslega meðferð á þessu langþýð- ingarmesta máli, sem legið liefir fyrir þessu þingi og naumiast sam- boðna virðingu þingsins, og í stjómarinnar sporum hefði jeg hugsað mig tvisvar um áður en jeg leyfði slíkt flaustur, eftir þau miklu mistök sem orðið hafa á meðferð þingsins á þessu máli, og á jeg einkum við þennan sendi fí rarhjegóma, sem þetta frumv. er sprottið af, málinu til einskis gagns, heldur ef til vill ófarnater. Eins Ijúft og mjer hefði verið að greiða atkvæði með frumvarpi stjórnarinnar og stuðla með því lað fullnaðarúrslitum þessa vel- ferðarmáls vors, eins óljúft er mjer að verða að greiða þessu frumvarpi atkvæði, þótt jeg nev5- ist til þess, þar sem málið fyr r afar óheppilegar aðgerðir þings- ins er komið í hið mesta öng- þveiti. Hjer verður að bjarga því Það sækir ad mjer. Á sumardaginn fyrsta þá sækir að mjer, þá sækja að mjer iholtin og hraunin kuldaber, þá sækja að mjer melarnir örfoka og auðir og íslenskú skógamir gjörhöggnir og dauðir. Það sækir að mjer þó iað sólin skíni. Þau sækja að mjér kotatúnin þýfð og ræktarrír og rakir moldarkofar, sem sól og gleði flýr, og þúsynd ára fellir, fjenaðar og vona og framsóknarhugmynda landsins bestu sona. Það sækir að mjer þó að sólin skíni. Þeir sækja að mjer móarnir með gróðrargóðan svörð sem grátlega var leikinn af vanhirtri hjörð. Það sækja að mjer þrautnagaðar reitingsslægjur rírar um ræktarlausa flóa og ónumdar mýrar. Það sækir að mjer þó að sólin skíni. Hvenær kemur sumarið sem vefur lýð og Íand í láns og góðrarskrúða, og klæðir mel og sand. Hvenær skilja Islendingar að þeir verða að vinna sjer vonafull og gæfu úr moldu feðra sinna. Á sumardaginn fyrsta þá sækir að mjer. Það sækir að mjer þó að sólin skíni. 20. apríl. 1922. Á. G. E. storm og særok, en aldrei látið hugfallast. Hann hefir stýrt eftir stjömum himinsins. — Það hefir bjargað honum. Nú er hann ennþá einu sinni kominn heim hingað með verk sín. Við skulum ganga upp á sýn- ingu hans til þess að komast að því sanna. ‘Sýningnrsalurinn er ekki stór, I tekist að blása eins mildu lífi í svip hinna hvíthjúpuðu huldu- kvenna. Myndir þessar minnameð blíðu sinni og litamildi á ljúflings ljóðin, sem seiddu menska menn inn í hamrana. Einna fegurst þessara inynda er „Huldufólk á r.vársnótt“. — En Kjarval kemur víðar við. , ,, Yatnslitamyndimar ,,Frá Róm“ htla. sem bjargað verður, með; er. allir veggir erú þjett skipaðir. af sú]Hm QR húsum þeirri ömurlegu meðvitund að j Fyrst get jeg ekki fest augun við hafa vanrækt bjargráðin því til neina sjerstaka mynd — reniti handa, sem miklu meira var um j augum til allra hliða. Dýrð og blæ vert i þessu máli. Engan skyldi j brigði litanna em svo óvanalega það gleðja meira en mig, ef þessi frestun verður til að þoka þjóð- inni og fulltrúum hennar saman í þjetta fylkingu fil bjargar þessu fjárhagslega sjálfstæðismáli voru, en því miður hefi jeg ekki meiri trú á frestuninni en jeg hafði á sendiförinni til Spánar, og ekki veldur sá, er varar, þó ver fari. Maður hefði getað vænst þess, að einhver sá, sem áður hefir dæmt opinberlega um listir hjer í höfuðborginni hefði ekki geteð setið þögull af að sjá slíka sýn- ingu, sem nú stendur yfir í húsi hr. Egils Jacobsens kaupmanns. Þar sýnir Kjarval málari um 80 af eldri og yngri myndum frá síð- ustu 10 starfsárum sínum. — Um engan íslenskan málara mun deilt jafn mikið og um Kjarval. Það er von að svo sje, þar sem íslending- ar hafa aldrei dýrkað aðra list en orðsins í riti og ræðu og skortir þar af leiðandi tilfinnanlega greind til að kunna að meta list í litum og dáttum. Stara því margir sem tröll á heiðríkju þegar eitthvað nýtt ber fyrir auga. Fáir íslend- ingar hafa stýrt dreka sínum djarfara en Kjarval, þó hann hafi altaf lagt flestum fjeminni frá landi sínu, og jafnvel oft einnig skort andlegan stuðning, þá hef- ir hann lagt óhræddur á hafið. Hinni meðfæddu listgáfu hans' hefir vaxið máttur við bverja plágu. Hann hefir staðið eins og hetja við stjómvölinn, þolað fögur, að mjer detta ósjálfrátt í hug orðin:„Nýr himinn, ný jörð!“ Hjer ægir saman hinum ólíkustu nyndum, alt frá Rómaborg til Reykjavíkur, alt frá Himnaríki og til Helvítis, frá sjó og frá landi. Á því sjest fjölhæfi málarans — hann bindur sig ekki við lands- lagið eitt. Þó augljóst sje, iað hann er mest mótaður af íslenskri náttúru og þjóðsögnum, þá má sjá að hann hefir lært mikið á ferðum sínum um útlönd og athugun á verkum meistaranna. Þó flestar myndir þær, sem á sýningunni eru, ættu skilið að um þær væri rækilegia skrifað, þá leyfir þó rúmið ekki aunað en að drepa lauslega á nokkrar riyndir. Sú mynd, sem manni verður einna starsýnast á, er svarti hnjúk urinn „Dyrfj>all innra“. Óhikað má fullyrða, að sú mynd er ein hm allra merkilegasta og stórfeng legasta landlagsmynd sem íslensk- ur málari hefir gert. Hin hrika- lega tign íslenska f.jallsins kemur þar ágætlega fram. Hver dráttur er dreginn með djöfum tökum. — Málarinn er innblásinn. Líkt má isegja, um „Dyrfjall ytra“ og rauðu myndina af Staðarfjialli í Rorgarfirði með álfaborginni. Þó vntnslitamyndin af Snæfellsnes- jökli sje óneitanlega mjög falleg, þá jafnast hún þó ekki á við þessar myndir. Þó að flestir íslenskir málarar einskorði sig við að mála aðeins landslag, þá er fjarri því að Kjar- val sje þar allur. Þjóðsagnamynd- ir hans eru m.jög s.jerkennilegar og fullar dulspeki. Enginn íslensk ur málari hefir skygnst jafnvel inn í álfhóla og hamraborgir, nje sýna mikla leikni í teikningu og meðferð lita. Symbolsku myndimar hans, svo sem „Fortíð“, „Blóðreitur“ og ,,í öngum sínum“ eru mjög eftir- tektarverðar, liggur í þeim djúp hugsun og eru þær ágætlega gerð ar. Á sumum rauðkrítarmyndum Kjarvals sjest það best hver af- burðateiknari hann getur verið, þegiar honum tekst best. Má þar sjerstaklega benda á skipamynd- irnar. Eru og dásamleg litbrigði rauðkrítarinnar. Kjarval hefir lagt mikla stund a að teikna og mála andlitsmynd- ir og hefir á því sviði skapað mörg Jistaverk. Reynir hann altef að láta andlitsmyndir þær, sem hann teiknar, vera sem mestar persónulýsingar, láta sál þess er hann teiknar skína í gegnum hið ytra form. Sjálfsmynd hans er skemtilega glannaleg; glottið sýn- ir augljóslega, að hann er hvergi hræddur hvað sem á dynur. — Þegar málarinn sjer sjálfan sig svo marglitan. þegar hann lítai í spegilinn, þá er ekki að furða þó að margt fái undarleg form og liti sem fyrir augn hans ber sbr. hinar litskrúðugu „hyrninga“- myndir, t.d. „Álfakirkju“ „Sunnu dagsmorgun“ og„Element“. Munu þær taka sitt heiðurssæti í þeirri listastefnu og mætti margur danskur og þýskur „hyminga“- málari þakka fyrir að hafa búið þær til. Solskinslitir Kjiarva’s koma manni í gott skap. Með hinum ágætu myndum „Skógarhöll", „Reynir“ og „Hnot viðarlauf“ hefir málarinn sýnt hve vel hann skilur hina unaðslegu fegurð skóganna. „Móðir og böm‘ ‘ ætti skilið að eínhver skrifaði sjerstaklega um hana. „Jónsmessunótt“ hefi jeg' hvergi sjeð njóta síns eins vel og þarna. Fjölda annara mynda mætti og ætti að nefna en þessar, en hjer skal þó staðar nema. En það dylst engum, sem með samviskusemi athugar og reynir að kynna sjer málverk Jóhannes- ar Kjarvals, að þar er stórfeldur ! og djúpvitur listamaður á ferð- i inni. í „Jeg fæst ei um þó hnjúka skilji skörð“. — En það vill oft ; verða svo um þá sem eru misjafn- : ir í verkum sínum, gera bæði gott og ilt, að því illa verður mest á lofti haldið. Menu ganga skörðin en líta ekki á' hnjúkama. Einn segir öðrum frá, og vitleysan gengur mann frá manni, og mynd ast við það „skoðun almennings“. Vill oft fara á þá leið í stórbæj- um, þar sem fjöldinn er lítt van- ur lað hugsa sjálfstæðar hugsanir. Og heimskinginn fordæmir það sem hann ekki skilur. Ber það Ijósast vott um skamm- sýni mannia, og hefir Kjarval feng- ið mjög á því að kenna áður. — Það þarf krafta til þess að sigr- ast á mótstöðu fjöldans og skiln- ingsleysi, en það hefir Kjarval gert. Þegar miaður fer að kynnast list hans getur maður tekið ástfóstri við þær myndir, sem manni í fyrstu þótti lítið eða ekkert til koma. Þá fá menn sönnun fyrir því, að Kjarval málar ekki út í loftið, málar ekki til að leiba sjer, heldur vegna þess að hann er knúður áfram af meðfæddri þrá og hæfileikum til að skapa. Það liggur alvarleg hugsun ba.k við hverja mynd hans. Kjarval er skáldið og draum- sjónamaðurinn meðal íslenskra » álara. * Ragnar Ásgeirsson; Irlanð — Engíanð, Hinn 7. desember síðiastliðinn var almennur fagnaðardagur í Englandi. Þá lauk lun síðir samn- ingunum milli Ira og ensku stjórn- arinnar, um stjórn>arskipun ír- lands og sambúðina milli þjóð- anna, samningum sem höfðu stað- ið yfir meiri hluta úr ári og marg. sinnis strandiað. De Valera hafði verið formaður samninganefndar- innar lengi vél, >en meðan svo var, hafði ekkert unnist á. Þegar síð- asta tilraunin var gerð var Griff- ith falin forustan og þá náðust samningar að lokum; er það mest þakkað honum og Oollins, sem var fjánnálaráðherra Sinn-Feina. feáttmálanum nýja var fagnað mjög um endilangt England, en í Irlandi sáust þess brátt merki, að ekki var bitið úr nálinni enn, því de Valera hóf þegar í stað hinn ákafasta andróður gegn sáttmál- snum, og kvpð Sinn Feina aldrei mundu hætta að berjast fyrirsjálf st.æði Irlands, fyr en iað fullu væri slitið öllum' tengslum við breska heirasveldið °g írland væri orðið | sjálfstætt lýðveldi. Gerðist nú hinn1 mesti fjandskapur milli hans og hinna fornu samherja hans, Coll-, ins og Griffiths, pg bar hann á þá : hinar svívirðilegustu ákærur, svo sem að þeir hefðu þegið mútur af: ensku stjórninni. S 1 byrjun janúar samþykti írska ! þingið, Dail Eireann, sáttmálann, en eigi var atkvæðamunurinn meiri en 7 atkvæði. Og viku síðar var mynduð bráðabirgðastjóm í írlandi og varð Collins formaður hennar, en de Valena hafði lagt niðúr völd undir eins og sáttmál- irn var samþyktur. Þessi stjórn hafði það ætlunarverk að boða til kosninga til hins fyrsta. þings írska fríríkisins. En de Valera i hjelt áfram æsingum sínum og | það jafnt fyrir það, þó að málsað- ilarnir kæmu sjer saman um að hafa „vopnahlje“ meðan bráða- birgðastjómin væri að vinna að undirbúningi hinnar nýju stjórn- arskipunar. Þá varð það ekki til af lægja öldumar, að í febrúar hófust hinar megnustu deilur og vígaferli í landamærahjeruðum TTlster og Suður-írlands. Var það lýðveldisherinn svokallaði, sem einkanlega var riðinn við róstur þessar af hálfu Suður-íra. Fór svo, að stjórnin í Ulster sá sjer þann kost vænsten að biðja sir Henry AVilson, fyrrrnn höfuðsmann her- foringjaráðsins enska um að tak- ast á hendur forustu vamarliðs- ins í Ulster. Hefir eigi frjetst, hvort hann hefir orðið við mála- leituninni, en miargir spá því, að það muni verða til ills, ef hann taki iað sjer stjórnina, að Fnglend- ingar mundu þá fremur dragast inn í deilumar milli Suðum og Norður-Ira. Enska stjómin hefir reynt að miðla málum í frlandi og fyrir nokkru komu fulltrúar beggja írsku aðila á sáttafund í London. Komust þar á málamyndasættir, með því móti að myndað yrði hlut l'iust landamærasvæði milli sam- bandsríkjanna írsku. til þess að þau lentu síður í illdeilum. En síðan hafa orðið ýms tíðindi, sem benda á að þessi sáttagerð sje gagnslaus. Til dæmis um það hvernig á- standið sje í Irlandi nú og hve batrið sje ofsáfengið má nefna dæmi, sem „Times“ segir frá fyr- ir nokkru. Nótt eina r.jeðust vopn- aðir Suður-írar inn í hús borgara eins í Bolfast, manns sem ekkert hafði vei'ið við deilur riðinn og stjórnmál og þess vegna ekkert til saka unnið annað en það að vena Norður-íri. Tvær konur voru í húsinu, húsmóðirin og 14 ára dóttir hennar og voru þær lokað- ar inni í baðherbergi en karl- mönnunum, sem voru sjö talsins, skipuðu þorpararuir inn í stofu uppi á lofti húsfiins og skutu þar á þá. Fjórir mennirnir f jellu dauð ir niður þegar í stiað. tveir særð-' ust. en aðeins einn — sex ára gamall drengur, slapp ómeiddnr. Að þessu illvirki loknu fóru m>enn irnir út, sögðu konunni til hvar mennimir væru og hurfu út í buskann. — Þessu lík dæmi gerast nú altaf öðru hvom í Irlandi. Fjmir þremur vikum Ijet de Valera þau orð sjer urn munn fara á opinberum fundi, að ef ítar samþyktu sáttmálann við Breta, þá yrðu sjálfboðaliðar „að vaða í írsku blóði — jafnvel í blóði írskra þingmauna og stjórn- armeðlima, til þess að bjarga frelsi írlands“. Þessi hótun er í sjálfu sjer ótvíræð, en enn ljósari er hún orðin nú, þegar litið er á þær fregnir, sem nýlega hafa bor- ist hingað í símskeytum, að for- ingi írska lýðveldishersins, 0‘ Connor, hafi skorað á írsku bráða- birgðastjómina að fella sáttmál- ann úr gildi þegar í stað, til þess að afstýra því, að borgarastyrj- Öld verði í írlandi, og kjósa frem- ur ófrið við Englendinga. Yfirleitt virðist de Valera og flokkur hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.