Morgunblaðið - 23.07.1922, Síða 1

Morgunblaðið - 23.07.1922, Síða 1
OHfiTOBUB Stofnandi: Vilh. Finsen. Lssndsblað Lögr jetta mt Ritstjóri: Þorst Gíslasos, 9. Arg., 215 tbS. Sunnudaginn 23. júli 1922. IfcMifirttrentfimiBja h.f. Fimti « síðasti Skota-kappleikurinn l íf • r k •' Annaö kvölö kl. 8’ Urvalsllölö gegn Civil Service (Civil Service og Fram) Allir ættu aö sjá þennan kappleik. Hornabiástur á Austurvelii kl. 71. Norges Handels-Kalender fyrir 1922—1923 útvegum við. Kalenderiun kemur næst út i924. R. Kjartansson & Co. Sími 1004. Gamanleikur í 5 þáttum. Aðalhlutverkið leikur Mabel Nordmand. Mabel Nordmand er orð- in alkunn hjer á laudi fy.rir hæflleika sína til að skemta mönnum Henni hefir oft tekist þaðvel.en að likindum aldrei betur en í kvöld. Teiknimynd Buster Brown. Sýning 6, 71/* og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4. Að Varmá verða stöðugar ferðir frá bifreiða- afgreiðslu minni í Austurstræti 1 frá kl. 11 f. h. Sími 695. Til Þingvalla kl. 8 e. m. Hlagnús Skaftfjeld. Góðan kvenhest vil jeg kaupa nú þegar. G. Böðvarsson. Bragðbestur og notadrýgstur er RJÓMENN frá MJÖLL Þjóönýtingin enn. Alþ.bl. segir nú, útaf því, að Mrg.bl. benti á misskilning, sem fram kom í greinum þess um þjóðnýting- una fyrir nokkrum dögum: — „Ilverjir borga það, ef stór hópnr manna gengur iðjuláus tímum sam- an? Auðvitað landið í heild. Eða með öðrum orðum, í livert sinn sem maður er atvinnulaus, tapar þjóð- fjelagið því verðmæti, sem vinna mannsins mundi útvega því“. í þremur greinum, sem Alþ.bl. flytur gegn grein Mrg.bl. um þjóð- nýtinguna er þetta eina athugasemd- in, sem nokkurs er um vert. Það er rjett, að þjóðfjelagið tapar við at- vinnuleysi eða iðjuleysi hvers ein- staks manns. En ef einstaklingurinn, sem um er að ræða, á heimtingu á því, að þjóðfjelagið sjái honúm fyr- ir atvinnu, þá verður hann líka að gera sjer að góðu, að þetta sama þjóðfjelag ráði því, livar það notar vinnu hans. Háseti, sem vinnu, þarfnast, gæti ekki, enda þótt þjóð- nýting og jafnaðarmenska væru ríkj- andi, heimtað af þjóðfjelaginu, að það gerði út bát eða skip með tapi, til þess að veita honum atvinnu. Þjóðfjelagið hefði úrskurðarvaldið um það, en ekki sjálfur hann, hvar þörf væri fyrir vinnu hans og hvar það gæti gert sjer hana arðberandi. Húsasmiðurinn gæti ekki heimtað, að þjóðfjelagið bygði fleiri nje stærri hús en það hefir þörf fyrir, aðeins til þess að veita honum at- viunu. Og svona er því varið um menn innan allra atvinnugreina. Þótt ríkisrekstur eða þjóðnýting ætti sjer stað á öllum sviðum at- vinnulífsins, gæti þjóðfjelagið ekki tekið að sjer rekstur stórra atvinnu- greina, sem ekki svara kostnaði, fremur en nú. Hugmynd sú, sem alt- af er verið að stagast á í Alþbl. um þjóðnýting togaranna, án tillits til þess, hvort útgerðin beri sig eða ekki, er vitleysa frá upphafi til enda. Um leið og þjóðfjelagið tæki að sjer þá skyldu, að sjá öllum einstak- lingum símnn fyrir atvinnu og upp- eldi, fengi það einnig að sjálfsögðu rjett til að ráða yfir vinnu þeirra, gæti skipað þeim til vinnu þar sem það fyndi þörfina fyrir hana og teldi sier hana arðvænlegasta eða hagan- legasta. Þetta ófrelsi fylgir því fyr- irkomulagi, sem sósíalistar keppa eftir, og getur ekki orðið frá því skilið. Væru öll atvinnutæki í landinu þjóðnýtt, eins og sósíalistar telja heppilegast legðu ráðandi menn þjóðfjelagsins togarana við hafnar- garðinn þegar þeir sæju að útgerð þeirra hæri sig ekki, en skipuðu þeim mönnum, sem unnið hefðu á þeim, til vinnu annarstaðar. Og þeirri skip- un yrðu mennirnir að hlýða. Gerðu þeir það ekki möglunarlaust og með fullum skilningi á nauðsyn þess, gæti þetta ímyndaða þjóðfjelagsskipulag sósíalistanna ekki staðist. Það er þetta, sem Mrg.bl. átti við, er það sagði, að allur hugsunarhátt- ur manna þyrfti að gerbreytast frá því, sem nú er, til þess að þjóðnýting atvinnufyrirtækja alment gæti komið í st.aö einstaklingafyrirtækjanna. s> StjórnmálamEnn. Fyrir stuttu hefir fyrv. ráð- hera Sigurd Ibsen skrifað smá- kafla í „Politiken“, sem hann nefnir ,-,Hugsanir nm stjórnmála- menn“. Nokkrir þeirra birtast hjer í þýðingu. 1. Ekkert hlutafjelag mundi nokk- urntíma kjósa mann fyrir fram- kvæmdastjóra sinn, aðeins vegna þess, að hann hefði sýnt á aðal- fundi fjelagsins, að hann væri mælskur. En í stjómmálunum get- ur orðræpan fleytt mönnum upp í mestu virðingarsætin. Það eru til margir ráðherrar, sem aðeins hafa talað sig inn í embættið. Það getur komið fyrir, að sami maður sje gæddur mælskugáfu og hæfileikum til að stjórna. En miklu oftar hefir maður reynt hitt, að stjórnmálamenn sem hafa verið símalandi og auk þess vel heima í ýmsum dægurmálum, hafa reynst aumkunarlega fátækir að skipu- lags- og stjórnarhæfileikum. Við Evrópubúar höfum litið nið ur á stjórnarfyrirkomulagið kín- verska, og höfum talið það skrif- finskustjórn. En það orðræpu- fyrirkomulag, sem notað er í okk- ar stjórnmálum hvilir ekki á skyn samlegri grundvelli. 2. Poincaré lýsti eitt sinn í blaða- grein, hvað frönsku ráðherramir hefðu vanalegast fyrir stafni. Að- alstarf þeirra kvað hann vera að ráðgera um afstöðu ráðuneytisins, á hvem hátt væri hægt að koma í veg fyrir einhverja fyrirspum og hvernig ætti að svara annari, hver ætti að flytja traustsyfirlýsingu og hvemig hún ætti að vera orðuð, hvernig þeir ættu að breyta orða- lagi á einhverju lagafrumvarpinu til þess að tryggja því sem flest atkvæði o. s. frv. Þannág var það í Frakklandi, og þannig er það enn í ýmsum fleiri löndum. Og í þessu fær mað- ur ráðninguna á því, sem margur ókunnugur er svo forviða á: fjöl- hæfni margra stjórnmálamanna, sem altaf eru tilbúnir að setjast í hin ólíkustu embætti. Landbún- aðarráðherrar verða utanríkisráð- herrar, sá sem var kenslumálaráö- herra í gær, verður fjármálaráð- herra í dag. t 3. Til eru stjórnmálamenn, sem á- litnir eru stórmenni, en eru í raun og veru ekkert annað en snirtileg- ir náungar. Hvergi er valið jafn- vitlaust og metið jafn rangt eins og í stjórnmálnm. 4. Það er hægt að segja það um flesta stjórnmálamenn, 'að þeir lifi á örðugleikum, á sama hátt og' málaflutningsmenn lifa á máls- höfðunum. Sá er aðeins munur- inn, að málaflutningsmennimir koma sjaldnast málshöfðununnm ar’ stað, en hinir leiðandi stjóm- málamenn era sjerfræðingar í því að finna upp örðugleikana. Því ver sem fer, því betur una þe.ir sjer. Sundrungar og flokka- aðra íslendingasögu og þekkja riðl er þeirra matur og drykkur og þeir óska af eðlishvöt að riðlið haldist við. En sú tilfinning má sjaldan ná upp á yfirborð meðvit- undarlífsins. Oftast munu þessir menn líta 4 sjálfa sig og verksín jsfn hátíðlega og þeir, sem dýrka þá mest. Og sumir þeirra hyggja, að þeir sjeu óbætanlegir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.