Morgunblaðið - 26.07.1922, Side 1
9. ápg., 217 tbl.
Miðvikudaginn 26. júli 1922.
Land kosningar.
Den der d. 19. ds. sendte mig et Brev —
maskinskrevet og paa dansk — undertegnet
„Deres Ven“, bedes personlig henvende sig til
mig. Al Diskretion fra min Side en Selvfölge.
Direktör Eskiidsen
Tjarnargötu 33.
Jarðarför drengains okkai’ íleinricho sál. er ákveðin fimtudag
27. þ. m. kl. 2 síðdegis frá heimiii okkar Vonarstræti 12
Hansína og Þórður Bjarnason.
kaass
Qamla Bíó Mwwffam
Gimsteina-
smyglarnir.
Afarspennandi sakamálas^ón-
leikur í 5 þáttum, leikinn
af hinum ágætu leíkurum:
Tom ffloore og
Nacluni Childers.
aawwriffiagg^B»>iiiMwifwafin3Wi
Fyrir kosningar.
Á þeim tíma er Stjórnarráðið
tilkynti, að stilla skyldi lista til
landkjörsins, hófu fimm listar
göngu sína, og örkuðu eftir fylgi
kjósenda. Sá er hlaut „A“ nafn-
hótina, var listi jafnaðarmanna, sá
listi var tilbúinn fyrir löngu, og
hafði talsvert verið unnið fyrir
hann í fjelögunum, meðmælenda-
skjöl send út um land mjög
snemma, og alt gert til að gera
ferð hans hina glæsilegustu. Þá
tók við B-listinn — Tímalistinn —
sem hefir haft frammi látlausa
„agitation“ hin síðari ár. Sá flokk
ur hefir unnið meira fyrir lista
sinn en nokkur annar, og bjugg-
ust því allir við að þar mundi
mikið fylgi standa að, kaupfje-
lagsskapnum enda óspart hampað.
Hinir listarnir C, D og E fóru
hægar úr hlaði, þó hafði C-listinn
(kvennalistinn) haft viöbúnað í
ýmsum kauptúnum landsins og
trygt sjer fylgi kvenkjósenda þar,
hvernig svo sem aðrir listar væru
skipaðir, og hvað sem stjórn-
málaflokkum leið. Það var samt
strax augljóst, að höfuðlistarnir
voru B og D-listinn, þeir höfðu
hið almenna fylgi og virtust vera
vissir um sigurí orustunni, og hinn
siðari, D-listinn um að fá tvo efstu
menn sína inn. Alþýðumenn hófu
þá harða sókn, og sendu Ólaf
Friðriksson, — með aðstoð Sig.
Eggerz forsætisráðherra ? — í
hringför kringum landið. Sýna
skyldi hann alþýðu manna að
smjör drypi af hverju strái, ef
A-listinn yrði kosinn, útsvör og
skattar hyrfu, en ríkissjóður ræki
úigerðina og sveitabúin, og græddi
á stórfje, sem nú rennur í vasa
auðkýfinganna, stórbændanna,
kaupmannanna og útgerðarmann-
anna, sem hann telur átumein
þjóðfjelagsins- — Þar sem jarð-
vegur var erfiður fyrir A-list-
ann, er sagt, að hann hafi lofað
B-listann, fyrir starfsemi Jónasar
Jónssonar við hásetaverkfallið of
fl. Auk þess boðaði A-listinn víða
til funda. B-listinn boðaði til eins
fundar við Þjórsá, en tapaði á
honum og C-listinn til tveggja,
Þegar nær kosningum kom, varð
það ljóst, að kvennalistinn hafði
meira fylgi en ýmsir höfðu gert
s,ier' í hugarlund. en hins vegar
var fylgi B-listans minna en úr
var gert. , ^..... . J: ,v!
Kjósendurnir.
Samkvæmt því er Stjórnarráð-
ið taldi í skýrslu til yfirkjör-
stjórnarinnar, voru kjósendur alls
2?.599 í stað 24.189, er þeir voru
við síðasta landskjör 1916. En
jþeþsi tala stjórnarráðsin® mun
vera of lág, því kjósendur hjer
í Keykjavík eru taldir þar 5046,
■en þeir eru að mun fleiri þegar
aukaskráin er talin. Þegar litið
er á kjósendafjöldann, þá er það
ijóst að A-listinn sem hefir tak-
markað fylgi, var dauðadæmdur
ef góð þátttaka yrði í kosning-
unni, jafnvel þótt ekki kysu nema
hclmingur kjósenda. Vonir hans
hyggjast á Ijelegri þátttöku í
ollum sveitakjördæmum landsins.
Hvernig var kosningin sótt.
Hvernig kosningin var sótt, sjest
hjer:
í Reykjavík kusu 1916 830, nú
3042, Gullbr. og Kjós. kusu 1916
373, nú 725, Borgarfirði kusu 1916
254, nú 284, Mýrasýslu kusu 1916
187, nú 252, Snæfellsnessýslt kusu
1916 188, nú 368, Dalasýslu kusu
1916 152, nú 211, Barðastrs. kusu
1916 190, nú áætl. 300, Vestur-
ísafj.sýslu kusu 1916 126, nú 327,
Íí.afirði kusu 1916 167, nú 329
Noröur-lsafj.s. kusu 1916 170, nú
325, Strandas. kusu 1916 125, nú
180, Húnavatnss. kusu 1916 216, nú
364, Skagafirði kusu 1916 190,
nú 381, Eyjaf. og Akureyrj 1916
459 nú*1100, Þingeyjarsýsla 1916
381, nú áætl. 750, N-Múlas. 1916
225, nú 550, Seyðisfirði 1916 41,
nú 167, Suður-Múlas. 1916 296
nú 711, Austur-Skaftafells. 1916
122, nú 160, V estur-Skaftaf ells.
1^16 190, nú áætl. 200, Vestm.-
eyjum 1916 115, nú 250, Rangár-
vallas. 1916 357, nú 402, Árness.
1916 523, nú um 600. Eða alls 1916
5 873, nú um 12.000.
Hverjir eru kosnir?
Hver spyr anuan að því hvern-
ig kosningarnar hafi fallið, og er
ekki gott að dæma um það, verð-
ui að byggja á sögusögnum víðs-
vegar að. Vegna þess, að ekki
hafa fleiri en þetta tekið þátt í
kosninguimi, er það ekki alveg
vonlaust, fyrir A-listamexm að
hyggja að þeir hafi komið að
einum manni, en þó tel jeg ekki
vert fyrir þá að gera sjer miklar
og glæsilegar vonir nm það.
B-listinn taldi sjer tvö sæti
fyrir kosningarnar, svo þaS væri
hart fyrir hann ef raunin yrði sú
að hann fengi aðeins einn, jeg
tó'la ekki nm ósköpin ef hann
fengi engann. E-listinn lætur mik-
ið yfir fylgi sínu í Múlasýslum
og ef það er satt, en ekki álíka
og fregnmiða-sannleiknr hans á
kjördeginum, þá má B-listinn líta í
kring um sig, einkum og sjer-
staklega ef kvenfólkið hefir sópað
atkvæðunum á lista sinn. D-listinn
e- viss um einn mann, sem hæðsti
listi og hefir líkur fyrir aS fá
tvo, en E-listinn þarf ekki að ó-
maka sig til þess að hlusta á
upptalning yfirkj örstj ómarinnar.
Kunnngur.
-------o-------
Frá Danmörku,
25. júlí.
Drotningin farin til Englands.
Knútur prins, sem fyrir skömmu
fór með herskipinu „Heimdal“ í
leiðangur til Englands, Frakk-
lands og víðar, hefir veikst af
lungnabólgu og verið lagður á
hermannasjúkrahúsið í Dartmoutli
í Englandi. Af þessum ástæðum
htfir Alexandrine drotning tekist
ferð á hendur *til Englands og
kom hún á sunnudagsmorgun til
Liverjiool Street Station í London.
Tóku bretsku konungshjónin,
danska sendisveitin o. fl. á móti
drotningunni á stöðinni, og kon-
ungshjpnin fylgdu henni á járn-
brautarstöðina í Paddington, en
þaðan hjelt drotningin áfram til
Dartmouth. Knútnr prins er á
batavegi.
Otto Moltke hershöfðingi látinn.
Forstöðumaður liðsforingjaskól-
ans, Otto Moltke hershöföingi er
látinn. Hann var fæddur árið 1868.
„Nordiske Administrative Forbund* ‘.
Almennur fundur þess, hinn
annar í röðinni, verður haldinn í
Stokkhólmi 28.—30. ágúst í sum-
Fyrirligg jandi s
IBankabygg
Baunir ’/i
iBygg
Hafrar
Kartöflumjöl
Maisinjöl
Mais, kn.
Melassefóðurmjöl
Hrísgrjón
Rúgur
Rúgmjöl
Heilsigtimjöl
Hálfsigtimjöl
Sagó, smár
Hveiti, margar teg.
Kex, sætt og ósætt.
Cacao/2 teg.
Sukkulaði, 2 teg.
Exportkaffí, »Kannan«
Kaffí, Rio
Eldspítur
Maccaroni
Mjólk, 2 teg.
Ostar, mjóJkur og mysuostur
Rúsínur
Sveskjur
Melis, hg., st. og í toppum
Kandissykur
Marmelade
Aprikosur
Laukur
Smjörlíki, enskt, C. C. og Tiger
Sápa, gr. og brún
Sódi.
H.f. Carl Höepfner.
Simar: 21 og~82l.
ar. Búist er við, að um 100 full-
trúar verði á fundinum af Dana
hálfu. Á dagskrá fundarins er m.
a fyrirlestur um fjárhagsstjórn
Islands, sem Jón Krabbe sendi-
sveitarritari ætlar að halda.
Banskir húsmenn og verndartollarnir.
Á fundi sjálenskra húsmanna-
fjelaga í Kaupmannahöfn var m.
a. samþykt áskorun um, að toll-
lög Dana veröi endurskoðuð og
þau færð úr verndartollahorfinu
og sje markmiðið það, að allir
tollar verði aínumdir. Segir í til-
lögunni, að það sje ekki meö vernd
artollum, heldur með beinum
styrk, sem hjálpa beri iðngrein-
um þeim, er örðugast eigi upp-
dráttar.
Landmandsbanken.
Fulltrúaráð þjóðbankans danska
hcfir fallist á aðgerðir stjórnar
bsnkans, að því er snertir lán-
veitinguna til Landmandsbanken,
sem sagt va.r frá hjer í blaðinu
fvrir skömmu.
Útlendir stúdentar í Danmörku.
Stúdentar frá ýmsum löndum,
svo sein Englandi, Ameríku, Frakk
landi og Póllandi hafa í sumar
komið til Danmerkur, í smærri og
stærri flokkum og verið leiðbeint
af mönnum frá danska stúdenta-
ráðinu.
---- o.........
31
htfoMarpraiUniiBja buf.
I
föýja Bió
Breyskleiki
konunnan.
Hrífandí og lseidómsríkur
sjónleikur í 7 þáttum frá
»World Standard Cor p « New
York. Aðalhlutverkin leika
af mikilli list:
Florence Reed og
Frank Mills.
Sýnirrg kl 8l/s.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 7
Iljermeð tilkjmnist að maður-
inn minn Jón Jónsson (frá Deild)
andaðist að heimili sínu þann
24. þ. m. Vesturbrú 8 Hafnarfirði.
Þorbjörg J. Magnúsdóttir.
5tjórmnálamEnn.
Eftir Sig. Ibsen.
I.
í stjórnmálunum eru tvenskon-
ar viðsjálsgripir: hálfgildings-ó-
sannindamenn, sem aðeins segja
öfrum ósatt, og hinir, sem líka
segja sjálfum sjer ósatt.
Disraeli mundi hafa verið í
fyrri flokknum. — Eftir öllu að
dæma leit hann á hinar mörgu
listir, sem hann ljek, með hinni
sömu yfirburða hæðnis-ástúð eins
og á þau markmið, sem hann
stefndi að og þá menn, sem hann
tefldi með.
^Aftur á móti er það ýmislegt
í fari Gladstones, sem bendir til,
að hann hafi leikið hlutverk sín
innandyra sem utan, að lw fi
aldrei viljað athuga eigin nekt,
aidrei farið úr viðhafnar klæð-
unum sínum og ekki einu sinni
í launklefa.
II.
Erzberger hefði að líkindum
aldrei verið drepinn, ef hann
hcfði gætt þess, að vera alt af
hátíðlegur á svip. •
Oskráðir hirðsiðir heimia, að sá
stjómmálamaður, sem tekur við
slörfum á örðugum tímum, láti
í ljósi, að hann geri það með
miklum vafa.
Ilann muu fullvissa menn um
— og er það sennilega ósatt —
af hann hafi aldrei óskað eftir
stöðunni, og að hann hefði helst
kosið að annar maður tæki hið
ábyrgðarmikla starf að sjer. Hann
lætur menn skilja, að hann færi
þama mikla fóm, að það þurfi
sjálfsafneitun til þess að taka við
stjóm'artaumunum á svo hættu-
legum tímum, þó hann í leynd
leiki sjer eins og fiskurinn í
vatninu.
En þegar hann er tekinn við
völdum, getur hann orðið hress-
ari, dálítill djarfleiki getur meira
að segja verið gagnlegur, því hann