Morgunblaðið - 04.08.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.08.1922, Blaðsíða 3
MQRGUNBLABI® OMC krefjast ægilegra skaðabóta af öðr- iHn þjóðum, t. d. Þjóðverjum, en vinna sjálfir héimafyrir ekki að neimuu umbótum. Segir hani\ að þeir leggi fram mikla vinnu og geisifje til þess að græða styrjald- arsárin, sem óvíða voru meiri á landi og bæjum en í Frakklandi, þar sem‘bildarleikurinn fór fram. V. Koppel minnist á Rheims. En þar gerðu Þjóðvérjar, eins og kunn- ugt er, mikil spell. En kunnugust af þeim voru eyðileggingarnar á : cúmkirkjunni frægu. Koppel segir, að spellin á kirkjunni sjeu raunar ekki eins mikil og af hafi verið látið. ÞaS sje áreiðanlega unt að gera við hana og' sje nú unnið kappsamlega að því. Stórum ömur- legra sje að líta yfir sprengd og brunnin hús á löngu svæði, þar sem hefðu veriS og ættu að vera mannabústaðir. Segir hann, að fólk- ið verSi að hafast þarna við og | S búa um sig eins og best gangi, bæti göt og glufur með steypu eða slái saman plönkum og komi þannig þaki yfir höfuðið. En úti í sveit- [ unum sje þó ástandið enn verra. ; Sumstaðar þar hefðist fólkiö við ' í bestu skotgröfum ÞjóSverja. Segir i hann að langt verði þangað til að þarna verði kornnir upp sæmilegir mannabústaðir, þrátt fyrir alt sem gert sje. Þó segir hann, að á ein- | stöku stað sjeu komin ný hus og \ húsahverfi. Hafi þau verið flutt inn fullsmíðuð og ekkert annað þurft en að reisa þau. Einstöku ; bændabýli hafi sjest. En alt þetta sje ekki nema örsmár hluti af því, sem þurfi aS gera. Enn sjeu stór i sveitaþorp í rústum, án þess að I i •nokkuð sje farið að hefjast þar ; handa til endurb'óta. Og áreiðan- | lega gangi endurreisnarstarfið fremur seint, og það af mörgum ástæðum. En sú fylsta sje óefað sú, að franska stjórnin hafi ekki i| g> tað útvegað nægilegt fje og enn- | fremur ekki getaS komið skipulagi ; á í endurreisnarstarfinu. Kröfurn- j ar sjeu svo ólíkar, sem gerðar sjeu í í umbótamálunum. Þá víkur Koppel málinu að 1 nd- inu sjálfu, segir að byggingarnar sjeu ekki eina viðreisnarstarfið. i' Hitt sje gríðarmikiö verk að : lireinsa akra óg bæta eyðilagða l staði. Og þar leggi stjórnin mikiö kapp á. En það sje seinlegt ve k ? og erfitt að endurbæta vegina, rífa { niður gaddavírsgirðingarnar og | safna þeim saman í stóra hauga, I hreinsa úr ökrunurn blý og járn- klumþa og jafna holumar eftir sprengikúlurnar. Sumstaðar segir Koppel að þessu sje að mestu leyti ; lokið, annarsstaðar sje ekki farið I að byrja á því enn. Engan efa segir ritstjórinn vera á því, að franska þjóðin hafi sterk- | an vilja á því að vinna að um- ; bótunum og græða landið upp. En mn hitt sje hægt að efast, hvort hún hafi mátt til þess. Það, sem þurfi að gera, sje svo mikið og margbrotið, að vafasamt sje, hvort þjóðin sje fær um það ein og lijálparlaust. --------O " ■ ’ Endurminningar Uilhjálms fyru. keisara. Kunnugt var það orðið, að Vil- hjálmur keisari hefSi unniö að þvi í einveru sinni á Hollandi að skrifa endurminningar sínar. Töldu allir það víst, að það mundi verða merki leg bók, sem frá mörgu liefði að segja um stórveldistíma Þýskalands. Nii eiga endurminningar keisar- ans að fara að koma út. Hefir Me. Clurc Navspaper Syndicate keypt útgáfuréttinn á þeim fyrir 250 þús. dollara. Eiga þær að birtast á sama tíma í stórblöðum um allan heim, í Bandaríkjunum, Canada, Mexico, Suður-Ameríku, Japan, Kína, Ind- landi, Suður-Afríku og Ástralíu. I Bandaríkjunum einum verða þær prentaðar í 60 blöðum. Hafa út- gefendurnir grætt stórfje á sölu endurminninganna til allra þessara blaöa víösvegar um liein^. Síöar éiga þær að koma út í bokarformi í Englandi og í Bandaríkjunum. Þeir, sem lesið hafa endurminn- ingarnar, segja, að þær muni verða eitt af hinum merkustu heimildar- ritum sögunnar, og sjeu ágætlega skrifaðar. Skiftir höf. þeim í 3 5 kafla: 1. Bismarck, 2. Caprive, 3. Hohenlolie, 4. Búlow, 5. Bethmann- Hollweg, 6. Meðstarfsmenn mínir og giftusamlegur árangur í opin- berri stjórn, 7. Vjsindi og listir, 8. Afstaða mín til trúmálaflokka,9.Her og 'floti, 10. Byrjun styrjaldarinn- ar, 11. Páfinn og friöurinn, 12. Endir styrjaldarinnar, valda.missir minn og ferö til Ilollands, 13. Fyrir hlutlausum dómstóli?, 14. Sektar- rnálin, 15. Byltingin og framtíð Þýskalands. » Eins og sjest af þessu ná endur- minningar keisarans yfir langt tímabil — alt frá krýningu hans t'l valdamissisins. f ——o------------ Frá Isafirði. Starfsemi Samverjans. Síðastliðinn vetur hóf Samverj- imi líknarstarfsemi sína hjer meö marsmánuöi. En hún er fólgin í því eins og kunnpgt er, að öreiga fólki, sem hefir lítinn eða engan sveitar- stvrk, er gefinn heitur miðdegismat- ur um erfiðasta tíma vetrarins, út- mánuðina. Var úthlutað alls 4046 máltíöum, en það var nær 100 máltíðum á dag að jafnaði, meðan matargjaf- irnar stóðu yfir. 70 börn frá 21 heimili og 15 gamalmenni og full- orðnir frá 11 heimilum, urðu lijálþ- ar þessarar aðnjótandi. Fáein heim- ili fengu auk þessa talsvert af soðn- um og ósoðnum mat sendan heim. Húsnæði ,og eldivið hafði starf- semin ókeyfiis, og er það ekki metið til verðs nje tilfært í fjárhagsyfir- litinu. Alt annað er fært til reikn- ings. Þetta hefir orðið til þess, ásamt hagkvæmum matvörukaup- um, að máltíðin hefir einungis kost- að Samverjann rúma 50 aura. — Jeg hefi levft mjer að sameina fjárhagsskýrslu samverjastarfsem- innar og jólaglaðnings barna og gamalmenna síðastl. vetur, svo góð- fúsum styrktarmönnum gefist kost- ur á að sjá, hver útkoman hefir orð- ið. Jólaglaðningsins nutu 380 börn og 70 fullorðnir og gamalmenni. 5 fátækar fjölskyldur fengu matvör-, ur fyrir rúmar 90 kr. Ollum þeim, er styrkt hafa starf- semi þessa þakka jeg hjartanlega fyrir drengilega þátttöku og sam- hygð í hennar garð. Og um leið og jeg inni af höndum þá ljúfu skyldu, að færa yður þökk og árn- aðaróskir allra þeirra, sem Sam- verjinn hefir hjálpað og glatt, leyfi jeg mjer að minna yður á þessi innihaldsríku orð frelsarans: Fá- tæka hafið þjer ávalt hjá yður; J- og: að Samverjinn vill ávalt gera sitt ítrasta til þess að ganga erindi þeirra á þann hátt, að verða mætti veitendum til gagns og sóma, en þvggjendum til þrifa og liagsbóta. Ýfirlit yfir tekjur og gjöld Samverjans árið 1922. Tekjur: 1. í sjóði frá f. á. kr. 919.64; 2. Vextir árið 1921 29.15; 3. Úr bæj- arsjóði Isafjarðarkaupstaðar 1000. 00; 4. Kvenfjel. „Ósk“ 150.00; 5. Kvenfjel. „Hlíf“ 100.00; 6. Mat- sala 224.00; 7. Gjafir og áheit úi ýmsum áttum 950.00; 8. Söfnun í jólapottinn 672.75; 9. Gjöld um- fram tekjur við jólaglaðning barna og gamalipenna 346.80. Samtals kr. 4392.34. Gjöld: 1. Matvara kr. 2028.16; 2. Til jafnaðar við tekjulið 6 224.00; 3. Áhöld og vinna 314.97; 4. Jóla- glaðningur fyrir börn 715.00; 5 Jólaglaðningur fyrir fullorðna 210.00; 6. Matvörur handa 5 fjöl- skyldum 94.55; 7. Fje, sem Sam- verjinn á í sjóði 805.66. — Samtals kr. 4392.34. Isafirði, 24. júlí 1922. Fyrir hönd Hjálpræðishersins. Ó. Ólafsson. --------Q- < ................................ i gærkveldi. Bæjarverkfræðingsstatfið. Fyrir nokkru hafði bæjarstjórn samþykt að segja verkfræðingi upp starfa sínum. En nú fyrir stuttu sendi hann brjef til veganefndar, þar sem hann mótmælir uppsögn sinni og einnig því, hvernig bær- inn hafi notað sig og starfskrafta sína. 1 þessu brjefi gerir hann kröfu til hálfs árs uppsagnarfrests. Og mælti veganefnd með því, að sú krafa væri tekin til greina, en taldi rjett að fjárhagsnefnd ákvæði hvort ferðakostnaður hans til INn- n erkur yrði greiddur. Urðu engar umræður um málið í bæjarstjórn- ii.ni. Höfnin. Á hafnarnefndarfundi hafði ver- i' lagt fram erindi frá Eimskipa- f.elagi Suðurlands, þar sem það fer fram á, að því verði trygður nú þegar eða mjög fljótlega for- gangsrjettur að afnotum af bryggju vestan til á höfninni, fram undan ■\vrslrm G. Zoega, þar sem „Suð- land“ gæti flotið að, en til bráða- birgða, vesturhornið á eldri hafnar- fcakkanum svo langt austur sem „Suðurland'G nær, og verði því plássi avalt haldið auðu fyrir skip- ið. Fól hafnamefndin hafnarstjóra að rannsaka hvort ekki væri til- tækilegt að byggja stutta bryggju vestur af affyllingunni, svo skipið gæti legið við hana. Lán til vatnsveitunnar. Önnur umræða fór fram um lán til aukningar á vatnsveitunni. Lá fyrir tillaga um það, hvort bæjar- stjórnin vildi samþykkja að aukn- ing færi fram á vatnsveitunni og fullnaðarkostnaðaráætlun væri samin og borgarstjóra falið að leita fyrir sjer meö lántökiy G. Claessen kvað erfitt að greiða atkvæði um þetta mál því þaö væri enn svo mjög í lausu lofti, engar fastar áætlanir eða tillögur frá verkfræð- i’.gum um verkið. En sjer fyndist að alt slíkt þyrfti að vera fyrir hendi þegar bærinn væri að leggja út í hálfrar miljón króna fyrirtæki. Það væri því rasað fvrir ráð fram áu fara að samþykkja þetta meðan málið væri ekki betur undirbúið. Og lagði hann til að betri grund- völlur væri fenginn áður en málinu væri ráðið til lykta. Borgarstjjóri kvaö þá áætlun sem nú lægi fyrir aðeins uppkastsáætlun, og sjálfsagt mundu einhverjir liðir breytast í benni.En hann teldi víst að aðal- uppbæðirnar, sem í henni væru til- greindar mundu reýnast nærri lagi. En þó það yrði, að áætlunin breytt- ist, eða eitthvað annað yrði ákveðið í þessu sambandi, til dæmis, að leiðslan yrði látin flytja meira vatn, þá væri ekki úr vegi, að leita fyrir sjer um lántöku, væri eng in ástæða til að fresta því, því í raun og veru væri alt undir því kpmið hvort fje fengist til fyrir- tækisins. Tóku þeir í sama streng- inn P. Halldórsson og Guðm. Ás- björnsson. Var samþykt að láta gera fullnaðaráætlun yfir verkið og fela borgarstjóra að leita láns. Fisksölumálið. Borgarstj. gat þess, að nokkuð væri síðan að bæjarstjórnin hefði skipað nefnd til að koma fram með tillögur um fisksölu í bænum og hefði hún nú komið fram með til- lögur sínar í reglugerðarformi. Var samþykt að fresta málinu til næsta fundar. Grasvellir. Hjeðinn Valdimarsson kvað hafa minst, á það á síðasta fundi, að nauðsynlegt væri að bærinn tæki til almenningsnota grasvelli einhvers- staðar í nánd við bæinn, og lagði til að kosin væri S manna nefnd í málið. Var það samþykt. í nefnd- ina voru kosnir: H. Valdemarsson, 0. Claessen og Þ. 'Bjarnason. Lögreglan og vinið. í sambandi við grasvellina kvaðst Þórður Sveinsson ætla að spvrjast fyrir um þau ummæli, sem eitt blaðið hefði flutt fyrir nokkru, að einn lögregluþjónninn hefði verið leiddur ölvaður um götur bæjarins, hvort þau væru sönn eða hvort nokkuð væri eftir því grenslast hvort þetta væri satt. En ef það væri, þá væri þetta svo alvarlegt mál, og það þyrfti rannsóknar við. Hið sama væri að segja um þá ó- svinnu.að láta bifreiðarstjóra hald- ast uppi með það að keyra þó þeir sæjust fullir hvað eftir annað. Af slíkum manni ætti að taka ökuleyf- ið. Það væri hneyksli að blöðin gætu um þetta aðeins, og svo væri alt látið lognast út af. Tóku undir það P. Halldórsson og Þórður Bjarnasbn. Væri hægast fyrir lög- regluna að reka af sjer þetta ámæli ef ekki væri satt. Gunnl. Claessen kvað það algengt, að þegar að- finslur kæmu í garð lögreglunnar, þá væri venjulega átt við lögreglu- þjónana, en að sínu áliti þá væri þetta miklu fremur að kenna lög- reglustjórninni: lögreglustjóranum, fulltrúanum og yfirlögregluþjón- inum. Lögregluþjónarnir mundu Vera fullkomlega hæfir í sitt starf, en það væri engin stjórn á þeim. Lögreglustjórnin sæist aldrei til þess að stjórna lögreglunni, og til bennar ætti að benda þeim á.sökun- nm, sem nú væri allajafna stefnt að lögregluþjónunum. Guöm. Ás- björnsson mótmælti því að aðfinsl- unum væri venjulegast beint til lögregluþjónanna. Kvaðst hann fyr- ir sitt leyti ekki taka undir það, því sín skoðun væri það, að henni væri illa stjórnað, og því hefði hann altaf verið á móti fjölgun lög- regluþjónanna, — það þyrfti að byrja að ofan á umbótunum. í sam- bandi við þetta mál kom Þ. Sveins- son fram með þá tillögu, að bæjar- stjórnin skoraði- á lögreglustjóra að láta rannsaka hvort þau um- mæli Alþbl. væru sönn, að einn lögregluþjónanna hefði sjest öívað- ur á almannafæri. Viðbótartill. kom frá Þ. Bjarnasyni að skorað væri. á lögreglustjóra að gera ráðstaf- anir til þess að svifta þá bifreiðar- atjóra keyrsluleyfi, sem staðnir væru að því að vera ölvaðir við starf sitt. Voru báðar till. samþ. með samhlj. atkvæðum. -----------o---------- Kaupþingið er opið í dag kl. lý2 til 3. Kvikmyndaleikurinn. Ensku kvik- myndaleikararnir bafa verið að starfa alla þessa viku. Mánudaginn og þriðju daginn voru þeir í Hafnarfirði og toku þar mikið af myndum, bæði við hús Ólafs Davíðssonar kaupmamts og við kirkjuna, brúðarfylgd Þóru o. fl. Tvo isíðustu daga hefir verið leikið inn hjá Hjeðinshöfða og hjer í bæn- um við Landsbankann og víðar. t dag verður enn kvikmyndað hjer í bænum og haldið til Þingvalla ein- laern næstu daga. Eftir helgina verða að öllu forfallalausu teknar myndir þær, er sýna rjettjrnar á Þingvöllum og austoðar við þær myndir eitthvað af ídensku fólki. Hjónaefni. Ungfrú Soffía Björns- dóttir og Helgi Pjeturssoon verslun- armaður hafa birt rúlofun sína. Bifreiðarslys varð í fyrrakvöld hjer Var bifreið ein, eign Gísla J. John- sen konsúls að koma imnan frá Ár- bæ af fagnaði verslunarmanna og í henni, auk bifreiðarstjórans, Gunnars Jónssonar þrjár stúlkur og einn karlmaður. Á veginum stóð bifreið, sem laskast hafði fyr um daginn og kvaðst bifreiðarstjórinn ekki hafa sjeð hana fyr en hann var kominn nærri og varð því að snarbeyja til hliðar á veginum til þess að kon-.ast iframhja. En það nægði ekki til og bifreiðarnar snertust. Við það mun bifreiðarstjorinn hafa mist stjómina á bifreiðinni og rann hún þvert út af veginum og stakst framparturinn ofan í skurðinn. Bifreiðin var lokuð og fólkið kastaðist út í rúðumar er bifreiðin staðnæmdist, og brotnuðu þær og skarst fólkið mjög. Bifreiðar- stjórinn hefir sennilega meiðst mikið innvortis, ein stúlkan fjekk mikinn áverka á höfði og misti eyrað, önnur skarst mikið í andliti og liggja þau pem hjer að framan eru talin, all- þungt haldin. Þriðja stúlkan í bif- reiðinni marðist allmikið en hefir ferlivist og karlmaðurinn, sem var farþegi í bifreiðinni skarst nokkuð á höndum. Ljosberinn hóf göngu sína 6. ágúst í fyrra sumar. Núna á morgun, 5. ágúst, kemur vanalegt tölublað, og þar að auki mjög fallegt afmælisblað, 8 síður, sem verður mörgum kvrkom- inn gestur. Og verða blöðin seld í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.