Morgunblaðið - 24.08.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.1922, Blaðsíða 3
MUKQUNBLABll bændur sína. En þá heföi ekki verið annars kostur en skella, úr þeim tennurnar með naglbít eða þá í öðru lagi að „slá þá af“. Þess má geta, af því það skýrir málið enn betur, að þessi sami maSur kom að síðustu fram með þá tillögu að hætt væri að gefa „Tímann“ íit. Menn skilja sjálfsagt, að hjer er átt við árásir „Tímans“ (Jón- asar) á Pjetur heitinn Jónsson at- vimiumálaráðherra, sem vitanlega var einn eigandi „Tímans“. — Jónas er hjer sjerkendur af ein- um eiganda blaðsins sem óþarfur varðhundur. Og ekki nóg með þaS. Það er ennfremur gefið í skyn, að þessi varðhundur sje tek- inn að gerast svo grimmur, að hann sje farinn að leggjast á eiganda sinn eða húsbónda. Á tvær leiðir bendir ræðumaður til jiess að gera hann óskaðlegan — annaðhvort að tannskella hann með naglbít eða slá harin hrein- lega af. Þannig hljóöar yfirlýs- ing þessa eigenda „Tímans um starf Jónasar. Nánari lýsing. Aðra hnútu send- ir Jónas, sem jeg verð að fara nokkrum orðum um. Hann gerir tilraun til að einkenna skáldskap minn og aðra hæfileika mína. Það sem hann segir um skáld- skapinn er ekkert annað en tugga út úr öðrum, sem hann gleypir athugunar- og rannsóknarlaust, Su fiæðsla, sem hann veitir um mig að öðru leyti, er jafn villandi. En fyrir þessar tilraunir hans til lýsingar á mjer verður hann vita- skuld að fá aðra á sjer. Og vill svo vel til, að sú lýsing er fyrir hendi og hefir lengi verið, þó hún hafi ekki verið birt vegna þess, að Jónas baðst friðar og griða. En nú hefir hann brotið af sjer þau grið. Auknefnin. í fari Jónasar hefir ýmislegt birtst, sem orðið hefir til þess, að almenningur hjer á landi hefir gefið Ehonum nokkur auknefni. Hann hefir svo sem kunnugt er ýmist verið nefndur t jaldabaksmaðurinn, kafbaturinn eða moldvarpan. Og eitt auknefn- i-; var honum gefið á einum lands- kjörslistanum, en það getur ekki birtst á prent.i. Hjer Rkal ekkert um það dæmt, hvort hann á öll þessi auknefni með rjettu. En óskiljanlegt er, að menn hafi ver- ið svo örlátir í nafngjöfum sín- um, ef hann hefir á engan hátt til þeirra unnið. Og út frá þeim Acrður að skýra skapferli manns- ins og starfsemi að sínu leyti eins og nútíðarmenn verða aS hugsa sjer útlit og einkenni for- feðra vorra af þeim auknefnum sem þeim vorn gefin af sam- tíðarmönnunum. iEitt vel jgefið nafn getur varpað skýrandi ljósi yfir þann, sem fær það. A’llir vita, að það eru einkenni kafbátsins, að hann fer að mestu leyíi undir yfirborði sjávar, leyn- ist og læðist og' leggur skipin á hol án þess nokkurri vörn vei'ði við komið. Hann vinnur sín hermdarverk í myrkrinu og þögn- inni, svíkst að óvinunum. Enginn veit hvar hann er eða hvar hop- um muni skjóta upp næst. Einhverja líkingu hlýtur al- menningsálitið að hafa fundið með Jónasi og kafbátnum þegar það gaf honum kafbátsnafnið. ÞaS mætti hugsa sjer, að mönnum hefði fundist bardagaaðferð mamisins minna á háttalag þessa illræmda undirheimafara. Eftir því ætti Jónas að starfa þannig, að yfir honum væri jafnan ein- liver hula. í þeirri starfsaðferð birtist hvorki dirfska, hreinskilni nje karlmenskuhugur. Hann gæti ef til vill tekið sjer í munn orð Ibsens: „Andsigt til Andsigt har jeg aldrig' været en modig Mand“. Að sama brunni ber, ef reynt er að skýra moldvörpunafnið. Það ’ dýr er, eins og allir vita, ekki j sjerlega ljóselskt. Hún grefur í myrkrinu, kemur ekki upp á yfirboröið. Þar er líkingin með henni og kafbátnum. Og í því á hún sammerkt við starfsaðferð tjaldahaksmannsins. Eiginleikarnir. Ef nöfnin lýsa rjett sjereinkennum Jónasar, þá1 eru þau sjereinkenní vel Jallin \ ti! að ryðja honum braut til vegs ' oo valda í sjúku þjóðf jelagi, þeg-1 ai þeim er beitt með nógu mik- illi einbeitni og lægni. Kafbáts- náttúran er sigursæl. En þessir j sömu eiginleikar gera hann ófær- j an ■ til þess að vera einn þeirra • manna, sem hafa örlögsíma lands! og lýðs í höndum sjer. Þar er tjaldabáks-eðlið og moldvörpuað- ferðin eitur. En það eitur hefir. nú dropið um hríð yfir íslenska þjóð, og á senniiega eftir að gera onn. Því eðlinu afneita fáir. — Jónas bið jeg engrar afsölí!- j unar, þó jeg heilsi honum ný-' kjörnum á þing með þessari grein.1 Ilún hefir sjálf rjettmæti sitt í! sier fólgið. Og hann hefir gefið tilefnið til hennar. J. B. tirs annars lista, og ennfremur að hinn nýkjömi fulltrúi vor verði að svo stöddu talinn til nokkurs sjerstaks flokks, sem nú er uppi í landinu. Konur hafa nægilega; mörg sjermál, sem þær vilja beit- j ast fyrir, til þess að halda póli- tiskri sjerstöðu, og munu ekki á sínum tíma leita kosningasam- bands eða fylgis hjá öðrum flokki eða flokkum en þeim, sem vilja styðja að framgangi og sigri þeirra mála, sem þær bera sjer- staklega fyrir brjósti. Reykjavík 23. ágúst 1922. Guðrún Pjetursdóttir. Steinunn Hj. Bjarnason. Mótmæli þessi eru gersamlega óþörf. Morgunblaðiö hefir talið C-lista-kjósendur yfirleitt andvíga stefnu A eða B í verslunarmálum, en hins vegar hvergi talið full- trúa listáns til ákveðins stjórn- m álaflokks. Ritstj. Fræg kuikmynd ei það, sem Nýja Bíó sýnir nú þessa dagana. Er hún samin af Eric von Stroheim og hefir liann sjálfur sagt fyrir um leikinn. Stroheim hefir aðeins gert þrjár myndir, en í hvert skifti hefir hann vakið athygli alheims á sjer fyrir frumleik og vandvirkni. — Fvrsta mynd hans var „Freistar- inn“, sem sýnd var í Nýja Bíó í fyrra, og er enginn efi á því, að allir, sem hafa s.jeð hana, muna enn eftir henni. Það er nefnilega aðaleinkenni mynda Stroheims, að þær læsa sig inn í hug manna og hverfa ekki þaðan aftur. Þessi mynd fjallar um samskonar ofni og hin, en_ gerist í París, þess- um glæsilga freistinganna stað. Með efnið er snildarlega farið og úr smáatriðum ofinn tilkomu- mikill og hrífandi sögulþráður, laus við öfgar. Mynd þessi hefh umtal eigi síður en „Freist^rinn' ‘ og dómarnir eru að vísu mis- jafnir um það hvað efnið sje vel valið. Sumir hafa hneikslasf á myndinni. En öllum ber saman um það, að í henni sje skáld- skapur, sem njótj sín fyllilega hjá leikendunum og í meðferð þeirra á hlutverkum sínum. Mótmæli. Út af ummælum Morgunblaðs- ins í dag í greininni Landskosn- ingin mótmælum við umboðsmenn C-listans því eindregið, að at- kvæði þess lista sjeu talin saman við atkvæði D-listans eða nokk- Nýlega hefir verið sagt.frá því^ að loftskeytastöð hafi byrjað starfrækslu sína í Frakklaridi, er sje fjórum sinnum aflmeiri en nokkur stöð, er verið hefir til í heiminum áSur, og er henni ætl- að að geta skifst skeytum á við allar stöðvar sömu gerðar, hvar sem er í heiminum, Englendiúgar hafa mikinn hug á því að endurbæta þráðlaust sam- band milli allra landa bretska rík isins og virðist málið nú að kom- ast / framkvæmd.' 1 mörg ár hef- iv mikið verið þingað nm þetta, en framkvæmdir ávalt dregist. En á þessum thna hafa framfarirnar í loftskeytasendingum aukist svo mjög, að á'ætlanirnar, sem stjórn- in hefir látið gera hafa altaf ónýtst og' orðið úreltar áður en varði. Fyrst var gert ráð fyrir, a'ð hver stöðin tæki við af annari og flytti símskeyti til Indlands, Ástralíu, Suður-Afríku o. s. frv- En nú er þetta óþarfi. Það þykir einfaldast að reisa eina aflmikla stöð í Englandi, er sendi skeyti beina leið til Indlands, Ástralíu, Egyptalands, Kap, Canada og ann ara staða; með því móti verður afgreiðslan fljótust og reksturinn miklu ódýrari. Og talið er víst, | eí dæma skal eftir því hve miklar | framfarir verða mánaðarlega á loftskeytasendingum, að um það i bil og þessar stöðvar eru komnar upp, verði hægt að breyta þeim með litlum tilkostnaði þannig að þær geti sent myndir sín á milli og’ a« hægt verði að tala þráðlaust á milli þeirra. Áður var gert ráð fyrir að stöðv arnar yrðu reistar með 2000 metra millibili en nú valda miklar fjar- lægðir engum tálmunum, og stöðv- : arnar verða hafðar færri og afl- I meiri. Sterkasta stöðin í þessu : firðtalsneti verður reist í Eng- | landi og verður hún með aflmestu j stöðvum í heimi — 240 kílówatta. ! Fyrst í stað verða svo reistar f jór j ar sambandsstöSvar við þessa stöð. I Indlandi, Egyptalandi, Suður- Afríku og Ástralíu. Er gert ráð fyrir að með þessum stöðvum verði hægt að afgreiða um 10 miljón orð á ári. Og þegar skifti- stöðvum verður bætt við getur orðafjöldinn hækkað upp í 20—30 miljón á ári. Skiftistöðvarnar eru einkanlega gerðar til þess að gera þaft kleift að halda sambandinu allan sólarhringinn, því á mjög löngum fjarlægðum er enn erfitt að halda sambandi í hvernig lofts- lagi sem er. Ástralir vilja fyrir hvern mun fá samband er hægt sje að starfrækja dag’ og nótt, en tiJ þess að svo verði er nauðsyn- legt að koma upp millistöðvum. Búist rir við að þetta kerfi alt verði ekki komið í fult lag fyr en eftir 3 ár- Dánarfregn. A Holmavík l.jetst 7. ágúst frú Sigurborg Benediktsdóttir, kona Sigurjóns SigurSssonar verslun- arstjóra. Hún var 31 árs að aldri. Maður hverfur. Fyrir fáum dögum h\arf maður á Akureyri, Sigtryggur Sigurjónsson að nafni. Hefir hanu lengi veriÖ póstur frá Akureyri út SvalbarSsströndina austan Eyjafjarð- ar. Hans var saknað frá heimili hans a‘8 nóttu til, og hefir verið leitað í 2 daga, en árangurslaust. petta er þriöji maðurinn, sem hverfur úr sömu götunni á Akureyri, Brekkugötu. — Einn þeirra hefir fundist, Beebensen khrðskeri. Gengi erl. myníar. 23. ágúst. Kaupmannahöfn. Sterlingspund . . .... . . 20.72 Dollar Mörk 0.34 Sænskar krónur .. . . . . 123.10 Norskar krónur .. .. . . 80.20 Franskir frankar .. . . Svissneskir frankar . . .. 88.40 Lírur .. 21.00 Pesetar . . 72.50 Gyllini . . 180.40 Reykjavík. Sterlingspund . . 25.60 Danskar krónur .. .. .. 123.55 Sænskar krónur .. . . . . 154.69 Norskar krónur .. . . . . 101.45 Dollar ’ 5.84 fÍEÍmanmundurinn -= DA6BÖI Gamálmennahœlið. Gjaldkeri Sam- verjans fjekk skeyti í gær frá einnm farþega á Gullfossi, þar sem segir frá því, aö faíþegar á skipinu hafi skotið saman 350 krónum til fvrir- hugaðs gamalmennahælis hjer í Reykja vík. Maður einn hjer í bænmn hefir einnig ótilkvaddur lofað því að styrkja þetta fyrirtæki með 500 króna fram- lagi á ári, svo lengi sem ástæður hans leyfi. Má telja þetta hvorttveggja vott um góðar undirtektir framvegis. þegar farið verður að leita til al- mennings um stuðning til þessa þarfa fyrirtækis. Neumann skipstjóri á þýsku brenni- vínsskútunni, sem dæmdur var nýjega í undirrjetti fyrir tilraun til vínsmygl unar, liefir tjáð, að hann muni sætta sig við dóm undirrjettar og er hann þegar farinn að úttaka hegnii.guna. Skemtiför sú, sem Templarar ætl- uðu að fara inn í Viðey á- sunnudag- inn var, en fórst þá fvrir vegna ill- \iðris, verður farin nú á sunnudaginn, cf veður leyfir. porsteinn Gislason ritstjóri brá sjei' norður á Siglufjörð og Akureyri með Lagarfossi í gær. Býst hann við að koma aftur með Gullfossi. Hljómleika h.jeldu þeir nýlega í kirkjunum á Eyrarbakka og Stokks- eyri bræðurnir Eggert Stefánsson og S.gvaldi Kaldalóns. Var aðsóknin all- mikil á báðum stöðunum, þrátt fyrir ^ vonskuveður, og Ijetu áhevrendur mjög vel af skemtuninni. Eggert Stefáns- j son er nú að undirbúa hljómleika hjer, meðal annars ýms lög, sem ekki j hafa verið sungin h.jer áður. Gullfoss mun ekki hafa komiö til i Isafjarðar fyr en í gærkveldi. Ville- moes var þar fyrir og beið eftir hon- , um, og mun því ekki fara frá ísa- fnði fyr eu í dag. Jeg sárkendi í brjóst um hana, það segi jeg þjer satt, en jeg gat samt ekki farið að gera mig að lygara fyrir það. Og hvað gat jeg líka gert til að hugga og hug- hreysta hana ? — Það stendur þó líklega ekki í mínu valdi að gera þann glæp ódrýgðan, sem faðir hennar di ýgði. — Það er best faðir minn, að við sjeum ekki að þrátta um þau málefrii, sem við vitum að við aldrei höfum sömu skoðun á. Hver og einn verður að fara eftir því, sem samviska hans býður honum. En jeg vonast til að þú sjert svo sanngjarn að álíta að jeg hafi líka þenna rjett sem þú heimtar handa sjálfum þjer, án þess að taka minsta tillit til ann- ara. — Hvenær hefi jeg rej-nt til að ræna þig þessum rjetti ? — En jeg skil ekki. — ' Jeg sagði þjer áðan að nokkr ix ■ auðmenn, hefðu vegna þess sem jeg hafði skrifað um rann- sóknir mínar og álit það, sem jeg hafði á námulandinu í Samlo fyrir tveimur árum — boðið mjer að standa fyrir verklegri fram- kværnd fyrirtækisins, undir eins og það hepnaðist þeirn að ná í eignirnar á uppboðinu. Jeg sagði þjer líka að jeg væri staðráðiim í að hafna þessu tilboði. En nú hefir mjer snúist hugur. — Það var f 1 jót breyting! og hvernig' stendur á henni? spurði Ellhofen hissa. — Þannig stendur á henni, að á síðustu hálfu klukkustundinni hefi jeg lært af þjer, að heiðar- legur maður getur alls rkki geng- ið aðra braut, en oraut sannleik- ans og rjettlætisins — alt sem leiðir hann, nokkurt spor útaf þeirri braut verður að víkja —• þannig hefi jeg skilið þig. Ellhofen beygði höfuðið til sam- þykkis. — Þú hefir skilið mig alveg rjett. — Jeg hikaði mjer áðan við að segja þjer orsökina til þess að jeg vildi.ekki taka stöðunni, en nú þegar jeg er búinn að heyra hverjar skoðanif þínar um slíka hluti eru, og hve óhugsandi er að þær geti breytst, er mjer sama þó jeg segi þjer hana. — Árásir þínar á Breitenbach og fyrirtæki hans, hafa orðið til þess að „Sameinaða málmbræðslu- og námafjelagið“, hefir orðið gjald- þrota, sem annars hefði verið hægðarleikur að koma í veg fyrir — eftir því sem jeg get komist næst er enginn vafi á því. Nú leiðir aftur að nokkru leyti af þessu gjaldþroti að jeg fæ þessa ágætlega launuðu stöðu, sem jeg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.