Morgunblaðið - 30.08.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1922, Blaðsíða 3
 tsvsssaaxxstrszss Þýski herinn. Bandamenn ljetu það mjög í veðri vaka á ófriðarárunum, að markmið þeirra væri það, að út- rýma hernaðarandanum þýska. — I\ann væri sá vágestur, sem stæði varanlegum friði í Evrópu fyrir þrifum, og enginn væri óhultur fyr en gengið væri mil'li bols og höfuðs á honum. Tilganginum varð náð. Þýski herinn er úr sögunni og méiri hluti Þjóðverja hefir sannfærst i'm, að gæfa Þýskalands í fram- tíðinni, er ekki undir vopnum komin. En Róm var ekki bygð á einum degi og enn er í Þýska- landi flokkur manna, sem eigi hefir viljað sannfærast um að Þjóðverjar get| lifað öðruvísi en sem herveldi. Þessum mönnum hefir aukist gengi síðustu mán- uðina, hernaðarandinn færst í auk- ana á ný, og þó undarlegt megi virðast, hafa þeir fengið segla- hyr sinn frá bandamönnum, Svo mjög, hefir kosti stjórnarinn.ar cg stuðningsflokka hennar verið þröngvað, að hún hefir átt erfitt með að verja friðarstefnu sína gagnvart íhaldsmönnunum, sem ihafa notað sjer hina slæmu að- stöðu stjórnarinnar til þess að æsa þjóðina gegn henni og telja almienningi trú um, að stefna hennar leiddi til glötunar Þýska- lands og að hermenska væri eina lífsvonin. Samkvæmt (friðarsamningunum mega Þjóðverjar ekki hafa nema 100,000 manna her, landvarnarlið svo kallað, og er það hlutverk þess að halda uppi reglu, ef lög- reglan nægir ekki til. Liði þessu er skift í þrjár hersveitir, sem svo aftur »kiftast í undirflokka eftir líkum reglum og áður giltu í þýska hernum. En þó þýski herinn sje fámenn- ur í dag, er hann hinsvegar sá besti her sem til er í heiminum, að tiltölu við fólksfjölda. Hann er ekki skylduher, heldur mála- her, eins og t. d. í Englandi. Eftir ófriðarlokin- og stjórnar- byltinguna, þegar herinn leystist upp, söfnuðust ýmsir bestu menn hans í sjálfboðaliðssveitir er buðu stjórninni þjónustu sína; voru í hópi þeirra margir liðsforingjar, sem gerðust óbreyttir liðsmenn í nýja hernum. Þegar mest kvað að yfirgangi kommunista í Þýska- landj kom stjórnin, eða rjettara sagt hermálaráðherra hennar, Noske, skipulagi á liðsveitir þess- ar, sem, eftir það voru kallaðar Noske-liðið, og má fullyrða að þessi her hafi bjargað Þýska- landi frá 'gagnbyltingu. Var all- Ur þessi her, samtals 250,000 manns, gerður að landvarnarliði, og fekipulagið var mjög líkt og verið hafði í gamla liernum. Gekk svo þangað til 1920. Bandamenn ljetu ekki af kröfu sinni um fækkun herliðsins niður í 100,000 manns, og stjórnin varð að láta undan. Voru þá 100,000 bestu mennirnir úr hersveitunum valdir Úr og þessir menn mynda enn, með litlum breytingum, her Þýskalands. Má af þessu marka, að liðið mun vera þrautvalið. Margar sögur ganga um það að Þýskaland hafi mikinn „hulinn her“, sem ávalt sje hægt að grípa til ef á þurfi að halda. Sögur þessar hafa fengið byr í seglin við það, að öðru hverju finnast fólgnar vopnabirgðir og skotfæri. Hafa bandamenn sjerstaka eftir- litsmenn í Þýskalandi til þess að komast fyrir óleyfilega vopna- geymslu. Jafnan hefir það komið á daginn, að stjórnin þýska hefir ekkert vitað um leyndu vopnin. Það eru fylgismenn gömlu stjórn- arinnar, sem enn hyggja á hefnd- ir- — ------•----- Erl. símtregmr frá frjettaritam Morctmblaðelm. Khöfn 28. ág. Samvinna nýju ríkjamna. Simað er frá Marienbad að bandalagið milli Jugoslavíu og Tjekkóslóvakíu hafi verið frarn- lengt og aukið við það ýmsum samningsatriðum, þannig að það nær nú einnig til fjárhags og viðskiftamála. f o Framtíð Austurríkis. Símað er frá París, að franska stjórnin hafi krafist þess, að al- þjóða sambandið komi fram með tillögur sínar um framtíð Aust- urríkis fyrir 1. september með því að kanslarinn í Austurríki óski að fá að vita um, hvað stór- veldin ætli sjer að gera Austur- ríki viðvíkjandi, fyrir 15. sept. Bannið í Svíþjóð. Bannatkvæðagreiðslan í Svíþjóð hófst í gær (27. ágúst). Símfregn- ir frá Stokkhólmi segja, að frá því snemma morguns hafi verið straumur kjósenda að kjörstöðun- um um alt land, og þátttakan meiri en dæmi hafa vferið til um nokkrar politískar kosningar. Um 2,800.000 hafa atkvæðisrjett. Upp- talning atkvæða er byrjuð og hafa verið talin 280.000 atkvæði gegn banninu en 123,000 atkv. með því. Khöfn 29. ágúst. EftirmaSur Cóllins. Símað er frá London, að Willi- am Cosgrave hafi verið kjörinn til þess að gegna forsetastörfum í írlandi fyrst um sinn. Daginn sem Michael Collins var jarðaður lá öll vinna niðri allan daginn og sorgarathafnir íóru fram í öllum kirkjum ítska frí- ríkisins. Bannið felt í Svíþjóð? Símað er frá Stokkhólmi að af atkvæðum þeim um bannið, sem upp hafi verið lesin, hafi 937,423 verið greidd gegn banni en 897,521 með. Enn vantar at- kvæði úr fáeinum kjördæmum, en eigi er álitið að þau geti breytt úrslitunum. Poringjar bannmanna álíta atkvæðagreiðsluna tapaða. Skaðaíbœturnar. Símað er frá Berlín, að skaða- bótanefnd bandamanna hafi boðið þýsku stjóminni að senda fulltrúa til París til þess að semja um gjaldfrestbeiðnina. Hefir þetta orðið þess valdandi, að alt geng- ií hefir fallið hraðara en áður (?) í Kauphöllinni í Berlín. HermáK Rússa. Áður hefir verið hjer í blaðinU sagt frá málaleitun þeirri, sem fram kom í vor af hálfu sovjet- stjórnarinnar til stjórnar granna- ríkja Rússlands, um takmörkun vígbúnaðar. Er vitanlegt að víg- búnaður Rússa er ríkinu gersam- lega um megn og að nauðsyn ber til að dregið verði úr honum. En það vill stjórnin ógjaman gera nema grannaríkin fari eins að. Á dögum keisaradæmisins, þeg- ar mannfjöldi Rússlands var tal- inn yfir 150 miljónir, var herinn að jafnaði 800-900 þúsund manns. Nú er íbúatala Rússlands áætluð 130 miljónir, og þegar litið er á, að ástandið er þannig í sumum hjeruðum Rússlands, að þau geta ekkert lagt til hersins af fólki eða fje, þarf ekki að telja tölu þeirra manna, sem að hernum standa meira en 100 miljónir. En samt er herinn nú 1.500.000 manns samkvæmt umsögn stjórnarblað- anna rússnesku. Sömu blöð segja frá því, að auk þessa hafi fjöldi ungra manna fengið hermannamentun, svo að ríkið geti hvenær sem með þarf kallað saman öflugt varalið. Pólsk ir hermálafræðingar telja þetta varalið vera um hálfa miljón, og hafi það stórskotáliðssveitir og fluglið, en sje að öðru leyti illa búið að vopnum, og hafi enga einkennisbúninga. 1 vor tók sovjet-stjórnin að fækka herliðinu og samkvæmt op- inberum skýrslum á fasti herinn að vera kominn niður í 820.000 í haust. Óbreyttu liðsmennirnir í hemum verða nálega allir á aldr- inum 19,—20 ára, en æðri fyrirlið- arnir flestir svo fullorðnir, að þeir hafia á sínum tíma tekið þátt i japanska ófriðnum. Þó grannalönd Rússa sjeu öll lögð saman, verður íbúatala þeirra samt svo miklu minni en Rúss- lands, að sovjet-stjórnin getur fækkað her sínum allmikið enn, án þess að eiga á hættu árásir frá þeim. En þó er vert að gæta að því, að rauði herinn er naum- ast sambærilegur við óþreytt og ve'lbúið herlið, svo að höfðatalan ein er vafasamur mælikvarði. --------o--------- Gengi erl. myntar. 29. ágúst. Kaupmannahöfn: Sterlingspund.......... .. 20,77 Dollar...................4,66 V2 Mörk....................... 0,35 Sænskar krónur..........123,00 Norskar krónur.......... 78,65 Franskir frankar......... 36,00 Svissneskir frankar....... 88,70 Lírur..................... 20,65 Pesetar................... 72,40 Gyllini...................181,35 Reykjavík: Sterlingspund............. 25,60 Danskar krónur..........123,43 Sænskar krónur..........155,29 Norskar krónur............ 99,59 Dollar..................... 5,85 SUSliðl’ ÍkiÍF 1 liFII. Ameríkumenn eru sú þjóð heims ins, sem framleiða mest af kvik- myndum og þeim þykir 'hafa tek- ist að gera kvikmyndir sínar svo vel úr garði, að þær iþykja bestar allra á heimsmarkaðinum. Heinia fyrir hjá þeim sjást varla nema innlendar kvikmyndir — einstaka útlendar myndir eru að vísu sýnd- ar þar á kvikmyndahúsum, en þá oftast nær eigi asinars getið á myndaskránni en þær sjeu inn- lendar, og persónunum í mynd- inni gefin ensk nöfn, ef um nú- tímamynd hefir verið að ræða. — Frægar þýskar myndir, svo sem „Madame Dubarry" og „Anna Boleyn“ hafa verið sýndar og fengið mikið lof í Ameríku, en al- menningur hefir verið leyndur því, að þær væru þýskar. Það þykir því nýlundu sæta, að sænsk mynd 'hefir verið sýnd á einu af stærstu kvikmyndahúsum New York í sumar og fengið að halda sínu rjetta þjóðerni. Mynd þessi hefir vakið svo fádæma mikla athygli, að eigi hefir verið rætt eða ritað meira um neina , kvik- mynd aðra, sem sýnd hefir verið í New York á þessu ári. Er mynd- in kunn íslenskum kvikmyndagest- um, því það er „Körkarlen“ eftir Selmu Lagerlöf, sem hjer á hlut að máli, og er kölluð „The Stroke of Midnight" á ensku. Nafnið Yietor Seastrom blasir við á raf- ljósaauglýsingum og blöðin hafa ekki orð til að lýsa snild hans, sem leikstjóra og leikanda. Blaðið „The World“ segir, að aldrei hafi sjest betri leikur á kvikmynda- húsum Ameríku, og að kvikmýnda list Ameríkumanna mundi batna um þriðjung ef þeir fengju einn Sjöström. Hann sje mestur kvik- myndasnillingur í heiminum. Er þetta bókstaflega í fyrsta skifti sem erlendir leikendur hafa feng- ið fulla viðurkenningu amerískra blaða og almennings. Áður hafði sænsk kvikmynd fengið viðurkenn ingu sjerfræðinga í kvikmyndalist, nefnilega Sigrún á Sunnuhvoli, sem fekk fyrstu verðlaun á kvik- myndasamkepni í Bandaríkjunum fyrir nokkru. Victor Sjöström hefir nú í sumar unnið að því að kvik- mynda verkefni, sem ekki er norrænt. Er hann um þessar mund ir að kvikmynda skáldsöguna „La maison cernée“ (Umkringda hús- ið) eftir franska höfundinn Pierre Frondaie. Er hún leikin sumpart í Englandi og sumpart í Svíþjóð, og aðalhlutverkið leikur ein af frægustu ' kvikmyndaleikkonum Breta, Maggie A'lbanesi. -= DA6B0K. =- Bogi Th. Melsteð dvelur í sumar suður ó Pýskalandi sjer til heilsu- botar. Af því að hann fær sífelt ýmiskonar bónarbrjef frá löndum sín- um hjer heima, ræður hann þeim, sem vilja fá eyðublöð undir umsóknir til þess að ganga á kennaraskólann í Kaupmannahöfn eða á aðra skóla í Danmörku, og fá styrk til þess, að snúa sjer til sendiherra íslands í Kaupmannahöfn. Til hans er og best að leita í öllum fjármálum. peim sem vilja fá vist eða samastað í Danmörku, ræður Bogi Melsteð að leita til Dansk-íslandsk Samfund (Hol- bergsgade 4, Khöfn), og þeim konum, sem vilja læra listiðnað, að snúa sjer til Finns Jónssonar prófessors, stm er í stjórn fjelags þess, er kensl- una veitir. Heilsa Boga Melsteðs er svo alvar- lega biluð, að hann varar menn við að leita nú til sín um aðstoð, þareð hann geti eigi svarað slíkum brjef- i;m. Hingað til hefir fólki, sem eng- an hefir átt að í Danmörku, verið mikil vorkunn að það hefir leitað til hans, því hjálpfýsi hans og óþreyt- andi greiðvikni er öllum kunn; en að gera það nú, þegar hann heilsu sinnar vegna verður að forðast alt umstang og áreynslu, væri altof mikil \ ónærgætni, enda óafsakanleg þegar hann hefir gefi ráð um það, hvert leita skuli. Garður. Næsta ár, 1923, eru 300 ór liðin síðan Garður eða Regensen í Kaupmannahöfn var reistur. Er hann öllum íslenskum stúdentum að góðu knnnur, og hafa margir þeirra búið þar í lengri eða skemri tíma. Á 300 ára afmæli Garðs á að gefa út stórt og vandað minningarrit um stofnun- ina með æfiágripi og myndum allra þeirra, sem þar hafa búið, eftir því, sem unt verður að hafa uppi á slíku nú. íslenska hlutann að þessu riti frá síðari árum hefir mag. Hallgrímur Hallgrímsson bókavörður verið beðinn að semja og einnig að safna til hans. Geta Garðbúar fvá því kringum 1895 og til þessa dags snúið sjer til hans með upplýsingar. Væri gott, að þeir vildu sem flestir gera það, svo sá hlutinn yrði sem best úr garði gerður, því margvíslegir erfiðleikar eru ann- ars á því að safna slíku saman. — Bókin á að koma út næsta sumar. Alþingismannshestur hálsbrotnar. —1 Um miðjan þennan mánuð var Ingólf- ur Bjamason alþingismaður á ferð á rauðum hesti er hann á, afbragðs- gæðing. Fjell hann undir honum, og tókst svo hrapalega til, að hann háls- brotnaði. GnUfoss fór í gær frá Akureyri til Húsavíkur. Er sú ráðstöfun gerð til þess, að hann mæti Goðafossi sem fyrst og geti tekið vörar þær, er hann á að flytja hingað. Frá Húsa- vík fer Gullfoss beina leið til Isa- fjarðar og þaðan til Stykkishólms og síðan hingað. Söngkonan þýska, dr. Helene Fernau hefir fengið hina bestu aðsókn að söngskemtunum sínum, enda verðsklud- ar hún það fremur flestum öðrum: Að upplestri hennar hefir eigi verið jafnmikil aðsókn og á málið sinn þátt í því. En það mun óhætt að fullyrða, að fólk hefir ágæt not upplesturs hennar, þó að eigi sje það vant nema bókmálinu, því framburður ung- frú Fernau er með afbrigðum skýr, og upplesturinn ósvikin list. Á sunnu- daginn skemti ungfrúin sjúklingun- um á Vífilsstöðum og líklega heldur hún einnig skemtun fyrir sjúklinga á Laugarnesspítala áður en hún fer. í kvöld gefst fólki tækifæri til að hlýða á hvorttveggja, söng hennar og upplestur, í Báruhúsinu og er víst, að þar verður ekkert sæti óskip- að. Ungfrú Fernau fer hjeðan með „Island“ til Vestmannaeyja á föstu- daginn, en þaðan fer hún til útlanda með „Gullfoss' ‘. Nýja Bio sýnir þessi kvöldin ágæta gamanmynd, sem kölluð er „Ötull blaðamaður“. Mun mönnum einkum hugleikið að sjá eina persónu í þess- ari mynd, drenginn Vesley Barry, sem áður hefir sjest í myndum hjer og á. mjög miklum vinsældum að fagna hjer sem annarstaðar. Leikur hans er afbragð og stendur í engu að baki leik hans í „Fóstra leggjalang“ og „Blaðadrengnum Dinty“, sem sýnt hefir verið áður í Nýja Bio. Matthías pórðarson flutti á sunnu- daginn fyrirlestur á pingvöllum fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.