Morgunblaðið - 14.09.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.09.1922, Blaðsíða 3
V$8G&£i 11 &.*•*» Nýkomnar vörur í Versl. Eöinborg: Alpakka skeiðar og gaflar á 1 kr. Teskeiðar 50 aura, Borðhnífar 1 kr. Hnífakassar kr. 1,45, Kolakörfur kr. 7,50. Peningabuðður úr skinni kr. 1,95. Borðskrubbur kr. 0,65. Pottaskrubbur kr. 0,25. Postulínsbollapör kr. 1,15, Postulíns- ðiskar kr. 1,15 og 1,25. Glas-assjettur kr. 0,55. Látúns-Katlarnir kr. 18,00, Hanðsápa kr. 0,15, Bollabakkar kr. 1,95. Ferðakistur — Vínglös Vatnsglös afar óðýr — Brauðhnífa.r kr. 9,75. Versl. ,Eöinborg‘. Sími 298. Hafnarstr. 14. sími 298. Eftir Margeir Jónsson. Frh. Merkileg eru orð Einars bróður Guö- mundar, við Ofeig, er hann segir Einari frá viStali þeirra: __„eigi veit ek hversu yðr ferr Eeykdælum — enn eftir ganga oss Eyfirðingum spár Guðmundar, bróör niíns' ‘. Eft- ir þessu að dæma hafa upphaflega veriö til fleiri sagnir um getspeki Guðmundar, en þær, er geymst hafa. Ejett er að benda á það, að Guð- mundur var draumaniaður mikill, e.ins og Einar á Þverá, er dreymdi uxqnn þann hinn skrautlega ganga um öll hús á Möðruvöllum, og detta svo dauðan niður. •— Þótt þekkjanlegar orsakir geti legið til hugboðs Þorsteins Kuggasonar um feigðarför Þorkels Eyjólfsson- ar, er svo að sjá sem hugboðs-' nhrifin sjeu undarlega sterk. Þeir skiljast, vinimir, og Þorkell legg- ur á djúpið, en Þorsteinn gengur heim, „ok er ókátr mjök“. Hann gengr til stofu ok biðr leggja undir höfuð sér, ok var svá gert. Griðkonan sá, at tárin runnu ofan á hægindit ór augum honum. En litlu síðar kom vindgnýr mikill á stofuna. Þá mælti Þorsteinn: „Þar megum vér heyra gnýja bana Þor- Jkels bónda!“ (Laxd. 238). Mjer finst sagan geta verið sönn. Feigð- arboðið gerir Þorstein svo eirðar- lausan og kvíðinn, að honum hrynja tár. Það var nýtt fyrir „hjón“ Þorsteins, að sjá hann, kappann og ójafnaðarhrottann, fella tár. Það er næstum óhugs- .andi að söguritarinn hefði sveipað Þorstein þessari viðkvæmnisblæju aiveg að ástæðulausu. Og álíka „grátleg“ dæmi eru afar sjaldgæf í íslendingasögunum. Og vil jeg þó ekki efast um, að undir víga- skrápnum hafi oft slegið viðkvæmt hj'arta. Þá munu margir kannast við hugboð Kvelfúlfs gamla. Hann var „forvitri", segir sagan. Sendi- menn Haralds hárfagra fá að heyra það hugboð Kveldúlfs, að þeir feðgar muni „ekki bera gæfu til þessa konungs". Og Þórólfi segir hann: „Ætla ek, að þær lybtir muni á verða, at vér mun- im aldurtila hljóta af þeim kon- ungi“ (Egils saga 11). Og að skiln aði þetta við Þórólf: „Er þat mitt hugboð at sjá verði fundr okkar enn síðasti, ok væri þat at sköpuðu fyrir aldrssakir, at þú lifðir lengr okkar, enn annan veg ætla ek at verði“. (Egilss. 47). Að vísu er þetta ákveðið og ljóst hugboð, en þó er ekki loku fyrir það skotið, að Kveldúlfur hafi „grunað konung um græskuna“, og þekt eitthvað til skaps hans. En ýmsir sóttu þó sæmdir til kon- ungs, er gengu honum viljugir á vald. Er mjer næst að halda, að þetta hafi lagst óskiljanlega fast í hug föðursins, er hann kvaddi eftirlætisbarnið sitt. Líklega herm- ir sagan þetta rjett, því Egils saga er talin með ábyggilegustu forn- sögum vorum. Geta verður hug- boðs Þórðar hræðu. Hann bjargar fyrst sveininum Eið af bátnum. Og segir þetta við Steingrím, bróð ur sinn, er þótti þetta kynlegt: „Því flutta ek Eið fyrstan, at mér segir svá hugr um, at mér verði at hinum unga manni mikit gagn ok hann muni gefa mér líf“. (Þórðars. hr. 12). En þessari sögn er þó illa treystandi. Sagan talin un<r og óáreiðanleg. Og jafnvel þótt Þórður hefði sagt þetta, gat hann hafa ályktað sem svo, að sonur Miðfjarðar-Skeggja mundi launa vel lífgjöfina, því tæplega yrði vandræðalaust milli þeirra Miðfjarðar-Skeggja, er var hjer- aðsríkur maður og óvæginn sem ymsir aðrir manndráparar á þeim timum. Svipað má segja um hug- boð Þorsteins Svarfaðar, er hann segir þetta við bróður sinn Ketil: „Grunur er mjer á at þú munir þetta eigi efna (þ. e. lofa Þor- steini að ráða) þá er mer þykkir mestu máli skifta“ (Svarfd. s 4). Þessi kafli sögunnar virðist yfir- leitt fremur ósennilegur. En Þor- steinn hefir verið vitur maður og kunnað deili á skapi Ketils, væri annars nokkuð hæft í þessu. — Einhver óljós grunur sýnist sveima í huga göfugmenninu Áskatli goða, þegar hann er að sækja konu Háls. „Nú fara þeir“, segir Reykddæla (bls. 51), þar til er þeir koma þar sem heitir Leyningsbakki, ok þá mælti Áskell, at þar vildi hann vera grafinn, þá er hann andaðist, ok þótti þar vera gott landslag“. Undarleg er sú „tilviljun“, ef Ás- kell hefir sagt þetta, einmitt á þeim stað, sem hann var moldu orpinn á heimleið þeirra fjelaga. Reykdælasaga ac álitin vel fom og áreiðanleg að efni. Og þetta gæti því vel verið satt. En Áskels var það von og vísa að finnast til um fegurð náttúrunnar, eins og GunnaU á Hlíðarenda eða Hall- steini Þengils syni á Höfða (Lnd. 1 161). Ummæli Þ. og O. Jeg las nýlega í Morgunblað- inu, í frjettum frá bæjarstjórn- arfundi, að sumir jafnaðarmenn- irnir í bæjarstjórn hefðu verið á þeim fundi all-þungorðir í garð núverandi forsætisráðherra. í sam- bandi við vínveitingaleyfin hjer í bæ. Sagt er að Þorvarður hafi talað um „kjarkleysi“ forsætis- ráðherrans en Ólafur um ,hræðslu‘ hans. Þetta kom mjer og mörg- um öðrum ókunnuglega fyrir. — Hjeldu menn, að meiri kærleikur væri þar á milli en ummæli þeirra Þ. og Ó., bera vott um. Allir vita, að jafnaðarmenn hafa stutt núverandi forsætisráð- herra dyggilega í valdasókn hans á síðari árum, og að þeir hafa látið svo sem þeir hefðu á hon- um traust mikið. Þeir voru t. d. manna ötulastir í því að afla honum fylgis, er hann bauð sig hjer fram til borgarstjóra síðast, þegar kosið var í það embætti. Þá ljetu þeir í veðri vaka, að bæjarbúum mundi í skaut falla „gull og grænir skógar“, ef hann yrði kosinn borgarstjóri, og mint- ust þá hvorki á „kjarkleysi“ nje „hræðslu". Exmfremur er það vit- anlegt, að þeir munu hafa stutt að því, að hann tæki við stjórn- artaumum þessa lands, og ekki hefir annað heyrst fram að þess- um tíma, en þeir sættu sig vel við stjórnarformUnninn nú og teldu hann skipa sitt rúm með sæmd. En hvemig stendur þá á þess- um sinnaskiftum og stóryrðum jáfnaðarmanna um þennan foma og nýja vin? Hvernig stendur á því, að þeir kveða upp úr með þessa óvæntu lýsingu á hon- um, eftir alt traustið, öll með- mælin og alt gumið og alla vin- áttuna ? Orsökin til sinnaskiftanna, kann nú að vera sú, að þeim hefir þótt ráðherrann daufheyrast við kröfum bæjarstjómarinnar í vín- veitingamálinu. En illkvitni hlýt- ur það að vera, að kenna „kjark- leysi' ‘ og „hræðslu' ‘ um slíkt. Og ekki er það sæmandi jafn- aðarmönnum að bregða háttsett- um vinum sínum um þá annmarka. Af þessum orðum bæjarfulltrú- anna má draga tvær ályktanir. Annað hvort hafa þeir aldrei trú- að því, sem þeir voru að segja um borgarstjóraefnið S. E. hjer éður, þegar þeir mæltu sem fast- ast fram með honum. Hann hefir ekkert breytst síðan. Eða þá, að þeir meina ekki það, sem þeir sögðu á bæjarstjómarfundinum. Annað hvort skiftið hljóta þeir að hafa talað þvert um huga sjer. En það er jafn leiðinlegt fyrir þá, hvort sem það hefir "erið fyrir nokkrum 1 árum eð^ nokkrum dögum. Ás. Rauða fiin sínaxandi sala er besti sönnunin fyrir ágæti hans. htadin Þakpappinn sem þjei* leitið að »Rokc'-Rauauhanc!ar-pappmn er þekt- ur ' um allan haim. Rann ar búinn til úr sterkum ug uandlaga garBum trafia- pappa, rannuættum í uatnsheldum teyjuefnalög, sem þnrnar ekki eBa gufar upp í huaBa loftslagi sem er. bagiB sem er utan á pappanum er afar-haldgott, úr ósuiknu jarBbiki, sem þolir sterkan sólarhita. »Rokc-pappinn þolir allar sýrur. Rauðuhandar-pappinn fæst aðeins f heildverslun Asgeirs Sigurðs Simi 300. Austurstræti 7. ona p. Simi 300. í 2. útgáfn, og kemur innan skams á bókamarkáðinn. Sögnr Rannveigar II, eftir Einar Kvaran, eru nú fullprentaðar og koma a'ö líkindmn á bókamarkaðinn í lok þessarar viku. Hafa margir spurt um framhald þeirra bókar. í síðari hlut- anum eru 3 sögur, eins og þeim fyrri, og stærðin álíka. Skýrsla hins almenna mentaskóla er nýkomin út. Er eftirtektarvert að bera saman skýrslur íþessarar elstu mentastofnunar þjóðarinnar fyr- ii’ nokkur síðustu ár; vöxtur skól- ans og útþensla er svo mikil, að furðu sætir. Aðeins einn bekkur skól- ans var óskiftur síðastliðinn vetur, fjórir tvískiftir og einn þrískiftur. Nemendur voru í byrjnn skólaársins 195, af þeim tóku 148 bekkjarpróf, 25 gagnfræðapróf og 17 stúdents- próf. Hafa þannig 190 nemendur tek- iö próf innanskóla á síðastliðnu vori. En auk þess gengu í vor 40 nem- endur inn í fyrsta bekk gagnfræða- deildarinnar, 24 utanskólanemendur tóku burtfararpróf gagnfræðadeildar og 12 utanskólanemendur tóku stú- dentspróf. f vor útskrifaði stærð- fræðideildin stúdenta í fyrsta skifti, voru þeir 5 talsins. Aðsókn að þess- ari deild hefir verið fremur lítil, það sem af er, í fyrravetur voru nemendur 5 í 6. bekk, 9 í 5. bekk og 8 í 4. bekk. Alls hefir nemendatala í hverjum bekk síðastliðinn vetur verið þessi: 1. bekkur 43, 2. bekkur 36, 3. bekkur 26, 4. bekkur 49, 5. bekkur 23, 6. bekkur 17. Gera má ráð fyrir að allmargir nýjir nem- endur taki inntökupróf í skólann eða komi frá Aknreyrarskólanum í haust, svo að nemendafjöldinn eykst senni- lega enn að mikluln mnn frá því, sem var í fyrrakdust. Hefir skól- inn tvöfaldað árlegan nemendafjölda sinn á liðugum áratug. kol, sem skipið flytur, nálægt 45# smálestir. / Maður druknar. Á „Björgvin“ bar það sorglega slys að böndum á laug- ardaginn var, að einn skipverjá tók út og druknaði. Var það ungur efn- ismaður, Þorgeir að nafni, sonur hjónanna í Eskihlíð, Guðrúnar Ás- geirsdóttur og Stefáns Rúnólfssonar. Borgarstjóri er Sigurður Jónsson kennari settur hjer í bænum, meS- an Knud Zimsen er í utanförinni, íshúsin. Mjög lítið er nú orðiB um ís hjer í bænnm; fá togararnir ekki nema lítið og eru snmir þeirra farnir að fara vestur á firði til þess að kaupa ís þar. Má búast við, ef framhald verður á ísfisksveið- um munu þeir verða að flytja með sjer ís hingað frá Hull og Grimsby, eins og í fyrra. En varla má þetta vansalaust heita og ætti framtak*- sömum mönnum að vera leikur á borði að koma hjer upp íshúsi, sem framleitt getur ís bæði vetur og sumar. Sigurður Skagfeldt söngmaður, p.r kominn til bæjarins og mun ætla að balda söngskemtnn hjer á næst- unni Hefir hann dvalið í Danmörka síðast liðinn vetur, við söngnám hjá V. Herold hirðsöngvara. Skagfelcbb kom í fyrradag hingað til bæja»- ins landveg að norðan, en þar hefir hann verið í sumar hjá skyldmennun* sínum. — Óhætt er að fullyrða, aS hann fær mikla aðsókn að sön^- skemtunum sínum, því hin blæfagrá og þróttmikla rödd hans er bæjajf- búum orðin kunn. -------0--- “ gdmanmundurinn Sögukaflar af sjálfum mjer, eftir Matth. Jochumsson, er nú sú bók, sem mest er lesin og mest um talað hjer í bænum sem stendur. Stafrof söngfræðinnar, eftir Björn Ivristjánsson, ágæt kenslubók og vin- sæl, sem lengi hefir verið npp- seld og ófáanleg, er nú komin. út Togararnir. Glaður, Otur og Austri komu inn af veiðum í gær og fóru út aftur í gærkvöldi. Belgaum fór á stað fra Englandi á þriðjudags- morgun, og Njörður er einnig á leið- inni frá Englandi. Keflavíkin kom í gærmorgun af síldveiðum að norðan. Hefir hún afl- að 4,200 tunnur. Tommeliten heitir norskt skip, er hingað kom nýlega með kolafarm til h.f. Kol og Salt. Eru það húsa- Það var þessi auglýsing, sem einn morgun, þegar Sigríður vat rjett að því komin að missa alt traust á framtíðinni, vakti hjá henni nýja von og nýtt hvig- rekki. Það sem þarna var heimt- að fanst henni a'ð hún mm1<i§ geta leyst af hendi, enda þó4t að nú væri langt síðan hún hefði hreyft við hljóðfæri eða komið á hestbak. Hún sendi því um- sókn og beið með óþreyju eftir svar’nn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.