Morgunblaðið - 05.10.1922, Blaðsíða 3
I
StErk barna dq unglinga-gummistíguÍEl hjá fDuannbErgsbræörum.
Hvítkál
Rauðkál
Gulrödder
Egg
Isl. smjör
Verð lægra en annars
staðar
i
L S.
Sími 434.
stað til íslands. í aprílmánaðar-
lok eða byrjun maí næsta ár er
bú'st við skipinu aftur til Khafn-
ar.
Verslunin milli íslands og Portúgal.
í viðtali við Politiken hefir full-
trúi Portúgala í Danmörku, d’Al-
maide, sjerstaklega tekið fram
víðsýni íslensku stjórnarinnar í
bannmálinu.
Portúgal er nú um þessar mund-
i að semja um svipaðan toll-
samning við ísland og Spánu hef-
ir komist að.
Utflutningur frá Islandi hefir
aukist mjög mikið til Portúgal.
Portúgal fær sem stendur allan
sinn saltfisk1 frá íslandi, og véi’sl-
unarviðskiftin hafa auki'st svo mik
ið síðustu mánuðina, að Portúgal-
ar eru að hugsa um að útnefna
í Reykjavík sjerstakan konsúl.
Leikföng, feikhin öll — Sokkar — Skór — Sápur — Skósverta —
Gullstáss alls konar o. m. fl. fyrir hálfvirði á A. B. C. útsölunni
Landið helga.
Yfir eyðimörk. Móses.
Eftir Ebbe Kornerup.
Undir bláum næturhimninum
ókum við burt úr Cairo beint í
austur. Lestin átti að fara til
Jerusalem. Við fórum fram hjá
stöð eftir stöð, griltum um leiö í
lýst smáþorp eða bál, sem Arabar
sátu kring um. í Vest-Kantarah
fórum við úr lestinni, þar var
vegabrjef okkar skoðað og farang-
ur okkar rannsakaður. Jeg hafði
engan farangur. Prjáls og ljettur
vildi jeg koma til landsins helga.
Þegar Arabar fara pílagríms-
ferðir til Mekka og Mediria, verða
þeir að ganga síðasta spölinn að
gröf Múhameds algerlega naktir.
Jeg vildi koma í Kanaanslands
eins og 'fuglinn, sem ekki á korn
í nefið, eða með öðrum orðum:
Koma þangað í rykugum þriðja
flokks j árnbr autarv a gni með
aðeins hermannapoka á öxlinni.
Þrisvar um vikuna fer hraðlest
frá Cairo til Jerúsalem, beina leið,
en þá fara ferðame’nnirnir sofandi
um landið og sjá ekki hina dá-
samlegu Sinaieyðimörk, þar sem
Móses leiðbeindi guðs titvöldu
þjóð frá Bgyptalandi til Kana-
anslands.
Það var um miðuæturskeið, sem
við komum til Kaníarah. Jeg
hafði valið seinförulustu lestina,
sem kom við á hverri stöð- Loft-
ið var milt. Tunglið stóð hátt á
himni. Sandurinn brakaði undir
fótum manns, þegar við gengum
yfir brú þvert vfir Sugz-skurðinn.
Þar beið önnur lest, sem jeg ætl-
aði að fara með, en hún átti að
fara 5 klukkustundum síðar. Við
höfðum nægan tíma.
Þama var fjöldi Araba, Bedu-
ina, Gyðinga, Hindua og enskra
hermanna. Þeir bjuggu strax um
sig á bekkjunum og sofnuðu. En
jeg gekk út í eyðimörkina. Þar
stóðu gömul ensk hermannatjöld.
Eitt tjaldið var opið. Inni sat
Beduini.
Eslem allikum, sagði jeg og
gekk rakleiðis inn.
Beduininn sat á mottu og bjó
til kaffi.
Allikum eslem, svaraði hann og
bauð mjer að setjast á gula mottu
og rjetti mjer strax ofurlítinn
kaffisopa með korg í og vindling. ■
í tjaldinu vóru auk hans hálf- j
naktir þrír menn og einn Beduini. |
Þeir fengu allir kaffi.
Jeg talaðí um stund við menn- J
ina og gekk síðan til Suezskurðs-
ins.
Alt í einu varð skínandi bjart
af livítu ljósi. Kastljósi var varp-
að á skurðbakkann. Þá laust upp
ógurlegu öskri, og skuggalegt |
skipsbákn með mörgum gluggum |
og gulum og rauðum ljóskerum ’
seig hægt um skurðinn. Það var j
á leið til „the far East“ og Ástral- j
íu. Maður heyrði skvamp vatns-
ins við skipshliðarnar, lágt en j
reglulegt hljóð eimvjelarinnar.
Svo varð alt aftur kyrt og
hljótt og hvíldi í djúpum, þung-
um friði.
Þegar jeg kom til baka aftur,
vöktu hermennirnir 3 en einn svaf
undir hermannakápu.' Þeir ætluðu
til Jerúsalem. Þangað voru þeir
sendir af yfirboðutunnm. Þeir
buðu mjer vindlinga og sögðu
mjer frá styrjöldinni.
Inni í svefnvögnunum hrutu
Arabar. Loftið var ljett — allir
gluggar opnir.
Loks lögðum við af stað. Arab-
amir vöknnðu, teygðu úr sjer og
byrjuðu að rabba saman en sofn-
uðu fljótt aftur.
Sólin steig upp yfir eyðimörk-
ina. Nú þutum við á fleygiferð
yfir þá eyðimörk, sem Móses reik- j
aði með Gyðingana, þegar þeir
losnuðu úr klóm Paraós og flýðu
í skelfingp.
Góðri kl.stund eftir sólarupp-
rás sást rönd af hafinu og smám
saman sást það gleggra. Það var.
gulgrátt að lit með löðurtyptum
öldum. Past frammi við hafið
stóðu grænir pálmar. Um sumarið
lilýtur hjer að vera ákjósanlegur
baðstaður. Sandur,* sandur, langt
út. í hafið. Og pálmalundir við
hlið manns til þess að hvílast í,
eftir baðið, við hlið góðrar konu
með ljóðabók og vín, eins og
Omar Khyam ljóðar um.
Perðin var skemtileg, oft fór-
um við yfir veg Mósesar, hvenær
vissum við auðvitað eklti, en okk-
ur þótti það undarlega skrítið,
eri Gyðingunum hefir sennilega
ekki þótt ferðin jafn skemtileg,
þegar þeir fóru hana-
Lestin hjelt kyrru fyrir alllengi
í E1 Arish, óasa einum. Þar eru
djúpar grafir grafnar hringinn í
kringum döðlupálmana- í öldótt-
um sandinum óx Tamarind og
Risinus. Yið gengum út í sand-
inn upp á brekkurnar og gátum j
þá sjeð óravegu inn í eyðimörk-
ina.
Yið ókum lengra. Landið varð
smámsaman frjósamara og gróð-
urvænlegra. Smá gul blóm gægð-
ust upp úr sandinum. Tieus di
India óx á lækjarbörmum. Og
lágir kornakrar sáust hjer og þar.
Víð komum til Rafa. Plokkur
kameldýra liggur í sandinum. Be-
duinar ætla með lestinni. Þeir
eru með hvíta túrbana, brúnleitir
i andliti og með arnarnef.
Inni í lestinni stendur yfir kapp
ræða milli hermannanna um næstu
styrjöldina, milli Ameríku og
Japan. England gengur í lið með
Japan, segja þeir hlæjandi. En
hver veitir Ameríku aðstoð ? Prakk
land? Það þorir Prakkland ekki.
Það hefir ekki nógan skipakost..
Nú erum við komnir inn á milli
blómstrandi möndlutrjáa. Umhverf
is eru víðáttumiklir hvítir möndlu-
akrar eins og snjór.
Um miðjan daginn borðum við.
Arabi einn gefur riijer brauð. Jeg
sagði við sjálfan mig: gef mjer í
dag mitt daglegt brauð.
Þar sem við förum nú um, gekk
Jesús um berfættur og Arabar og
Gyðingar gáfu honum brauðið.
Úng, slæðuvafin Arabastúlka
gefur okkur stærðar appelsínur.
Hún kastar þeim til okkar og við
segjum kathakeriek. Hún hefir
silfurhringi um bera fótleggina.
Það hringlar í þeim. Gullhring
hefir hún einnig um nefið og
neglurnar eru litaðar.
Nú sjáum við Gaza. Hjer stóð
hinn mikli bardagi, sem allir hafa
lesið um. Sundurtættar gaddavírs-
girðingar og leynigrafir eru síð-
ustu merkin.
Og lestin heldur áfram inn í
hina frjosömu Palestínu, inn í.
gróðurflæmi Kanaanslands með
hinum mörgu blómstrandi trjám.
Himininn er fagurblár. Hátt uppi
syngur einmana, fugl fagnaðar-
söngva sína og hjer ilma mörg
útsprungin blóm.
Klæflauerslun okkar
%
er flutt I Austurstræti 6 (áður búð Arna Eiríkssonar).
ilýkomið úrval af frakkaefnum.
RndErsEn 5 bauht.
”= BáBBílE —
Guðspekifjelagið. Sameiginlegur
fundur í Reykjavíkurstúkunum í húsi
fielagsins, föstudag 6. þ. m. kl. 8%
stundvíslega. Pundarefni: Erá árs-
fundi og fyrirlestraferðum nyrðra.
Halldóra Bjaruadóttir, ' fram-
kvæmdastjóri heimi'lisiðnaðarfjelag-
anna, er nýlega flutt búferlum hing-
að til bæjarins frá Akureyri. Hún
býr í Þingkoltsstræti 28.
Dánarfregn. Þann 4. þ. m. andað-
ist á franska spítalanum Elín K.
Guðjqnsdóttir frá Gestsstöðum í Norð
urárdal.
Glaður fór á veiðar í gærkveldi.
Draupnir en ekki Belgaum var það,
spm seldi afla sinn nýlega í Eng-
landi fyrir 1734 sterlingspund. Bel-
gaum mun vera í þann veginn að
koma til Englands' nú.
Kirkjuhljómleika halda næstkom-
andi mánudag Páll Isólfsson og Egg-
ert S'tefánsson.
Rausnarleg gjöf. 1000 kr. hefir
Thorvaldsensfjelagið gefið gamal-
mennahælinu nú mjög nýlega. Er það
vel, að fjelög og einstakir efnamenn
styrki þessa mannúðar- og þarfa-
stofnun. Enn er nokkurt pláss á gam-
aimennahælinu. Er búist við að það
geti tekið til starfa um veturnæturn-
\
ar.
Gullfoss fór hjeðan mjög snemma
í morgun, til Akraness. Þaðan fer
skipið til Hafnarfjarðar, en kemur
hingað í dag og fer hjeðan til Vest-
fjarða kl. 5. Farþegar með því vest-
ur eru: Oddur Gíslason sýslumaður
og frú hans, Þorsteinn Þorsteinsson
sýslumaður og frú hans, Þórunn Haf-
stein, Jón Benediktsson læknir, Sig-
urður Magnússon læknir og frú hans,
Kristján Ó. Skagfjörð heildsali og
fleiri.
Fylla fer hjefean í dag til Dan-
merkur og lætur nú af strandvörn-
um hjer við land. í stað hennar kem-
ur „íslands Falk“' og mnn hann vera
nýlagður á stað til íslands.
Botnía kom til Hafnar í fyrra-
kvold.
Suðurland fer tií Vestmannaeyja
næstk. laugardag, og tekur vörur og
farþega.
Breytingarnar á Nýborg. Nokkur
styr hefir staðið um það í bæjar-
stjórninni, hvort landsstjórninni skuli
veitt leyfi það _til breytinga á Ný-
borg, sem hún hefir farið fram á,
tii ‘víngeymslu í húsinn og fleira.
Nú síðast hefir b'runamálanefnd veitt
léyfið með því skilvrði, að mjög eld-
fim efni (spíritus o. fl.) verði geýmd
í eldföstu rúmi. En byggingarnefnd
hefir felt það, að leyfið verði veitt,
með jafnum atkvæðum.
Dráttarbraut hefir h.f. Hamar sótt
um að fá að gera fram af eign sinni
við. Norðurstíg. Hefir hafnarnefnd í
sambandi við þ'essa beiðni ákveðið
aí láta rannsaka lóðar- ög fjörurjett-
indi h.f. Slippfjelagsins og frestaði
því að taka ákvörðun um beiðni
Hamars.
Barnaskólalæknir liefir Gunnl. Ein-
arsson verið ráðinn frá 1. þ. m. Að-
nr hafði Guðm. Thoroddsen það st.arf
á hendi.
Dr. Kort Kortsen, sem hjer hefir
dvalið í sumar, fór hjeðan áleiðis
í gær, til Daumerkur.
Trúlofun sína opinberuðu í fyrra-
kvöld ungfrú Ás'ta Tómasdóttir og
Lárus Þ. Blöndal, stýrimaður á Lag-
arfossi.
Olimpíunefnd knattspyrnumanna
hefir sótt til fjárhagsnefndar bæjar-
stjórnar um eftirgjöf á skemtana-
skatti af Skotakappleikunum í sum-
ar. Fjárhagsnefnd telur sig ekki geta
orðið við beiðninni.
Bæjarstjórnarfundur er í dag.
Leiðrjetting við greinina „Alvöru-
málið“ í Morgunhlaðinu 4. okt., síð-
ustu roálsgr, Orðin „Að sósíalista-
bæli varð fjelagsskapurinn ekki‘ ‘,
eiga að vera: Að sósíalistahæli varð
kaupfjelagsskapurinn ekki o. s. frv.
Settir hafa verið í læknisembætti
nýlega: Kristmundur Guðjónsson í
Reykjarfjarðarhjeraði, Karl Magnús-
son í Hólmavíkurhjeraði, Jón Bene-
diktsson í Nauteyrarhjeraði og Krist-
ján Arinbjarnarson í Blönduóshjeraði.
--------o--------
Gengi erl. myntar.
4. okt.
Kaupmannahöfn.
Sterlingspund............ 21.46
Dollar....................4.88%
Mörk..................... 0.26
Sænskar krónur...........129.20
Norskar krónur........... 86.25
Eranskir frankar......... 37.70
Svissneskir frankar .. .. 91.25
Lírur .7................. 20.85
Pesetar........v......... 74.00
Gyllini........*!.......189.40
Reyþjavík.
Sterlingspund.......... 25.60
Danskar krónur...........119.64
Sænskar krónur...........157.23
Norskar krónnr...........103.52
Dollar • • ■. -........... 5.94
------o-------
Aulestad þjóðareign.
Fyrir nokkrum árum kom sú
uppástunga fram í (Noregi, að
ríkið keypti Aulestad, búgarð
þann, sem Björnstjerne Björnson
átti og bjó á 35 síðustu ár æfi
sinnar, en aldrei hefir orðið nein
framkvæmd á því. Búgarðurinn
er nú í eign ekkju Björnsons,
Karolinu. En bún kvað vera til-
leiðanleg til að selja þann hlut-
ann, sem ftest pr fallinn til þess
að vera í eigu ríkisins. Og er bú-
ist við því, að bráðlega mnni koma
tillaga fram um kaupin.
Merkilegasti staðurinn á Anle-
stad, er talinn vera vinnustofa
skáldsins. Hefir henni ekki verið
breytt hið minsta síðan Björnson
ljetst, er þar alt með sönmu
ummerkjum og þegar hann not-
aði hana. Telja norsk blöð það
trúlegt, að marga mundi fýsa að
sjá.hana, ef hún yrði þjóðareign
og opin almenningi til sýnis.