Morgunblaðið - 17.11.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1922, Blaðsíða 3
M ORGUNBLAÐIÐ Stœrsta matvöruvarslun borgarinnar þekkja allir, en sú næst stsarsta Nýkomiö: Biblia, bæöi stóra útgáfan og vasaútgáfan við ýmsu veröi, Nýja testamenti, vasaútgáfa, íslenskt söngvasafn, II, hefti, Fæst hjá bóksöium. Bókav. Sigf. Eymundssonir. Fvrirlestur 8á er Þorsteinn Björnsson frá Bæ, ætlaði að halda í Bárunni á föstudagskvöldið, um: Útlegð íslendinga í Ameríku, verður frestað til mánudagskvölds á sama stað og tíma. ökólastjórastarfið væri orðið, en ekki einu orði að því vikið, kvern- ig nefndin hugsaði sjer stöðu hans vig skólann". Formaður nefndarinnar óskaði þá bókaða svolátandi yfirlýsing: „Með skírskotun til þeirra úr- siita, sem orðin ern á helstu áhnga málum skólanefndarinnar, Ifetur Jón Ófeigsson þess getið, að hann gegni ekki framar störfum sem forinaður þessarar nefndar. Sömu- leiðis og af sömu ástæðum skýrir irann frá því, að hann muni tafar- laust tilkynna bæjarstjórn að hann s^ái sjer ekki fært að gegna störf- um lengur í nefnd þessari og ætl- ist því til að kosinn verði annar í hans stað“. Euní'rernm' lýstu Laufey Vil- hiálmsdóttir, Þorvarður Þorvarðs- son og Gunnlaugur Claessen yfir því á fundinum, að þau mundu segja af sjer skólanefndarstörfum. Á bæjarstjórnarfundinum las forseti upp brjef frá fjóruni skóla nefndarmönnum, formanni Jóni Ófeigssyni, frú Laufeyju Vilhjálms dóttnr, G. Claessen og Þorv. Þor- verðssyni, er öll beiddust lausn- ai úr skólaneíndinni, sakir þess, að þau sæju ekki að starf þeirra væri metið.að neinu og að nefnd- in fengj engum þeim umbótum fram komið, er hún teldi nauð- synlegar skólanum til .gagns. Þórður Sveinsson taldi þetta ill tíðindi. Kvað það ýkjulaust, að enginn maður hefði betrj fengist í skólanefnd, en J. Óf., en nú þættist hann ekki geta setið lehg- nr, sakir þess, að hann hefðj enga von um að koma fram mestu stór- ir.álunum í umbótmn skólans. Og i'Hunar mætti segja það um alla nefudarmennina, sem nú bæðust lausnar, ag þeir hefðu komið mörg iim stórmerkum nýjungum í fram. kvæmd og taldj upp þau helstu. Kæðumaðurinn gat þess, að þessa skólanefnd mætti bærinn ekki missa, þó væri hann samþykkur að form. hennar færi, þvj hann hefði verið kosinn nauðugur, en hinir meðnefndarmennirnir Væru lcosrtir með þeirra vilja og ættu að fara úr nefndinni í vor, og fcefðu reynst ágætlega og því væri sjálfsagt að reyna að fá þá til »ð vera í nefndinni áfram. Þorv. Þorv. .gat þess, að hann mundi ekki mæta í skólanefnd framar, nema því aðeins að nefndin fengi einhverjum þeim málum fram- gengt, er hún hefði barist fyrir, t. d. að námsstjóri gæti tekið upp starf sitt í skólanum. Annars væri meiningainunur svo mikill milli skólanefndar og skólastjóra, að lítil von væri, að starf hennar hæri nokkurn árangur, Gunnl. C. kvað sjálfsagt að tala vel um þá dauðu, en nú yæri skólan. að skilja við og því væri Þ. Sv. bú- inn að flytja hjartnæma ræðu yf- ir moldum hennar og telja upp það gott, sem hún hefði afkastað. En merkilegt kvað hann vera að taka eftir því, að allar þær fram- lcvæmdir, sem gkólan. hefði komið i framkvæmd, hefðu aldrei komið til kasta fræðslumálastjóra og kenslumálaráðlierra, en um leið og þurft hefði að sækja undir þá tvo háu aðilja, þá hefði alt strand- að. Kvað hann alla stöðvun í um- bótum fræðslumálanna koma að ofan. Fór hann nokkrum orðum iim fræðslumálastjóra og kvaðst ekki vita hvað hann gerði. Nefndi liann og í ræðu sinni skipun barnakennaranna við barnaskól- ann þvert ofan í till- nefndarinn- ar, og að sama bruimi hefði borið með skipun námsstjóra. Nú héfðu kenslumálaráðli. og fræðslumála- stj. komið í veg fyrir umbætnr ,þær sem skólanefnd hefði viljað koma í framkvæmd, og þá væri t:l einskis fyrir hana að sitja. — Kvað hann yfjrstj. fræðslumála og kenslumála í mesta ólagi og nefndi dæmi til. Þá kvað hann kennarastjettina ekki bregðast sjerlega vel við, og- nefndi til þess skjal eitt, er skóla- nefnd hefði borist frá tveimur kennurum með allgleiðgosalegum brag, og fundu nefndinni það til foráttu, að hún hefði ætlað að hreinsa fullmikið til í skólanum. Þá var borin upp tillaga Þ. 8v. um að veita aðeins J. Ófeigssyni lamsn, og var það samþ. Þá var lausnarbeiðni hinna borin upp og var hún ennfremur samþ. Þá var gengið til kosninga 4 skólanefnd- armanna og hlutu kosningu: Þórð ur Sveinsson, Pjetur Halldórsson Hallbjörn Halldórsson og Þórður Bjarnason. --------o-------- verður opnuð á laugardag og það er A B C. Tvisvar sinnum stærri en ðður. Æfisaga Vilhjálms þýskalandskeisara. Bók Vilhjálms keisara er nú komin út á tungnmálum flestra stærri þjóða. Hefir mikið verið gert til að auglýsa hana sem mest áður en hún !kom út. í Dan- mörku hefir blaðið Politiken birt bókina í smáköflum og- hafa myndir fylgt. Er bókin ljett skrif- uð og skemtilega frá mörgu sagt. Meðal þeirra sem hafa fundið sig knúða til að finna opinberlega að bókinni, er Poincaré forsætir- ráðherra Frakka. Hefir hann ritað hvassa grein um hana ,og fara hjer á eftir nokkrir drættir íir því sem hann hefir um hana að segja: „Vilhjálmur sneiðir hjá öllu því, sem honum er óþægilegt að minn- ast á, og þegar hann getur engin rök fundið fyrir fullyrðingum sín- um, þá býr hann þan til. Hann virðist vera innblásinn af hatri til Grey lávarðar, sem var einn allra eindregnasti fylgismaður friðarins. Gerir hann honum get- sákir og segir hann hafa barist fyrir ýmsu því, sem vitanlegt er öllum heimi, að hann barðist á móti“. Þá tekur Poincaré ýmsa kafla úr bókinni, sem einkum vita að frönskum stjórnmálum og afstöðu Frakka til annara þjóða, L d. Rússa og Belga, og hrekur lið fyr- ir lið fullyrðingar keisarans. Og lýkur máli sínn á þessa leið: „Þegar maður hefir lesið bók- ina verður maður alveg steinliissa yfir því, að þjóðhöfðingi, sem dreymdi um að verða æðsti mað- ur veraldarinnar, skuli hafa gefið sig við jafn hlægilegu starfi, eins og raun ber vitni um: að leika sjer að ártölum og viðburðnm, eins og krakki að tindátum. Það hlýtur að vera sárt að missa krún- una, en hvers vegna þarf hann, eftir að hafa mist hana, að gera sjer leik að því að fyrirgera að fullu og öllu persónulegu áliti sínu V ‘ —----......... Bankahrun í noregi. Norðmenn hafa nýlega orðið fyr ir sarna óhappinu í bankamálum, eins og' Danir urðu fyrir í sept- ember í sambandi við Laudmands- banken. Noi'skur banki, Andresens og Bergens Kreditbank, hefir kom ist á beljarþrömina, en verið biargað við á síðustu stundu, fyr- ir forgöngu ríkisins- Rjett fyrir. miðjan októbervoru hlutahrjef þessa banka, að nafn-' verði 250 kr., seld fyrir 200 kr. En alt í einu tóku þau að hríð- falla, og fjellu á rúmri viku niður í 100 kr. Þá var það tilkynt, að ríkið, þjóðbankinn norski og' fjór- ar peningastofnanir aðrar hefðu komið sjer saman um að hlaupa undir bagga, og var þannig af- stýrt algerðu hruni bankans. Hef- ir bankhm tapað f je < svo tugum miljóna skiftir, að því er sagt er, og fjárstuðningur sá, er hann fær frá fymefndum stofnunum nemur 50 miljónum króna. Andresens og Bergens Kredit- bank, sem venjulega er kallaður Foreningsbanken, hafði hlutafje og varasjóð, sem nam samtals 125 milj. kr. Hann var stofnaður árið 1917 með samsteypu Andresens banka, sem var elsti einkahank- inn í Kristjaníu, og Bergens Kre- dithank. Bankinn hafði mjög mik- il viðskifti í verslun, iðnaði og siglingum. ----o------— MiBirHlttML Síðan marksgengið lækkaði í sumar hefir mjög brytt á því, að vörum hefir verið smyglað frá Þýskalandi til annara landa. Hef- ir það reynst mesti gróðavegur, að kanpa þýskar vörur fyrir út- lenda mynt eftir að gengið lækk- aði og smygla þeim síðan til ann- ara landa og selja þar. Það er einkum fatnaður alls- ■konar, sem verið hefir smyglað, og mest ber á smygluninni á landa mærum Þýskalands og Sviss. Eru það ýmsar leiðir, sem famar era til þess að koma vamingnum yfir landamærin. Nýlega var t. d. mað- ur einn, sem grunsamlegur þótti, tekinn fastur. Við rannsókn kom það í ljós, að hann var í tvennum nærfötum, þrennum ytri fötum og tveimur yfirfrökkum. Var stærðin á þessum fatnaði misjöfn, þannig að fatnaðurinn fór stækkandi eft- ir því sem utar dró. Maðurinn var hinn bústnasti þegai'- 'rannsókniu hófst, en þegar henni var lokið hafði hann rýrnað tilfinnanlega. Þó gerir kvenfólkið ennþá meira að smyglun en karlmennirnir. Og það er einkum undirfatnaður úr si.'ki og öðrum dýrum efnum, sem þær smygla. Aðferðin er Sú sama og áður er lýst. Eru þær á sífeldu ferðalagi yfir landamærin; fara grannvaxnar til Þýskalands en koma þaðan aftur gildar. Nýlega var kona ein sektuð um 1.000.000 marka fyrir vörusmyglun; hafði hún verið að þessu verk' aðeins eina viku, en var húin að flytja sem svaraði 12 stórum ferða- koffortnm. ------o----- Rennifluglð. Tilraunir eru nú gerðar um all- an heim til endurbóta á renniflug- vjelunum nýju. Leggja menn eink. um stund á, að gera vjelarnar sem líkastar fuglum 1 lögun, og sumir smíða vjelar með hreyfan- legum vængjum, til þess að líkja eftir flugi fuglaima. Frægur flugvjelasmiður í Banda ríkjunum, Glenn Curtiss, er þeirr- ar skoðunar, að hægt sje að smíða aflvjelarlausa flugvjel, sem geti tekið sig upp af vatni, og erhann að smíða slíka vjel. Hún er gerð úr trje, „duralumin“ og silki og vegur um 300 pnnd, með flug- manninum. Lengdin er 22 fet og breiddin, milli vængjasporða, 28 fet. Sjálfur skrokkurinn er hygð- ur sem bátur í lögun. Gerir Cui1- tiss ráð fyrir að vjel þessi geti flogið með 30 kílómetra braða á klukkustund. Cnrtiss álítur að vindurinn sje Simanúmep 3’ $§} p þau, er vjer höfum haft, (409, 509, 609 og 809) höfnm vjer ekki lengur, og eiga menn eftirleiðis að biðja um ypE í m s k i,p“ er þeir vilja fá símasamband við skrifstofur vorar. Símanúmer pakkhúss fjelag’sina verður hið sama og áður: 508. < ÍL cT w e 3 <y w g tt » 0 c oi23. B a o; 3 5* (N c < < 4 o> p # r p. £0 _ . °’ Ef » ® D p, £. — CQ 5í a ® O. SO VJ g «■ œ g: d S 2. O. r5 d<h Eina krónu kosta Þvottabali 10 Bollapör Regnkápa Fataefni ,/ Taukörfuir. Kvenskór Borðteppi og fleira í lukkupokam hjá A B C'Bazarnum.l bjósakrónur. Fengum stórt Tirval með íslandi. Komið i, tima. Hiti & Ljós. Sími 830. Laugav. B 20. miklu hagstæðari til renniflugs yfir vatni en yfir landi. Bendir hann á, að sjófuglarnir hreyfi vængina miklu minna en aðrir fuglar, þeir láti vindinn bera sig langar leiðir án þess að hreyfa vængina svo nokkrn nemi. Takist honum að lyfta sjer upp af sjó í aflvjelarlausri flugvjel, ma svo heita að ráðgáta þessarar nýju flugtegundar sje leyst. Hingað til hafa renniflugvjelara- ar ávalt þurft að renna sjer niður brekku, til þess að losna, en aldrei tekið sig upp af jafnsljettu. Stsersta ávísan í heimi. Fyrsta afborgun af láni ensku stjórnarinnar í Ameríku fjell í gjald- dag 15. okt. Var greiðslan 50,000,000 dollarar. Bretska stjórnin hefir gefið út ávísun á Morgans-banka í New York fyrir npphæðinni og er afborg- ur.arupphæðin í putidum £11.286,681. Er þetta stærsta ávísunin, sem nokk- urn tíma hefir verið gefin út í heim- inum. Sú ávísun, sem stærst hefir verið hingað til, hljóðaði upp á £11,008,875 og gpkk í gegnum Eng- landsbanka. Var sú upphæð skaða- bótagreiðsla í sambandi rið Anstnr- A síuófriðinn 1895.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.