Morgunblaðið - 03.12.1922, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.12.1922, Qupperneq 2
MOBÖUNBLAÐIÐ Konungl. hirðsali. Vallarstræti 4. — Sími 153 (tvær línur). FARIÐ ALDREI ? I BÍO án konfekts úr Björnsbakarii. Bestu jólagjafimar eru ísaumaðir öúkar úr Verslun Augustu Svendsen. 6 v. ,Bofnia‘ fer 5. janúar frá Kaupmannahöfn til Leith, Vest- mannaeyja og Reykjavikur. C. Zimsen. Nvkomiö! Nýkomiö! KVEN SAMKVÆMIS- og DANSSKÓR lakk, brocade, satin og chavcroux. KVEN GÖTUSKÓR og STÍGVJEL chaveroux og boxcalf, mjög vönduð. KARLMANNA STÍGVJEL með og án táhettu úr chaveroux og boxcalf. INNISKÓR KARLA, KVENNA og BARNA margar og góðar tegundir. Alt fyrsta flokks vörur með sanngjörnu verði. 1! 5kábú9in“ UEltusundi 3, ia stjðpniii f lialiif. London 11. nóv. Sjaldan mun nokkurri stjóm hafa verið veitt eins mikil at- hygli um hoim allan, og stjórn þeirri er nú er komin til valda í Italíu. Bæði er það, að forsæt- iaráðherrann nýji á sjer einkenni- lega sögu, alt frá eldrauðum æskuárum kommúnistans til svæsn ustu andstöðu, eigi aðeins við kommúnista heldur einnig við í- haldssömustu jafnaðarmensku. Og svo er hitt, að stjórn þessi komst til valda með þeim hætti, að bylt- ingu gekk næst, þvert ofan í allar þingræðisreglur og venjur þær er gilda um stjórnarmyndun í lýðfrjálsu landi. Paseistarnir ítölsku hafa ekki haft sem best orð á sjer undan- farin ár. Þejr hafa farið sínu fram með frekju og ofstopa og bardagaaðferðin verið lík því, sem gerist hjá kommúnistum. Þeir hafa ráðist með vopnum á mótstöðu- menn sína og drepið þá, brent hús og rænt, sem hver annar ó- aldalýður. Almenningur í ítalíu var hræddur við þá. Og víst hefði mátt við því búast, að keimur af fyrra háttalagi þeirra mundi sjást í aðgerðum stjórnarinnar nýju. En þetta virðist eigi ætla að fara svo. Þvert á móti hefir stjórnin farið fram með mestu harðneskju gagnvart þeim Pas- cistum, sem gert hafa sig Seka í líku athæfi síðan skiftin urðu, erns og áður voru daglegt brauð hjá þeim, og sett þá unnvörpum í fangelsi. Nú er kjörorð Musso- lini þetta: Þjóðin hefir trúað okk- ur fyrir að halda uppi lögum og rjetti í landinu og við gerum það. Ef stjórnin getur ekki látið hlýða sjer, þá er hún óstjórn. Það er mælikvarðinn. Það er bersýnilegt, að óvenju- lega sterk hönd hefir tekið við stjórnartaumum Tt.alíu, l>æði inn á við og út á við, og að mikill framkvæmda- og umbótahugur er í stjórninni. Út á við hefir það komið fram, að' stjórnin vill láta t. ka meira tillit til ítala en áður htfir verið gert og kemur þar fram hin ríka þjóðernistilfínning Pascistanna. Og inn á við ætlar stjórnin að hafa endaskifti á öll- um þeim venjum, sem verið hafa ráðandi undanfarandi ár. Ítalía er engin hornreka. Það kom til mála fyrir nokkr- um dögum, að forsætisráðherrar Prakka og Breta hefðu fund með s.jer til rmdirbúnings friðarfund- inum í Lausanne. Ritaði Mussolini þeim þá brjef, og sagðist mundi telja það óvirðingu við ítali, ef þessi tvö stórveldi ræddu mál, sem varðaði ítalíu, án þess að stjórn hennar væri boðið að taka þátt í umræðunum. Og á ríkis- ráðsfundi, sem ræddi þetta mál sagði hann, að Italir kærðu s'g ekki um að lifa á molunum, sem fjellu af ráðstefnuborðum Frakka og Breta. Kemur þar fram sú stefna, að ítalir sætti sig ekki við að vera settir á óæðra bekk, held- ur vera algerlega jafnfæt:s hin- rm stórveldunum í öllum alþjóða- málum. ítalska þjóðin er 40 milj- ónir og ítalski forsætisráðherr- ann er framgjarn maður. Hann vill sýna, að ítalir hafi engu minni rjett til að gera iit um deilu- mál Grikkja og Tyrkja eða hverra þjóða annara er vera skal, heldur en Prakkar og Bretar. En liins veg- ar vill hann liaga milliríkjasaiin- ingum alt öðruvísi en þessar þjóðir eru vanar að gera og fylgja öllu fram af ofurkappi. En sú aðferð vekur óhug hjá eldri stjórnmála- mönnum. Faseistaráðherrarnir virðast framgjamir menn og athafnamikl- ir, enda eru þeir flestir ungir. Mussolini sjálfur er tæplega fer- tugur, aðstoðarráðherra hans í : n nanríkismálum 35 ára og flestir hinir ráðherrarnir líka milli þrí- tugs og fertugs. *• , i Frjáls þjóð. Búist var við því, að Fascista- stjórnin mundi verða ær:ð hörð í horn að taka og að hinir gömlu mótstöðumenn Pascistanna, eink- um kommúnistar og jafnaðarmenn, mundu ekki eiga upp á háborðið er hún væri tekin við völdum. Kom- únistar hafa ekkert látið á sjer bæra, nema rjett fyrstu dagana eftir stjórnarskiftin, af hræðslu við dauðadóm eða æfilangt fang- elsi. Nú bregður svo við, að Fas- c'star eru hinir óáreitnustu og stjórnin lýsir yfir því, að hún telji skyldu sína aí láta hver : borgara í þjóðfjelaginu njóta frelsis og rjettar. „ítalir skulu lifa sem frjáls þjóð undir stjórn Pascista" segir Mussolini. „Hún hefir ekki notið frelsis síðan 1915; nú skal liún njóta þess. Við höf- um framkvæmd laganna með höndum og þau heimila öllum frelsi sem hlýða þeim. Við sjá- um um að lögunum sje hlýtt og munum hlýða þeim sjálfir“. Viðreisn arst a rfið. 1 innanríkismálum eru það eink- um fjármálin, sem þurfa bráða bóta við, enda telur stjómin það fyrsta verk sitt að koma lagi á þau. Eru það eigi smávægileg skref, sem stjómin ætlar að stíga þar. Pyrst var búist við því, að ^ Mussölini mundi gera það sem honum gott þætti í þeim málum án þess að syrja þingið. En stjórn- in hefir þó ekki gert þetta, enda væri það í litlu samræmi við alt talið um löghlýðnina. Stjórnin SjóYát ytf tngarfjelag Islands h.f Eimskipsfjelagshösinn. * Reykjavík. Slmar: 54 2 (skrifstofan), 309 (framkv.sijórí). Sfmnefnt: „Insnrance". Allskonar sjó- og stnðsvátryggingar. Alislenski sjóvátryggingarfjelag, fiuergi betrl ag árEiðanlEgri uiflskifti. ætlar að fara aðra leið: hún ætl- ar að leggja fyrir þingið frum- varp sem gefur stjórninni fast að því eínræðisvald til, allra fram- kvæmda er lúta að umbótum á fjárhagsmálum ríkisins.. Hefir stjórnin látið í ljósi að nokkru leyti, hverjar breytingar hún tdji sjálfsagðastar til batnaðar og em þær ærið nýstárlegar á þess- um síðustu tímum ríkisreksturs og einokunar. Svo fjarri er því, að stjórnin telji ríkið hæfara til að annast atvinnurekstur en emstaklinga, að hún vill afnema ríkisrekstur í þeim greinum sem sjálfsagð- ast hefir þótt að ríkið hefði með höndum, og mörg ríki, þar á meðal Ítalía hafa haft um langt skeið. Stjórnin hefir lýst yf'r, að hún múni, ef umboð þingsins fæst, losa ríkið við öll þau fyrirtæki, sem hafi reksturshalla og bjóða hlutafjelögum að taka v:ð þeim. Eru þar fyrst og fremst símarnir, S( m kostað hafa ríkið óhemju fjár síðustu ár. Þeir eiga að verða einstaklingafyrirtæki.Þá eru járn- brautimar. Þær ætlar stjórnin að bjóða út, skifta þe'm í flokka og láta stofna fjögur hlutafje- lög til að taka við þeim. hefir jafnvel beyrst, að stjórnin vilji láta einstaklinga taka við póstmálunum og halda uppi póst- göngum gegn ákveðnu gjaldi í ríkissjóð. Hefir stjórnin þegar látið byrja rannsókn á þessum málum. Ekki hefir hún skipnð nefndir til þess e:ns og venju- legt er, heldvtr falið einum manni að gera tillögur um hverja grein þessara mála og fengið honum aðstoðarmenn eftir þörfum. Friður i lamdi. Enginn andmælir aðgcrðum stjórnar'nnar. Menn horfa forviða á þessa nýju menn, sem komnir eru til valda, og hafa ekki enn áttað sig á því, hvaS er aö gerast. Stjórniu á sjer mikið fylgi í landinu, fyrst og fremst flokk sinn, sem telur fjórar miljómr manna og svo einnig í halds- flokkinn. Mótstöðumennirnir hreyfa ekki andmælum. Þjóðin hefir sætt sig við nýju stjórnina og finst hún rjettlát og mikils af henni von. Það er engin hálfvelgja í gerðum hennar og hún liefir hlotið aðdáun mótstöðu- flokkanna fyrir það, hve rögg- samleg hún sje og óhlutdræg, Það þykir vel af sjer vikið, að hún ljet setja í fangelsi um 100 Pascista, sení gerðu sig seka í uppivöðslum eftir að hún kom til valda. En þó eru það mestu verð- leikar stjórnarinnar í augum þjóð- arinnar, að hún hefir friðað land- ið. ftalir voru orðnir þreyttir á hinum sífeldu óeirðum Pascista og Kómmúnista Og þráðu frið- ii.u hvaðan sem hann kæmi. Nú er hann korninn — frá ribböld- unum sjálfum. En það er ómögu- ltg't að segja hvort hann verður nema stundar friður, því þjóðin ei hvikul í lund og örgeðja. En það er ýmislegt sem bendir á að hann muni verða langgæður og að stjórninni nýju takist, að bjarga landinu úr þeim ögöng- um sem það var komið í. Pari s\ o verður Mussolini skipað á bckk með þjóðarbjargvættinum Garibaldi í sögu komandi ára. Erl. símtrriniir frá frjettaritara Morgunblaðrins. Khöfn 2. des. Grikkjakonungur fyrir herrjetti. London: Búist er við, að Grikkja konungur og bróðir hans verði kallaðir fyrir herrjettinn. Páfinn hefir blandað sjer í málið, og bið- ur Grikki að forðast fleiri líflát. Árás á Lloyd George. París: Blaðið ,,Matin“ hefir birt mörg leynileg skeyti frá ár- inu 1920 til Venizelosar frá Lloyd George, þar sem hann hvetur Grikki til hernaðarins. „Matin“ fullyrðir, að þeir sem sekir sjeu í laun og veru sjeu þeir Llovd George og Venizelos. Frá pýskalandi. Berlín: Forugj íhaldsmanna, Ehrhard kapteinn, hefir verið tek- inn fastur og fluttur til Leipzig (tg stefnt þar fyrir ríkisrjettinn. Timarit lögfræðinga og hagfræðinga. Nýkomið cr út. fvrsta hefti uf tímariti, sem svo heitir. Er til þcss ætlast, að það komi út einusinni í hverjum ársfjóröungi, 2y2 örk í livert skifti, og kostar á ári 20 krv Það er gefið út af fjelagi, sem í cru flestir lagamenn og hagfreó- ingar í Itvík, og ætlun þess er að ræöa lögfræðileg og hagfræöilcg cfni. ASallega á það að flytja fruin- samdar fræöigreinir, ritdóma og fagnýungar frá útlöndum, en líka aö taka þátt í umræðum um mikils- varðandi löggjafarefni og lagafram- þvæmdir, cftir því sem atvik renna til. 1000 kr. styrk hefir fjelagiö fengið úr Sáttmálasjóöi til litgáf- unnár. T stjórn fjelagsins eru prófessor- arnir Lárus H. Bjarnason og Ólaf- ur Lárusson, og Þorsteinn Þorsteins son hagstofustjóri. AðalritgerÖin í þessu 1. hefti er um hlutafjelög á Tslandi, eftir Ólaf Lárusson prófessor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.